Fréttablaðið - 04.06.2003, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 04.06.2003, Blaðsíða 46
Sumir dansa til að gleyma. Égdansa til að muna,“ segir Pétur Blöndal alþingismaður, sem kem- ur fram á sviði Borgarleikhússins á laugardaginn í danskeppni sem Leikfélag Reykjavíkur og Íslenski dansflokkurinn standa að. Níu frumsamin dansverk keppa til úr- slita og má ekkert þeirra vera lengra en tíu mínútur í flutningi. Verkið sem Pétur Blöndal dansar í er samið af sjónvarpskonunni Evu Maríu Jónsdóttur, Mörtu Nordal og Valgerði Rúnarsdóttur. „Þetta er mjög sérstakt verk, nútímaleg hópvinna og í raun leik- verk þar sem marg- ir koma við sögu,“ segir Pétur Blöndal og tekur fram að þátttaka hans krefj- ist ekki danskunn- áttu. Hann líti frek- ar á þetta sem hluta af líkamsrækt. Pét- ur hefur áður dans- að til að halda sér í formi og komst á forsíður dagblaða þegar hann dansaði afró-dans í Kram- húsinu hér um árið. Sem barn sótti Pét- ur danstíma í dans- skólum í Reykjavík en aldrei af neinni alvöru. Eva María Jóns- dóttir er ánægð með þátttöku Pét- urs í dansverki sínu svo og ann- arra sem við sögu koma: „Verkið gæti heitið Beðið eftir strætó og fjallar um fólk sem hittist á stað sem enginn á,“ segir hún. Dansverk Evu Maríu með Pétri Blöndal verður frumsýnt ásamt öðrum verkum í Borgarleikhús- inu á laugardagskvöldið. Sérstök dómnefnd fagmanna hefur verið skipuð og er þar fremstur í flokki Samuel Wuersten, rektor dansakademíunnar í Rotterdam og stjórnandi Holland Dance Festival. Að lokinni keppni verður gestum boðið að stíga diskódans á stóra sviði Borgarleikhússins við undirleik hljómsveitar. eir@frettabladid.is Hrósið 26 4. júní 2003 MIÐVIKUDAGUR STJÓRNMÁL „Ég er Reykvíkingur en bjó um tíma á Seyðisfirði. Ég flutti aftur suður þegar ég komst á barnaskólaaldur, settist að í Vest- urbænum og gekk hinn hefð- bundna menntaveg Vesturbæinga. Byrjaði í Melaskóla, fór svo í Hagaskóla og áfram í MR,“ segir Sæunn Stefánsdóttir, sem tók við starfi aðstoðarmanns Jóns Krist- jánssonar heilbrigðisráðherra í fyrradag og er í óða önn að koma sér fyrir í ráðuneytinu. Sæunn er vitaskuld KR-ingur og spilaði handbolta með félaginu um árabil en hætti fyrir tveimur árum. „Það vill loða við kvenna- handboltann að við byrjum ungar og hættum því oft snemma. Ég hef mikinn áhuga á íþróttum, pólitík og útiveru en ákvað að hætta þeg- ar ég sá að það er meira í lífinu en handbolti.“ Sæunn er 25 ára gömul og er í sambúð með Kjartani Haralds- syni jarðfræðingi. Hún er að ljúka prófi í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands í haust. „Ég fór og lærði frönsku í háskóla í Suður-Frakk- landi í eitt ár að loknu stúdents- prófi en síðan lá leiðin í Háskól- ann.“ Þar tók hún virkan þátt í stúdentapólitíkinni, sat í tvö ár í Stúdentaráði fyrir Röskvu og var um tíma fulltrúi stúdenta í stjórn Lánasjóðs íslenskra námsmanna. „Ég á bara eftir að skila loka- ritgerðinni en hún tafðist vegna anna í kosningabaráttunni,“ segir Sæunn, sem var í framboði fyrir Framsóknarflokkinn. Sæunn vísar öllum vangavelt- um um það að ungt fólk eigi ekkert erindi í Framsóknarflokkinn til föðurhúsanna. „Ég held að svona spurningar hljóti að fara að bein- ast að þátttöku ungs fólk í öðrum stjórnmálaflokkum og spyr bara af hverju ekki Framsókn? Þetta eru gríðarlega spennandi tímar og það er mikið af ungu fólki bæði í flokknum og að ganga til liðs við hann. Það sást líka best á fram- boðslistum okkar að ungt fólk á fullt erindi í flokkinn og svo bendi ég bara á að nú eigum við bæði yngsta þingmanninn og yngstu þingkonuna.