Fréttablaðið - 04.06.2003, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 04.06.2003, Blaðsíða 10
G8 er lauslegt bandalag sjöhelstu iðnríkja heims auk Rússlands. Leiðtogar landanna átta koma saman á ári hverju til þess að ráða ráðum sínum. Í nóvember 1975 hittust leið- togar Bandaríkjanna, Bretlands, Frakklands, Þýskalands, Ítalíu og Japans í bænum Rambouillet í Frakklandi. Markmiðið með fund- inum var að sameina krafta land- anna sex til að takast á við þann efnahagsvanda sem þá steðjaði að Vesturlöndum. Upp frá þessu ákváðu þjóðarleiðtogarnir að koma saman á hverju ári til þess að ræða pólitísk og efnahagsleg málefni. Kanada bættist í hópinn árið 1976 og var þá tekið að kalla hóp- inn G7 sem stendur fyrir „The Great Seven“ eða „Stórveldin sjö“. Rússar mættu fyrst á fund G7 árið 1991 en sjö árum síðar var landið orðið fullgildur meðlimur í bandalaginu. Hefur það síðan ver- ið nefnt G8. Í dag er farið um víðan völl á leiðtogafundum G8. Þar eru rædd atvinnumál og umhverfismál, al- þjóðaviðskipti og aðstoð við þró- unarríki auk þess sem þung áhersla er lögð á málefni á borð við baráttuna gegn hryðjuverk- um, skipulagðri glæpastarfsemi, ólöglegum vopnum og útbreiðslu eiturlyfja. Leiðtogum annarra ríkja hefur oft verið boðið til fundar við G8. Ráðamenn í ýmsum þróunarlönd- um mættu á fundinn í Evian í Frakklandi í þessari viku. ■ Mánudagurinn síðasti var nokk-uð sérkennilegur í þeim litla heimi sem við blaðamenn á Íslandi lifum í. DV kynnti nýtt útlit og breytt efnistök og fékkst gefins á öllum sölustöðum. Morgunblaðið færði Fasteignablað sitt frá þriðju- degi yfir á mánudag og fékkst sömuleiðis gefins á sölustöðum. Fréttablaðið var frítt eins og aðra daga og bauð upp á sérblað um fast- eignir. Svona ættu allir dagar að vera. Aukin samkeppni á blaða- markaði hefur hleypt lífi í útgefend- ur og starfsmenn, sem leita sífellt nýrra leiða til að þjónusta lesendur og auglýsendur betur í dag en í gær. Auðvitað er of snemmt að segja til um langtímaáhrif aukinnar sam- keppni á dagblaðamarkaði. Sem fyrr er nóg framboð af mönnum sem spá erfiðleikum og dauða yfir einhverju blaðanna – jafnvel fleiri en einu. En þannig er það alltaf. Þegar breytingar ganga yfir eru þeir vanalega háværastir sem skyn- ja þær sem heimsenda – þeir sem ekki sjá út yfir endalok núverandi ástands. Þeir sem sjá aðeins tæki- færi í breytingunum eru vanalega lágværari. Þetta á ekki aðeins við um verslun og viðskipti heldur einnig byggðaþróun og breytingar á lífsstíl almennings eða lífsviðhorf- um unglinga. Hverri ungri kynslóð hefur verið spáð að hún muni leiða mannfélagið til andskotans. En það rætist aldrei. Ef horft er til dagblaðanna held ég að óhætt sé að segja að gömlu blöðin tvö, Morgunblaðið og DV, hafi bæði tekið jákvæðum breyting- um að undanförnu. Það fer Morgun- blaðinu betur að vera aðeins minna í sniðum en það var fyrir aðeins fáum árum síðan. Blaðið er árenni- legra og jafnvel skipulagðra. Frétt- ir eru stærri hluti heildarinnar, en það eru einmitt fréttir sem flesta lesendur þyrstir í. Það sama má segja um DV. Aukin áhersla á frétt- ir er jákvæð og blaðið er snyrti- legra en áður. Auðvitað orkar allt tvímælis sem gert er og eflaust gætu flestir nefnt ýmislegt sem betur mætti fara í þessum blöðum – ekki síður en í Fréttablaðinu. En bæði blöðin hafa gengið í gegnum meiri breytingar undanfarin tvö ár en tvo áratugi þar á undan, sem bendir til að aðstandendur þeirra