Fréttablaðið - 13.11.2003, Blaðsíða 18
Fyrir viku lýsti ég því á þessumstað, hversu Bretar hafa lagt
sig fram um að taka sér tak í
menntamálum undangengin ár.
Strax eftir frækilegan kosninga-
sigur yfir íhaldsmönnum árið
1997 ákvað Verkamannaflokkur-
inn undir forustu Blairs forsætis-
ráðherra að endurskipuleggja
fjármögnun háskólanna um landið
með því að innleiða
hófleg skólagjöld
að ástralskri og ný-
sjálenzkri fyrir-
mynd. Hverjir voru
það, sem riðu á vað-
ið þarna suður frá?
Það voru jafnaðar-
menn, flokksbræð-
ur Blairs í neðra,
eins og Ástralíu og
Nýja-Sjálandi er stundum lýst á
Bretlandi. Íhaldsmennirnir og
frjálslyndir, sem höfðu áður
stjórnað þessum löndum, höfðu
hrært hvorki legg né lið í þessu
skyni, ekki frekar en brezkir
íhaldsmenn.
Nixon í Kína
Hvers vegna ekki? Skýringin
kann að vera sú, að fylgi við
markaðsbúskap meðal íhalds-
manna er misjafnt, því að þeir
eru margir ótæpilega hallir undir
ýmsa sérhagsmuni. Önnur hugs-
anleg skýring er sú, að fólkið í
þessum þrem löndum treysti
jafnaðarmönnum betur en öðrum
til að gera svo gagngera og við-
kvæma skipulagsbreytingu á
menntamálunum af ótta við, að
ella væru rótgróin jafnaðarsjón-
armið látin sigla lönd og leið.
Þessi hugsun er stundum kennd
við Nixon í Kína; þá er átt við
það, að Bandaríkjamenn hefðu
varla treyst öðrum en eitilhörð-
um andstæðingi kommúnista til
að stofna til stjórnmálasambands
við Kína 1972. Eftir þessari reglu
ætti flokkunum tveim, sem hafa
skipzt á um að stjórna Íslandi frá
stofnun lýðveldisins, e.t.v. að
vera betur treystandi en öðrum
til að vinda ofan af vitleysunni í
landbúnaðarmálum (hún birtist
nú m.a. í offramleiðslu afurða,
sem bændur sjálfir kalla banka-
kjöt og ríkiskjöt, eftir því hvort
búskapurinn er á bankaframfæri
eða ríkisins). Það hafa ríkis-
stjórnarflokkarnir þó ekki gert
enn, heldur hafa þeir látið reka á
reiðanum áratug eftir tug, svo að
ekki er reglan um Nixon í Kína
óbrigðul.
Vandinn hér heima
Hvað um það, vandi háskól-
anna hér heima er mikill. Hann
birtist m.a. í því, að útgjöld til
háskóla eru miklu minni hér en í
nálægum löndum. Skv. upplýs-
ingum frá OECD verjum við Ís-
lendingar helmingi minna fé til
háskólamenntunar en gert er
annars staðar um Norðurlönd,
og hafa útgjöld til háskólamála
þó aukizt verulega hér heima
síðan 1995 með tilkomu nýrra
háskóla. Við þyrftum m.ö.o. að
tvöfalda fjárútlát til háskóla til
að standa jafnfætis frændum
okkar á Norðurlöndum. Það
myndi þó ekki duga, því að við
ættum að réttu lagi að verja
meira fé en þeir til menntunar-
mála, af því að aldurssamsetn-
ing mannfjöldans er önnur hér
en þar, svo að hér er tiltölulega
fleira fólk á skólaaldri. Tvöföld-
un útgjalda til háskólamála til
þess eins að standa jafnfætis
Dönum, Finnum, Norðmönnum
og Svíum og þó varla það myndi
kosta röska fimm milljarða
króna á hverju ári. Hvaðan ætti
það fé helzt að koma?
Nú þykknar þráðurinn. Það
virðist vera borin von, að ríkið
reiði fram allt það fé, sem þarf.
