Fréttablaðið - 13.11.2003, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 13.11.2003, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Suðurgötu 10, 101 Reykjavík — sími 515 7500 Tónlist 38 Leikhús 38 Myndlist 38 Íþróttir 34 Sjónvarp 40 FIMMTUDAGUR EIGNARHALD FJÖLMIÐLA Polit- ica, félag stjórnmálafræðinema við Há- skóla Íslands, heldur opinn fund um eignarhald á fjölmiðlum í hátíðarsal Há- skóla Íslands í dag. Á meðal gesta eru Gunnar Smári Egilsson, Bogi Ágústsson og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. Fundurinn hefst kl. 12. DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG BLÍÐA HJÁ AKUREYRINGUM Á Akureyri gæti orðið nokkuð bjart og milt. Þyngra yfir Suðurlandinu. Annars er þetta bara frábært veður um land allt. Sjá síðu 6 síðir kjólar ● hárbönd og svitabönd Alsæl í nýjum Henson-galla tíska o.fl. Auður Lilja í Djúpu lauginni: ▲ SÍÐUR 24 & 25 Quaqartoq skemmtilegur bær ferðir o.fl. Freyr Eyjólfsson: ▲SÍÐUR 26 & 28 13. nóvember 2003 – 281. tölublað – 3. árgangur Rickshaw á Nasa í kvöld Richard Scobie: ▲ SÍÐA 36 Nýrómantík og heimsfrægð SPRENGJUÁRÁS Í ÍRAK Að minnsta kosti 25 fórust í sprengjuárásinni og þar á meðal sautján ítalskir hermenn. Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, harmaði árásina. Sjá síðu 2 SPÁIR HRUNI SPRINKLE- NETWORK Mark Ashley Wells segir ásak- anir á hendur sér um hryðjuverk gagnvart sænska píramídanum ekki vera svaraverðar. Hann spáir hruni SprinkleNetwork. Sjá síðu 4 KÍNVERJARNIR YFIRHEYRÐIR Dómyfirheyrslur yfir kínversku stúlkunum tveimur sem komu í fylgd Ástralans á fölsuðum vegabréfum fóru fram í Héraðs- dómi Reykjaness í gær. Ástralinn verður ákærður fyrir ólöglegan flutning fólks á milli landa. Sjá síðu 2 STÓR ORÐ UM VANDA SAUÐ- FJÁRBÆNDA Þingmenn spöruðu ekki stóru orðin þegar þeir ræddu aðgerðir og stefnu í landbúnaðarmálum. Samfylkingar- menn sögðu landbúnaðarráðherra helsta vanda bænda. Sjá síðu 6 ATVINNUMÁL Forsvarsmenn Ís- lenskra aðalverktaka fara ekki dult með áhyggjur sínar af verk- efnastöðu á Suðurnesjum og blasa uppsagnir við á næstu mánuðum og misserum að óbreyttu. Sam- dráttur í starfsemi Varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli bitnar hart á aðalverktökum líkt og öðrum en rúmlega 200 manns vinna hjá fyr- irtækinu á Suðurnesjum. Óttast er að segja þurfi upp að minnsta kosti fjórðungi starfsmanna á næsta ári eða rúmlega 50 manns. Talsmenn Verkalýðs- og sjó- mannafélags Keflavíkur vildu ekk- ert tjá sig um málið. Ekki náðist í Stefán Friðfinnsson, forstjóra ÍAV og Guðmundur Geir Jónsson, for- stöðumaður framkvæmdasviðs fyrirtækisins í Keflavík, sagði verkefnastöðuna góða í bili og ekki væri verið að segja neinum upp þessa dagana. Uppsagnir hjá ÍAV yrðu enn eitt áfallið sem riði yfir Suðurnesjamenn. Tæplega tíundi hluti íslenskra starfsmanna Varn- arliðsins á Keflavík- urflugvelli bíður nú uppsagnarbréfa. „Það er ljóst að við verjumst uppsögnunum ekki, það er grjótharður samdráttur á vellinum,“ sagði Kristján Gunnars- son, formaður Verkalýðs- og sjó- mannafélags Keflavíkur. „En samdrátturinn á vellinum virðist nær eingöngu bitna á Ís- lendingum sem þar starfa en ekki bandarískum ríkisborgurum,“ sagði Kristján. Alls starfa tæplega 900 Íslend- ingar hjá Varnarliðinu á Keflavík- urflugvelli og gera má ráð fyrir að hátt í 700 manns hafi atvinnu sína óbeint af starfsemi þess. Rétt rúmlega 100 starfsmönn- um Varnarliðsins verður sagt upp um næstu mánaðamót. Uppsagnir 90 starfsmanna voru dregnar til baka eftir að verkalýðshreyfingin gerði athugasemdir við fram- kvæmd þeirra. Varnarliðið lýsti þá yfir því, að það vildi fara að lögum en lagði ríka áherslu á að tafir gætu leitt til frekari upp- sagna. Og það virðist nú ætla að koma á daginn. Kristján Gunnarsson segir áhugaleysi ráðamanna gagnvart ástandinu algert. Þingmenn hafi lítið sem ekkert skipt sér