Fréttablaðið - 04.06.2003, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 04.06.2003, Blaðsíða 29
4. júní 2003 Ferðalög innanlands/Norðurland eystra Mikil uppbygging í ferðaþjónustu FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M Ferðaþjónusta er mjög vax-andi í Þingeyjarsýslum og áán efa eftir að eflast enn frekar. Á svæðinu eru margar ef helstu náttúruperlum landsins og auk þess uppbygging í ýmiss konar afþreyingu. Þingeyjar- sýslur bjóða upp á mikla fjöl- breytni og því auðvelt að finna eitthvað áhugavert fyrir hvern og einn. Mývatnssveit er einn vinsæl- asti ferðamannastaður landsins og kemur þar margt til. Svæðið er þekkt fyrir einstaka náttúru- fegurð, sem eldsumbrot frá örófi alda hafa mótað. Nægir að nefna staði eins og Skútustaðagíga, Höfða, Dimmuborgir, Hveri við Námaskarð og Leirhnjúk og Víti við Kröflu. Mývatnssveit býður upp á fjölbreytta þjónustu hvað varðar afþreyingu, gistingu og veitingar, sem byggir á mikilli reynslu og þekkingu. Margar merktar gönguleiðir eru í boði. Þá er Mývatn perla fuglaskoðun- arfólks. Veiði í Þingeyjarsýslum Úr Mývatni rennur Laxá, ein af nafnkunnustu og eftirsóttustu veiðiám landsins. Laxá rennur um fagurt umhverfi Laxárdals, eftir gljúfrinu úr mynni dalsins um Brúarfossa norður Aðaldal. Neðst í ánni eru Æðarfossar en þar lygn- ir hún og fellur síðan út í Skjálf- andaflóa. Einn þekktasti foss landsins er Goðafoss í Skjálfandafljóti. Nokkru ofar í fljótinu er Ald- eyjarfoss, umkringdur háu stuðla- bergi. Skjálfandafljót er fjórða lengsta á landsins og á upptök sín í Vatnajökli. Í Þjóðgarðinum í Jökulsár- gljúfrum er ekki einungis margt að sjá í stórbrotinni náttúrunni, heldur er það hreinlega upplifun sem verður að gefa sér góðan tíma til að njóta. Þar eru margir og miklir fossar, áhugaverðar jarð- og klettamyndanir, fagur gróður og fjölbreytt fuglalíf. Það liggja margar góðar gönguleiðir um svæðið og meðal þess sem sjá má eru jarðmyndanir á borð við Ásbyrgi, Hljóðakletta og Hólma- tungur, sem láta engan ósnortinn. Í Jökulsá á Fjöllum eru meðal annars Hafragilsfoss, 26 m hár, og einnig aflmesti foss í Evrópu, Dettifoss, sem er 44 m hár. Hvalaskoðun og hestaferðir frá Húsavík Húsavík er þekkt sem einn helsti hvalaskoðunarstaður Evr- ópu, og tengja flestir ímynd Húsa- víkur við hvali. Á síðasta ári fóru um 27.000 manns í hvalaskoðun frá Húsavík. Safnahúsið á Húsavík, sem er menningarmiðstöð Þingeyinga, hefur síðan það var opnað árið 1980. Nýtt mjög áhugavert sjó- minjasafn var opnað í apríl á síð- asta ári. Það er hluti af Safnahús- inu en auk þess náttúrugripasafn, byggðasafn, myndlistarsafn, skjalasafn og ljósmyndasafn. Hestaferðir eru klassískt dæmi um afþreyingu. Erlendir gestir eru duglegir að nýta sér lengri hestaferðir, en Íslendingar eru spenntari fyrir styttri ferð- um. Á Húsavík eru tvö fyrirtæki sem bjóða upp á hestaferðir. Fjallasýn Rúnars Óskarsson- ar býður upp á jeppaferðir, með- al annars um hálendið, Mývatns- sveit, Jökulsárgljúfur og að Þeistareykjum. Fyrirtækið rek- ur einnig hópferðaþjónustu með rútum af öllum stærðum og gerðum. Í byrjun júní verður opnuð ný upplýsingamiðstöð, Húsavíkur- stofa, að Garðarsbraut 5. Síminn er 464 4300 og netfangið info@husavik.is. Heilsutengd ferðaþjónusta Þingeyingar bjóða upp á ýmis- legt sem tengist heilsu og vellíð- an. Í héraðinu eru margar sund- laugar með pottum og tilheyrandi. Þá eru margvíslegar gönguleiðir í boði og verið er að vinna að því að merkja fleiri slíkar. Í framtíðinni er gert ráð fyrir að nota heita vatnið meira í tengslum við heilsuþjónustu og má þar nefna áætlanir um uppbyggingu baðlóns við Mývatn, og notkun á heitu söltu vatni við Húsavík sem reynst hefur vel varðandi húð- vandamál svo sem psoriasis. ■ BLÁTT LÓN Í MÝVATNSSVEIT Þingeyingar láta ekki sitt eftir liggja og bjóða upp á blátt heilsulón. Norðurland eystra

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.