Fréttablaðið - 13.11.2003, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 13.11.2003, Blaðsíða 17
■ Lögreglufréttir 17FIMMTUDAGUR 13. nóvember 2003 Ég vildi líka hafa vörur til að sýna fólki að þarna væri full alvara á ferð en það bólar ekkert á vörun- um þótt meira en mánuður sé lið- inn síðan upphæðin var dregin af greiðslukortareikningi mínum,“ segir hún . Ásta segist alla tíð hafa verið varkár í fjármálum en hún hafi keypt hlutinn fyrir orð Birnu Sig- fúsdóttur, æðsta manns Sprinkle á Íslandi. „Ég notaði ævisparnaðinn minn í þetta. Þetta leit svo vel út. En í dag sé ég þetta ekki nema eins og hvert annað svindl,“ segir Ásta sem þó elur í brjósti þá von að þetta verði endurgreitt. Stefanía Arna Marinósdóttir keypti einnig hlut í píramídanum. Hún segist hafa treyst þeim sem stjórnuðu keðjunni. „Það var stöðugt hamrað á því að þetta væru ríkir menn og góð- hjartaðir,“ segir Stefanía Arna. Allt fór á annan endann þegar Bretinn Mark Ashley Wells, þaul- reyndur viðskiptamaður, og sá sem fékk hundruð Íslendinga til að ganga til liðs við sænska píramídann, kom til Íslands fyrir nokkrum vikum og lýsti þeirri skoðun sinni að eigendur Sprink- leNetwork myndu líklega aldrei greiða til baka milljónirnar sem fólkið hafði lagt í púkkið til að komast í ofsagróða keðjunnar. Hann segir að salan á eignarhlut- unum hafi ekki verið að hans ráði eða með vitneskju og hann sjái ekki hvernig fyrirtækið ætli að standa við loforð um endur- greiðslu. Eftir fundi með Mark gengu margir út úr píramídanum og heimtuðu endurgreiðslu á grundvelli reglna píramídans sem segja að þeir sem hafi verið félag- ar skemur en í 90 daga eigi að fá endurgreitt innan tveggja vikna. Þeirra á meðal er Sólveig Haf- steinsdóttir, sem starfað hafði með fyrirtækinu frá fyrstu dög- um. Hún fer nú fyrir hópi þeirra sem krefjast endurgreiðslu og nú hriktir í stoðum píramídans. Nú hafa hinir óánægðu ráðið sér lög- mann og reyna í örvæntingu að ná til baka fjármunum sínum. Þrátt fyrir loforð hefur það ekki gengið eftir enn. Svíarnir bera ýmsu við og segja einungis tímaspursmál hvenær peningarnir komi. En von þeirra sem eiga milljónir bundnar í píramídanum dvínar með hverj- um deginum sem líður. Sífellt fleiri trúa því að þeir séu í klóm sænskrar svikamyllu. ■ 20% afsláttur af öllum gerðum í þrjá daga www.utilif.is ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S U TI 2 27 81 11 /2 00 3 ÚTILÍF - núna á þremur stöðum Smáralind Sími 545 1550 Glæsibæ Sími 545 1500 Kringlunni 575 5100 Meindl gönguskór Dæmi: Meindl Island Heil tunga og sérlega vandaður frágangur. Frábærlega léttir! Þyngd: 830 g (stærð 42). Vatnsvörn og útöndun með Gore-Tex. Úrvals vibram veltisóli með fjöðrun. Mjög góður stuðningur við ökkla. Fáanlegir í herra- og dömustærðum. Tilvalin jólagjöf. Sérfræðingar í öllum verslunum okkar leiðbeina um val á gönguskóm. NATÓ og ESB: Sameiginleg heræfing BRUSSEL, AP Atlantshafsbandalagið, NATÓ og Evrópusambandið halda sameiginlega heræfingu í næstu viku. Þetta er fyrsta sameiginlega heræfing NATÓ og ESB og er ætlun- in að reyna á hernaðarlega og póli- tíska samhæfingu sambandanna. Þá er æfingunni einnig ætlað að létta á spennu í samskiptum sambandanna sem skapaðist vegna áforma Evr- ópusambandsins um sérstakan Evr- ópuher. Bandaríkjamenn gagnrýna þau áform harkalega og segja þau grafa undan NATÓ. Samæfing NATÓ og ESB hefst 19. nóvember og stendur í sex daga. ■ ALÞINGI Jóhanna Sigurðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur óskað eftir upplýsingum um launamál tíu stærstu stofnana rík- isins. Í fyrirspurn til fjármálaráð- herra spyr hún sérstaklega um greiðslur viðbótarlauna. For- stöðumenn stofnana geta ákveðið að greiða einstökum starfsmönn- um, öðrum en embættismönnum og þeim sem kjaranefnd ákvarðar laun, laun til viðbótar grunnlaun- um. Samið er um þau á grundvelli sér- stakrar hæfni starfsmanns sem nýtist í starfi eða sér- staks álags í starfi, svo og fyrir árangur í starfi. Í nýlegri skýrslu Ríkis- endurskoðunar kemur fram að reglur um ákvörðun viðbótar- launa séu óskýrar hjá mörgum stofnunum og einungis tæp 50% stofnana viðhafi starfsmannavið- töl sem verði að teljast nokkuð lágt hlutfall. Jóhanna spyr meðal annars hvaða stofnanir hafi greitt viðbót- arlaun og hvort þess sé gætt að viðbótarlaun séu greidd til karla og kvenna sem vinna sambærileg laun. ■ ENN LEITAÐ Sá sem framdi vopn- að rán í Íslandsbanka í Lóuhólum í lok september er enn ófundinn. Málið er í rannsókn lögreglunnar í Reykjavík. STAL SKIPTIMYNT Brotist var inn í fyrirtæki á Laugavegi í fyrrinótt og skiptimynt stolið úr sjóðsvél. Þjófurinn hafði snúið læsingu á útidyrahurð í sundur til að komast inn. Málið er í rannsókn. INNBROT ÁN ÞJÓFNAÐAR Hurðir voru skemmdar í innbroti í iðnað- arhús í Reykjavík í fyrrinótt. Engu var stolið svo vitað sé. Þá var gluggi spenntur upp á fyrir- tæki í austurhluta Reykjavíkur. Málin eru í rannsókn lögreglu. JÓHANNA SIGURÐARDÓTTIR Jóhanna spyr ráðherra meðal annars að því hvaða stofnanir hafi greitt viðbótarlaun. Jóhanna Sigurðardóttir vill svör frá fjármálaráðherra: Krefst svars um ákvörðun viðbótarlauna VEFBÚÐ Aðeins er að finna örfáar vörutegundir í vörugeymslunni sem átti að sögn að hýsa svokallaða innribúð.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.