Fréttablaðið - 04.06.2003, Blaðsíða 33

Fréttablaðið - 04.06.2003, Blaðsíða 33
4. júní 2003 Ferðalög innanlands 19 Gönguferðir um íslensk fjöll eruspennandi kostur þegar menn vilja njóta náttúrunnar. Jón Gauti Jónsson hjá Íslenskum fjallaleið- sögumönnum segir meginpunktinn hjá þeim að Íslendingum sé boðið upp á faglega leiðsögn á fjöll. „Þá er ég alls ekki að gera lítið úr öðrum ferðafélögum, en við erum að bjóða fólki upp á það sem útlendingum hefur hingað til helst staðið til boða. Nú fjölgar óðum Íslendingunum í þessum ferðum. Við sjáum um allt sem tilheyrir, fólk þarf ekki annað en gönguskó, svefnpoka, bakpoka og dýnu, en við sjáum um allan sér- útbúnað svo ferðin verði skemmti- legri og byrðarnar léttari, sköffum tjöld og allan eldunarbúnað. Fólk er svo bara með í að elda, sem skapar skemmtilega stemningu.“ Leiðsögu- mennirnir eru allir vanir fjalla- menn. Jökullinn er undraveröld „Við viljum opna fólki nýjar leiðir eins og til dæmis að fara upp á skriðjöklana og skoða undrin sem þar blasa við,“ segir Jón Gauti. „Aðalbúðirnar okkar eru í Skaftafelli og þaðan bjóðum við upp á dagsferðir á jökla, til dæmis tveggja og hálfs tíma ferð sem er sniðin fyrir alla, allt frá ungum börnum upp í 70-80 ára. Við erum ekkert að gera út af við fólk held- ur kynna því eitthvað nýtt og spennandi og benda á öll ótrúlegu smáatriðin sem skipta svo miklu máli.“ Jón Gauti segir ekki skipta máli þegar kemur að jöklaferðum hvort skyggni er gott eða ekki. „Í litlu skyggni er fókusinn bara á jökulinn sjálfan, þessa undaver- öld, eins og til dæmis jöklamýsnar sem eru mjög sérkennilegt nátt- úrufyrirbæri.“ Jón Gauti útskýrir að jöklamús sé mosi sem þrífst einungis á jökl- um. Dagsferðir frá Reykjavík Í Skaftafelli er hægt að detta fyrirvaralaust inn í ferðir fjalla- leiðsögumannanna og Jón Gauti leggur áherslu á að fjallgöngur eru ekki íþróttaviðburður. „Auð- vitað erum við líka með ferðir sem henta fólki í góðri þjálfun, en perlur eins og göngur frá Núpstaðaskógi yfir í Skaftafell, eða frá Laka í Núpstaðaskóg, og Skaftáreldaganga, verða æ vin- sælli. Það eru svokallaðar trúss- ferðir, við göngum dagleiðir milli áfangastaða, og skutlum farangri milli staða. Ég hef sjálf- ur farið í trússferð með átta ára gamalli dóttur minni og það var ekkert mál.“ Þá bendir Jón Gauti á dagsferðir frá Reykjavík á hverjum morgni klukkan 9, en þar má nefna tíu tíma ferð upp á Sólheimajökul, gönguferð á Hengil og gönguferð um Heið- mörk. Íslenskir fjallaleiðsögumenn eru á Vagnhöfða 7b í Reykjavík og veffangið er www.mount- ainguide.is Síminn er 587 9999. ■ Að ganga á fjall: Er ekki íþrótta- viðburður GLEÐI OG GAMAN Það er endurnærandi fyrir sálina að ganga á fjöll og greinilegt að þátttakend- ur í þessari ferð njóta lífsins til fulls. ÁÐ Á TINDINUM Íslensk fjallasýn er engu lík og um að gera fyrir alla sem vettlingi geta valdið að skunda á fjöll.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.