Núverandi ríkisstjórn hefur
sýnt það í verki, að henni finnst
fýsilegra að hlaða undir dvín-
andi atvinnuvegi til sjós og lands
og lækka skatta en auka fjár-
framlög til háskóla. Og það virð-
ist ekki mjög líklegt, að önnur
ríkisstjórn myndi treysta sér til
að reiða fram svo mikið fé á einu
bretti eða í áföngum, enda þótt
ríkisstjórnir annarra Norður-
landa telji það ekki eftir sér. Það
er ekki víst, að stóraukin fjár-
veiting ríkisins til háskóla
myndi leysa vanda þeirra til
fulls og til frambúðar, því að
vandinn er ekki fjárhagsvandi
einvörðungu, heldur einnig
skipulagsvandi en þess konar
skipulagsvandi, sem fylgir æv-
inlega miðstjórn og markaðs-
firringu eins og þeirri, sem
markar víðfeðman ríkisrekstur í
heilbrigðis- og menntamálum.
Þess vegna þurfum við Íslend-
ingar að velta fyrir okkur for-
dæmi Breta. Brezka leiðin kann
að henta Íslandi vel og örva
menn til að taka á báðum þáttum
vandans í senn, fjárskortinum
og skipulagsvandanum.
Allra meina bót?
Mér dettur ekki í hug að halda
því fram, að innheimta skóla-
gjalda myndi leysa allan vanda
þeirra háskóla, sem hefur ekki
enn verið veittur kostur á að
fara þá leið. En málið þarfnast
athugunar, því að við óbreytt
ástand verður ekki unað öllu
lengur. Blandaður markaðsbú-
skapur er styrkasta máttarstoð
velferðarríkisins. Menntamál og
heilbrigðismál eru mikilvægari
en svo, að mönnum sé stætt á því
til lengdar að stilla sig um að
beizla markaðsöflin þar eins og
annars staðar, enda þótt ríkið
hafi eftir sem áður lykilhlut-
verki að gegna í heilbrigðis- og
menntamálum. ■
Gjaldþrot Útgáfufélags DV hefurdregið kjör og starfsöryggi blað-
bera fram í dagsljósið. Blaðberar sem
báru út blaðið í október hafa ekki
fengið greidd laun. Samkvæmt regl-
um útgáfufélagsins ættu þeir að fá
laun sín greidd 15. þessa mánaðar eða
eftir þrjá daga. Langflestir annarra
starfsmanna Útgáfufélags DV hafa
fengið greitt fyrir sína vinnu í októ-
ber. Það bendir því margt til að blað-
berararnir einir verði útundan. Það
sem vekur athygli við þetta er að blað-
berarnir unnu vinnu sína þegar Út-
gáfufélag DV var í greiðslustöðvun.
Fyrirtæki sem þannig er ástatt um er
óheimilt að stofna til skuldbindinga
sem það getur ekki staðið við. Því er
heimilt að fresta greiðslum vegna
eldri skulda en óheimilt að stofna til
nýrra. Eins og staðan er í dag virðist
sem blaðberarnir hafi einfaldlega
gleymst, að forsvarsmenn útgáfufé-
lagsins hafi ekki hugsað út í skuld-
bindingar sínar gagnvart þeim. Sam-
kvæmt heimildum Fréttablaðsins
hafa forsvarsmenn Útgáfufélags DV
greitt upp þá vörsluskatta sem voru í
vanskilum þegar félagið fór í gjald-
þrot. Sem kunnugt er eru fram-
kvæmdastjórar og stjórnarmenn
ábyrgir fyrir skilum á þessum skött-
um og eru þung viðurlög við því þegar
þessir skattar eru ógreiddir við gjald-
þrot. Til að komast hjá þessum viður-
lögum þurfa forsvarsmenn fyrir-
tækja að greiða upp skattana sjálfir
eða fá á sig fangelsisdóm ella.
Fyrir einu og hálfu ári fór þáver-
andi útgáfufélag Fréttablaðsins í þrot.
Útgáfuréttur blaðsins var þá seldur
núverandi útgáfufélagi, Frétt ehf.
Kaupverðið var greitt með því að
greiða vangoldin laun til þeirra blað-
bera sem höfðu borið út blaðið. Að-
standendur gamla útgáfufélagsins
fengu engar aðrar greiðslur en þær að
verða ekki valdir að því að blaðberar
sætu eftir launalausir fyrir vinnu
sína.
