Fréttablaðið - 04.06.2003, Blaðsíða 48
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 515 75 00, fax: 515 75 16 Ritstjórn: 515 75 05, fax: 515 75 06, ritstjorn@frettabladid.is
Auglýsinga- og markaðsdeild: 515 75 15 - fax 515 75 16, auglysingar@frettabladid.is Dreifing: 515 75 00, dreifing@frettabladid.is
VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 515 7500
Bakþankar
ÞRÁINS BERTELSSONAR
Forseti Bandaríkjanna er valda-mesta persóna á jörðinni. Og
þess vegna skiptir miklu máli að í
það starf veljist víðsýnn og vitur
maður með gott hjartalag. Síðan
Bush réðst á Írak hefur maður
stundum efast um hið fyrst- og síð-
astnefnda. Og ef maður skoðar sig
um á Netinu og athugar þær gráu
gamansögur sem þar ganga um nú-
verandi forseta Bandaríkjanna er
ekki laust við að maður fari að hafa
áhyggjur af því hvort framtíð
heimsmála sé í öruggum höndum.
EIN SAGAN segir frá því að
nokkru áður en Bush tók við emb-
ætti (en eftir að Jeppi, bróðir hans,
var búinn að tilkynna um niðurstöðu
atkvæðatalningar í Flórída) hafi
Clinton, fráfarandi forseti, boðið
honum í kynnisferð um Hvíta húsið.
Þeir sátu lengi dags og spjölluðu
saman og þar kom að Bush þurfti að
bregða sér á klóið. Þar inni sá hann
ekki betur en salernisskálin væri úr
skíra gulli. Þegar hann kom heim
sagði hann Láru konu sinni frá þess-
um lúxus og fannst mikið til koma.
NÆSTA DAG bauð Hillary Clinton
frú Láru Bush til tedrykkju í Hvíta
húsinu og áttu þær konurnar góða
stund saman, og frú Lára sagði Hill-
ary frá því hversu mjög eiginmanni
sínum hefði fundist til um glæsileik-
ann hjá Clinton. Um kvöldið þegar
þau Bill og Hillary voru að búa sig í
háttinn spurði Bill konu sína hvort
eitthvað hefði borið til tíðinda um
daginn. „Nei, ekki er það nú,“ sagði
frú Hillary, „nema hvað ég er búin
að komast að því hver pissaði í saxó-
fóninn þinn.“
ÖNNUR SAGA sem einnig veldur
manni nokkrum kvíða segir frá því
að Bush hafi dreymt tvo af hæfileik-
aríkustu fyrirrennurum sínum, þá
George Washington og Abraham
Lincoln. Hann notaði tækifærið og
spurði þá hvað hann gæti gert til að
standa sig sem best í hinu erfiða
starfi forsetans. Hinn heiðarlegi
George Washington ráðlagði honum
eindregið að segja alltaf satt. Abra-
ham Lincoln hugsaði sig hins vegar
lengi um og sagði svo: „Þú ættir
endilega að gefa þér tíma til að
skreppa í leikhús.“ ■
Gráar
gamansögur