Fréttablaðið - 04.06.2003, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 04.06.2003, Blaðsíða 44
Fjölmargir fatlaðir leggja sittaf mörkum til verðmæta- sköpunar í samfélaginu. Alþjóð- leg ráðstefna um atvinnumál fatlaðra hér á landi sendi frá sér yfirlýsingu, svonefnda Reykja- víkuryfirlýsingu, sem afhent var félagsmálaráðherra. Þar er áréttuð sú sýn að réttur fatlaðra til atvinnu verði gerður að veru- leika. Kristján Valdimarsson, formaður samtaka um vinnu og verkþjálfun, segir alla sem það geta eiga jafnan rétt til vinnu á almennum vinnumarkaði. „Við hvetjum ríkisstjórnir til að setja sér markmið um að hlutfall at- vinnulausra meðal fatlaðra verði innan tíu ára það sama og meðal ófatlaðra.“ Kristján segir marga hafa haldið því fram að staða fatlaðra á vinnumarkaði haldist í hendur við almennt ástand. „Þetta er ekki alls kostar rétt. Það sýnir sig að þar sem unnið hefur verið markvisst að þessum málum er ástandið mun betra en annars staðar óháð ytri aðstæðum.“ Hann leggur áherslu á að átak þurfi að gera varðandi almennan vinnumarkað. Fjöldi fatlaðra geti lagt sitt af mörkum í fyrirtækjum fái þeir til þess nauðsynlegan stuðning og undirbúning. Þjóðhagslegur ávinningur af því að aðstoða fatlaða við að kom- ast út á vinnumarkað er drjúgur, án þess að það hafi verið reiknað í þaula. „Svo bætast við huglæg- ari þættir um líðan og tilfinn- ingu. Það segir sig sjálft að bara það að menn fara út á morgnana á vinnustað þýðir allt. Maður er með allt annan stimpil og allt annan hatt á hausnum en ef mað- ur gerir það ekki.“ Kristján segir mikilvægt að einblína ekki á fötl- unina heldur að setja getuna í forgrunn. „Öll erum við fötluð hvað varðar atvinnu á mismun- andi hátt. Ekki gæti ég orðið stærðfræðingur uppi í Háskóla eða flogið stórri flugvél.“ haflidi@frettabladid.is 24 4. júní 2003 MIÐVIKUDAGUR Ungur maður sem réð sig sem leið-beinanda í gagnfræðaskóla var orð- inn ansi þreyttur á nemendum sínum eft- ir fyrstu vikuna. Í einum tímanum, þeg- ar honum þótti börnin sýna takmarkaða færni, sagði hann: „Mig langar að biðja alla þá sem eru heimskir að standa upp.“ Enginn stóð upp og eftir mínútu þögn sagði leiðbeinandinn: „Hvað er að ske, eruð þið öll vitringar?“ Þá stóð einn ungur piltur upp og kennarinn spurði: „Svo þú telur þig heimskan?“ Drengur- inn svaraði: „Nei, ég bara vorkenndi þér að standa þarna einn.“ Með súrmjólkinni www.markid.is • Sími: 553 5320 • Ármúla 40 H ön nu n: G un na r S te in þ ór ss on / M ar ki ð / 06 . 2 00 3 Mikið úrval af reiðhjól hjálmum, barna og fullorðins, einföld stilling. CE merktir og íslenskur leiðarvísir. Verð frá kr. 2.200 barna og 2.900 fullorðins GSR AluxX F/S 24” og 26” Ál stell, demparagaffall, álgjarðir, V-bremsur. Frábært fjallahjól á vegi sem vegleysur. 24” aðeins kr. 27.455 stgr. 26” aðeins kr. 29.925 stgr. FREESTYLE Vönduð hjól með styrktum gjörðum, pinnum og rotor. Verð frá kr. 21.850 stgr. Windermere 28” Ekta dömuhjól, 28“ dekk, 21 gír, ál stell, breiður hnakkur með dempara, stillanlegt stýri, verð kr. 32.775 stgr. Terminator 24” og 26” 21 gíra tveggja dempara hjól, Shimano gírar, V-bremsur og álgjarðir. 