Fréttablaðið - 13.11.2003, Blaðsíða 41

Fréttablaðið - 13.11.2003, Blaðsíða 41
37FIMMTUDAGUR 13. nóvember 2003 Fótboltakappinn David Beck-ham hefur verið kjörinn mesta goð dægurmenningarinnar fyrr og síðar af áhorfendum tón- listarstöðvarinnar VH1. Madonna lenti í öðru sæti og kóngurinn sjálfur Elvis Presley í því þriðja, rétt á undan Bítlun- um. Snobbkryddið Victoria, eig- inkona Beck- ham, lenti í 31. sæti. Oasis ætla að taka upp nýjaplötu snemma á næsta ári. Upptökustjórar verða meðlimir hljóm- sveitar- innar Death in Vegas, Tim Holmes og Richard Fe- arless. Búið er að semja 13 lög fyrir plötuna. Sex eru eftir Liam Gallag- her, fimm eftir bróðir hans Noel og tvö eftir Gem Archer. Leikkonan Catherine Zeta-Jo-nes harðneitar að hafa stuðst við Atkins-megr- unarkúrinn til að losna svo snöggt við kíló- in sem hún bætti á sig áður en hún eignaðist annað barn sitt. Hefur hún beð- ið lög- fræð- inga sína um að engin umfjöllun þess efnis verði í fjölmiðlum framar. Atkins-kúrinn er mjög umdeildur og vill Zeta ekki að aðdáendur hennar fari að apa eftir sér. Hljómsveitin Radiohead hefurtekið að sér að stjórna út- varpsstöð BBC, 6 Music, dagana 22.-28. desember. Sveitin fær að velja alla þá tón- list sem verður spiluð á stöðinni á þessu tímabili og sjá almennt um alla dagskrár- gerð. Hver með- limur sveitarinn- ar mun sjá um takkana í einn dag. Þangað til verður Radiohead á tónleikaferðalagi um Evrópu sem hófst í Þýskalandi á mánu- dag. ■ TÓNLIST Íslenska raftónlistarsveitinGusgus þeytist nú á milli staða í Evrópu með bresku rafsveitinni Moloko. Gusgus-plötusnúðarnir President Bongo og Buckmaster eru svo nýkomnir frá Argentínu og Chile þar og þeyttu þeir m.a. skíf- um í Santiago og Buenos Aires. Þar uppgötvuðu plötusnúðarnir sér til mikillar furðu að fótboltaliðið Boca Juniors ber liti sænska fánans af einskærri tilviljun. Moloko og Gusgus halda tón- leika í 16 borgum á núverandi tón- leikaferð. Sveitirnar leika meðal annars fyrir Þjóðverja, Íra, Aust- urríkismenn, Hollendinga og í Kaupmannahöfn á laugardag. Þangað munu líklegast margir for- vitnir Íslendingar leggja leið sína. Eftir að tónleikaferðinni lýkur ætlar Gusgus að hefja vinnu að næstu breiðskífu.■ Gusgus með Moloko URÐUR OG ROISIN MURPHY Það er ekki annað að sjá en að vel fari á milli liðsmanna Moloko og Gusgus. Myndin var tekin í vikunni. Fréttiraf fólki FRUMSÝNDAR UM HELGINA Dómar í erlendum miðlum Elf Internet Movie Database - 7.5 /10 Rottentomatoes.com - 83% = Fersk Entertainment Weekly - B+ Los Angeles Times - 3 1/2 (af fimm) Texas Chainsaw Massacre Internet Movie Database - 6.0 /10 Rottentomatoes.com - 37% = Rotin Entertainment Weekly - C+ Los Angeles Times - 2 stjörnur (af fimm) Deathwatch Internet Movie Database - 5.4 /10 ÁLFUR Úr kvikmyndinni Elf sem frumsýnd er um helgina.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.