Fréttablaðið - 13.11.2003, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 13.11.2003, Blaðsíða 10
10 13. nóvember 2003 FIMMTUDAGUR ■ Ríkisútvarpið ■ Hafnarfjörður KOSNINGAR Í SERBÍU Dragoljub Micunovic, forsetaframbjóðandi DOS-flokksins í Serbíu, veifar til stuðnings- manna á kosningafundi í Belgrad í gær. Kosningarnar fara fram á sunnudaginn. Heilbrigðisráðherra svarar fyrirspurn um Goldenhar: Réttur barnanna kannaður GOLDENHAR Athugun stendur nú yfir í heilbrigðisráðuneytinu, á því hvort börn með Goldenhar- heilkenni njóti örugglega þess réttar sem þau eiga í kerfinu. Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra undrast að félagsþjónustan skuli hafna aðstoð við foreldra lang- veikra barna sem henni beri þó að veita. Þetta kom meðal annars fram á Alþingi í gær þegar heilbrigðis- ráðherra svaraði áður fram- komnum fyrirspurnum Margrét- ar Frímannsdóttur alþingis- manns um réttindi barna með Goldenhar-heilkenni. Í máli alþingismanna sem þátt tóku í umræðunni kom fram gagnrýni á stöðu langveikra barna, ekki síst Goldenhar- barna, í þjóðfélaginu. Foreldrar þeirra lentu í stöðugum erfiðleik- um við að heimta sín réttindi. Þá vantaði meiri fjármuni inn í málaflokkinn til að fjölskyldurn- ar gætu staðið undir þeirri þjón- ustu sem börnin þyrftu á að halda. Mikilvægt og brýnt væri að leysa úr vanda þessa fólks. Ábyrgðin væri stjórnmálamanna og ekki væri boðlegt að aðstand- endur þyrftu að ganga þrautar- göngu á milli ráðamanna til að fá lausn sinna mála. ■ Of langt gengið í forvörnum Leit að sjúkdómum í forvarnarskyni getur reynst heilbrigðu fólki skaðleg. Fyrir hver tvö fóstur sem finnast með Downs-heilkenni lætur eitt heilbrigt fóstur lífið. HEILBRIGÐISMÁL Fyrir hver tvö fóstur sem finnst með Downs- heilkenni er einu heilbrigðu fóstri fórnað, sögulega séð. Þetta á við um Ísland og önnur vestræn lönd þar sem vaxandi áhersla er lögð á forvarnir. Kembileit til að finna fósturgalla er algeng hér á landi. Jóhann Ág. Sigurðsson pró- fessor sem hef- ur kynnt sér þróun forvarna hér á landi og í nágrannalönd- unum segir að forvarnafarald- urinn, sem hann kallar svo, sé al- þjóðlegt vandamál, einkum á Vesturlöndum. Æ stærri hluti þeirrar upphæðar sem heilbrigð- iskerfið hafi yfir að ráða fari til heilbrigðs fólks á kostnað hinna sjúku. „Hraðbrautin“ í forvarnar- starfinu liggi í gegnum heilbrigð- iskerfið. Útgjöldin ákvarðist oft í samskiptum fólks við einstaka lækna, en kostnaðurinn falli síðan á þriðja aðila, einkum Trygginga- stofnun ríkisins. Jóhann segir, að besta ráðið gegn þessari þróun sé að reyna að greina hvar óeðlilegur hraði sé í gangi. Síðan þurfi að setja kvóta á einum stað og strangari reglur annars staðar. „Ég nefni sem dæmi að fólk fær ekki blóðfitulækkandi lyf hjá Tryggingastofnun, nema að upp- fylltum ákveðnum skilyrðum,“ segir Jóhann. „Í Bandaríkjunum er einnig farin sú leið að niður- greiða kostnað vegna breytts mataræðis. Skynsamlegast væri að taka hluta af þeim fjármunum sem heilbrigðiskerfið hefur yfir að ráða og verja þeim til fræðslu- starfs til dæmis um mataræði í skólum, svo og til foreldar- fræðslu. Alltof margir fara auð- veldustu leiðina, fara til læknis og fá pillur. Þetta þarf að laga með hagsmuni heildarinnar í huga.