Fréttablaðið - 13.11.2003, Blaðsíða 21
Minnstum fjármunum er variðtil menntunar þeirra sem
starfa í fjölmennustu starfsgrein
Íslands. Hins vegar er um 500
milljónum króna varið árlega úr
ríkissjóði til að reka þrjá skóla á
háskólastigi fyrir eina fámenn-
ustu atvinnugreinina. Hvernig
gengur þetta upp nú á tímum ná-
ins samstarfs atvinnulífs og
skóla?
Flestir Íslendingar sem starfa
á almennum vinnumarkaði vinna
í verslun og viðgerðaþjónustu,
eða um 21.400 manns, sem er um
14% vinnuaflsins, samkvæmt töl-
um Hagstofunnar. Landbúnaður
er hins vegar sú starfsgrein í
flokkun Hagstofunnar þar sem
næstfæstir starfa, eða tæp 4%
vinnuaflsins. Landbúnaðarhá-
skólarnir eru þrír, á Hólum, á
Hvanneyri og í Hveragerði og er
rekstur þeirra allur til mikillar
fyrirmyndar. Hins vegar skýtur
það skökku við að yfirvöld
fræðslumála sýni því engan
skilning þegar verslunarfyrir-
tæki og samtök þeirra leita sam-
an eftir stuðningi stjórnvalda til
að efla starfsfræðslu fyrir þann
mikla fjölda sem starfar í versl-
un.
Fyrirtækin reka eigin skóla
Stærstu verslunarfyrirtæki
landsins reka sjálf mjög öfluga
fræðslustarfsemi innan sinna
eigin vébanda til að leysa úr
þessari brýnu þörf. Nýlega var
stofnaður Sam-
kaupsskólinn og
fyrir var Húsa-
s m i ð j u s k ó l i n n ,
Baugsskólinn og
Essóskólinn svo
einhverjir séu
nefndir. Þessir
skólar eru allir
stofnaðir vegna
þess að starfs-
greinin hefur mjög
brýna þörf fyrir
sérmenntað starfs-
fólk innan greinar-
innar. Miklar kröf-
ur eru til dæmis
gerðar til þess að
starfsmenn versl-
ana hafi góða
þekkingu á innhaldi og eiginleik-
um vörunnar sem seld er, nauð-
synlegt er fyrir verslanir að hafa
sérmenntað fólk í stjórnun á inn-
kaupum, birgðahaldi og vöru-
stjórnun því þar er um að ræða
verulega stóra kostnaðarliði. Þá
má nefna upplýsingatækni, upp-
röðun og hönnun, þjónustustjórn-
un, stjórnun á markaðsmálum,
öryggisstjórnun og rýrnun auk
margra fleiri sérsviða. Miklir
framamöguleikar eru í verslun-
um fyrir fólk sem hefur tiltekna
menntun og metnað til frama inn-
an greinarinnar. En til að hægt sé
að búa til slíka hæfni er nauðsyn-
legt að fram fari menntun og
starfsþjálfun samtímis, eins kon-
ar „iðnmenntun verslunarfólks“.
Diplómanám í verslunar-
stjórnun
Næsta vor verður útskrifaður
fyrsti hópur þeirra sem stundað
hafa Diplómanám í verslunar-
stjórnun. Um er að ræða tveggja
ára starfstengt fjarnám sem
kennt er við Viðskiptaháskólann
að Bifröst (VB). Náminu var
hrundið af stað að frumkvæði
verslanafyrirtækjanna sjálfra og
mótað í einu og öllu af þeim og
SVÞ – Samtökum verslunar og
þjónustu, í samstarfi við fulltrúa
launþegasamtaka og VB. Til að
koma náminu af stað voru fengn-
ir styrkir úr Starfsmenntasjóði
verslunar- og skrifstofufólks og
Starfsmenntasjóði í félagsmála-
ráðuneytinu. Nú er staðan sú að
færri komast að en vilja í versl-
unarstjóranámið og fyrirtækin
hafa miklar væntingar til þess.
Þetta nám er dæmi um að versl-
anirnar og samtök þeirra leystu
sjálf úr brýnni menntunarþörf og
mótuðu það sjálf enda virðist ár-
angurinn ætla að verða í sam-
ræmi við það.
Afstaða stjórnvalda óskilj-
anleg
SVÞ og fulltrúar stærstu versl-
unarfyrirtækjanna hafa óskað eft-
ir því við menntamálaráðuneytið
að hafinn verði undirbúningur að
skipulegri starfsfræðslu fyrir al-
menna starfsmenn verslana. Því
erindi var hafnað. Þessi afstaða er
óskiljanleg í ljósi þess að mikil
menntunarþörf er til staðar í
greininni og stjórnendur fyrir-
tækjanna ásamt fulltrúum sam-
taka verslunarmanna hvetja til
slíkrar menntunar. Önnur veiga-
mikil rök eru þau að mikill fjöldi
þeirra námsmanna sem ekki ljúka
formlegri framhaldsmenntun,
flosna upp úr námi eins og sagt er,
fara til starfa í verslunum. Með
því að koma upp „iðnmenntun
verslunarmanna“ væri þessum
mikla fjölda veitt annað tækifæri
til náms. Gera má ráð fyrir að
þessi hópur telji allt að 5000
manns. Þetta viðamikla verkefni
geta fyrirtækin ekki framkvæmt
ein og sér án aðkomu menntayfir-
valda. Þarna liggur mannauður
sem þjóðfélagið hefur ekki efni á
að vannýta en mikilvægt er að fái
aðeins loft undir vængina til að
komast áfram í lífinu.
Hin nýstofnaða Fræðslumið-
stöð atvinnulífsins ehf., sem hefur
það hlutverk að ná til ófaglærðra
á vinnumarkaði, hefur nú tekið að
sér að vinna málinu framgang og
eru miklar vonir bundnar við það.
Það breytir því þó ekki að þörf er
á stuðningi frá yfirvöldum
menntamála. ■
21FIMMTUDAGUR 13. nóvember 2003
■
SVÞ og fulltrúar
stærstu versl-
unarfyrirtækj-
anna hafa ósk-
að eftir því við
menntamála-
ráðuneytið að
hafinn verði
undirbúningur
að skipulegri
starfsfræðslu
fyrir almenna
starfsmenn
verslana. Því
erindi var hafn-
að.
Umræðan
EMIL B.
KARLSSON
■
skrifar um starfsnám
verslunarmanna.
Öfugar áherslur í starfsnámi