Fréttablaðið - 04.06.2003, Blaðsíða 35

Fréttablaðið - 04.06.2003, Blaðsíða 35
MIÐVIKUDAGUR 4. júní 2003 ■ DANS 15 DANS Um miðjan maí var opnuð milonga (tangóklúbbur) á Caffé Kulture í Alþjóðahúsinu. „Milonga er alþjóðlegt heiti á tangódansstað þar sem fólk kem- ur til að dansa tangó. Þetta er opið öllum og getur fólk komið eitt eða með öðrum, eins og hverjum hent- ar. Leiknar eru syrpur af tangó, milonga og vals og stöku sinnum má heyra salsa og swing,“ segir Bryndís Halldórsdóttir. „Milonga- hefðin kemur frá Argentínu og er alltaf spilaður og dansaður argentínskur tangó í 3-5 laga syrpum. Eftir hverja syrpu er svo boðið upp í dans að nýju, með nýj- um dansfélaga.“ Bryndís segir að nú séu starf- ræktar mjög vinsælar milongur í allri Evrópu, Bandaríkjunum og auðvitað í heimalandinu tangós- ins, Argentínu, einkum í Buenos Aires. „Milonga á Caffé Kulture er diskótek, þar er leikið er af geisladiskum í hefðbundnum syrpum eins og gert er í heima- landinu. Í Buenos Aires er ein- göngu boðið upp með augnagoti og aldrei að vita nema þær hefðir séu einnig í hávegum hafðar á Caffé Kulture,“ segir Bryndís hlæjandi. Í júní er stefnt að því að bjóða þeim sem hafa ekki lært tangó upp á opinn tíma áður en dansinn hefst. Upplýsingar og auglýsingar eru á www.tango.is. Milongan er skipulögð af tangóklúbbnum tango.is í samvinnu við Caffé Kulture og Alþjóðahúsið. Þess má geta að nokkrir félagar úr Tango.is komu nýlega heim úr vel heppnaðri ferð til Buenos Aires. Milongan í Alþjóðahúsinu er opin öll miðvikudagskvöld kl. 21 til 24. Aðgangur er ókeypis og eru allir velkomnir. ■  Steinunn Marteinsdóttir er með sýningu á Hulduhólum í Mosfellsbæ. Þar sýnir hún málverk og verk úr leir.  Eggert Pétursson sýnir í galleríinu i8 við Klapparstíg.  Útskriftarsýning myndlistar- og hönnunarnemenda Listaháskóla Íslands stendur nú yfir í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsinu.  Í Gerðarsafni í Kópavogi stendur yfir yfirlitssýning á verkum Gerðar Helga- dóttur.  Gunnar Karl Gunnlaugsson sýnir ljósmyndir af um það bil 60 brúm á þjóðvegi 1 í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi.  Málverkasýning eftir Stefán Berg Rafnsson stendur yfir á Kránni, Lauga- vegi 73.  Fimmta alþingiskosningasýning Kristjáns Guðmundssonar stendur í Slunkaríki á Ísafirði. Að þessu sinni er Kristján með grafíkmyndir í farteski sínu.  Birgir Rafn Friðriksson sýnir á Næsta bar við Ingólfsstræti í Reykjavík. Sýningin heitir Portret x og stendur til 7. júní.  Jóna Þorvaldsdóttir sýnir átta svart- hvítar ljósmyndir á Mokka við Skóla- vörðustíg. Myndirnar eru teknar í Sló- veníu, Bandaríkjunum, Portúgal og á Kúbu á árunum 2000 til 2002.  Inger Helene Bóasson sýnir svart- hvítar ljósmyndir í Vínbarnum. Myndirn- ar kallar hún landslag líkamans.  Sýningin Handritin stendur yfir í Þjóðmenningarhúsinu. Sýningin er á vegum Stofnunar Árna Magnússonar. Einnig er þar sýning sem nefnist Íslandsmynd í mótun - áfangar í kortagerð. Upplýsingar um viðburði og sýningar sendist á hvar@frettabladid.is ekki síðar en sólarhring fyrir birtingu. Milonga á Caffe Kulture DJÚPUR TANGÓ Ekki er nauðsynlegt að koma með dans- félaga á tangókvöld, en boðið er upp í dans- inn með augnagot- um. FRÉTTAB LAÐ IÐ /B ILLI

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.