sækist eftir að þjónusta lesendur og viðskiptavini eins vel og kostur er. Það er kostur samkeppni. Aukin samkeppni blaðanna hef- ur líka aukið vægi dagblaða á Ís- landi. Dagblaðalestur hefur ekki verið meiri svo áratugum skiptir. Í dag les stærri hluti þjóðarinnar dagblöð en á þeim tíma þegar dag- blöðin voru fimm eða sex. Aukin samkeppni er því ekki alltaf slagur um skipti á kökunni heldur leiðir oftast til þess að kakan stækkar. Þrátt fyrir erfiðleika í rekstri ýmissa útgáfufélaga dagblaða víða um heim bendir fátt til annars en að dagblöð styrki stöðu sína á næstu áratugum. Með tilkomu útvarpsins spáðu margir illa fyrir dagblöðun- um. Það endurtók sig þegar sjón- varpið varð almenningseign og aft- ur með tilkomu Netsins. En dag- blöðin hafa lifað af. Erfiðleika þeirra má frekar rekja til rangra viðbragða við samkeppni en að þau hafi ekki getað keppt við þessa nýju miðla. Stundum hafa dagblöðin far- ið of langt í að elta kosti hinna nýju miðla – t.d. með of mikilli áherslu á myndræna framsetningu eftir sjón- varp – eða þá lagt ofurkapp á þá þætti sem einna helst aðgreina blöð- in frá nýju miðlunum – of mikið af ítarlegu efni á kostnað góðs yfirlits yfir fréttir, svo dæmi sé tekið. Dagblöðin eru þrautreynd vara sem hefur lifað miklar samfélags- breytingar og eflst við hverja raun. Styrkur þeirra felst í auðveldu að- gengi lesenda að efni: Hann á auð- velt með að velja hvaða efni hann vill og hvenær hann nálgast það. Auk þess er uppistaða dagblaðanna eftirsóttasta vara heims; fréttir. ■ Mín skoðun GUNNAR SMÁRI EGILSSON ■ skrifar um breytingar á blaðamarkaði. 10 4. júní 2003 MIÐVIKUDAGUR Útgáfufélag: Frétt ehf. Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson Fréttastjóri: Sigurjón M. Egilsson Ritstjórnarfulltrúar: Reynir Traustason og Steinunn Stefánsdóttir Auglýsingastjóri: Þórmundur Bergsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Suðurgötu 10, 101 Reykjavík Aðalsími: 515 75 00 Símbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Símbréf á auglýsingadeild: 515 75 16 Rafpóstur: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Frétt ehf. Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuð- borgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á lands- byggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 Sjálfstæðisflokkinn í Reykjavíkdreymir martraðarkennda drauma um völd og áhrif í höfuð- borginni. Í aðdraganda hverra ein- ustu borgarstjórnarkosninga allt frá 1994 hefur hann gripið til ör- þrifaráða, ýmist í formi leiðtoga- skipta eða málatilbúnaðar, til þess að freista þess að ná borginni aftur á sitt vald. Borginni, sem þeir slógu eign sinni á í áratugi og sem þeim finnst að hafi verið frá þeim tekin með óréttmætum hætti. En að sjálfsögðu eiga þeir ekki borg- ina, og hafa aldrei átt hana. Það eru borgarbúar sem hana eiga, vald borgarfulltrúanna er frá þeim komið og þegar grannt er skoðað er hlutdeild Sjálfstæðisflokksins í því valdi ekki nema í mesta lagi 40%. Þess vegna eiga þeir ekki að fara með meirihlutann í borgar- stjórn Reykjavíkur. Þeim finnst það samt sjálfum og hafa eins og fyrr sagði gert örvænt- ingarfullar tilraunir til að snúa at- burðarásinni sér í hag. Fyrir kosn- ingarnar 1994 fórnuðu þeir Mark- úsi Erni á altari óhagstæðra skoð- anakannana og Árna Sigfússyni var fagnað sem nýjum leiðtoga en hafði ekki erindi sem erfiði. Í kosningun- um 1998 átti Árni á brattann að sækja innan flokksins og að