Fréttablaðið - 13.11.2003, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 13.11.2003, Blaðsíða 40
Við gerðum heiðarlega tilrauntil að meika það í útlöndum,“ segir Richard Scobie, söngvari hljómsveitarinnar Rickshaw. Með- limir bandsins, sem náðu hylli landsmanna kringum 1984, hafa nú dustað rykið af hljóðfærunum, gefið út nýjan geisladisk og verða með útgáfutónleika á Nasa í kvöld. „Það er búið að vera mikil eftir- spurn eftir gömlu Rickshaw-efni því það hefur verið ófáanlegt þar sem það var gefið út á vínyl á sín- um tíma. Ég bý úti í Los Angeles en er nú búinn að vera hér á Íslandi um tíma og við töldum því að þetta væri kjörið tækifæri til að setja punktinn yfir i-ið. Á sínum tíma hættum við aldrei formlega og má kannski segja að við séum að því núna.“ En hverjir voru helstu áhrifa- valdar í tónlist Rickshaw: „Ég get ekki talað fyrir hina hljómsveitar- meðlimana en fyrirmyndirnar voru Bítlarnir, Stones og þannig stórkarlar,“ segir Richard þótt út- lit hljómsveitarinnar hafi verið undir sterkum áhrifum nýróman- tíkur og helst minnt á útlit hljóm- sveitarinnar Duran Duran: „Þetta var útlit nýrómantíkurinnar og við skelltum okkur á það.“ Hápunktur tónlistarferils Rickshaw var án efa þegar þeir spiluðu fyrir tæplega 3000 manns á Hippodrome í London árið 1985. En hvað var það að mati Richards sem stóð í vegi fyrir heimsfrægð: „Þetta var heljarinnar ævintýri á sínum tíma. Við lentum í smá- hremmingum með samninga er- lendis. Það tók langan tíma að greiða úr þeim málum og einn meðlimur fór í nám til Danmerkur. Málin þróuðust þá þannig að við lögðum upp laupana,“ segir Ric- hard sem syrgir þó ekki hvernig fór: „Maður var vonsvikinn á sín- um tíma en í dag finnur maður að þetta fór eins og það átti að fara.“ Húsið á Nasa opnar klukkan 21 en Sálin hans Jóns míns, dyggir að- dáendur Rickshaw, sjá um að hita upp mannskapinn. Richard finnur ekki fyrir sviðsskrekk þótt langt sé um liðið: „Við erum vel æfðir og það er kraftur í okkur þannig að ég hlakka bara til.“ ■ 13. nóvember 2003 FIMMTUDAGUR Fréttiraf fólki Riskshaw RICHARD SCOBIE ■ Sálin hitar upp á „come back“ tónleikum Rickshaw á Nasa í kvöld.Heimsfrægðin var á næsta leiti hjá hljómsveitinni þegar hún lagði upp laupana en drengirnir hafa ekki komið saman í fjórtán ár. TÓNLIST Miðasala á tónleika bresku rokksveitarinnar Muse hefjast á morgun. Miðar verða seldir víðs vegar um landið en verslanir Skíf- unnar á höfuðborgarsvæðinu ríða á vaðið og opna klukkustund fyrr en venjulega, eða kl. 9. Miðarnir verða seldir á Laugavegi, í Smára- lind og Kringlunni. Einnig verða seldir miðar í Pennanum-Eymundsson, Akur- eyri, Hljóðhúsinu, Selfossi og Pennanum-Bókabúð Andrésar, Akranesi. Muse-menn eru búnir að vera á stífri tónleikaferð um Evrópu til þess að fylgja eftir hinni geysivin- sælu þriðju breiðskífu þeirra Absolution. Þessa stundina eru fulltrúar hljómsveitarinnar að fara yfir tillögur að íslenskum upphitunarhljómsveitum og verð- ur niðurstaðan kynnt um leið og hún berst. Miðaverð er 4.500 krónur í stæði og 5.500 krónur í stúku. ■ Barði Jóhannsson hefur veriðað gera góða hluti með hljóm- sveit sína Bang Gang undanfarið og meðal annars tryggt henni út- gáfusamninga erlendis. Fyrsta plata sveitarinnar í nokkur ár, Something Wrong, fer vel af stað. Hið rólega Inside, eitt af þremur lögum sem Esther Talía Casey syngur með mikilli prýði, gefur tóninn. Næsta lag, Follow, er eitt það besta á plötunni. Flott, seiðandi lag í Air-stílnum með fal- legu píanóstefi. Áhrif frá Massive Attack má greina í titillaginu, Something Wrong, en stemningin er nokkuð léttari í It’s alright, ákaf- lega fallegu kassagítarlagi. Daníel Ágúst Haraldsson á sterka inn- komu í In the Morning auk þess sem útfærslan á Stop in the Name of Love er prýðileg. Annars er erfitt að taka ein- hver lög út því platan virkar mjög vel sem ein heild. Hún hefur yfir sér gamaldags yfirbragð og ein- nig nokkuð þunglyndislegt sem gerir útkomuna afslappaða og þægilega. Umslagið er gott dæmi um þessar áherslur. Þrátt fyrir titilinn er í raun ekki hægt að finna neitt að Some- thing Wrong. Þetta er virkilega vönduð og góð plata og ljóst að það er engin tilviljun að útlend- ingar hafa áhuga á Bang Gang. Freyr Bjarnason Umfjölluntónlist BANG GANG: Something Wrong Ekkert að B eibið Britney Spears roðnaði víst mikið er hún var spurð á MTV út í nýja lagið sitt Touch of my Hand sem fjallar um sjálfs- fróun. „Þetta er viðkvæmt mál- efni. Ég get farið í hljóðver og sungið um það en þegar ég þarf að útskýra það líður mér skringi- lega. En þetta er jákvætt mál og heilbrigt og ég held að raunveru- leikinn sé svona,“ sagði Britney um sjálfsfró- unina. Nýrómantík og heimsfrægð RICHARD SCOBIE Söngvari hljómsveitarinnar Rickshaw býr nú í Los Angeles þar sem hann semur tónlist fyrir sjónvarp og kvikmyndir. RICKSHAW Svona litu þeir út fyrir fjórtán árum undir sterk- um áhrifum nýrómantíkur. ■ TÓINLIST Miðasala hefst á morgun MUSE Miðasala á Muse-tónleikana hefst í fyrramálið. Selt verður á höfuðborgar- svæðinu, Akranesi, Selfossi og Akureyri.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.