Fréttablaðið - 04.06.2003, Blaðsíða 27

Fréttablaðið - 04.06.2003, Blaðsíða 27
4. júní 2003 Ferðalög innanlands/Vestfirðir 13 Gulur, rauður, grænn og blárer fróðleg og skemmtilegabók fyrir börn á öllum aldri og tilvalin í bíælinn á langferðum. Í henni eru 126 ljósmyndir frá Ís- landi og fróðlegir myndatextar sem útskýra á skemmtilegan hátt það sem á myndinni er. „Myndirnar sýna 126 augna- blik sem ekki koma aftur,“ segir Guðrún Birna Ólafsdóttir. „Þær hafa allar skemmtilega sögu að segja og margar þeirra sýna lítt þekkta staði. Bókin sýnir íslenska náttúru í nýju ljósi, fjölbreyti- leika þess sem fyrir augu ber á ferðalögum og eykur áhuga á Ís- landi.“ Fyrstu myndir bókarinnar eru litskrúðugar og á þeim er að finna litina fjóra sem nafn bókar- innar dregur nafn af. Þá koma tvær litlausar myndir en síðan fjórir kaflar, sá fyrsti með mynd- um þar sem gulur litur er áber- andi, þá rauðar myndir, svo grænar og síðasti kafli bókar- innar er með myndum þar sem blár litur er mjög áberandi. Höfundur bókarinnar er Björn Hróarsson jarðfræðingur, en með þessari bók gerist hann ferðafé- lagi allra þeirra sem hafa áhuga á furðum og fegurð náttúrunnar. Bókin er 128 blaðsíður í stóru broti, gefin út af Pjaxi ehf. ■ FERÐABÓK FYRIR BÖRNIN Bók fyrir börn á öllum aldri til að skoða í löngum bílferðum. Ferðahandbók barnanna: Gulur, rauður, grænn og blár Golf - Söfn - Veiði - Hestar - Rafting - Gönguleiðir Þú gerir það allt hjá okkur! Margt er skemmtilegt í boðifyrir ferðamenn sem leg-gja leið sína á Vestfirði í sumar. Þar má nefna nýjungar frá Vesturferðum eins og kvöldverð í Vigur en þær ferðir eru farnar þriðjudagskvöldum klukkan 18.30. Gengið er um eyna með leiðsögn og kvöldverður að hætti eyjarskeggja að því loknu í Vikt- oríuhúsi. Póstleiðin frá Sandeyri yfir í Grunnavík er þriggja daga ferð um Snæfjallaströndina í fótspor póstanna þar sem hver þúfa iðar af sögu og dulúð. Aðalvík, Hesteyri og Fljótavík Hvað eiga Geirmundur Heljar- skinn, Norskir hvalveiðimenn og breski herinn sameiginlegt? Við fyrstu sýn er fátt sem sameinar þetta, en ferð um Aðalvík, Hest- eyri og Fljótavík með Vesturferð- um kynnir þetta allt. Fimm daga ferð um yfirgefin þorp og sögu- fræga staði. Í slóð Hannesar Hafstein Göngu- og ökuferð um Dýra- fjörð með leiðsögn. Ferðin, Í slóð Hannesar Hafstein, með sögu- manninum Þóri Erni Guðmunds- syni hefst kl. 14 á sunnudaginn 15. júní. Lagt verður af stað frá minn- isvarðanum við tóftir Bessastaða, sem eru innan við Mýrar í Dýra- firði. Slóð Hannesar er rakin og sagan sögð á meðan gengið er þangað sem Hrólfsnaustin stóðu, þar sem félagarnir á Meiragarðs- bátnum lögðu upp í hina örlaga- ríku sjóferð. Greint er frá þeim mönnum sem sýslumaður skipaði að fara þessa ferð og hvernig sumir þeirra tengdust. Síðan er sest að kaffi og kökum í Haukadal áður en ekið er aftur að upphafsstað ferðarinnar. Þeim sem fara þessa göngu er bent á að hafa meðferðis þægilega skó og léttan göngufatn- að. Farargjald er kr. 4.000 en þar er innifalinn akstur frá Meira- Garði yfir í Haukadal og aftur til baka, svo og kaffi og kökur í Haukadal. Þetta er aðeins brot af því sem Vesturferðir bjóða upp á en nán- ari upplýsingar eru á www.vest- urferdir.is Kajakróður meðfram gylltri strönd Dynjandi / Fjallfoss Voldugasti foss Vestfjarða er í Dynjandisvogi í Arnarfirði, rétt undir suðurmörkum hins víðlenda sveitarfélags Ísafjarðarbæjar. Fossinn hefur ýmist verið nefnd- ur Dynjandi eða