Þegar fyrrum aðstandendur Út-
gáfufélags DV átta sig á stöðu mála er
ekki ólíklegt að þeir bregðist við með
svipuðum hætti. Það er ekki síður
mikilvægt fyrir þá að gera upp við
blaðberana en skattinn. Það liggja
engin sérstök formleg viðurlög við því
að greiða blaðberum ekki laun fyrir
vinnu sína öfugt við það sem gildir um
þá sem svíkja ríkið um sinn hlut af
launagreiðslum og öðrum viðskiptum
fyrirtækja. En það er þungt að bera þá
sök að hafa svikið blaðbera, sem oft
eru börn og unglingar, um laun fyrir
sína fyrstu vinnu. Ef þeir fjármunir
hafa fundist sem dugað hafa til að
greiða upp vörsluskatta hljóta for-
svarsmenn Útgáfufélags DV að finna
fé til að greiða blaðberunum.
Þessi staða fyrrum blaðbera DV
hafa dregið kjör blaðbera almennt í
kastljósið. Frétt, útgáfufélag Frétta-
blaðsins og DV, er með um 1200 blað-
bera í vinnu. Það eitt segir að kjör
þeirra og aðbúnaður er viðunandi og
sambærilegur við það sem gerist hjá
öðrum blöðum. Nokkur fjöldi fyrri
blaðbera DV hafa fengið vinnu hjá
Frétt og þeim mun fjölga á næstu vik-
um. Það breytir því ekki að fyrra út-
gáfufélag blaðsins braut á þeim rétt. ■
Michael Howard, nýkjörinnleiðtogi breska Íhaldsflokks-
ins, blés ótrauður til sóknar gegn
Tony Blair forsætisráðherra í
fyrstu ræðu sinni sem leiðtogi
stjórnarandstöðu í breska þinginu
í vikunni. Howard notaði tækifær-
ið og rifjaði upp fortíð forsætis-
ráðherrans en á árum áður þótti
ráðherrann mun vinstrisinnaðri
en nú. Howard minnti þingheim
meðal annars á það, að á árum
áður hefði Blair verið efasemdar-
maður um náið samband við
Evrópu og hefði jafnframt oft-
sinnis ráðist í ummælum sínum
gegn Bandaríkjastjórn sem hann
hélt þá fram að kostuðu og stuðl-
uðu beint að hryðjuverkum um
víða veröld. Blair er sem kunnugt
er einn helsti bandamaður Banda-
ríkjastjórnar nú um stundir í bar-
áttu hennar gegn hryðjuverkum.
Sjálfsöruggur í ræðustól
Mikil stemmning var í þingsal í
aðdraganda ræðunnar, líkt og
kappleikur væru í uppsiglingu.
Mikil fagnaðarlæti urðu í röðum
íhaldsmanna þegar Howard steig
í ræðustól og stóð þar með í fyrs-
ta skipti í tíu ár gegnt Tony Blair.
Howard gagnrýndi m.a. ríkis-
stjórnina fyrir hækkandi stjórn-
sýslukostnað og vék að mikilli
skattbyrði. Þótti framkoma og
málflutningur Howards einkenn-
ast af miklu sjálfstrausti og ör-
yggi. Forveri hans, Ian Duncan
Smith, þótti aftur á móti hikandi
og tafsandi í málflutningi sínum.
Skeytin flugu
Skeytin flugu á milli Tony Bla-
irs og Howards, í anda breskrar
þinghefðar með tilheyrandi púum
og fagnaðarlátum, og snerist deil-
an einkum um fortíðina. Í einu
skeytinu lýsti Blair því yfir að
hann væri ánægður með tilkomu
Michael Howards og sagðist telja
„mikla ástæðu til að bjóða hann
velkominn til nýrra starfa,“ og að
það væri jafnframt „einkar
ánægjulegt að maður sem hefði
verið settur af í tíð síðustu Íhalds-
stjórnar skyldi nú fá annað tæki-
færi í tíð stjórnar Verkamanna-
flokksins.“ Jafnframt lýsti Blair
því yfir, ekki síst í ljósi umræð-
unnar og aðdróttana Howards
sem snerust aðallega um fortíð-
ina, að Howard væri ekki einung-
is „fulltrúi fortíðarinnar heldur
myndi hann jafnframt draga land-
ið til fortíðar“ ef hann fengi að
ráða. „Sama gamla fólkið,“ sagði
Blair, „sama gamla stefnan og
sömu gömlu íhaldsmennirnir.“ ■
Mín skoðun
GUNNAR SMÁRI EGILSSON
■ skrifar um kjör og starfsöryggi
blaðbera.
