Fréttablaðið - 04.06.2003, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 4. júní 2003
LÖGREGLUMÁL „Lokunin á sér tals-
verðan aðdraganda. Við höfum
skoðað hvernig við getum nýtt
þann mannafla sem við höfum
sem best,“ segir Karl Steinar
Valsson aðstoðaryfirlögreglu-
þjónn um lokun miðbæjarstöð lög-
reglunar í Reykjavík. Stöðin hef-
ur verið lokuð almenningi að næt-
urlagi tvær síðustu helgar. Er hún
nýtt sem starfsstöð fyrir lög-
reglumenn á vakt.
Karl Steinar segir ásókn borg-
ara til að hafa samband við lög-
reglu í gegn um miðborgarstöðina
nánast heyra sögunni til. „Í dag
eru flestir með GSM-síma. Þeir
hringja og bílarnir koma. Til þess
að hafa miðbæjarstöðina opna
þurfa að vera þar minnst tveir
menn. Stjórnendur okkar í mið-
bænum telja þess vegna menn
nýtast betur í bílum úti við.“ ■
KARL STEINAR VALSSON
Miðbæjarstöðin er í dag nýtt sem starfs-
stöð lögreglu.
Miðbæjarstöð lögreglunnar lokuð:
Betri nýting mannafla
VÍSINDI Spænskir vísindamenn við
háskólann í Granada ætla að rann-
saka hvort jarðneskar leifar sem
hafa verið geymdar í dómkirkj-
unni í Sevilla séu í raun og veru af
landkönnuðinum Kristófer Kól-
umbusi.
Deilur hafa verið uppi á milli
yfirvalda í Sevilla og Santo Dom-
ingo, höfuðborgar Dóminíska lýð-
veldisins, um hvar leifar Kól-
umbusar séu niðurkomnar.
Þegar Kristófer Kólumbus lést
árið 1506 stóð til að jarðsetja hann
í Norður-Ameríku samkvæmt
vilja hans. Engin hentug kirkja
fannst hins vegar þar og því var
lík hans grafið í spænsku borginni
Valladolid. Árið 1537 voru jarð-
neskar leifar Kólumbusar grafnar
upp og sendar til greftrunar í
Santo Domingo, sem þá var undir
spænskri stjórn. Skömmu síðar
voru þær fluttar aftur til Spánar
vegna ófremdarástands í Santo
Domingo.
Síðan gerðist það árið 1877 að
kista með beinum fannst í dóm-
kirkju í Santo Domingo með áletr-
un Kólumbusar. Þau bein eru nú
grafin við minnismerki Kól-
umbusar í borginni. Telja yfirvöld
þar í borg að Spánverjarnir hljóti
að hafa tekið vitlaust lík á sínum
tíma til greftrunar.
Niðurstöðu í rannsókn
spænsku vísindamannanna er að
vænta eftir nokkra mánuði. ■
Spænskir vísindamenn:
Rannsaka bein
Kólumbusar
BYRGIÐ „Mig langar til að biðja fólk
að taka ekki hluti ófrjálsri hendi úr
Rockville, í það minnsta ekki fyrr
en starfsemin er endanlega flutt,“
segir Guðmundur Jónsson, for-
stöðumaður Byrgisins. Eins og
fram hefur komið átti Byrgið að
skila af sér Rockville 1. júní síðast-
liðinn. Guðmundur segir nokkurra
daga töf á því vegna misskilnings
hjá fjármálaráðuneytinu um fjölda
þeirra sem gista eiga Vífilsstaði. Á
meðan þurfi Byrgið að nýta áfram
vistarverur Rockville.
Byrgið fjárfesti á sínum tíma í
öllu nýju í Rockville. Guðmundur
segir greinilegt að margir sjái sér
hag í því að keyra með kerrur og
taka ófrjálsri hendi allt nýtilegt.
Ellefu bílar hafi verið á ferð í fyrra-
dag. Þá hafi ýmislegt þegar horfið;
rafmagnstöflur, ofnar, ljós, blönd-
unartæki, klósett, vaskar og margt
fleira. ■
Ránsferðir í Rockville:
Klósett og vaskar horfin
BEIN KÓLUMBUSAR?
Kista sem hefur hugsanlega að geyma bein Kristófers Kólumbusar flutt úr grafhýsi í dóm-
kirkjunni í Sevilla. Vísindamenn ætla að bera beinin saman við DNA-próf úr afkomendum
hans. Komist þeir að því að beinin séu ekki úr Kólumbusi ætla þeir að biðja um leyfi til
að rannsaka önnur bein í Santo Domingo sem einnig eiga að vera úr landkönnuðinum.
AP/M
YN
D