Fréttablaðið - 04.06.2003, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 04.06.2003, Blaðsíða 40
4. júní 2003 MIÐVIKUDAGUR Ég hef lengi verið sannfærðurum að Marilyn Monroe var snillingur. Ég settist því fyrir framan sjónvarpið á mánudags- kvöld til að horfa á fyrri hluta myndarinnar Blonde sem rekur ævi þessarar merku listakonu. Ég get ekki sagt að ég hafi verið sér- lega hrifinn. Höfundum myndar- innar er svo sem vorkunn. Það er ekki auðvelt að gera grein fyrir fólki sem nær stærð Marilyn Monroe. Leiðin sem þeir fara er að bregða upp myndum af bern- sku hennar sem eiga að skýra þjáningu hennar síðar á ævinni. Freudisminn í ævisöguskýring- unni verður hins vegar afar yfir- borðskenndur. Freud með glassúr að hætti Ameríkana. Skautað á yf- irborðinu og ekkert reynt til að bregða ljósi á margbrotna per- sónu þessarar miklu listakonu. Þetta er synd. Bæði er fimmti og sjötti áratugurinn í Bandaríkj- unum merkilegt efni að vinna úr. Þar fyrir utan var Marlyn stór- brotin og margslungin mann- eskja sem vert er að gera skil. Ef gera á skil manneskju sem varð táknmynd drauma heillar kyn- slóðar þarf meira en flatneskju- lega frásagnartækni og skyndi- bitafreudisma þessarar myndar. Nei, þá þarf að leggja á djúpið. Þá þurfa menn annað hvort að hafa stór lungu eða eiga kafara- búning. Hvorugt var fyrir hendi í þessari mynd um snillinginn Marlyn Monroe. ■ Við tækið HAFLIÐI HELGASON ■ varð fyrir vonbrigðum með mynd um ævi listakonunnar miklu Marilyn Monroe. Freud með glassúr 20.00 Kvöldljós 21.00 Bænastund 21.30 Joyce Meyer 22.00 Benny Hinn 22.30 Joyce Meyer Með áskrift að stafrænu sjón- varpi Breiðbandsins fæst aðgangur að rúmlega 40 erlendum sjónvarpsstöðvum, þar á meðal 6 Norðurlanda- stöðvum. Nánari upplýsingar um áskrift í síma 800 7000. 18.30 Olíssport 19.00 Íslensku mörkin 19.30 Fastrax 2002 20.00 Trans World Sport 21.00 Fever (Heitt í kolunum) Aðal- hlutverk: Henry Thomas, David O’Hara, Teri Hatcher. Leikstjóri: Alex Winter. 1999. 22.30 Olíssport 23.00 MAD TV 23.45 The Coroner (Dánardómstjór- inn) Aðalhlutverk: Jane Longenecker, Dean St. Louis, Christine Burke. Leik- stjóri: Brian Katkin, Juan A. Mas. 1999. Stranglega bönnuð börnum. 1.00 NBA 3.40 Dagskrárlok og skjáleikur 6.58 Ísland í bítið 9.00 Bold and the Beautiful 9.20 Í fínu formi 9.35 Oprah Winfrey 10.20 Ísland í bítið 12.00 Neighbours 12.25 Í fínu formi (Þolfimi) 12.40 Dharma og Greg (9:24) 13.00 Cotton Mary Aðalhlutverk: Greta Scacchi, Madhur Jaffrey, James Wilby. Leikstjóri: Ismail Merchant. 1999. 