Úti í heimi
■ Michael Howard er byrjaður að
láta að sér kveða sem leiðtogi
Íhaldsflokksins.
18 13. nóvember 2003 FIMMTUDAGUR
Útgáfufélag: Frétt ehf.
Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson
Fréttastjóri: Sigurjón M. Egilsson
Ritstjórnarfulltrúar: Reynir Traustason
og Steinunn Stefánsdóttir
Auglýsingastjóri: Þórmundur Bergsson
Ritstjórn, auglýsingar og dreifing:
Suðurgötu 10, 101 Reykjavík
Aðalsími: 515 75 00
Símbréf á fréttadeild: 515 75 06
Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is
Rafpóstur auglýsingadeildar:
auglysingar@frettabladid.is
Setning og umbrot: Frétt ehf.
Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja ehf.
Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuð-
borgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er
hægt að fá blaðið í völdum verslunum á lands-
byggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu
sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði.
Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni
blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum
án endurgjalds.
ISSN 1670-3871
Svarað á búlgörsku
Skoðun mín er sú að ríkisfyrirtæki
ætti ekki að fjárfesta á þennan
hátt í öðrum fyrirtækjum, hvað þá
í öðrum löndum. Það samræmist
ekki markmiðum opinberra aðila
að stunda áhættufjárfestingar.
Gott dæmi um slíkt eru kaup
Raufarhafnarhrepps á bréfum í
deCode. Þannig færi best á að
Björgólfur Thor tæki við tólinu úr
höndum ríkisins áður en beina
línan til Búlgaríu verður opnuð.
Maður yrði þá allavega ekki
hræddur um að svarað yrði á búl-
görsku í síma 800 7000.
BRYNJÓLFUR ÆGIR SÆVARSSON
AF VEFNUM WWW.DEIGLAN.COM
Aðgerðir í stað hugtaka
En svo spyr ég mig aftur á móti:
Hvað um það þótt einhverjir segi
að Samfylkingin sé að „færast til
hægri“?
Sjálfum stendur mér nefnilega al-
veg nákvæmlega á sama um
hvort ég er skilgreindur sem
hægri-, miðju- eða vinstrimaður í
pólitík. Ég tel það yfirhöfuð engu
skipta hvaða hugtök fólk notar til
að lýsa skoðunum sínum eða ann-
arra. Það eina sem ég hef áhuga á
er hvað menn myndu gera, réðu
þeir för í þjóðfélaginu, og hvort
það sem þeir myndu vilja gera sé
raunhæft og framkvæmanlegt.
SVERRIR TEITSSON AF VEFNUM POLITIK.IS
Refsiákvæði og hjónabandið
Mín tilfinning er sú að í okkar
samfélagi almennt, sé hjónaband-
ið og það samkomulag sem þú
gerir við einstakling með því að
giftast honum, ekki litið nógu al-
varlegum augum. Það má svo
vissulega deila um það hvort það
sé af hinu slæma eða ekki og
hversu hörð við eigum að vera
varðandi þessi mál. Eins og stað-
an er í dag er auðvelt að ganga í
hjónaband og jafnvel auðveldara
að fá skilnað. Samningurinn sem
þú gerir við annan einstakling
með því að giftast honum, hefur
því sáralítið gildi, enda engin
refsiákvæði við broti á honum og
einnig hægt að rifta honum á ein-
faldan hátt.
STEINUNN VALA SIGFÚSDÓTTIR AF VEFNUM TIKIN.IS
■ Af Netinu
Howard byrjaður
að bauna á Blair
Þeir skildir eftir sem síst skyldi
■
...vandi háskól-
anna hér heima
er mikill. Hann
birtist m.a. í
því, að útgjöld
til háskóla eru
miklu minni hér
en í nálægum
löndum.
Um daginnog veginn
ÞORVALDUR
GYLFASON
■
skrifar enn um ný
viðhorf í mennta-
málum
Háskólagjöld:
Flóttaleið eða lausn?
MICHAEL HOWARD
Gaf Tony Blair engin grið í þinginu þegar þeir mættust í fyrsta skipti sem leiðtogar tveggja
stærstu flokkanna. Howard þótti öruggur í ræðustól og var ekki með neitt hik í málflutn-
ingi sínum eins og forveri hans, Ian Duncan Smith, var gjarnan sakaður um.