“ ■ Persónan SÆUNN STEFÁNSDÓTTIR ■ er nýtekin við starfi aðstoðarmanns heil- brigðisráðherra. Hún hefur mikinn áhuga á íþróttum og stjórnmálum og spilaði hand- bolta með KR um árabil en mun nú láta heilbrigðismálin njóta óskiptra krafta sinna. Danskeppni ■ Pétur Blöndal alþingismaður kemur fram í nýju dansverki sem frumsýnt verður í Borgarleikhúsinu á laugardaginn. Þar verða sýnd níu frumsamin dansverk sem keppa innbyrðis. Að því loknu verður gest- um boðið að stíga diskódans í stóra sviði Borgarleikhússins. Imbakassinn ...fá Þróttarar fyrir að koma sterkir og ferskir inn í Íslands- mótið í knattspyrnu. Fréttiraf fólki Úr Röskvu í ráðuneyti ■ Leiðrétting Að gefnu tilefni skal tekið fram að herjeppi Alfreðs Þorsteinssonar er ekki málaður í felu- litunum. PATTI PLIXY SPLIT KAFFIBOÐ e.f. Grettisgötu 64 Sími: 5621029 / 8993034 Má bjóða þér sæti? Mikið úrval stóla -komdu og skoðaðu! Hyrjarhöfði 7, sími 567 8730/6937154 www.teflon.is LAKKVÖRN BRYNGLJÁI Á BÍLINN! Blettun-djúphreinsun-alþrif. Oj bara, þvílík stybba! Ráðherrar eru í óða önn aðmanna aðstoðarmannastöð- urnar. Sigurjón Örn Þórsson, að- stoðarmaður Árna Magnússonar, er stjórnmálafræðingur og kosningastjóri hjá Framsóknarflokknum. Sigurjón var einn eig- enda og framkvæmda- stjóri Háess, sem er eitt öflug- asta fyrirtækið í tískubransanum. Á og rekur búðir eins og Hanz, Herragarðinn og Bossbúðirnar. Gárungar eru á því að hvað sem öðru líður eigi Árni góðan mögu- leika með þessu vali að verða best klæddi ráðherrann, þó ekki væri annað, með þennan líka fína dresser sér til halds og trausts. Einn öflugasti málsvari Sjálf-stæðisflokksins á Netinu, Ak- ureyringurinn Stefán Friðrik Stefánsson, hefur opnað nýja heimasíðu á slóðinni http://www.stebbifr.com. Þar tí- undar hann m.a. eftirlætis kvik- myndirnar sínar, hljómsveitir og stjórnmálamenn en í þeirri deild eru Björn Bjarnason og Davíð Oddsson vitaskuld efstir á blaði. Lárétt 1 stólar, 6 ái, 7 sukk, 8 beljaka, 9 sjúkdóm, 10 kögur, 12 þáttur, 13 ungfrú, 14 með óværu í hári, 18 úrgangur. Lóðrétt 1 jarðepli, 2 mikil vissa, 3 tekur sundur, 4 handlegg, 5 kollvarpi 11 fjaðrir, 15 sölumiðstöð, 16 skammstöfun, 17 tveir eins. BJÖRK JAKOBSDÓTTIR Er lögð af stað að sigra heiminn með leik- ritið sitt Sellófon. Zürich-búar taka verkinu fagnandi og fyrirhugaðir eru frekari land- vinningar. Sellófon slær í gegn í Sviss LEIKLIST Nýlega var leikrit Bjarkar Jakobsdóttur frumsýnt í Zürich í Sviss og er óhætt að segja að við- tökur þessarar nýjustu útflutn- ingsvöru Íslendinga, það er leik- ritaskrifum, fari fram úr björt- ustu vonum. Daniele Mucionico skrifar afar lofsamlega dóma í dagblaðið Neue Zürcher Zeitung. Hún talar um höfundinn sem Björk aðra (“Björk die Zweite“) og er afar hrifin. Lofar þetta góðu um áframhaldið en fyrirhugaðir eru frekari landvinningar víða um heim – meðal annars er nú verið að æfa verkið í Madríd en þar fer þekkt leikkona, sem meðal annars hefur gert garðinn frægan í kvik- myndum Almódóvars, með eina hlutverk verksins. ■ 1 6 8 10 11 12 13 14 1615 18 17 2 3 4 7 9 5 Lausn: Lárétt:1kollar, 6afi,7rú,8rum,9ms, 10traf, 12atriði,13fr, 14lúsugt, 18hrat. Lóðrétt:1kartafla, 2ofurtrú, 3limar4 arm,5rústi,11fiður, 15sh,16ga17tt. Skyndilega, á endasprettinum... SÆUNN STEFÁNSDÓTTIR „Ég gekk til liðs við flokkinn um áramótin í aðdraganda kosninganna og er hluti af þeim hópi ungs fólks sem er að láta að sér kveða innan Framsóknarflokksins.“ Þingmaður dansar í Borgarleikhúsinu EVA MARÍA JÓNSDÓTTIR Ókunnugt fólk hittist á biðstöð strætisvagna. PÉTUR BLÖNDAL Lítur á dans sem líkamsrækt. ■ Veistu svarið? Svör við spurningum á bls. 6 1. 2. 3. Þorsteinn Már Baldvinsson. Í Evian í Frakklandi. Engill í Vesturbænum. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T FR ÉT TA B LA Ð IÐ /B IL LI FRÉTTAB LAÐ IÐ /RÓ B ERT

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.