15.00 Third Watch (1:22) 16.00 Barnatími Stöðvar 2 17.40 Neighbours 18.05 Off Centre (18:21) 18.30 Fréttir Stöðvar 2 19.00 Ísland í dag, íþróttir, veður 19.30 Friends 4 (17:24) 20.00 Strong Medicine (2:22) (Sam- kvæmt læknisráði) Lu og Dana þurfa að taka á honum stóra sínum þar sem það er enginn barnaleikur að koma sér fyrir á nýrri læknastofu. Þær reyna að leita leiða til að aðstoða leigumóður og foreldrana þegar þau komast að því að fötlun hins ófædda barns er meiri en nokkuð þeirra ræður við. 20.50 Blood Strangers (1:2) Hörku- spennandi framhaldsmynd sem gerist í Bretlandi. Emma Beresford, 14 ára, finnst látin á víðavangi. Foreldrar hennar eru niðurbrotnir og ekki batnar ástandið þeg- ar lögreglurannsókn hefst fyrir alvöru. Þá kemur í ljós að Emma mætti illa í skól- ann, átti kærasta og var grunuð um vændi. Samt virðist enginn geta varpað ljósi á dauða hennar. Aðalhlutverk: Caroline Quentin, Paul McGann, Sherid- an Smith. Leikstjóri: Jon Jones. 2002. 22.20 Crossing Jordan (11:25) 23.05 Cotton Mary Sjá nánar að ofan. 1.05 Friends 4 (17:24) 1.25 Ísland í dag, íþróttir, veður 1.55 Tónlistarmyndbönd frá Popp TíVí 6.00 Titan A.E. 8.00 Drive Me Crazy 10.00 And the Beat Goes On 12.00 Iron Giant 14.00 Titan A.E. 16.00 Drive Me Crazy 18.00 Iron Giant 20.00 Jesus’ Son 22.00 The Man Who Wasn’t There 0.00 Quills 2.00 Orgazmo 4.00 Jesus’ Son 7.00 70 mínútur 16.00 Pikk TV 19.00 XY TV 20.00 Trailer 21.00 South Park 6 21.30 Crank Yankers 22.03 70 mínútur 23.10 Lúkkið 23.30 Meiri músík Einn helsti hvatamaðurinn að framleiðslu Strong Medicine er Whoopi Goldberg. Henni fannst umfjöllunarefnið eiga fullt er- indi til sjónvarpsáhorfenda en sjálf leikur hún gestahlutverk í fyrstu þáttaröðinni. Það eru hins vegar þær Janine Turner og Rosa Blasi sem leika aðal- hlutverkin í Strong Medicine. Hin fertuga Turner er öllu þekktari enda tíu árum eldri en Blasi. Hún hefur leikið í mörg- um kvikmyndum og sjónvarps- þáttum og hefur líka unnið sér það til frægðar að hafa verið kærasta Alecs Baldwins! Blasi vakti athygli fyrir lítil hlutverk í þáttum eins og Beverly Hills 90210, Frasier og Caroline in the City. Eftir frammistöðuna í Strong Medicine ættu henni að vera allir vegir færir. Stöð 2 23.35 Skjár Einn 21.10 Strong Medicine Vegna fjölda áskorana verður Fólk með Sirrý á dagskrá út júnímánuð og má búast við sannkallaðri sumarstemningu! Fólk er fjölbreyttur þáttur um fólk af öllum stærðum og gerð- um, gleði þess og sorgir. Loka- þátturinn verðu að venju sendur út frá vel völdum stað í hjarta Reykjavíkur þar sem fjöldi góðra gesta leikur listir sýnar. Úrslit í vali áhorfenda á „Fram- úrskarandi fólki“ munu einnig liggja fyrir í lokaþættinum. 