24” kr. 26.505 stgr. 26” kr. 27.455 stgr. Apollo 26” 21 gíra demparahjól á mjög góðu verði. Shimano gírar, V-bremsur og álgjarðir. Verð aðeins kr. 25.555 stgr. Barnastólar Verð frá kr. 7.410 stgr. Hjólin eru afhent tilbúin til notkunar, samsett og stillt á fullkomnu reiðhjólaverkstæði. Ábyrgð og frí upphersla eftir einn mánuð. Vandið valið og verslið í sérverslun. 5% staðgreiðslu afsláttur. Upplýsingar um raðgreiðslur veittar í versluninni Frábær fjallahjól frá Scott, Alls konar útfærslur, verð kr 34.105 til 123.405 stgr. Atvinna ■ Öll höfum við takmarkanir þegar kem- ur að vinnu. Enginn getur gert allt, en all- ir geta gert eitthvað. Nokkuð skortir á að fatlaðir fái réttmæt tækifæri til að leggja sitt af mörkum til efnahagslífsins. Stefnt að jöfnu hlut- falli á vinnumarkaði ÞARF ÁTAK Kristján Valdimarsson, formaður Samtaka um vinnu og verkþjálfun, segir stöðu fatlaðra á vinnumarkaði ráðast fremur af því hvort markvisst sé unnið í málinu en af almennu atvinnuástandi. HJARTANU NÆST Það sem brennur á hverjum og einum er misjafnt. Félag íslenskra teiknara bauð félags- mönnum sínum upp á það að tjá hug sinn í veggspjaldasamkeppni sem haldin var í sam- vinnu við pokasjóð. Viðfangsefnið var frjálst svo fremi sem það snerti almannaheill. Dóm- nefnd treysti sér ekki til að gera upp á milli tveggja veggspjalda og deildu þau því fyrstu verðlaunum. Voru það veggspjöldin Nauðungarsala eftir Stefán Einarsson og Önnu Stein- unni Ágústsdóttur og Ekur þú reglulega yfir mann í hjólastól? eftir Halldór R. Lárusson. Verðlaunaveggspjöldin og tíu önnur eru til sýnis í Smáralind og getur fólk barið augum það sem brann á hjarta félagsmanna. 44 ÁRA „Við ætlum bara að skreppa í bíltúr í dag hjónin og kaupa af- mælisgjöf hvort handa öðru,“ seg- ir Stefán Sturla Sigurjónsson leik- ari, sem á afmæli í dag. Hann er ekki einn um það því Petra Högnäs kona hans á einnig afmæli í dag. Samtals eru þau áttræð í dag. „Við ætlum svo að dvelja í sumarbústað Félags íslenskra leikara á Snorra- stöðum um helgina. Þangað eru all- ir vinir og vandamenn velkomnir á sunnudaginn þegar við höldum upp á sameiginlegt afmæli.“ Stefán Sturla segist ekki hafa gert mikið af því að halda upp á af- mælið sitt þegar hann var yngri. „Ég var svo mikill sveitakall að ég fór alltaf beint í sveitina þegar skólinn var búinn. Venjulega var ég að aðstoða einhverja rolluna við að bera þennan dag. Í seinni tíð breyttist þetta. Ég hef verið að vinna upp tapaða afmælisdaga.“ Sameiginlegur afmælisdagur hjónanna gefur tækifæri á að halda upp á sameiginleg stór- afmæli milli hinna eiginlegu stórafmæla. Það er ekki nóg með að tækifær- in til afmælisveislu sé gripið hér á landi. „Konan mín er sænskumæl- andi Finni og við förum til Finn- lands á sumrin. Þar gefst okkur tækifæri á að halda aftur upp á af- mælið með fjölskyldunni hennar.“ Stefán Sturla og Petra eru í tví- buramerkinu, en tvíburar þykja fé- lagslynt fólk. „Við erum töluvert lík og mikið líf og fjör þar sem tveir tvíburar eru á heimili.“ STEFÁN STURLA SIGURJÓNSSON Ætlar að taka á móti vinum og vanda- mönnum í sumarbústað Félags ís- lenskra leikara á sunnudaginn. Afmæli STEFÁN STURLA SIGURJÓNSSON ■ og eiginkona hans eiga afmæli í dag. Þau eru samtals áttræð og ætla að halda upp á það um helgina. Stefán Sturla er að vinna upp tapaða afmælisdaga bernskunnar. Hann fór í sveitina og var venjulega að taka á móti lömbum á afmælisdaginn. Tvöföld ástæða til veisluhalda FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.