af og röraverksmiðja sé það eina sem virðist í pípunum í atvinnuupp- byggingu á svæðinu. „Verksmiðjan virðist hins veg- ar föst í þessum pípum, það heyr- ist lítið af henni. En við þurfum eitthvað stórt inn á þetta svæði,“ sagði Kristján. Fulltrúar verkaýðsfélaganna á Suðurnesjum hafa átt einn sam- ráðsfund með Varnarliðsmönnum vegna atvinnumálanna og annar fundur er boðaður í fyrramálið. the@frettabladid.is VIÐSKIPTI Gengið verður frá niður- færslu hlutafár Norðurljósa um 80% í lok vikunnar. Í framhaldinu mun það verða fært upp aftur með því að breyta skuldum í hlutafé, samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins. Með því munu eigendur sambankaláns fyrirtækisins fara með meirihlutavald innan þess. Grundvallaratriði slíks samkomu- lags liggja fyrir. Kostir Jóns Ólafsson, aðaleig- anda fyrirtækisins, eru ekki margir í stöðunni. Enginn rekstr- argrundvöllur er hjá Norðurljós- um nema að fjármögnun þess verði breytt. Eigendur sambanka- lánsins tryggja hag sinn best með því að fá nýja fjárfesta að félag- inu. Hinn kosturinn er að félagið fari í gjaldþrot og mun Jóni hafa verið gerð grein fyrir því að sú leið yrði farin ef ekki næðist sam- komulag um annað. Við gjaldþrot yrði hlutur Jóns í fyrirtækinu enginn og bankinn myndi líkleg- ast leysa til sín þrotabúið sem meirihlutaeigandi krafna. Breyt- ing á vægi hlutafjár verður ekki gerð nema með samþykki Jóns sem meirihlutaeiganda. Kaupþing-Búnaðarbanki hefur engin áform um að eiga félagið og leitar nú kaupanda. Engir kaup- endur eru hins vegar í sjónmáli enn sem komið er samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Jón Ólafsson vildi ekki tjá sig um mál- ið. ■ Hundrað störf hjá Aðalverktökum í hættu Samdráttur í starfsemi Varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli mun bitna hart á starfsemi Íslenskra aðalverktaka. Að óbreyttu þarf að segja upp fjórðungi starfsmanna fyrirtækisins á Suðurnesjum á næsta ári og koma þær í kjölfar uppsagna rúmlega 100 starfsmanna Varnarliðsins. Hlutafé Norðurljósa verður aukið: Lánardrottnar munu verða meirihlutaeigendur LÖGREGLAN FRELSAR DÆTUR BYSSUMANNS Vopnaður maður hélt sjö ungum dætrum sínum og einni konu í gíslingu í íbúð í Dallas í Bandaríkjunum í gær. Sérsveit lögregunnar um- kringdi húsið og sat um það í níu klukkustundir áður en hún réðst til atlögu og skaut manninn til bana. Breskir foreldrar: Bannað að velja kyn LUNDÚNIR, AP Bresk yfirvöld hafa lagt bann við því að foreldrar noti nútímatækni til að velja kyn ófæd- dra barna sinna. Fyrir rúmu ári síðan fór breska ríkisstjórnin fram á það að Frjóvg- unar- og fósturvísastofnunin færi yfir þetta mál. Stofnunin komst að þeirri niðurstöðu að það skyldi ein- ungis vera heimilt að beita tækn- inni til að komast hjá kynbundum erfðasjúkdómum og heilkennum á borð við dreyrasýki. Úrskurðurinn byggir m.a. á könnun sem sýnir að 80% þjóðarinnar eru á móti því að foreldrar fái að velja kyn barna. ■ ■ Samdrátturinn á vellinum virð- ist nær ein- göngu bitna á Íslendingum sem þar starfa en ekki banda- rískum ríkis- borgurum. M YN D /A P ● íslensk gisting í Columbia Bandaríkin: Umsátur í Dallas DALLAS, AP Vopnaður maður, sem hélt sjö dætrum sínum og einni konu í gíslingu í íbúð í Dallas í gær, var skotinn til bana þegar sérsveit lögreglunnar réðst inn í íbúðina. Maðurinn, sem var 32 ára, hafði áður hleypt gíslunum út en neitaði að gefa sjálfan sig fram. Lögreglan réðst því til atlögu og skaut hann. Áður hafði hann sært fjóra lögreglumenn. Inni í íbúð- inni fundust tveir aðrir menn látn- ir. Síðdegis í gær vildi lögrelgan ekki gefa upp hverjir mennirnir tveir sem fundust látnir voru. Þá lágu heldur ekki fyrir upplýsing- ar um tengsl konunnar við mann- inn. Ekki er vitað hvers vegna maðurinn hélt fólkinu í gíslingu, en málið er í rannsókn. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.