Fréttablaðið - 04.06.2003, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 04.06.2003, Blaðsíða 2
2 4. júní 2003 MIÐVIKUDAGUR “Nei, en ég fór á námskeið í tjáningu í framhaldsskóla. Las þar ljóð og fleira.“ Katrín Júlíusdóttir alþingiskona flutti jómfrúarræðu sína á Alþingi í síðustu viku. Spurningdagsins Katrín, hefur þú farið á Dale Carn- egie-námskeið? ■ Lögreglufréttir LANDSSÍMAMÁLIÐ „Rannsókn máls- ins miðar vel. Nú, eins og ætíð þegar lögreglurannsókn fer fram, gætir lögreglan þess að leiða hið sanna og rétta í ljós eins og unnt er. Fólk er saklaust uns dómstólar fjalla um málið, ef það nær svo langt,“ segir Haraldur Johannes- sen ríkislögreglustjóri um gang Landssímamálsins. S v e i n b j ö r n Kristjánsson, fyrr- um aðalféhirðir Landssímans, er enn í haldi lög- reglu. Gæsluvarð- hald yfir honum rennur út á föstudag. „Ég reikna ekki með að það skýrist fyrr en þá hvort farið verði fram á fram- lengingu gæsluvarðhalds yfir honum,“ segir Haraldur Johann- essen, sem segir að lögreglan verjist frekari frétta af rannsókn- inni. Hlutur fjórmenninganna í mál- inu mun vera mjög mismikill. Heimildir Fréttablaðsins herma að Ragnar Orri Benediksson, sem sat í gæsluvarðhaldi í tengslum við Landssímamálið, hafi verið grunlaus um hin meintu fjársvik. Hann er eigandi veitingastaðarins Priksins. Hann var í London ásamt starfsmönnum sínum á árs- hátíð þegar lögreglan hafði sam- band við hann vegna málsins. Rangar hafði þegið lán fyrir Prik- ið og er talinn hafa verið í góðri trú um að það hefði verið fengið á eðlilegan hátt. „Starfsfólk hér vinnur dag og nótt með lögreglunni og allt er gert til þess að upplýsa málið til fulls,“ segir Brynjólfur Bjarna- son, forstjóri Landssímans, um rannsóknina. Sveinbjörn Ragnars- son, fyrrum aðalféhirðir Lands- símans, hefur játað að hafa dregið sér stórfé úr sjóðum Símans. Stærsta upphæðin er frá árinu 1999. Heimildir Fréttablaðsins herma að aðalféhirðirinn hafi á síðustu vikum fyrir handtökuna dregið sér fé með aðferðum sem honum hefði mátt vera ljóst að leiddu til þess að upp um hann kæmist. Brynjólfur vildi ekkert um það segja hvort yfirmönnum Sveinbjörns hafi verið kunnugt um að hann stæði í alls kyns einkarekstri. Heimildarmaður blaðsins innan Landssímans sagði að menn hefðu átt að vera búnir að kveikja á ýmsum viðvörunar- bjöllum vegna féhirðisins. Sveinbjörn er sagður hafa ver- ið samvinnufús við að upplýsa um mál sitt. hrs@frettabladid.is rt@frettabladid.is LANDBÚNAÐUR Ari Teitsson, for- maður Bændasamtaka Íslands, segir offramleiðslu á kjúklingum munu halda áfram eftir að Móum ehf. var forðað frá gjaldþroti með eftirgjöf nálega 500 milljóna króna skulda. „Smærri kjúklinga- og svína- bændur eiga enga möguleika á að keppa við fyrirtæki sem fær hálf- an milljarð í forgjöf,“ segir Ari, sem telur offjárfestingu í bæði svína- og kjúklingaframleiðslu: „Það er ekki rými á íslenskum markaði fyrir framleiðsluna. Bæði kjúklingar og svín hafa ver- ið seld á undirverði lengi; kjúklingar alveg frá því í fyrra- haust. Það er hluti af því að nú þurfa Móar þennan hálfa millj- arð.“ Ari segir hætt við að Móar hafi nú fengið „svigrúm til að halda áfram að selja á undirverði.