Fréttablaðið - 04.06.2003, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 04.06.2003, Blaðsíða 14
■ ■ FUNDIR  Kl. 12.10 Prófessor Jeremy W.R. Whitehand heldur fyrirlestur um breytt form borga á tuttugustu öld á vegum Borgarfræðaseturs. Fyrirlesturinn er haldinn í Lögbergi, stofu 101. ■ ■ TÓNLEIKAR  20.00 Kór Lindakirkju í Kópavogi heldur tónleika í Hjallakirkju í Kópa- vogi. Kórinn flytur fjölbreytta dagskrá innlendra og erlendra laga. Stjórnandi kórsins er Hannes Baldursson og und- irleikari Zsuzsanne Budai. Einsöngvarar eru Heiða Margrét Guðmundsdóttir og Svanhildur Sveinbjörnsdóttir. Aðgangur er ókeypis og allir hjartanlega vel- komnir.  20.00 Tónleikar Balzamersveitar- innar Bardukha og Kammerkórs Hafn- arfjarðar verða í Hafnarborg.  20.00 Órafmagnaðir tónleikar rokk- hljómsveitarinnar Sign í Gamla bóka- safninu í Hafnarfirði. ■ ■ KIRKJULISTAHÁTÍÐ  8.00 Morgunmessa í Hallgríms- kirkju. Prestar eru Sr. Jón Dalbú Hró- bjartsson og sr. Kristján Valur Ingólfsson.  12.00 Tónlistarandakt í hádeginu í Hallgrímskirkju. Prestur er Sr. María Ágústsdóttir. Unnur María Ingólfsdóttir fiðluleikari og Árni Arinbjarnarson org- anisti leika verk eftir Corelli og Bach.  20.00 Trúlega Bergman, málþing um trúarstef í kvikmyndum Ingmars Bergmans í Hallgrímskirkju, fyrri hluti. Miðaverð: 500 kr.  22.30 Completorium - Náttsöngur í Hallgrímskirkju. Umsjón sr. Jón Dalbú Hróbjartsson. ■ ■ DANS  21.00 Milonga (tangóklúbbur) á Caffé Kulture í Alþjóðahúsinu. Allir vel- komnir. ■ ■ LEIKLIST  20.00 Konunglegi danski ballett- inn á Stóra sviði Þjóðleikhússins.  20.00 Herjólfur er hættur að elska í Leiksmiðju Þjóðleikhússins.  20.00 Rómeó og Júlía á Litla sviði Borgarleikhússins.  20.00 Tvö hús eftir Lorca í Nem- endaleikhúsinu. ■ ■ SÝNINGAR  Kaffihúsið Port City Java, Laugavegi 70. Alexander Ingason stendur fyrir mál- verkasýningu á kaffihúsinu sem stendur til 15. júní.  Alain Garrabé er með sýningu í Gallerí Smíðar og Skart. Á sýningunni eru rúmlega 30 verk, unnin með olíu á striga. Þetta er fyrsta einkasýning Alan í Reykjavík. Sýningin stendur til 14. júní.  Ljósmyndir Yann Arthus-Bertrand á Austurvelli. Sýningin ber nafnið Jörðin séð frá Himni og hefur verið sýnd víðs vegar um heiminn. Á sama tíma verður upplýsingamiðstöð að Kirkjustræti 12 (Skjaldbreið) þar sem sjá má kvikmynd um tilurð verkefnisins.  Sýning á útskriftarverkum nemenda í Ljósmyndaskóla Sissu. Sýningin er í Stúdíoi Sissu, Laugavegi 25, 3. hæð og stendur til 9. júní. Opið virka daga frá kl. 14 til 19 og 14 til 18 um helgar.  Sýning á verkum Kristjáns Davíðs- sonar og Þórs Vigfússonar í Listasafni Árnesinga, Austurmörk 21 í Hveragerði. Sýningin stendur til 31. júlí.  Sýning á verkum Matthew Barney stendur í Nýlistasafninu. Sýningin stend- ur til 29. júní.  Sumarsýning í bókasal Þjóðmenn- ingarhússins. Sýningin ber yfirskriftina Íslendingasögur á erlendum málum og er ætlað að gefa innsýn í bók- menntaarfinn um leið og athygli er vak- in á því að fjölmargar útgáfur Íslend- ingasagna eru til á erlendum málum.  Hollenska myndlistarkonan Dorine van Delft heldur sýningu í SÍM húsinu Hafnarstræti 16 í Reykjavík. Sýningin ber nafnið Will Hydrogen Effect You?  Sýningin “Afbrigði af fegurð“ hefur opnað á Prikinu. Það er Femínistafélag Íslands sem stendur fyrir sýningunni.  Stóra norræna fílasýningin í sýning- arsal Norræna hússins. Á sýningunni eru verk eftir dönsku listamennina Peter Hentze, Thomas Winding og Pernelle Maegaard. Victoria Winding hefur séð um gerð fræðslutexta.  Sýning Claire Xuan í Ljósmynda- safni Íslands við Tryggvagötu. Listakon- an kynnir þar myndverk sín og ljós- myndir og fimmtu ferðdagbók sína, Ís- land.  