Fréttablaðið - 04.06.2003, Blaðsíða 31
Í Laugardalshreppi eru einstakirstaðartöfrar og mikil veður-sæld. Byggðakjarni hefur
myndast á Laugarvatni í kringum
þjónustu við skólana þar og ferða-
fólk. Ferðamenn sem leita kyrrðar
og friðsældar sækja í auknum mæli
í héraðið. Hótel Edda rekur tvö hót-
el, í Menntaskólanum og Íþrótta-
kennaraskóla Íslands. Íþróttamið-
stöðin tekur á móti hópum í svefn-
pokagistingu og uppbúin rúm og þá
einkum íþróttahópum sem dvelja
við æfingar og leiki. Gott tjald-
stæði er á Laugarvatni.
Á Laugarvatni er frábær að-
staða fyrir íþrótta- og ferðamenn.
Þar eru göngu- og skokkleiðir, fög-
ur náttúra og stuttar leiðir til ann-
arra eftirsóttra ferðamannastaða.
Báta- og seglbrettaleiga er við
vatnið. Þar er 25 metra útisundlaug
með heitum pottum og góðri sól-
baðsaðstöðu. Gufubaðið, þar sem
bullandi hverinn veitir gufunni upp
gegnum gólfið, hefur létt þreytu af
mörgum ferðamanninum.
Verslunin H-Sel og Tjaldmið-
stöðin veita gestum og gangandi
þjónustu sína. Í Miðdal, og um 5 km
innan við Laugarvatn, er 9 holu
golfvöllur og hestaleiga í Efstadal.
Eina límtrésverksmiðjan á landinu
Biskupstungur liggja milli Brú-
arár og Hvítár, en Tungufljót renn-
ur um miðja sveit. Landslag í sveit-
inni er afar fjölbreytilegt og skóg-
arkjarr víða í fjallshlíðum og á und-
irlendi. Í sveitinni er margt
þekktra staða. Helstir eru Gullfoss,
Geysir, Haukadalur og Skálholt.
Brúarárskörð eru á sveitarmörkum
til fjalla og Hagavatn við Langjök-
ul. Í Biskupstungum eru Gullfoss
og Geysir, báðir friðaðir. Hefð-
bundinn landbúnaður og garðyrkja
eru helstu atvinnugreinar. Þjónusta
við ferðamenn er vaxandi atvinnu-
grein. Þéttbýli hefur myndast í
Laugarási og Reykholti. Á báðum
stöðum er mikill jarðhiti og því
fjöldi garðyrkjubýla. Verslanir eru
á báðum stöðum. Kirkjur eru á
Torfastöðum, í Bræðratungu,
Haukadal og Skálholti. Mikill jarð-
hiti er í sveitinni og háhiti á tveim-
ur stöðum. Um 90% íbúa hita híbýli
sín með jarðhita. Hann er einnig
notaður við ræktun og iðnað. Leiðin
norður Kjöl liggur um sveitina,
einnig „Línuvegurinn“ til Borga-
fjarðar.
Flúðir eru ungt þéttbýlishverfi á
austurbakka Litlu-Laxár í Hruna-
mannahreppi, miðsvæðis í hreppn-
um. Landbúnaður er aðalatvinnu-
vegur sveitarinnar, en allmargir
garðyrkjubændur hafa sest að á
Flúðum og rækta bæði úti sem og í
gróðurhúsum. Þjónusta og iðnaður
ásamt garðyrkju einkenna atvinnu-
lífið á Flúðum, til dæmis límtrés-
verksmiðjan, Límtré hf., sú eina
sinnar tegundar á landinu.
Flúðir hafa löngum verið þekkt-
ar fyrir þjónustu sína við ferða-
menn. Þar er í boði öll hugsanleg
þjónusta eins og verslanir, veit-
ingasala, sundlaug, gisting, tjald-
stæði við ferðamiðstöðina, golfvöll-
ur, banki, pósthús og flugvöllur.
Hótel Flúðir er heilsárshótel með
32 tveggja manna gistiherbergjum
með sérbaði.
Dansinn í Hruna
Norðan Flúða er brú á Hvítá hjá
Brúarhlöðum, skammt fyrir sunn-
an Gullfoss. Í nágrenni Flúða er
prestssetrið og kirkjustaðurinn
Hruni. Þar gerðist þjóðsagan al-
kunna Dansinn í Hruna, sem fjallar
um prestinn sem hafði dansleik í
kirkjunni í stað guðsþjónustu á
jólanótt. Móðir prestsins reyndi að
fá son sinn til að hætta þessum ósið,
en hann skeytti engu um ráð henn-
ar. Endaði þetta svo með þeim
ósköpum að kirkjan sökk niður í
jörðina með presti og öllum sem
með honum voru. Sést enn þann
dag í dag djúpur slakki þar sem
kirkjan stóð áður.
Hella er á austurbakka Rangár.
Íbúarnir byggja afkomu sína á
þjónustu við sveitina og í auknum
mæli við ferðamenn. Kennileiti
sveitarinnar er ugglaust Hekla,
frægust eldfjalla á Íslandi, sem lað-
ar marga ferðamenn til sín. Þá má
segja að í sveitinni séu fjölförnustu
ferðamannastaðir landsins, Þórs-
mörk og Landmannalaugar, og milli
þeirra hinn rómaði „Laugavegur“
sem laðar til sín marga göngumenn
árlega.
Sveitin í kring er eitt mesta
hestasvæði landsins.