“ Hætt sé við að aðrir fylgi því for- dæmi með áframhaldandi undir- verði á kjötmarkaði: „Þá má reikna með fleiri gjald- þrotum. Spurningin er þá hvort aðrir framleiðendur fá niðurfell- ingu á 70 prósentum skulda. Það væri fróðlegt að spyrja bankana og aðra sem felldu niður skuldir Móa hvort þeir ætli að láta það sama gilda fyrir aðra.“ ■ Skýrsla CIA: Umfangs- minni árásir WASHINGTON, AP Umfangsminni árásir al Kaída þar sem notuð eru efna-, sýkla-, kjarna- eða geislun- arvopn eru líklegri í framtíðinni heldur en stórar árásir sem valda miklum mannskaða. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá banda- rísku leyniþjónustunni, CIA. Þar segir að auðvelt sé fyrir al -Kaída að komast yfir geislunar- vopn, eða svokallaðar sóða- sprengjur, sem gætu valdið mik- illi skelfingu og gífurlegum efnagslegum skaða. Mannfall yrði aftur á móti ekki mikið af völdum slíkra sprengja. ■ Halldór Ásgrímsson: Varnirnar fyrsta mál UTANRÍKISMÁL Hlutverk Atlants- hafsbandalagsins er fyrst og fremst að standa vörð um sameig- inlegar varnir b a n d a l a g s r í k j - anna. Þetta sagði Halldór Ásgríms- son á ráðherra- fundi Nató í Ma- dríd í gær. Á fundinum ræddu ráðherrar um framtíð banda- lagsins og fögnuðu þeim árangri sem þegar hefði náðst í að aðlaga banda- lagið og gera það betur í stakk búið til að mæta nýjum kringumstæðum og ógnum sem að steðja. Halldór sagði að þótt mikilvægt væri að bandalagið tæki að sér aukið hlutverk í frið- araðgerðum utan Evró-Atlants- hafssvæðisins, eins og í Afganist- an og Írak, þá mætti ekki gleyma meginhlutverkinu, sem væri að standa vörð um varnir bandalags- ríkjanna. ■ FRÆÐSLUMIÐSTÖÐ REYKJAVÍKUR Fræðsluráð hefur samþykkt að framlengja samning við einkaskóla. Einkaskólar í Reykjavík: Framlög hækka SKÓLAMÁL Fræðsluráð Reykjavík- ur hefur samþykkt að framlengja þjónustusamninga við einkaskóla á grunnskólastigi í borginni. Nýi samningurinn er til fimm ára. Hann felur í sér aukningu á fjár- framlögum borgarinnar til einka- skólanna um 32,9 prósent. Fimm einkaskólar starfa innan Reykjavíkur en það eru Ísaks- skóli, Landakotsskóli, Suðurhlíð- arskóli, Tjarnarskóli og Waldorf- skólinn Sólstafir. ■ Danskur prestur rekinn: Enginn Guð á himnum KAUPMANNAHÖFN, AP Danska prest- inum Thorkild Grosboel hefur verið vikið úr starfi fyrir að segja að Guð sé ekki til. Grosboel, sem hefur starfað sem prestur í bænum Taarbaek, sagði í nýlegu viðtali að „enginn Guð væri á himnum og að hvorki eilíft líf né upprisa væru til.“ Ummælin hafa vakið litla hrifningu kirkjuyfirvalda í land- inu. Hefur biskup Danmerkur krafist þess að Grosboel dragi ummæli sín til baka og biðjist af- sökunar. ■ BJÖRGUNARAÐGERÐ Áhöfn Stakka- ness, sem verið hefur til taks í Noregi vegna björgunar togarans Guðrúnar Gísladóttur, segist langþreytt að fá ekki greidd laun. Í Víkurfréttum í gær sagði að skipverjarnir hefðu gefið eiganda skipsins, Íshúsi Njarðvíkur, frest þar til í gær til að greiða vangold- in laun. Ella litu þeir svo á að þeir væru lausir undan ráðningar- samningi. Enn fremur sögðu þeir ekkert hafa gerst við flak Guð- rúnar Gísladóttur síðan í apríl, öndvert við það sem eigendur skipsins haldi fram í íslenskum fjölmiðlum. Haukur Guðmundsson, for- svarsmaður Íshúss Njarðvíkur, sagði við Fréttablaðið síðdegis í gær að alls hefðu verið greiddar 16 milljónir króna í laun. Eftir væri að greiða 1,5 milljón. Eins og stundum áður stæði á fjár- magni til að halda verkefninu áfram. „Það er verið að bíða eftir