Fréttablaðið - 04.06.2003, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 04.06.2003, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 4. júní 2003 Hefurðu prófað nýju Happaþrennuna? Happaþrennan inniheldur þrjá skemmtilega leiki. Hæsti vinningur er 3 milljónir auk fjölda annarra vinninga. Lumar þú á 150 kr. sem gætu fært þér vinning? Eflum Háskóla Íslands í verki. Happdrætti Háskóla Íslands FORMÚLA 1 Það er skammt stórra högga á milli í yfirlýsingum Mich- ael Schumacher og félaga hans hjá Ferrari keppnisliðinu í For- múlu 1. „Ég er ákaflega ánægður með tíma minn í brautinni vegna þess hve hún var hál og erfið,“ sagði Schumacher í undanrásum fyrir keppnina sjálfa. „Við eyddum löngum tíma í dekkjaval og erum sáttir við valið, nú er bara eftir að hugleiða eldsneytisþörfina.“ Eftir keppnina var komið ann- að hljóð í strokkinn. „Það var al- veg sama hvað var reynt, ég náði mér ekki upp á brautinni og ég kenni hjólbörðunum um það.“ ■ SCHUMACHER Ekki gengið sem skyldi undanfarið. Ferrari-liðið svekkt eftir Mónakó: Bridgestone að kenna FRÁ ÞÓRSHÖFN Landsleikurinn við Ísland er á allra vörum. Færeyingar spenntir fyrir landsleikinn: Sjaldan eins mikil eftirvænting KNATTSPYRNA „Íslendingar eru dá- lítið eins og stóri bróðir, ólíkt því sem gerist þegar við spilum við Dani, þá eru þeir yfirleitt vondi stjúppabbinn,“ sagði Jakub Mork, íþróttafréttamaður á dagblaðinu Sosíalurinn í Færeyjum. „Fólk hér er orðið spennt fyrir leiknum við Íslendinga því okkar liði hefur gengið vel miðað við styrkleika og auðvitað vonum við að það haldi áfram. En nú vantar nokkra sterka leikmenn og það á auðvitað eftir að segja til sín.“ Jakub er þó sjálfur ekki mjög bjartsýnn fyrir leikinn. „Það verður að segjast eins og er að stig gegn Íslendingum á þeirra heimavelli er langsótt. Jafnvel þó að okkar menn hafi spilað vel gegn stórum þjóðum eins og Þýskalandi þá er allt önnur stemning að spila við Ísland og ég held að langflestir geri sér grein fyrir því. Við verðum heppnir með jafntefli en ég per- sónulega held að Ísland sigri með einu marki.“ ■ BYRON SCOTT, ÞJÁLFARI NETS Hann á erfitt verkefni fyrir höndum samkvæmt Guðjóni. Úrslitakeppni NBA að hefjast: San Antonio Spurs sigrar KÖRFUKNATTLEIKUR Í nótt hefst fyrsti úrslitaleikurinn í banda- ríska NBA-körfuboltanum á milli San Antonio Spurs og New Jers- ey Nets. „Það er alveg klárt að einn maður getur ekki dregið vagninn í marga leiki,“ sagði Guðjón Skúlason, stórskytta með Kefla- vík í mörg ár, en hann lagði ein- mitt skóna á hilluna í vor eftir 20 ára feril. „Fyrir Nets veltur þetta á Jason Kidd en það er mín reynsla að einn maður hefur lítið að segja marga leiki í röð, þetta er erfið íþrótt og allt liðið þarf að taka til hendi og þar er Spurs með mikla yfirburði. Ég gæti trúað að Nets vinni einn leik eða tvo en breidd Spurs er það mikil að þeir hafa efni á að hvíla stjörnurnar af og til. Þarna spil- ar líka inn í að leikmenn Nets hafa hvílt sig undanfarna daga á meðan Spurs átti við Dallas og ég vil meina að hvíld sé ekki mjög sniðug á svona tímum. Ég er reyndar ákaflega slæm- ur að giska á svona en ég er nokk- uð viss um að San Antonio hefur þetta af nokkuð örugglega.“ ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.