Sumarsýning í Listasafni Íslands á úrvali verka í eigu safnsins.  Ljósmyndasýningin Myndaðir máls- hættir stendur nú yfir í Caffé Kúlture í Alþjóðahúsinu við Hverfisgötu, gegnt Þjóðleikhúsinu. Þetta er sýning á loka- verkefnum útskriftarnema í ljósmyndun við Iðnskólann í Reykjavík. Sýningin stendur til 6. júní og er hún opin á af- greiðslutíma kaffihússins.  Pétur Gautur Svavarsson er með málverkasýningu á www.landsbanki.is. Pétur Gautur er sjöundi listamaðurinn sem sýnir verk sín í galleríinu á vefnum. Málverkin eftir Pétur Gaut verða til sýnis í húsakynnum Landsbankans á Lauga- vegi 77 næstu vikur.  Sýning á verkum Jóns E. Gunnars- sonar listmálara Sjóminjasafnið í Hafn- arfirði Vesturgötu 8. Sýningin verður opin til 23. júní á opnunartíma safnsins, alla daga frá kl. 13 til 17. Jón sýnir vatns- litamyndir sem tengjast strönd og hafi á einn eða annan hátt.  Á Árbakkanum á Blönduósi eru Fé- lagar úr Samlaginu – listhúsi á Akureyri með sýningu á smáverkum. Sýningin stendur til 27. júní og er opin á opnun- artíma kaffihússins. Á sýningunni eru málverk unnin með olíu, vatnslitum og akryl, og verk unninn í textíl, tré, leir og fleira.  Sýning á höggmyndum eftir Örn Þorsteinsson stendur yfir á Kjarvals- stöðum. Sýningin teygir sig um ganga Kjarvalsstaða og umhverfis húsið.  Veronica Österman frá Finnlandi er með málverkasýningu í Listhúsi Ófeigs, Skólavörðustíg 5. Sýningin er opin virka daga 10-18 og laugardaga 11-16. 14 4. júní 2003 MIÐVIKUDAGURhvað?hvar?hvenær? 1 2 3 4 5 6 7 JÚNÍ Miðvikudagur KIRKJULISTAHÁTÍÐ Í kvöld verður í Hallgrímskirkju fyrra málþing af tveimur um trúarstef í kvik- myndum Ingmars Bergmans. Fjórir fyrirlesarar flytja erindi. Halldór Hauksson ætlar að fjalla um um Bach og Bergman og um tónlist i kvikmyndum Bergmans, Pétur Pétursson fjallar um þátt kristinnar trúar í listsköpun Bergmans og Þorkell Ágústsson fjallar um kvikmynd Bergmans Sjöunda innsiglið sem dóms- dagsmynd meðal dómsdags- mynda og skoðar hana í sam- hengi við aðrar dómsdagsmyndir. Árni Svanur Daníelsson guð- fræðingur mun svo bera saman mynd eftir Woody Allen annars vegar, Deconstructing Harry, og mynd Begmans Sælureitinn. „Það er margt mjög líkt með þessum myndum og jafnvel hægt að leiða að því líkur að Allen sé að endurgera mynd Bergmans,“ segir Árni Svanur. Í báðum þess- um myndum erum við með söguhetjur sem fara í bílferð til að taka á móti viðurkenningu í háskóla. Það gerist svo ýmislegt á leiðinni sem breytir lífi þeirra og þeir koma ekki samir heim. Þeir koma til baka betri menn, og ég ætla að rekja þetta ferli og skoða hvað gerist, hvernig maðurinn dregst frá hinu slæma yfir í hið góða.“ Árni Svanur bendir á að allt sé þetta afar áhugavert, einnig í því ljósi að Bergman sé prestssonur. Seinni hluti málþingsins verður annað kvöld í Hallgrímskirkju. ■ ■ KIRKJULISTAHÁTÍÐ ÚR KVIKMYND BERGMANS SMULTRONSTÄLLET Ingrid Thulin og Viktor Sjöström í hlutverkum sínum sem Marianne Borg og Ísak Borg. • ÚTILÍF - Glæsibæ • ÚTILÍF - Smáralind • Músik og sport - Hafnarfirði • Maraþon - Kringlunni • Jói Útherji - Ármúla 36 • Leiksport - Hólagarði • K-sport - Keflavík • Sportbúð Grafarvogs - Hverafold • Sportver - Akureyri • Skagfirðingabúð - Sauðárkróki • Sportbær - Selfossi • Axel Ó - Vestmannaeyjum • Tákn - Húsavík • Hákon Sófusson - Eskifirði Aðeins þessa daga í eftirfarandi verslunum á meðan byrgðirnar af boltunum endast: TÓ e hf - he ild ve rs lu n Vikuna 4.–11. júní Flestir boltanna eru bláir, en ekki hvítir eins og á myndinni Trúarstef í mynd- um Bergmans

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.