20 18.30 Brúðkaupsþátturinn Já (e) 19.30 According to Jim (e) 20.00 Dateline - Nýtt Bandarískur fréttaskýringaþáttur sem er til skiptis og jafnvel allt í senn, spennandi, skemmti- legur og fræðandi. Bestu fréttamenn Bandaríkjanna taka á málum sem eru helst á döfinni þar í landi, s.s. morðum, skurðaðgerðum, klónun og öðrum sið- ferðilegum vandamálum sem mennirnir takast á við. 21.00 Fólk - með Sirrý - í sumarbúningi. Vegna fjölda áskorana verður Fólk með Sirrý á dagskrá út júní- mánuð og má búast við sannkallaðri sumarstemmningu! Fólk er fjölbreyttur þáttur um fólk af öllum stærðum og gerðum, gleði þess og sorgir. Lokaþáttur- inn verðu að venju sendur út frá vel völdum stað í hjarta Reykjavíkur þar sem fjöldi góðra gesta leikur listir sýnar. Úrslit í vali áhorfenda á „Framúrskarandi fólki“ munu einnig liggja fyrir í lokaþættinum. 22.00 Law & Order 22.50 Jay Leno 23.40 Boston Public (e) 0.30 Dagskrárlok Sjá nánar á www.s1.is 16.30 Smáþjóðaleikarnir á Möltu 16.45 Fótboltakvöld 17.05 Leiðarljós 17.50 Táknmálsfréttir 18.00 Disneystundin 18.54 Víkingalottó 19.00 Fréttir, íþróttir og veður 19.35 Kastljósið 20.00 Ed (13:22) 20.45 Sumar með Nigellu (4:8) (For- ever Summer With Nigella) Breskir mat- reiðsluþættir þar sem listakokkurinn Nig- ella Lawson töfrar fram seiðandi sumar- rétti. 21.15 Borgarbúar (1:15) (City Folk) Þáttaröð sem samanstendur af mannlífs- myndum frá nokkrum evrópskum borg- um. Í hverjum þætti koma fram þrír borgarbúar og segja frá lífi sínu, sorgum, sigrum, áhyggjum og draumum. Í fyrsta þættinum er fylgst með þremur Reykvík- ingum: Ólöfu Konráðsdóttur (Lóu Konn) ellilífeyrisþega, Laufeyju Rosento, nýbak- aðri móður, og Sigurði Sigurðarsyni dýra- lækni. 21.45 Vísindi fyrir alla (13:48) Áhrif eldgosa á sjó og vötn - Eitur og áburður. Íslenska vatnið er oft í fréttum og þá einkum í tengslum við hollustu þess. En eldgos geta haft veruleg áhrif á grunn- vatn, vatn í stöðuvötnum og á sjóinn við strendur landsins. 22.00 Tíufréttir 22.20 Smáþjóðaleikarnir á Möltu Samantekt af keppni dagsins. Umsjón: Björn Friðrik Brynjólfsson og Gunnlaugur Þór Pálsson. 22.35 Undir sama þaki (7:7) (Spaced) Bresk gamanþáttaröð um ævintýri Tims og Daisy sem leigja saman herbergi und- ir því yfirskini að þau séu hjón. Aðalhlut- verk: Jessica Stevenson, Simon Pegg, Jul- ia Deakin og Mark Heap. 23.00 Largo (13:25) 23.45 Vélhjólasport 2003 (3:8) 0.05 Út og suður (4:12). 0.30 Kastljósið 0.50 Dagskrárlok Fólk með Sirrý Big Brother: Þátttakandi í Playboy SJÓNVARP Nú hefur Nush, jógaóðu kynbombunni sem er keppandi í raunveruleikaþættinum Big Brother um þessar mundir, verið boðið að gera vikulegan jógaþátt á Playboy-fullorðinsrásinni. Til- boðið stendur hvort sem hún sigrar í Big Brother eður ei, en í þættinum myndi hún kenna klassískt jóga sem og tantra-æf- ingar sem bæta eiga kynlíf fólks. Talsmaður Playboy-rásarinnar sagði geislandi sjálfsöryggi Nush, gott framferði og fagran líkama henta fullkomlega fyrir slíkan dagskrárlið. Nush hefur ekkert sagt enn um hvað hún ætl- ar sér, enda fær hún ekkert að vita af heiminum utan veggja Big Brother-hússins. ■ NUSH Hefur vakið mikla athygli í þáttunum.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.