pen- ingum sem áttu að koma á föstu- daginn. Þeir eru ekki komnir í hús svo málið er í uppnámi í augna- blikinu. Ég bara hreinlega veit ekki hvað gerist ef peningarnir skila sér ekki í dag eða morgun en ég hef trú á því að málið leysist,“ sagði Haukur í gær. ■ KLEMMDI HÖNDINA Í VÉL Kona slasaðist þegar hún klemmdi hönd sína í vél í fiskvinnslunni Fjölni á Þingeyri. Hún var flutt á sjúkrahúsið á Ísafirði en að sögn lögreglu slapp konan betur en á horfðist í fyrstu. GÓMAÐI INNBROTSÞJÓF Vakt- maður leikskólans í Þorlákshöfn stóð innbrotsþjóf að verki klukk- an hálfsjö í gærmorgun. Inn- brotsþjófurinn hafði skriðið inn um glugga. Vaktmaðurinn kallaði eftir aðstoð lögreglu, sem hand- samaði manninn. Að sögn lög- reglu hefur maðurinn áður komið við sögu lögreglu. Vatnsból Suðurnesja- manna: Forðuðu mengunarslysi LÖGREGLUFRÉTTIR Harður árekstur varð milli fólksbíls og vörubíls á Grindavíkurvegi í hádeginu í gær. Við áreksturinn hafnaði vörubíll- inn utan vegar. Olíutankur bílsins rifnaði undan og talsvert af olíu fór í jarðveginn. Slysið varð á vatnsverndar- svæðinu við Lága þar sem neyslu- vatni fyrir Suðurnes er dælt upp. Slökkvilið Grindavíkur var kallað út til að hreinsa upp olíuna og brást fljótt við. Einnig var grafa kölluð til og mokaði hún upp jarð- vegi sem fluttur var burt í örygg- isskyni. ■ BREITT BIL Óttast er að djúp gjá muni myndast á milli hernámsliðsins og íraskra stjórnmálaleið- toga í kjölfar ákvörðunar bandarískra yfir- valda um að fresta myndun bráðabirgða- stjórnar. Bráðabirgðastjórn í Írak: Heimamenn ævareiðir BAGDAD, AP Stjórnmálaleiðtogar í Írak hafa fordæmt þá ákvörðun bandarískra yfirvalda að fresta myndum íraskrar bráðabirgða- stjórnar og gerð nýrrar stjórnar- skrár. Talsmaður Íraska þjóðar- flokksins sagðist líta svo á að Bandaríkin hefðu svikið gefin lof- orð og brotið þá samninga sem gerðir hefðu verið við írösku stjórnarandstöðuna. Bandarískir embættismenn lýstu því yfir síðastliðinn sunnu- dag að í stað íraskrar bráða- birgðastjórnar verði komið á fót íraskri ráðgjafanefnd sem eigi að aðstoða bandarísk yfirvöld við að stýra Írak. Mikilvægar ákvarðan- ir verða í höndum Bandaríkja- manna. ■ UTANRÍKIS- RÁÐHERRA Halldór Ásgríms- son sat hádegis- verðarfund Atl- antshafsbanda- lagsins með ráð- herrum verðandi aðildarríkjanna sjö. ARI TEITSSON „Það væri fróðlegt að spyrja bankana og aðra sem felldu niður skuldir Móa hvort þeir ætli að láta það sama gilda fyrir aðra,“ segir formaður Bændasamtaka Íslands. Formaður Bændasamtaka Íslands um skuldaniður- fellingu Móa: Hálfs milljarðs forgjöf skekkir kjúklingamarkað GUÐRÚN GÍSLADÓTTIR Á strandstað við Noreg. Togarinn sökk eftir að hafa rekist á boða sem ekki var á sjókorti. Björgun Guðrúnar Gísladóttur í uppnámi: Aðgerðalaus áhöfn andmælir launaleysi Unnið dag og nótt að rannsókn Lögregla og starfsmenn Landssímans vinna hörðum höndum að rannsókn fjársvikamálsins hjá Landssímanum. Heimildir herma að fjórði maðurinn hafi ekki vitað betur en um eðlilegt lán væri að ræða. HARALDUR JOHANNESSEN RÍKISLÖGREGLUSTJÓRI Segir lögreglu vilja sem minnst um rann- sóknina tala. BRYNJÓLFUR BJARNASON Starfsmenn Landssímans leggja lögreglunni lið við rannsóknina. ■ „Fólk er sak- laust uns dóm- stólar fjalla um málið, ef það nær svo langt.“

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.