Fréttablaðið - 13.11.2003, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 13.11.2003, Blaðsíða 8
8 13. nóvember 2003 FIMMTUDAGUR Þorskur á þurru „Ég bið hæstvirtan þingmann Jóhann Ársælsson að halda áfram að tala um kvótakerfið í sjávarútvegi. Það skilur þær ræður enginn heldur.“ Guðni Ágústsson var síður en svo sáttur við málflutning þingmannsins í umræðu um land- búnaðarmál. Alþingi 12. nóvember. Ekki benda á mig „Ólíkt háttvirtum þingmanni hef ég aldrei verið og verð aldrei fréttaskýrandi.“ Davíð Oddsson þegar Mörður Árnason vildi skýringar á fréttum um bréf Halldórs Laxness, Gljúfrastein og Hannes Hólmstein Gissurarson. Alþingi 12. nóvember. Frumkvöðlar eða ... „Hvers vegna sýna þessir miklu frumkvöðlar ekki hvað í þeim býr með því að skapa eitthvað nýtt.“ Ögmundur Jónasson um Björgólfsfeðga í Búlgar- íu í Fréttablaðinu 12. nóvember. Orðrétt Landssíminn í búlgarskri einkavæðingu: Forstjórinn með fjárfestingarheimild FJÁRFESTING Stjórn Landssíma Ís- lands hefur gefið Brynjólfi Bjarnasyni, forstjóra fyrirtækis- ins, heimild til að vinna að fjár- festingu fyrirtækisins í Búlgaríu. Sem kunnugt er hefur Björgólfur Thor Björgólfsson unnið með öðr- um fjárfestum að kaupum á búl- garska fyrirtækinu. Eva Magnús- dóttir, kynningarfulltrúi Símans ,segir þetta gert í tengslum við fyrirtæki Björgólfs Thors. „Til þess að koma að uppbyggingu á nýju fjarskiptaneti og nýta þekk- ingu sem er innan Símans.“ Ekki er enn ljóst hvort af þessu verður þar sem kaupin á búlgars- ka símafyrirtækinu hafa mætt pólitískri mótstöðu. Fullur vilji er af hálfu Símans og Björgólfs Thors að taka þátt í þessum kaup- um. Síminn mun bæði leggja fram tækniþekkingu og fjármuni, verði af þessum kaupum. Eva segir fyr- irtækið eins og önnur fyrirtæki leita vaxtartækifæra og þetta sé liður í slíku. Íslensk fyrirtæki með lítil vaxtartækifæri innanlands hafa í vaxandi mæli leitað tækifæra til stækkunar í útlöndum. ■ Nýskráningar líftækni- fyrirtækja aukast Nýskráningar líftæknifyrirtækja á markaði hafa ekki verið meiri í þrjú ár. Greinin er áhættusöm en útlitið er bjartar nú en um langt skeið. Bréf deCode genetics hafa hækkaðu um 300% á árinu. LÍFTÆKNI Vísitala líftæknifyrir- tækja hefur hækkað um 39% á þessu ári. Gengi bréfa deCode hefur á sama tímabili hækkað um 300%. Gengi fyrirtækisins var tveir dollarar á hlut, en komst yfir átta dollara á hlut í byrjun þessar- ar viku. Í frétt Financial Times á mánudag er greint frá fjölgun frumútboða líftæknifyrirtækja á markaði. Fjöldi þeirra sló þriggja ára met í síðasta mánuði þegar slík fyrirtæki öfluðu 289 milljóna dollara í slíkum útboðum. „Það hefur verið að birta, en það er samt mikil óvissa á þessum markaði,“ segir Jón Ingi Bene- diktsson, framkvæmdastjóri Líf- tæknisjóðsins. Hann leggur áher- slu á að mikil áhætta sé í þessum geira. „Það eru nýskráningar á markaði og félög eru að rétta úr kútnum.“ Stærsta eign Líftæknisjóðsins er líftæknifyrirtækið Biostratum en markmiðið hefur verið að skrá félagið þegar skilyrði skapast fyr- ir slíkt. Jón Ingi segir erfitt að segja til um hvenær skilyrði skap- ast fyrir skráningu þess fyrirtæk- is. „Þetta er rétt að opnast. Menn fylgjast með því hvernig þessi fé- lög koma út sem hafa farið á mark- að. Sum hafa farið upp eftir skrán- ingu og önnur hafa farið niður.