Á Hellu hefur undanfarin ár
aukist framboð á þjónustu við
ferðamenn. Þar er til dæmis hægt
að leigja „heilt þorp“ undir hvers
kyns mannfagnaði og ættarmót,
sem og annað. Góð sundlaug er á
Hellu og stutt í 18 holu golfvöll. Þá
eru seld veiðileyfi í Rangárnar, en
þær eru orðnar meðal eftirsóttustu
veiðiáa á landinu.
Handverk og syðsta þorp landsins
Hvolsvöllur er á fallegum stað
með mikið útsýni yfir Suðurland og
er þjónustumiðstöð Hvolhrepps.
Þéttbýli fór að myndast þegar
Kaupfélag Hallgeirseyjar stofnaði
þar útibú árið 1930. Afkoma íbú-
anna byggist að mestu á iðnaði,
verslun og þjónustu við nágranna-
byggðarlögin. Þjónusta við ferða-
menn er góð. Hótel er á Hvolsvelli
og tjaldsvæði við Austurveg. Hand-
verk í heimabyggð í Sæluverinu og
upplýsingaþjónusta fyrir ferða-
menn í sælubúinu Hlíðarenda. Góð-
ur golfvöllur er rétt vestan við
Hvolsvöll, minigolf á svæðinu, reið-
hjólaleiga, lax- og silungsveiðileyfi
seld hjá Sælubúinu og ýmislegt
fleira er þar á seyði.
Á Skógum er hægt að skyggnast
aftur í aldir á einu merkasta
byggðasafni landsins þar sem með-
al annars hafa verið endurbyggð
mörg gömul hús. Skógafoss, einn
fegursti foss landsins, og Kvernu-
foss eru í göngufæri en auk þess er
hægt að fara upp á Sólheimajökul á
snjósleðum. Skógar eru vinsæll
áfangastaður göngugarpa því það-
an liggur leiðin yfir Fimmvörðu-
háls í Þórsmörk. Á Skógum er
einnig innisundlaug sem hefur ver-
ið endurbætt og heitir pottar í litl-
um afgirtum garði.
Vík í Mýrdal er syðsta þorp á Ís-
landi. Vík er eina þorpið á landinu
sem stendur við sjó en er án hafnar.
Mikil náttúrufegurð er við Vík
og óvíða jafn fjölskrúðugt fugla- og
gróðurlíf. Dyrhólaey er 120 m hár
klettahöfði vestan Víkur og er hún
talin syðsti oddi landsins. Yfir
byggðinni gnæfir Mýrdalsjökull
með Kötlu sem síðast gaus árið
1918.
Góð og fjölbreytt gistiaðstaða er
í Vík, sem og margvísleg önnur
þjónusta við ferðamenn.
Þar sem lundinn er fegurstur fugla
Kirkjubæjarklaustur er þéttbýl-
is- og þjónustukjarni Skaftár-
hrepps. Kirkjubæjarklaustur er
rómað fyrir náttúrufegurð og veð-
ursæld. Þar er boðið upp á margvís-
lega ferðaþjónustu, hótel starfandi
allt árið, hægt að velja um bænda-
gistingu, góð verslun er á staðnum,
veitingasala, bankar og pósthús.
Dægrastytting er margs konar,
svo sem sundlaug við hótelið, 9 holu
golfvöllur er skammt frá, veiðileyfi
fást víða bæði í ár og vötn, skipu-
lagðar skoðunarferðir eru á Laka-
svæðinu, auk þess hægt að velja
um margar styttri gönguleiðir á
svæðinu. Daglegar ferðir eru í
Núpsstaðarskóg. Margt fallegra
staða er í Skaftárhreppi og því um
margt að velja fyrir þann sem kýs
að dvelja á svæðinu.
Í Vestmannaeyjum er boðið upp
á fjölbreytta gistimöguleika, hótel,
gistiheimili og tjaldstæði ásamt úr-
vali veitinga- og skemmtistaða. Í
boði eru einnig fjölmargar skoðun-
arferðir á sjó, í lofti og á landi.
Stórkostlegt útsýni, fjölskrúðugt
fuglalíf, til dæmis stærsta lunda-
byggð í heimi. Eldgosið 1973 lagði
Vestmanneyjabæ næstum í eyði en
þrátt fyrir það er þar í dag ein
stærsta verstöð landsins. Gosið er
ekki aðeins nálægt öllum í minning-
unni, heldur eru minnisvarðar þess
um allan bæ. Á Byggðasafninu í
Eyjum er að finna lifandi sýningu
um gosið og í bíóinu eru daglega
sýndar myndir frá þessum atburð-
um. Í Vestmannaeyjum er auk þess
að finna einstætt sædýrasafn, það
eina á Íslandi. Í Eyjum er glæsileg-
ur 18 holu golfvöllur. Auk þess er
alltaf spennandi að fara í fugla-
skoðun um eyjarnar. Einnig eru í
boði óvenjulegar gönguferðir,
hestaleiga og sjóstangaveiði. Greið-
ur aðgangur er að íþróttasölum og
sundlaug með heitum pottum og
gufubaði. Upplýsingamiðstöð
ferðamanna er á staðnum. ■
4. júní 2003 17
VIÐ ÞINGVALLAVATN
Alltaf vinsæll áningarstaður ferðamanna á Suðurlandi.
Ferðalög innanlands/Suðurland
Suðurland:
Fjölbreyttir ferðamöguleikar
GULLFOSS
Fossinn í allri sinni tign er sífelld gleði
ferðamanna.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/B
IL
LI
FRÉTTAB
LAÐ
IÐ
/RÓ
B
ERT