Fréttablaðið - 13.11.2003, Blaðsíða 47

Fréttablaðið - 13.11.2003, Blaðsíða 47
43FIMMTUDAGUR 13. nóvember 2003 1 6 7 8 9 14 16 17 15 18 2 3 4 1311 10 12 5 Lárétt: 1 drukkinn, 6 fæða, 7 á, 8 tveir eins, 9 á húsi, 10 persónufornafn, 12 her- bergi, 14 dá, 15 hvíldist, 16 utan, 17 sær, 18 geimferðastofnun. Lóðrétt: 1 hrap, 2 efni, 3 tónn, 4 borg- ar í Svíþjóð, 5 blóm. 9 svei, 11 úr rifi manns?, 13 konunafn, 14 stuldur, 17 skóli. Lausn. Lárétt:1fullur, 6ala,7pó,8ll,9ups,10 oss,12sal,14rot,15lá,16án,17mar, 18nasa. Lóðrétt: 1fall,2ull,3la,4uppsala,5 rós,9uss,11kona,13lára,14rán,17 ma JPV útgáfa hefur sent frá sértvær gjafabækur sem heita Þúsund vísdóms spor og Þúsund hamingju spor. Ísak Harðarson skáld ís- lenskaði bæk- urnar. Í þess- um bókum er að finna mik- inn fjölda til- vitnana sem veita sýn á mikilvægi hamingju, þekkingar og visku. Mannbætandi gullkorn sem gott er að dvelja við í dagsins önn og veita öðrum hlutdeild í. Bækurn- ar eru hvor um sig 465 bls. og eru ríkulega myndskreyttar. Verði þeirra er stillt mjög í hóf en leiðbeinandi verð hvorrar bók- ar er 980 kr. Ef ég ætti eina ósk myndi égóska mér og mínum góðrar heilsu og giftusamlegrar ævi,“ segir Lúðvík Geirsson, bæjar- stjóri í Hafnarfirði. Flugfreyjur syngja New York Já, við erum að æfa á fullu og íkvöld ætlum við að æfa New York, New York,“ segir poppgoðið Maggi Kjartans sem er heldur betur kominn í góð mál. Hann hef- ur verið ráðinn til að stjórna ný- stofnuðum kór Flugfreyjufélags- ins. Ekki var leitað langt yfir skammt því Maggi Kjartans hefur verið kvæntur Sigríði Kolbrúnu Oddsdóttur flugfreyju í áratugi. „SKO heitir hún á flugmáli. Já, þar af leiðandi er ég búinn að gera allt sem hægt er að gera með einni flugfreyju.“ Maggi segir kórinn lofa góðu en sem stendur eru 20 í kórnum sem er öflugt að mati stjórnand- ans. En hann stefnir á að þær verði 24 því þá sé hægt að hafa 3 x 8 í rödd. „Það verður ekkert mál að fylla í þau pláss. Ekki síst þeg- ar fréttist að við erum með New York, New York á prógramminu. „Þær eru spenntar að syngja það,“ segir Maggi. Stjórnandinn, sem er ekki fæddur í gær, segir að flugfreyj- urnar hafi sagt honum eitt og ann- að úr starfinu sem hann ekki vissi. „En ég hef komist að því að reynsluheimur popparans og flug- freyjunnar er glettilega líkur þeg- ar allt kemur til alls,“ segir stjórn- andinn klár í slaginn. ■ Leikarinn Rúnar Freyr Gísla-son hyggst þreyta frumraun sína í leikstjórn í vor og setja upp söngleikinn Hárið. Tíu ár eru nú liðin síðan uppfærsla Baltasars Kormáks á Hárinu sló eftirminni- lega í gegn en sýningin fæddi af sér ekki minni stjörnur en Hilmi Snæ Guðnason og Margréti Vil- hjálmsdóttur. Sú uppfærsla var fyrsta leikstjórnarverkefni Baltasars en nú hefur ný kynslóð ungra leikara ákveðið að fram- leiða sýninguna og stendur til að stórar áheyrnarprufur verði haldnar fyrir verkið í apríl. Eins og flestir muna fórGeneologia Islandorum á hausinn með miklum hvelli fyrir nokkrum árum. Uppi voru hug- myndir um að gefa út ættfræði- rit, nánast um allar ættir Íslend- inga. Nokkur slík rit voru í burð- arliðnum þegar fyrirtækið fór yfir og þar á meðal Guðríðarætt sem langt var kominn í vinnslu. Hólmfríður Gísladóttir ættfræð- ingur keypti útgáfuréttinn af þrotabúinu og nú, tæpum þremur árum síðar, er bókin komin út eft- ir þrotlausa vinnu. Það er ljóst, eins og vinnslutíminn sýnir, að það græðir enginn á að gefa út ættfræðirit þar ræður hugsjón fremur en hagnaðarvon. ■ Eina ósk■ Nýjar bækur Fréttiraf fólki MAGGI KJARTANS Reynsluheimur popparans og flugfreyjunn- ar er glettilega líkur. Tónlist MAGGI KJARTANS ■ popparinn góðkunni hefur tekið að sér að æfa flugfreyjukórinn og stefnir að því að þær verði minnst 24 í kórnum. Jólamerki Thorvaldsensfélags-ins voru ranglega kölluð frí- merki í þriðjudagsblaði Frétta- blaðsins. Beðist er velvirðingar á þessu. ■ Leiðrétting ■ Veistu svarið? Svör við spurningum á bls. 6 1. 2. 3. Gilsfirði Um 140 milljónir króna Baldur I. Aðalsteinsson og Þórhallur Hinriksson

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.