“ Greiningardeild Kaupþings Búnaðarbanka segir fjárfesta nú krefjast meiri afsláttar af gengi líftæknifyrirtækja sem nú fara á markað, en áður var. Einnig sé meiri áhugi á þeim fyrirtækjum sem eru komin lengra í rannsókn- ar- og þróunarvinnu, þar sem styt- tra sé í að fyrirtækin fari að skila hagnaði. Dæmi um slík félög eru Genitope sem hefur hækkaðu um tæp 40% frá skráningu í síðasta mánuði og Myogen sem hækkaði um 8%. Önnur fyrirtæki hafa ekki átt slíku láni að fagna. Fyrirtækin NitroMed og Pharmion fóru á markað í síðust viku. Það fyrr- nefnda hefur lækkað um 19% frá þeim tíma og hið síðarnefnda um 7,1%. Líftæknigeirinn fór illa út úr lækkunum eftir að hámarki var náð í ársbyrjun árið 2000. Jón Ingi segir marga fjárfesta brennda eft- ir þær lækkanir. Því þurfi greinin að jákvæðum fréttum að halda svo brúnin fari verulega að lyftast. Hins vegar sé tvímælalaust bjart- ara yfir nú. haflidi@frettabladid.is Vopnafjörður: Sekt fyrir vanrækslu KAUPHÖLLIN Vopnafjarðarhrepp- ur þarf að greiða Kauphöll Ís- lands 250 þúsund krónur fyrir að brjóta gegn reglum um upp- lýsingaskyldu. Samkvæmt reglum um upp- lýsingaskyldu ber sveitarfélög- um sem hafa skráð verðbréf í Kauphöllinni að skila Kauphöll- inni ársreikningi um leið og hann hefur verið samþykktur af sveitarstjórn og eigi síðar en 1. júní. Vopnfirðingar uppfylltu ekki þessar reglur og ákvað Kauphöllin að beita heimildum til févíta. ■ Gljúfrasteinn: Sumu svarað öðru ekki STJÓRNMÁL Davíð Oddsson forsæt- isráðherra svaraði skilvíslega skriflegum spurningum Marðar Á r n a s o n a r, þ i n g m a n n s Samfylkingar, um Gljúfra- stein, bækur og skjöl Hall- dórs Laxness en lét ósvarað spurningunni sem Mörður bætti við úr ræðustól. Sú spurning sneri að því hvort a u g l ý s t a r hefðu verið kynnisferðir í Gljúfra- stein fyrir almenning eins og þá sem Hannes Hólmsteinn Gissurar- son hefði farið í, með leyfi forsæt- isráðherra eins og Mörður taldi. Davíð sagðist svara fyrirspurninni „en leiði annað hjá mér“. Stefnt er að því að safn um Halldór Laxness opni í ágúst á næsta ári. ■ Flugi aflýst: Ölvaðir flugmenn LUNDÚNIR, AP Tveir flugmenn bres- ka flugfélagsins British Airways voru handteknir á Gardemoen- flugvellinum í Noregi grunaðir um ölvun. Mennirnir áttu að fljú- ga með farþega frá Ósló til Lund- úna en fluginu var aflýst. Flugfé- lagið hefur vikið báðum mönnun- um tímabundið frá störfum og hafið rannsókn á málinu. Norsku lögreglan stöðvaði flugmennina eftir að hafa fengið vísbendingu frá ótilgreindum að- ila. Að sögn lögreglunnar voru mennirnir greinilega undir áhrif- um áfengis. Mæling á áfengis- magni í blóði þeirra staðfesti þetta. Auk þess að missa vinnuna eiga flugmennirnir yfir höfði sér fangelsisdóma og sektir verði þeir fundnir sekir. ■ Rafmagnsbrunar: Oftast út fá eldavélum BRUNAR Eignartjón af völdum raf- magnsbruna er talið nema allt að 600 milljónum króna, að því er fram kemur í skýrslu Löggilding- arstofu yfir bruna og slys árið 2002. Í skýrslunni kemur fram að hátt í helmingur rafmagnsbruna á heimilum sé vegna eldavéla. Allir þeir brunar voru að völdum rangrar notkunar. Önnur raf- magnstæki komu sjaldnar við sögu en algengust þeirra voru, þvottavélar, sjónvörp, lausir lampar. Síðastliðinn áratug urðu að meðaltali 0,3 banaslys vegna raf- magns ár hvert, en ekkert banaslys var á síðasta ári vegna þessa. 