Fréttablaðið - 04.06.2003, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 04.06.2003, Blaðsíða 8
8 4. júní 2003 MIÐVIKUDAGUR ■ Asía Svona eftir á að hyggja Það var náttúrlega forheimska að mæta á flugvöllinn með stór- an veiðiriffil og skot í töskunni. Flosi Arnórsson, sem upp frá því hefur mátt dúsa í steininum í Dubai. DV, 3. júní. Beiskur sannleikur Við munum aldrei verða heimsklassaþjóð í knattspyrnu, en við getum á frábærum degi strítt stóru þjóðunum. Ásgeir Sigurvinsson landsliðsþjálfari. DV, 3. júní. Það mælti mín móðir Mér finnst Íslendingar eiga rétt á því að geta þá keypt far með þessum skipum, séu lausir klef- ar. Kristinn Sigurðsson um aðgengi Íslendinga að skemmtiferðaskipum. DV, 3. júní. Orðrétt HEILBRIGÐISMÁL Þunglyndar konur segjast verða fyrir kuldalegu og niðurlægjandi viðmóti heilbrigð- isstétta. Gjöf á þunglyndis-, ró- andi og svefnlyfjum sé óhófleg. Ofangreint er niðurstaða rann- sóknar á konum á aldrinum 39 til 68 ára sem hafa fengið meðferð við þunglyndi. Rannsóknin er hluti meistararitgerðar sem Berg- þóra Reynisdóttir geðhjúkrunar- fræðingur ver á morgun. Bergþóra segir konurnar telja að fagfólk hafi ekki gefið sér tíma til að hlusta á það sem konurnar höfðu sjálfar að segja um eigin líðan: „Enda fannst fagfólkinu það vita betur um líðan og þarfir kvennanna.“ Konurnar skömmuð- ust sín fyrir tilfinningalegt ójafn- vægi og úrræðaleysi sem því fylgdi og tengdu það við eigin for- dóma. „Niðurstöður rannsóknar benda til að grundvallarþáttum í samskiptum heilbrigðisfagstétta við konur sé ekki nægjanlega sinnt og að fordóma gæti í garð kvenna, þar sem tilhneiging sé til að sjúkdómsgera líkamlega og til- finningalega vanlíðan þeirra,“ segir Bergþóra. ■ RANNSÓKN „Mig óar við tilhugsun- inni að fjölskyldan upplifi annan vetur óvissu og vonbrigða. Við verðum að fara að fá niðurstöðu í málið,“ segir Ólafur Hjálmars- son, föðurbróðir Hjálmars Björnssonar, sem fannst látinn við árbakka í Rotter- dam í Hollandi fyrir um ári síðan eftir að hafa verið týndur í tvo daga. Eftir að hol- lenskum réttarlæknum hafði ekki tekist að kveða upp úr um dánarorsök Hjálmars með óyggjandi hætti var tekin sú ákvörðun að réttarkrufning færi fram hér á landi. Þrátt fyrir ábendingar föður Hjálmars, sem er barnalæknir, var látið hjá líða að gera rannsóknir sem skýrt gætu dánarorsök. Eftir ellefu mánaða undirbún- ingsvinnu fór réttarlæknirinn, Þóra Stephensen, til Hollands nú um mánaðamótin. Tilgangurinn var að komast í lífsýni Hjálmars og taka með til Íslands. Þegar til kom fékk Þóra ekki aðgang að sýnunum. Hollenski saksóknar- inn gerði þá kröfu að fá formlegt erindi um nauðsyn þess að sýnin yrðu látin í té. Þá vildi hann fá að vita um tilganginn og eins svör við því hvaða áhrif það myndi hafa yrðu sýnin ekki látin af hendi. „Þessi niðurstaða er óskiljanleg og verulegt áfall fyr- ir fjölskylduna. Óvissan um dán- arorsök Hjálmars hefur reynst okkur afar þungbær og nú virð- ast allar dyr lokaðar,“ segir Ólafur. Ólafur telur að í ljósi niður- stöðunnar sé tímabært að ríkis- saksóknari beiti sér í að koma á gagnkvæmri lögreglusamvinnu milli landanna. Sú samvinna hafi ekki komist á þrátt fyrir ítrekuð erindi embættis ríkislögreglu- stjóra og dómsmálaráðuneytis- ins. „Það er löngu fullreynt að saksóknarinn í Rotterdam skýt- ur sér stöðugt undan erindum frá embætti ríkislögreglustjóra. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir fjölskyldunnar að ná fundi með ríkissaksóknara hefur það enn ekki tekist. Það er ljóst á þessu stigi málsins að það mun ekkert gerast fyrr en hann gengur í málið,“ segir Ólafur. kolbrun@frettabladid.is DÓMSMÁL Flosi Arnórsson, sjó- maðurinn í Dubai, losnaði úr gæsluvaðhaldi um helgina. Upp- haflega var hann sakaður um neyslu áfengis og ólöglegan vopnaburð. Það tók fjörutíu daga að hreinsa hann af ásökunum um neyslu áfengis. Þó sýndi prufa að ekkert áfengi var í blóði hans. Þrátt fyrir að Flosa hafi verið sleppt úr gæsluvarðhaldi er hann þó í farbanni og þarf að bíða eftir niðurstöðum vegna ásakana um ólöglegan vopna- burð. Pétur Ásgeirsson hjá utan- ríkisráðuneytinu segir að ómögulegt sé að segja hvenær það mál verði tekið fyrir. Það hafi tekið fjörutíu daga að losa hann undan kæru um neyslu áfengis sem hann var saklaus af. Pétur segir að þetta sé ekki í fyrsta skipi sem erfitt sé að eiga við erlend yfirvöld í svona mál- um. Jafnframt segir hann að ekki sé til samningur um slík mál á milli Sameinuðu arabísku furstadæmanna og Íslands. ■ HJÁLMAR BJÖRNSSON Mál Hjálmars Björnssonar hefur vakið mikla athygli bæði hér og í Hollandi. Hollenska sjónvarpið sýndi í maí þátt sem gerður var um mál Hjálmars. Þar voru ferðir hans raktar. Athygli vakti að félagar Hjálmars vildu ekki ræða við sjónvarpsmenn um málið. Erindum er stungið undan Íslenskur réttarlæknir fékk ekki aðgang að lífsýnum Hjálmars Björnssonar, sem fannst látinn við árbakka í Rotterdam fyrir um ári síðan. Fjölskylda Hjálmars er vonsvikin yfir aðgerðaleysi ríkissaksóknara. ■ „Þessi niður- staða er óskilj- anleg og veru- legt áfall fyrir fjölskylduna.“ ÓVÍST HVENÆR SJÓMAÐURINN KEMST HEIM Ekki er til samningur um svona mál á milli Íslands og Sameinuðu arabísku fursta- dæmanna. Sjómaðurinn í Dubai: Er í farbanni HRYÐJUVERKAMENN ÁKÆRÐIR Saksóknarar í Indónesíu hafa ákært níu menn til viðbótar fyrir beina eða óbeina aðild að sprengjuárásunum í Bali í októ- ber á síðasta ári. Mennirnir eiga yfir höfði sér allt frá tólf ára og upp í lífstíðarfangelsi. Á meðal hinna ákærður er Ali Gufron, einn af leiðtogum hryðjuverka- samtakanna Jemaah Islamiyah. 1.165 LÁTNIR Í HITABYLGJU Að minnsta kosti 1.165 manns hafa látist af völdum sólstings og vökvaskorts á Indlandi á undan- förnum þremur vikum. Í suður- héruðum landsins hefur hitastig- ið verið á bilinu 45 til 49 gráður. Veðurfræðingar eiga von á því að rigningatímabilið hefjist næstu helgi. RÚTU EKIÐ OFAN Í SKURÐ Ellefu manns fórust og 30 slösuðust þegar rúta fór út af vegi og lenti ofan í áveituskurði í norðurhluta Bangladesh. Fjórir hinna látnu tilheyrðu sömu fjölskyldunni. Um 5.000 manns látast í umferðar- slysum í Bangladesh á ári hverju, sem er með því mesta sem gerist í heiminum. Brutust inn í geymslur: Fimm menn handteknir LÖGREGLUMÁL Fimm menn um tví- tugt voru handteknir í fyrrinótt grunaðir um að hafa brotist inn í geymslur í fjölbýlishúsi í Breið- holti. Lögreglunni barst tilkynn- ing um grunsamlegar manna- ferðir í húsinu klukkan hálf- fjögur. Þegar lögreglan kom að húsinu stóðu fimmenningarnir við húsið. Höfðu þeir hjá sér ætl- að þýfi en um var að ræða sjón- varp, myndbandstæki og verk- færi. Mennirnir voru færðir í fangaeymslur og yfirheyrðir í gær. ■ BERGÞÓRA REYNISDÓTTIR Segir konur telja að fagfólk gefi sér ekki tíma til að hlusta á þær. Þunglyndar konur óánægðar með heilbrigðisþjónustu: Niðurlæging og óhófleg lyfjagjöf Dæmi um verð: Áður Nú Peysa m/v-háls 6.900 3.900 Hlýrabolur 2.400 1.400 Toppur m/mynstri 3.000 1.800 Bómullarpeysa m/rennilás 5.700 2.900 Samkvæmisbolur 5.300 2.900 Bolur 2.600 1.600 Gallajakki 5.100 2.900 Velúrjakki 6.300 3.800 Pils 2.600 1.600 Samkvæmispils 6.900 3.900 Buxur 5.700 2.900 Sumarkjóll 4.900 2.900 ÚTSALA - ÚTSALA 40-50% afsláttur Hefst í dag Síðumúla 13, 108 Reykjavík, sími 568 2870 ...og margt margt fleira Opið frá kl. 10-18

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.