Fréttablaðið - 04.06.2003, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 04.06.2003, Blaðsíða 23
4. júní 2003 Ferðalög innanlands 9 OD DI H F J 50 58 ...vísa þér veginnwww.lmi.is Ómissandi í ferðalagið Ferðakort 1:250 000 Vesturland og Suðurland Annað kortið af þremur í flokki nýrra vandaðra ferðakorta í mælikvarða 1:250 000 er komið út. Mjög handhægt brot sem hentar vel á ferðalögum. Mikil skörun á milli korta. Byggt á nýjum stafrænum gögnum. Kort sem ættu að vera til á hverju heimili Ný ferðakort Ferðakort 1:500 000 Vandað nýtt heildarkort af Íslandi með hæðarskyggingu og þjónustutáknum. Glæsileg og mikið breytt útgáfa af þessu vinsæla korti. Nýjustu upplýsingar um vegi landsins, vegalengdir og veganúmer, auk mikilvægra upplýsinga um ferðaþjónustu, svo sem bensínafgreiðslur, gististaði, söfn, sundlaugar, golfvelli og fleira. Kortinu fylgir nafnaskrá með yfir 3000 örnefnum. Skýringar á fjórum tungumálum. • Hæðarskygging og 50 metra hæðarlínubil • Vegir, vegalengdir, veganúmer og bensínafgreiðslur • Gisting, tjaldsvæði, sundlaugar og golfvellir • Söfn, friðlýstar minjar, hringsjár og áningarstaðir • Bæir í byggð, eyðibýli og rústir • Yfir 6000 örnefni • Upplýsingamiðstöðvar, bátsferðir og margt fleira • Skýringar á íslensku, ensku, frönsku og þýsku Útgefið 2002 Væntanlegt 2003 Sumarið 2003 býður CentrumNatura upp á ævintýraferðirá borð við fossasig og gljúf- urgöngur, hellaskoðun, hestaferð- ir og gönguferðir með leiðsögn. Í sumar verður í fyrsta skipti boðið upp á gljúfurgöngur í Selgili á Húsafelli þar sem áhersla er lögð á fossahopp og gönguferð niður gil og gljúfur. Bjarni Freyr segir að í ferðunum sé gengið eftir ár- farvegi Selgils og á leiðinni þurfi að vaða og synda yfir ár og jafn- vel hoppa fram af fossum og ofan í hylji til að komast á leiðarenda. „Það eru margir fallegir fossar í Selgili, en fossasig og gljúfur- göngur gefa kost á einstakri nátt- úruupplifun frá óvenjulegu sjón- arhorni,“ segir Bjarni Freyr. „Gljúfurgöngur í Selgili veita hæfilega útrás fyrir ævintýra- þörfina, en fyrir þá sem vilja eitt- hvað meira spennandi er hægt að fara í stærri og hrikalegri gil þar sem þörf er á sérstökum sigbún- aði til að komast á leiðarenda. „Við erum fyrstir til að bjóða upp á fossasig og gljúfurgöngur hér á landi og þessar ferðir verða sífellt vinsælli. Við höfum svo þróað út frá þessum ferðum sér- stakar hvataferðir fyrir til dæmis saumaklúbba og starfsmanna- hópa þar sem þrautir og leikir eru fléttaðir inn í.“ Gljúfurgöngur verða frá Húsa- felli alla laugardaga í sumar kl. 13.30 en einnig er hægt að panta ferðir utan þess tíma. Allar nánari upplýsingar eru veittar í síma 552 5200 / 660 6422 og á heimasíðu Centrum Natura, www.centrum- natura.is. ■ Fyrir þá sem ekki líkar tjald-búskapur eru ýmsir aðrirkostir í boði eins og til dæm- is gisting á farfuglaheimilum. Markús Einarsson, framkvæmda- stjóri Bandalags íslenskra far- fugla her á landi, segir að 26 far- fuglaheimili séu starfrækt hring- inn í kringum landið. „Þar að auki rekum við tjald- stæðið í Laugardal og þar er árleg- ur fjöldi gistinátta um 20.000. Á síðasta ári voru gistinætur á heim- ilunum tæplega 80.000 talsins þan- nig að á okkar vegum eru um 100.000 gistinætur á ári,“ segir Markús. Hann segir Farfuglaheimilin mjög fjölskylduvænan ferðamáta því auk þess að bjóða upp á gist- ingu á hagstæðu verði hafi öll heimilin svokölluð gestaeldhús þar sem gestir geta geymt og mat- reitt eigin mat án endurgjalds. Á flestum heimilunum eða í ná- grenni við þau er boðið upp á fjöl- breytta afþreyingu. „Bandalag íslenskra farfugla er aðili að Hostelling International, sem er stærsta gistuhúsakeðja í heimi, en innan samtakanna eru starfrækt um 5.000 farfuglaheimili í 64 löndum,“ segir Markús. „Undanfarin ár höfum við unn- ið ötullega að umhverfismálum og verið í fararbroddi innan ferðaþjónustunnar á þessu sviði. Á 60 ára afmæli samtakanna árið 1999 var samþykkt sérstök um- hverfisstefna fyrir bandalagið og síðan hefur verið unnið að því að innleiða hana í starfsemi far- fuglaheimilanna. Hún hefur gengið vel og í fyrra var til dæm- is Farfuglaheimilið í Reykjavík valið fyrirtæki ársins í Reykja- vík vegna starfa sinna að um- hverfismálum.“ ■ HEILSAÐ UPP Á GLJÚFRABÚANN Ævintýraganga eftir árfarvegi Selgils er einstök náttúruupplifun. Ævintýri á gönguför: Fossahopp og sund í hyljum Farfuglaheimili hringinn í kringum landið: Fjölskylduvæn gisting FRÉTTAB LAÐ IÐ /VILH ELM

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.