80 prósent slysanna urðu vegna mannlegra mistaka. ■ AÐEINS ALSÍRSKT Alsírska þíngið samþykkti bann við inn- flutningi áfengra drykkja. Innlend fram- leiðsla verður því eingöngu í boði fyrir þann litla hluta landsmanna sem má neyta áfengis. Alsírska þingið: Áfengisbann ALSÍR, AP Neðri deild alsírska lög- gjafarþingsins samþykkti frum- varp sem felur í sér bann við inn- flutningi á áfengum drykkjum. Bannið tekur gildi um næstu ára- mót, að því gefnu að efri deild þingsins og stjórnarskrárnefnd Alsírs leggi blessun sína yfir frumvarpið. Meirihluti Alsíringa er íslams- trúar og þeir neyta því ekki áfeng- is af trúarlegum ástæðum. Engu að síður reka stjórnvöld víngerð og flytja meðal annars út afurð- irnar. Fjármálaráðherra Alsírs, Abdelatif Benachenhou, segist óttast að bann við innflutningi áfengis til Alsír, gæti haft í för með sér að aðrar þjóðir bönnuðu innflutning á alsírskum vínum. ■ ÍRAK Paul Bremer, landstjóri Bandaríkjamanna í Írak, var í fyrradag kallaður heim til Banda- ríkjanna í skyndi til viðræðna við embættismenn um ástandið í Írak eftir blóðugustu viku Íraksstríðs- ins til þessa. Bremer hitti meðal annars Col- in Powell utanríkisráðherra, Don- ald Rumsfeld varnarmálaráð- herra og Condoleezzu Rice örygg- ismálaráðgjafa og mun m.a. hafa verið rætt um að skipa nýjan leið- toga til þess að stýra Írak tíma- bundið fram að fyrirhuguðum kosningum, líkt og gert var í Afganistan. Vegna heimkvaðningarinnar var fyrirhuguðum fundi Bremers með Leszek Miller, forsætisráð- herra Póllands, aflýst, en Miller hefur dvalið í Írak síðustu daga og notaði m.a. tækifærið til að votta föllnum landa sínum, Hieronim Kupczyk liðsforingja, sem fyrstur pólskra hermanna féll í átökunum í Írak, virðingu sína. Miller sagði í ávarpi til hermannanna að þátt- taka Pólverja í uppbyggingunni í Írak væri nauðsynleg en hún væri um leið kostnaðarsöm, sársauka- full og ennþá misskilin af mörg- um. ■ BREMER Í WASHINGTON Paul Bremer, landstjóri Bandaríkjamanna í Írak, ásamt öryggisvörðum á leið til fundar við bandaríska embættismenn í Hvíta hús- inu. Bremer kallaður heim frá Írak: Rætt um að skipa leiðtoga ÚTRÁS HJÁ SÍMANUM Stjórn Landssímans hefur veitt forstjóran- um, Brynjólfi Bjarnasyni, heimild til að vinna að þátttöku fyrirtækisins í einkvæð- ingu systurfyrirtækis í Búlgaríu í samvinnu við Björgólf Thor Björgólfsson. BJARTARA YFIR Líftækniiðnaðurinn hefur mátt þola mikið mótlæti. Íslensk erfðagreining þurfti að segja upp fólki. Bréf móðurfélags þess hafa hækkað mikið að undaförnu og bjartara er yfir greininni nú en verið hefur um langt skeið Þóun gengis deCode genetics og vísitölu líftæknifyrirtækja á Nasdaq frá áramótum. Mikil hækkun hefur verið á gengi deCode síðustu vikurnar VÍSITALA LÍFTÆKNI- FYRIRTÆKJA Á NASDAQ GENGI DEDODE GENETICS Minni hagnaður Símans: Auðgunarbrot í uppgjöri UPPGJÖR Hagnaður samstæðu Landssíma Íslands hf. fyrstu níu mánuði ársins 2003 nam 1.615 milljónum króna samanborið við 1.779 milljónir fyrir sama tímabil í fyrra. Rekstrarhagnaður sam- stæðunnar fyrir afskriftir eykst um 210 milljónir á tímabilinu, er 5,4 milljarðar eða 40% af rekstr- artekjum. Arðsemi eiginfjár var 14,6% en var 16,6% á sama tíma- bili í fyrra. Framkomin áhrif vegna auðg- unarbrots hjá félaginu, 261 millj- ónir króna, hafa verið metin við gerð árshlutareikningsins. ■ SAUÐARKRÓKUR Eldur kviknaði út frá sjónvarpi í einbýlis- húsi í lok síðasta mánaðar. DAVÍÐ ODDSSON Svaraði fyrirspurninni en ekki viðbótinni. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.