Fréttablaðið - 13.11.2003, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 13.11.2003, Blaðsíða 22
22 13. nóvember 2003 FIMMTUDAGUR ■ Andlát ■ Jarðarfarir Þennan dag árið 1974 hélt KarenGay Silkwood af stað akandi á bifreið sinni til að afhenda blaða- manni við New York Times gögn um misfellur í starfsemi kjarn- orkuvers í Oklahoma, þar sem hún starfaði. Hún fórst í bílslysi á leiðinni og komst því aldrei á leiðarenda. Gögnin, sem hún ætlaði að af- henda blaðamanninum, fundust ekki í bílnum. Silkwood sagðist hafa fundið sannanir fyrir því geislavirk efni höfðu lekið út og eitthvað af plút- óni var horfið. Hún hafði sjálf ein- nig orðið fyrir geislamengun oftar en einu sinni vegna óhappa í ver- inu. Þegar hún skýrði stjórnendum fyrirtækisins frá þessu talaði hún fyrir daufum eyrum og ákvað því að leita til fjölmiðla. Við krufningu var staðfest að hún hafði orðið fyrir geislameng- un. Einnig fannst svefnlyf í blóði hennar. Við málaferli gegn fyrirtækinu eftir dauða hennar var því haldið fram að gallar hafi verið í fram- leiðslunni, skjöl hafi verið fölsuð og öryggi starfsmanna stofnað í hættu. Kjarnorkuverinu var á endan- um lokað, en réttarhöldunum lauk með samkomulagi án þess að fyr- irtækið viðurkenndi ábyrgð. ■ Ég ætla nú ekki að hafa mikiðumfangs enda ekkert stóraf- mæli,“ segir Áslaug Brynjólfs- dóttir, fyrrum fræðslustjóri, sem í dag er sjötíu og eins árs. Áslaug hélt upp á sjötugsaf- mælið sitt í fyrra og stakk þá af til Hawaii með eiginmanni, Jóhanni Gíslasyni lögfræðingi, systkinum og mökum. „Það var afskaplega gaman og enn skemmtilegra að hafa öll systkinin með,“ segir Ás- laug. Í kvöld á hún von á börnum sín- um og barnabörnum og segist auk þess reikna með að nánustu ætt- ingjar komi við. „Mér finnst ég ekkert eldast sjálf en þegar börn- in og barnabörnin koma þá átta ég mig á að maður er ekkert ung- lamb lengur,“ segir Áslaug hlæj- andi og bætir við að þrátt fyrir að vera komin á eftirlaun þá hafi hún nú ekki alveg sest á helgan stein. „Ég var forseti Delta Kappa Gamma, sem er alþjóðasamtök kvenna í fræðslustörfum, og það fylgdi því ærinn starfi allt þar til í ágúst síðastliðnum. Reyndar er ég enn í nefnd á vegum samtakanna og er nýlega kominn frá Texas. Þrátt fyrir nefndarstörf á veg- um samtakanna hefur róast mjög í kringum Áslaugu. „Mér finnst það alveg dásamlegt að fá frið á morgnana, geta drukkið mitt kaffi, lesið blöðin í rólegheitum og farið í sund og notið þess að eiga tímann fyrir mig. Mér finnst alltaf vera sunnudagur og leiðist aldrei,“ segir hún og bætir við að hún hafi alltaf unnið mikið og kominn sé tími til að njóta lífsins. „Ég þvældist mikið á milli landa með manninum mínum og börnin þegar ég var yngri. Þegar við komum heim áttum við lítið og það var ekkert um annað að ræða en að vinna, en ég fór ekki í Kenn- araskólann fyrr en um fertugt,“ segir Áslaug og kann sannarlega að njóta þess að vera heima. ■ Afmæli ÁSLAUG BRYNJÓLFSDÓTTIR ■ fyrrum fræðslustjóri, á afmæli í dag. Hún á von á börnum og barnabörnum og jafnvel systkinum í kaffi. ■ Þetta gerðist ÚR BÍÓMYNDINNI UM SILKWOOD Meryl Streep fór með aðalhlutverkið í kvik- mynd sem gerð var árið 1983 um baráttu Karenar Silkwood. Baráttukona deyr KOMST ALDREI Á LEIÐARENDA ■ Karen Silkwood, starfsmaður í kjarn- orkustöð í Bandaríkjunum, fórst í bílslysi þegar hún var á leiðinni að hitta blaða- mann frá New York Times. 13. nóvember 1974 Finnst alltaf vera sunnudagur ÁSLAUG BRYNJÓLFSDÓTTIR Hún nýtur þess að vera komin á eftirlaun og geta ráðið öllum sínum tíma. 13.00 Helga Benediktsdóttir Miðengi, Grímsnesi, verður jarðsungin frá Selfosskirkju. 13.30 Hulda Sigurðardóttir Brekkugötu 22, Hafnarfirði, verður jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju. 13.30 Helgi G. Þórðarson verkfræðing- ur verður jarðsunginn frá Víði- staðakirkju í Hafnarfirði 15.00 Gunnhildur Sesselja Jónsdóttir frá Ásgarði, Miðneshreppi, verður jarðsungin frá Safnaðarheimilinu Strandgerði. Loftur Jónsson Hrísmóum 1, Garðabæ, lést mánudaginn 3. nóvember. Sigurlína Davíðsdóttir háskólakennari, 61 árs. Maríanna Friðjónsdóttir upptökustjóri, 50 ára Séra Solveig Lára Guðmundsdóttir, 47 ára. Þorgeir Örlygsson prófessor, 51 árs. ■ Afmæli 1862 Lewis Carroll, sem þá var þrítugur, byrjar að skrifa ævintýri Lísu í Undralandi. 1940 Teiknimyndin Fantasía frá Walt Disney er frumsýnd. 1953 Námsbókanefndin í Indíana í Bandaríkjunum krefst þess að sagan af Hróa Hetti verði fjarlægð af námsefnisskrá ríkisins vegna þess að sagan sé kommúnísk. 1979 Breska dagblaðið The Times kem- ur út á ný eftir nærri árs hlé. 1994 Svíar samþykkja í þjóðaratkvæða- greiðslu að ganga í Evrópusam- bandið. 1998 Bill Clinton, forseti Bandaríkjanna, féllst á að greiða Paulu Jones 850 þúsund dali til þess að felld verði niður réttarhöld gegn honum fyrir kynferðislega áreitni. Fiskbúðin Hafberg Gnoðavogi 44 sími 5888686 Hún á afmæli í dag Hún er 8 ára í dag Glæný Línuýsuflök 490kr/kg

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.