kosn- ingum loknum sagði hann sig frá forystuhlutverkinu í Reykjavík og við tók Inga Jóna Þórðardóttir. Hún átti að stokka upp spilin og snúa vörn í sókn. Einhverjum þóttu henni mislagðar hendur í uppstokk- uninni og skoðanakannanir bentu ekki til að Sjálfstæðisflokkurinn næði meirihluta í kosningunum 2002. Hinn nýi leiðtogi Enn og aftur var hugað að leið- togaskiptum og nú voru góð ráð dýr, svo dýr að einn helsti forystu- maður flokksins var sóttur í menntamálaráðuneytið og fenginn til að leiða baráttuna um borgina. Og þetta var enginn aukvisi heldur maður sem netverjarnir sögðu að væri ,,ofurmenni“ og nú mætti Reykjavíkurlistinn fara að vara sig. Svo var hafist handa; kosningavélin smurð og ræst, nægilegra fjár- muna aflað og allir virkjaðir sem vettlingi gátu valdið, flokksmenn, forystan, stofnanir flokksins og Mogginn. En allt kom fyrir ekki. Borgin gaf sig ekki og Sjálfstæðis- flokkurinn fékk minnsta fylgi sem hann hefur nokkurn tímann mælst með í borgarstjórnarkosningum. Leiðtoginn, sem sagði fyrir kosn- ingar að hann tjaldaði ekki til einn- ar nætur, hvarf nú nýverið aftur á vit umsýslustarfa í ríkisstjórn og nýr leiðtogi er kominn fram á sjón- arsviðið. Hinn nýi leiðtogi hefur að vísu verið á sviðinu allan tímann enda setið í borgarstjórn í 21 ár. Mogg- inn, sem hefur fagnað hverjum nýj- um leiðtoga, sér nú þann kost við valið að það skapist festa í forystu borgarstjórnarflokksins. Það má til sanns vegar færa því í næstu kosn- ingum, þar sem Vilhjálmur ætlar sér forystu, er hann að bjóða sig fram til 28 ára samfelldrar setu í borgarstjórn. Þá er honum ætlað að laða kjósendur að flokknum eins og flugur að ljósi, en það dugir ekkert minna ef flokkurinn á að komast aftur til valda og áhrifa í borginni. Og þó! Flokknum dugir nefnilega klofningur í röðum Reykjavíkur- listans og nú á sjálfsagt að láta á það reyna hvort Vilhjálmi Þ. Vil- hjálmssyni tekst með pólitískum klókindum og undirmálum það sem hinum leiðtogunum tókst ekki með pólitískri baráttu. Sjálfstæðisflokk- urinn hefur tekið upp nýja her- stjórnarlist. Hingað til hafa þeir farið fram undir þeim formerkjum að nýir vendir sópi best en núna ætla þeir að treysta á að þeir gömlu þekki hornin. Nú á að láta á það reyna hvort hægt sé að kljúfa Reykjavíkurlistann og ,,sá gamli“ lætur líklega. Segist telja ,,eðlilegt að það gerist sem allra fyrst með einhverjum hætti“ þannig að Sjálf- stæðisflokkurinn komist í valda- stöðu í borginni. Tækifærin eru Reykjavíkurlistans Morgunblaðið hefur skrifað um það marga leiðara og mörg Reykja- víkurbréf hversu freistandi það sé fyrir Framsóknarflokkinn og Vinstri græna að bjóða fram undir eigin formerkjum í Reykjavík. Þeg- ar þannig hefur staðið á hefur slæmt gengi þessara flokka, í skoð- anakönnunum eða kosningum, ver- ið rakið til samstarfsins í Reykja- víkurlistanum. Sú útlegging byggir auðvitað á hyggindum sem í hag koma vegna þess að engum kemur það eins vel og Sjálfstæðisflokkn- um að þessir flokkar dragi sig út úr samstarfinu í Reykjavíkurlistan- um. Ástæðan er einföld: Ef Reykja- víkurlistinn býður fram eina ferð- ina enn í næstu kosningum, með borgarstjóraefni sem borgarbúar geta sameinast um, þá mun hann sigra í þeim kosningum. Hann mun sigra vegna þess að kjörfylgi Sjálf- stæðisflokksins í borginni er ekki yfir 40%. Morgunblaðið segir í leiðara á föstudaginn að nú séu tímar nýrra tækifæra fyrir borg- arstjórnarflokk Sjálfstæðisflokks- ins. Ég