Fréttablaðið - 04.06.2003, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 04.06.2003, Blaðsíða 20
4. júní 20036 Ferðalög innanlands Ég ferðast um með fellihýsi,og verð auðvitað að eigaPalómínó-fellihýsi, sjálfur Palómínókallinn,“ segir Örn Árna- son leikari hlæjandi. „En svona grínlaust þá er þetta ofsalega þægilegur ferðamáti og ótrúleg bylting sem hefur átt sér stað í svona málum á síðustu árum. Ég var kannski ekki ógurlega mikill tjaldmaður á árum áður, en vissu- lega fórum við nokkuð oft í tjald. Og þegar ég var að byrja að skemmta í Galtalæk á sínum tíma þá var maður í tjaldi og bara kafn- aði þar,“ segir leikarinn og hlær dátt. Örn segir fjölskylduna saman- standa af fimm manns, en að oft- ast séu þau fjögur á ferð, „sá elsti að vinna í bænum og svona.“ Fjölskyldan leggur af stað hvenær sem tími gefst. „Það er allur gangur á því, ég er ekkert endilega laus um helgar. Þegar losnar um drífum við okkur af stað.“ Hvammstangi kom á óvart Örn og fjölskylda hafa ferðast um landið þvert og endilangt, en Örn kveðst ekki eiga neinn einn uppáhaldsstað. „Við fundum reyndar mjög skemmtilegan stað í fyrra, sem var tjaldstæðið á Hvammstanga. Það er svo skemmtilega staðsett ofan við bæ- inn rétt hjá kirkjunni á svæðinu. Þarna er lækur sem liðast um og mikið logn í lautinni. Þetta er ekki nema sex kílómetra frá þjóðveg- inum og fullkomlega þess virði að taka á sig smá krók. Hvamms- tangi er líka mjög smekklegur bær.“ Aðspurður hvað fjölskyldan geri svo í útilegunni, hlær Örn enn. „Það fer náttúrlega gríðar- legur tími í að éta,“ segir hann. „En svo leitum við stundum uppi afþreyingu eins og að skoða söfn og reynum að fylgjast með hvað er að gerast.á hverjum stað.“ Nú er samtalið truflað því heimilishundurinn, sem Örn segir að hafi nýuppgötvað varðhunda- eðlið í sér, geltir hátt og snjallt að fjölskylduvini sem rennir í hlað. Þegar hundurinn hefur róast og aftur heyrist mannsins mál upp- lýsir Örn að hundurinn fari með í öll ferðalög innanlands. „Honum finnst það ægilega gaman,“ segir Örn. Ódýr ferðamáti Hann segist hiklaust taka inn- anlandsferðirnar með fellihýsið fram yfir utanlandsferðir. „Þetta er ódýr ferðamáti þegar maður er loksins búinn eignast græjurnar, og það er ekki dýrt að ferðast inn- anlands. Ég var í París nýlega með fjölskylduna og við fengum okkur ómerkilega máltíð á frekar ómerkilegum stað rétt hjá Eiffel- turninum. Þetta gat kostað heilar 130 evrur, eða um það bil tólf þús- und íslenskar, sem var bara rán um hábjartan daginn. Ég hefði getað grillað ofan í allt liðið fyrr 1.500 kall.“ En er kominn ferðafiðringur í Örn? Já,“ segir hann. „Þegar veðrið er svona gott langar mann af stað. Veðrið spilar alltaf inn í, við látum til dæmis ekki rigningu stoppa okkur, miklu frekar kulda. En jú, jú, það fer að koma tími á fyrstu ferð,“ segir Örn. ■ Gásir við Eyjafjörð eru ein-stakur staður, 11 km norð-an við Akureyri. Hvergi á Íslandi eru varðveittar jafn mikl- ar mannvistarleifar frá verslun- arstað frá miðöldum. Gásir voru helsti verslunarstaður á Norður- landi á miðöldum og er staðarins víða getið í fornritum frá 13. og 14. öld. Fornleifarannsóknir síð- ustu tvö ár gefa til kynna umsvif á staðnum mun lengur en talið hefur verið áður. Jafnvel er nú talið hugsanlegt að verslun á Gásum hafi staðið allt þar til kaupmenn hófu að versla á Akur- eyri um 1550. Ljóst er að útflutn- ingur á brennisteini frá Gásum hefur verið töluverður og taldar eru líkur á að handverk og sala hafi verið stundað á verslunar- staðnum. Enn hafa ekki fundist mannvistarleifar eldri en frá ca. 1300 og mun áframhaldandi rannsókn skera úr um elstu og yngstu tímamörk. Elstu lýsingar á rústum á Gásum eru frá seinni hluta 18. aldar og þegar á 19. öld var mönnum ljóst að hér væri einn umfangsmesti og merkileg- asti minjastaður á Íslandi. Gásir eru friðlýstar minjar samkvæmt Þjóðminjalögum, enda eru kaup- staðaminjar af þessu tagi afar fá- gætar, og árósar Hörgár og vot- lendið vestan við Gáseyri eru á náttúruminjaskrá vegna hins fjölbreytta og sérstæða náttúru- fars. Allar nánari upplýsingar má finna á www.gasir.is. ■ UPPGRÖFTUR Á GÁSUM Gásir voru helsti verslunarstaður á Norðurlandi á miðöldum. Nú er talið hugsanlegt að verslun á Gásum hafi staðið allt þar til kaupmenn hófu að versla á Akureyri um 1550. Gásir: Verslunarstaður frá miðöldum ÖRN ÁRNASON Tekur innanlandsferðir fram yfir ferðir til útlanda. Með fellihýsi um allar koppagrundir: Gríðarlegur tími sem fer í að eta FR ÉT TA B LA Ð IÐ /B IL LI Hungursneyð ógnar milljónum manna í sunnanverðri Afríku. Rauði krossinn er að hjálpa. Hringdu í síma 907 2020 og þá styrkir þú átakið um 1.000 kr., sem bætast við símreikninginn. Þitt framlag getur bjargað mannslífum. Einnig er hægt að leggja framlag inn á reikning 1151 25 12, kt. 530269-2649 eða með kredikorti á www.redcross.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.