Fréttablaðið - 04.06.2003, Blaðsíða 28
4. júní 200314 Ferðalög innanlands/Norðurland eystra
Húnavatnssýslan er óupp-götvað svæði fyrir flestaíslenska ferðamenn. Þó
hefur orðið nokkur breyting þar
á í seinni tíð og æ fleiri eru farn-
ir að kynna sér það sem svæðið
hefur upp á að bjóða. Á hinum
„hefðbundnu ferðamannastöðum
á Íslandi“ er umferðin að verða
gríðarleg yfir sumartímann. Í
Húnavatnssýslum finna menn
fyrir þeirri þörf Íslendinga að
ferðast á nýjar slóðir innanlands
utan fjölsóttustu staða. Húna-
vatnssýslur hafa margt að bjóða í
menningu, náttúru og afþreyingu
fyrir alla fjölskylduna.
Vatnsnesið er ægifagurt og
hægt að njóta þess að sjá selina,
klettinn Hvítserk og héraðsvirk-
ið forna Borgarvirki. Vatnsdalur-
inn er með fegurstu dölum lands-
ins og steinkirkjan á sögustaðn-
um Þingeyrum er með merki-
legri kirkjum á
landinu.
Á kaffihúsinu
Við Árbakkann á
Blönduósi eru
alltaf listsýning-
arnar og svo er
gaman að fá sér
kántrýpizzu í Kán-
trýbæ á Skaga-
strönd. Í sýslunum
er boðið upp á
veiði, hesta-
mennsku og fjöl-
margar kortlagðar
gönguleiðir.
Kjalvegur er
spennandi og þar
er hægt að fá sér kaffi í skálan-
um Áfanga eða fara í laugina á
Hveravöllum.
Í Byggðasafninu á Reykjum er
margt að sjá, meðal annar há-
karlaskipið Ófeig, og á Heimilis-
iðnaðarsafninu á Blönduósi er
hægt að skoða hannyrðir heima-
manna.
Að keyra út á Skaga með við-
komu í eyðiþorpinu í Kálfshamars-
vík er upplifun út af fyrir sig. ■
Nýtt og glæsilegt safnhúsHeimilisiðnaðarsafnsins áBlönduósi var vígt 29. maí
síðastliðinn og verður safnið opið
alla daga frá 1. júní til 31. ágúst,
kl. 10-17.
Framkvæmdir að nýbygging-
unni hófust haustið 2001 og var
húsið afhent nú í lok janúar. Ný-
byggingin tengist gamla safnhús-
inu með glerskála. Stefna safns-
ins er að það verði í stöðugri þró-
un eftir því sem kostur er með til-
liti til innréttinga og til að nýta
sem best úrval af munum safns-
ins sem verður skipt út að ein-
hverju leyti frá ári til árs. Þannig
á sami safngestur möguleika á að
sjá alltaf einhvern breytileika í
þessu einstaka safni.
Settar hafa verið upp ólíkar
sýningar í nýja safnhúsinu og er
þema sýninganna Þráður, þráður-
inn sem grunnur handíða og teng-
ing sögunnar, það er fortíðar við
samtímann.
Jarðhæð helguð Halldóru
Bjarnadóttur
Fyrst er að telja svokallaða ull-
arsýningu, þar sem vinnsluferli
ullar er sýnt frá fortíð til nútíðar
og fjallað um þátt ullar í þjóðabú-
skapnum fyrr og síðar. Hildur
Hákonardóttir veflistakona er
sýningarstjóri að þessari sýn-
ingu.
Andstæða fyrrnefndrar sýn-
ingar er sýning á listfengum
hannyrðum, en Birna Kristjáns-
dóttir, formaður Handverks og
hönnunar, hefur stýrt uppsetn-
ingu hennar.
Þjóðbúningar, sem flestir voru
saumaði á árunum 1850-1900,
skipa veglegan sess í safninu og
ekki má gleyma ýmsum munum
sem tengjast heimilisiðnaði frá
fyrri tíð.
Þá er ákveðið að bjóða
textíllistafólki að sýna verk sín í
safninu og verða það breytilegar
sýningar frá ári til árs.
Fyrst ríður á vaðið Hildur Há-
konardóttir, sem sýnir veflista-
verk.
Síðast en ekki síst er jarð-
hæð gamla safnhússins helguð
Halldóru Bjarnadóttur og má
þar sjá fágætt safn muna úr búi
hennar. Bændasamtök Íslands
hafa afhent safninu til varð-
veislu þá muni sem Halldóra
gaf til Búnaðarfélags Íslands
árið 1961.
Í kaffirými geta gestir tyllt sér
niður, fengið sér „tíu dropa“ og
notið útsýnis þar sem báran kyss-
ir lygnan ós Blöndu. ■
Húnavatnssýslur:
Húsdýra-
garður í
Húnaveri
Í Húnaveri er nú verið að vinna
við gerð húsdýragarðs sem áætl-
að er að opna í maí-júní. Í garðin-
um verða íslensku húsdýrin
ásamt gömlum tækjum og tólum
sem tengjast landbúnaði fyrr og
nú. Það verður teymt undir börn-
um og ýmsar uppákomur og
einnig verður hestaleiga með
stuttum ferðum um nágrennið.
Ásamt því að byggja upp garðinn
er líka hugað að breytingum á
tjaldsvæði, skógurinn verður
opnaður og leyft að tjalda þar. Á
tjaldsvæðinu er sturta, rafmagn
og leiktæki fyrir börnin.
Í Húnaveri er góð aðstaða fyr-
ir hópa í svefnpokaplássi með að-
gangi að fullbúnu eldhúsi. Hægt
er að panta morgunverðarhlað-
borð en einnig heita rétti alla
daga og sjoppan er alltaf opin. ■
Blönduós:
Glæsilegt
heimilisiðnaðarsafn
NÝENDURGERT HEIMILIS-
IÐNAÐARSAFN Á BLÖNDUÓSI
Þar getur að líta fallegt handverk heimamanna.
STEINKIRKJAN Á ÞINGEYRUM
Ein merkilegasta kirkja landsins.
Húnavatnssýslur:
Meiri upplifun
en margan grunar
VIÐ VATNSNESIÐ
Selir flatmaga þar í
fjöruborðinu og
gleðja augu gesta.
Nýir eigendur bjóða nýja og eldri viðskiptavini
velkomna í sumar
Skoðið nánar á www.argerdi.com
Gistiheimilið Árgerði, 620 Dalvík
Sími og fax 555 4212
Netfang argerdi@argerdi.com
Ibúð á
Akureyri
Höfum til leigu í 1-2 eða fleiri
sólahringa litla notalega íbúð á
besta staðí bænum.
Svefnaðstaða fyrir 6-8 manns
Uppl í síma 471-3028 /866-5750
eða 462-6946 /891-6946
netfang; bjas@li.is