Fjallfoss. Mjög lengi hefur verið deilt um það, hvort þessara nafna sé „rétt“. Ekki verður tekin afstaða til þess hér og víst er að bæði eru notuð. Hvað sem því líður verður fossinn að teljast einn svipmesti og sér- stæðasti foss landsins. Vel búið tjaldsvæði er í Dynjandisvogi. Þaðan liggja gönguleiðir þar sem njóta má hinnar einstæðu nátt- úrufegurðar. Hornstrandir Engir vegir, engar símalínur, ekkert nema villt náttúran og mikil saga. Reglulegar bátsferðir og dagsferðir. Kajaksiglingar um Jökulfirð- ina innan um sjófugla og seli eða í Önundarfjörðinn þar sem má róa meðfram gylltri sandströndinni. Auðvelt er að verða sér úti um kajaka og leiðsögn. Hjólreiðar Gaman er að hjóla um og virða fyrir sér mannlífið, skella sér á kaffihús, lesa blöðin og taka lífinu með ró. Skrúður í Dýrafirði er elsti skrúðgarður landsins og vinsæll viðkomustaður. Miklar endurbæt- ur hafa verið gerðar þar á síðustu árum. Vigur á Ísafjarðardjúpi er ein- stök náttúruperla. Íbúarnir bjóða ferðamanninn velkominn með ró- legu fasi og það er eins og tíminn standi kyrr. Þúsundir fugla um alla eyju og á haffletinum í kring. Báturinn Vigurbreiður er svo gamall að enginn veit aldur hans nákvæmlega en samt er hann enn- þá í notkun. Kaffið og bakkelsið í Viktoríuhúsi sem er frá 19. öld svíkur engan. Í forsetastólinn Sómi Íslands, sverð þess og skjöldur Þjóðskörungurinn Jón Sigurðs- son fæddist á Hrafnseyri 17. júní 1811. Á Hrafnseyri er mikið og merkilegt safn um þennan „sóma Íslands, sverð þess og skjöld“. Á Hesteyri í Jökulfjörðum er gömul hvalveiðistöð og andi hval- fangaranna svífur yfir vötnum. Reykháfurinn og bryggjan standa sem minnisvarði um tímabil sem kemur aldrei aftur. Farið er í dagsferðir á Hesteyri enda er upplagt að hefja þar eða ljúka gönguferð um Hornstrandir. Morrinn, leiklistarhópur ungs fólks, leiðir gesti í allan sannleika um sögu Ísafjarðar. Rölt er um bæinn með hópnum sem kynnir staðinn með söng, tónlist og leik. Jarðfræðiferð inn Valagil í botni Álftafjarðar er ómaksins virði. Þar eru fallegar jarðmynd- anir og sjá má trjábolaför í jarð- lögum frá því að hraun rann yfir skóglendi fyrir milljónum ára. Göngubrýr hafa verið settar upp til að auðvelda ferðalagið. ■ Hornstrandir eru stundumkallaðar best geymdaleyndarmál Vestfjarða. Í sumar verður hægt að fara þar í ýmsar útgáfur af styttri ferðum um friðlandið á Hornströndum. Til dæmis er í boði sigling frá Ísa- firði til Aðalvíkur, þaðan sem hægt er að ganga yfir á Hesteyri og líta inn í gömlu síldar -og hval- stöðinni á Stekkeyri. Einnig verð- ur hægt að leigja kajak og róa um Hesteyrarfjörð og nálæga firði í þeirri algjöru kyrrð sem þar ríkir. Fyrir meiri göngugarpa er til- valið að sjá margt í einu með því að taka þátt í kraftgöngunni „ Í fótspor feðranna“ (25-30) km sem verður laugardaginn 9. ágúst, eða fara í fjögurra daga gönguferð um nágrenni Aðalvíkur, með gist- ingu í Stakkadal. Eins og undan- farin ár verður farið í hjólaferð á Straumnesfjall en vegurinn þang- að upp er lengsti „færi“ akvegur- inn á svæðinu. Á Straumnesfjalli standa enn miklar rústir eftir veru bandaríska hersins þar. ■ Á LANGAKAMBI Náttúrufegurðin á Hornströndum gefur fólki þrótt og nýjan kraft. Hornstrandir: Best geymda leyndarmál Vestfjarða Vestfirðir: Fjöldi freistinga fyrir ferðamanninn FRÁ ÆÐEY Í Æðey er veðurat- hugunarstöð og jafnframt eru stund- aðar þar rannsóknir á norðurljósunum.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.