held að hin nýju tækifæri séu Reykjavíkurlistans. Þar eru fjórir nýir borgarfulltrúar og borgarstjórnarflokkurinn er nú undir forystu nýs borgarstjóra sem nýtur víðtæks stuðnings. Reykjavíkurlistinn hefur gengið í endurnýjun lífdaga eins og nauð- synlegt er fyrir afl sem hefur stjórnað samfleytt í 9 ár. Það verð- ur ekki frá honum tekið að hann hefur alla burði til að vinna ötul- lega í þágu borgarbúa á þessu kjörtímabili og endurnýja umboð sitt í næstu kosningum hvað sem líður meintum plottum og van- heilögum bandalögum ráðandi manna. Þeir sem gleyma sér í ref- skák stjórnmálanna mættu svo stundum velta því fyrir sér hver sé vilji kjósenda. ■ Barið á óvinum Kristján Sig. Kristjánsson skrifar: Ég er að velta fyrir mér „Lands-símamálinu“, hvernig ríkis- endurskoðun yfirsást 150 milljón- ir. Ef til vill var það svo að menn voru tepptir í að berja á föður- landsóvinum. Þá er hætt við að mönnum yfirsjáist í hinum smærri málum. Það er til dæmis ekkert áhlaupaverk fyrir fá- menna stofnun að rannsaka hvaða áleggstegundir voru á pitsum eins og í „stóra Þorfinnsmálinu“. En samtakamátturinn sigraði að lokum. Í aðdraganda kosning- anna varð uppstytta hjá eftirlits- stofnunum ríkisins í að berja á föð- urlandsóvinum þannig að svigrúm skapaðist hjá skatti og lögreglu að taka saman höndum. ■ Um daginnog veginn INGIBJÖRG SÓLRÚN GÍSLADÓTTIR ■ skrifar um Reykjavík- urborg. Baráttan um borgina ■ Bréf til blaðsins Jákvæð áhrif samkeppni á dagblöðin Leiðtogafundur G8 ■ Af Netinu Morðingjar og snærisþjófar „Þegar kaldrifjaðir morðingjar eru dæmdir eftir sama refsi- skala og snærisþjófar, þá er eitt- hvað meir en lítið að í dómskerf- inu.“ GUNNLAUGUR JÚLÍUSSON Á VEFNUM HRIFLA.IS. Engin sturta eftir jóga „Ekki lítur út fyrir að íþróttahús verði byggt í nánustu framtíð, ef yfirvöld taka ekki í taumana. Þangað til verða nemendur MH að sleppa sturtuferðum eftir jógatíma, eða troða sér í sturtu- klefa Hlíðaskóla innan um 6 ára börn...“ DAGBJÖRT HÁKONARDÓTTIR Á VEFNUM POLITIK.IS. Daglegt flug til London Iceland Express flýgur til London alla daga. Skoðaðu og bókaðu á IcelandExpress.is eða komdu á söluskrifstofuna Suðurlandsbraut 24, opið 9-17 virka daga. Lág fargjöld. Enginn bókunarfyrirvari. Engin lágmarksdvöl og engin hámarksdvöl. Söluskrifstofa Suðurlandsbraut 24, opið 9-17 virka daga I Sími 5 500 600 I www.IcelandExpress.is M Á T T U R IN N & D Ý R Ð IN Óréttlæti Sofus Berthelsen eldri skrifar: Fyrir ekki alllöngu var sagt fráí fréttum að maður hefði feng- ið 70 milljónir krónur í starfslok. Er það um það bil helmingi hærri upphæð en sú sem ég þrælaði fyr- ir alla mína starfsævi. Öðrum manni, sem vann hjá Pósti og síma, voru réttar 35 milljónir króna ef hann vildi gjöra svo vel að hætta starfinu. Ég ætla að ég hefði bara verið rekinn. Forsætis- ráðherra vor fékk 140.000 króna kauphækkun á mánuði. Ég og kona mín höfum til samans í elli- laun 139.000 krónur. Reyndar fengum við lítilsháttar hækkun um síðustu áramót en helmingur- inn var tekinn til baka í skatt. Ég hef alla tíð verið á láglaun- um og byrjaði að borga skatta 18 ára gamall. Ég er enn að borga skatta og núna af ellilaununum en ég verð 89 ára á þessu ári. Væri það ekki sæmandi fyrir nýja ríkis- stjórn að láglaunafólk verði skatt- laust eftir 67 ára aldursárið? ■ BRUGÐIÐ Á LEIK Það virtist fara vel á með leiðtogunum á fundi G8 í Evian í Frakklandi. Baksviðs

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.