“ Jóhann bendir á að forvarnir geti jafnvel leitt fríska til dauða, eins og dæmið, sem hann nefnir um fósturrannsóknir hér að ofan, sanni. Í læknatímaritinu Lancet hafi komið fram að 15.000 konur hefðu fengið brjóstakrabbamein, sem þær hefðu ella ekki fengið, vegna hormónameðferðar sam- kvæmt læknisráði. Kembileit að ristilkrabbameini fórnaði sex frískum einstaklingum, þótt hún bjargaði 220, þar sem slík rann- sókn væri ekki hættulaus. Jóhann undirstrikar að þarna sé ekki ver- ið að áfellast lækna, heldur for- varnafaraldurinn sem sé alltaf að færast í aukana. „Það sem þarf er fræðsla, þannig að fólk byggi ákvarðanatöku sína á upplýsingum og eigi sitt val.“ jss@frettabladid.is Gíslar á myndbandi: Enn á lífi KÓLUMBÍA, AP Uppreisnarmenn í Kólumbíu hafa sent frá sér mynd- bandsupptöku sem sýnir sjö er- lenda ferðamenn sem teknir voru haldi 12. september síðastliðinn. Upptakan, sem sýnd var á tveim- ur kólumbískum sjónvarpsstöðv- um, er fyrsta sönnun þess að gísl- arnir séu á lífi. Ferðamennirnir sjást baða sig í ám, ríða á hestum og spila á spil undir vökulu auga þungvopnaðra uppreisnarmanna. Fáni Þjóðfrels- ishers Kólumbíu blaktir í bak- grunni. „Við höfum þurft að þola kulda og hungur og lifað á lands- ins gæðum,“ segir Asier Echeverria, 29 ára gamall Spán- verji. Í hópnum eru einnig fjórir Ísraelar, Þjóðverji og Breti. ■ „Alltof margir fara auðveldustu leiðina, fara til læknis og fá pillur. AFSKRIFA MIÐBÆJARMILLJÓNIR Bæjarráð Hafnarfjarðar hefur samþykkt að afskrifa 48,5 millj- óna króna kröfu á Miðbæ Hafnar- fjarðar ehf. Árangurslaust reynd- ist að innheimta kröfurnar. ÍRSKIR PENINGAR Hafnarfjarðar- bær ætlar að semja við Depfa Bank frá Írlandi um 3.950 milljóna króna lán. Peningana á að nota til endurfjármögnunar á lánum og einnig til 1.400 milljóna króna „ný- fjármögnunar.“ STUÐNINGSBEIÐNI HAFNAÐ Út- varpsráð hafnaði beiðni um stuðn- ing við tillögu um að útvarpslög- um yrði breytt þannig að fulltrúar starfsmanna fái seturétt á fundum útvarpsráðs með málfrelsi og til- lögurétt. BREYTT SKIPULAG Stjórnarliðar í útvarpsráði vilja að ráðist verði í skipulagsbreytingar innan Ríkis- útvarpsins þannig að allt frétta- efni verði í framtíðinni á ábyrgð fréttasviðs. LANDSPÍTALINN Í FOSSVOGI Vaxandi hluti þeirrar upphæðar sem heilbrigðiskerfið hefur yfir að ráða fer til heilbrigðs fólks á kostnað hinna sjúku, segir Jóhann Ág. Sigurðsson, og gagnrýnir „forvarnafaraldur- inn“ sem Tryggingastofnun þurfi að greiða fyrir. AÐSTANDENDUR Aðstandendur barna með Goldenhar-heil- kenni fjölmenntu á þingpalla í gær til þess að hlusta á svör heilbrigðisráðherra. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T FR ÉT TB LA Ð IÐ /V IL H EL M

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.