Fréttablaðið - 13.11.2003, Blaðsíða 20
20 13. nóvember 2003 FIMMTUDAGUR
Reist hefur verið mikil vindharpayfir Reykjanesbraut ofan
Blesugrófar. Burðarvirki hörpunn-
ar er steinbogi sem hvelfist yfir
brautina. Steinboginn er 100 metra
langur, á fjórða metra á breidd,
hálfur metri á þykkt og vegur rúm
400 tonn. Hann er vel bíltækur og í
hópi lengstu brúa landsins.
Hljómverk hörpunnar eru tveir
100 m langir bogar með tvö þús.
stálblöðum. Hvert blað er 0,6 cm
þykkt, 10 cm breitt og 180 á lengd. Á
hvora hlið steinbogans er boltaður
47 cm breiður og 100 metra langur
stálkjammi. Þess er gætt að kjamm-
arnir leggist ekki við steininn og
dragi þannig úr tónmyndun hörpu-
nnar.
Blöðunum er raðað lóðrétt með
10 cm millibili eins og rimum í
gluggatjöldum. Við neðri endann er
eggin á þeim lögð að stálkjamman-
um og fest með rafsuðu, og eru
blöðin látin mynda 60 gráðu halla
við kjammann. Það er hald margra
að þannig fáist aukin tónmyndun.
Heildarlengd hljómblaðanna og
kjammanna eru tæpir fjórir kílóme-
trar og þungi 16-18 tonn.
Þegar vindar blása myndast
hljómar í tvö þúsund blöðum og í
stífum suðaustan vindi ómar harp-
an upp á Bústaðaháls. Kulborðsbog-
inn sá er að vindinum veit myndar
diskantinn og eru ríkjandi tónar F,
G, A, H og háa C. Stundum slær
harpan sér niður um þrjár áttundir
og leikur þá djúpa breiða vofutóna
sem hræða börn.
Flökkusögur eru á kreiki. Ein er
sú að maður í Blesugróf, sem ekki
vissi af vindhörpunni, pantaði tíma
hjá háls-, nef- og eyrnalækni vegna
viðvarandi hátíðnihljóðs í hlustum
sínum. Önnur segir frá manni, sem
getur ekki notað heyrnatækið sitt
nema í logni því slagur vindhörpu-
nnar verður að óbærilegu ískri í
heyrnartækinu. Hundar eru sagðir
fá niðurgang og skríða ýlfrandi und-
ir rúm og hestar nötra og tryllast.
Ekki eru þó allar sögurnar á hinn
verri veg. Sannorður maður í
Bleikugróf fullyrðir að hafa séð
heilu músaflokkana flykkjast yfir
malbikið á Stjörnugróf. Músafælur
hafa jú hátíðnihljóð.
Upphaf vindhörpunnar í núver-
andi mynd má rekja til asnastrika úr
blýöntum arkitekta sem samþykkt
höfðu verið sem gildandi skipulag.
Síðar kom í ljós að breyta varð því
skipulagi til að uppfylla kröfur um
öryggissjónarmið! Við þá breytingu
varð að færa rampa mikið neðar á
Reykjanesbraut og bilið sem brúa
varð breikkaði sem því nam. Til að
spanna það bil var reistur 100 metra
steinbogi.
Hönnun þessa fágæta mannvirkis
var unnin af Línuhönnun. Ber að
taka fram að það fyrirtæki er ekki sú
Línuhönnun sem kennd er við Línu
langsokk. ■
Svar við fyrirspurn
Gunnars frá
Heiðarbrún
Gunnar Guðmundsson frá Heið-arbrún lagði fyrir mig nokkrar
spurningar um orkumál fyrir all
löngu í Fréttablað-
inu. Ég þakka
Gunnari fyrir skrif-
in og áhugann á
orkumálum. Eftir-
farandi eru svör við
spurningum hans.
Gunnar spyr
hvort það kæmu
einhverjar trygg-
ingabætur fyrir ef
svo illa vildi til að
náttúruhamfarir eyðilegðu Kára-
hnjúkavirkjun. Slíkt tjón yrði bætt
því að Landsvirkjun tryggir allar
sínar aflstöðvar og framkvæmdir
eru tryggðar fyrir tjóni af þessu
tagi. Litlar líkur eru þó taldar á
náttúruhamförum við Kárahnjúka
sem eru austan eldvirka beltisins
og fjarri upptökum stórra jarð-
skjálfta. Tillit er tekið til áhættu af
völdum hvers konar náttúruham-
fara við hönnun allra mannvirkja
Landsvirkjunar.
Vatnsborð Þórisvatns
Gunnar veltir því fyrir sér
hvers vegna Þórisvatn hefur ekki
verið nýtt betur sem vatnsforða-
búr. Mikill „flöskuháls“ er í útfalli
vatnsins sem leiðir til þess að neðs-
tu tugmetrar vatnsins nýtast ekki
til vatnsmiðlunar. Gunnar spyr af
hverju þessi „þröskuldur“ sé ekki
sprengdur í burtu. Því er til að
svara að Þórisvatn hefur frá upp-
hafi verið nýtt í þeim mæli sem
nauðsynlegt hefur verið talið fyrir
sem hagkvæmastan rekstur raf-
orkukerfisins. Þórisvatnsmiðlun
var hönnuð og reist um 1970 og síð-
an hefur miðlunin verið stækkuð í
nokkrum áföngum. Vorið 1982 var
veituskurðurinn við Vatnsfell (út-
fall vatnsins) dýpkaður og reyndar
einnig lítillega 1988 og jókst við
það mögulegur niðurdráttur Þóris-
vatnsmiðlunar. Við núverandi
lægsta mögulega vatnsborð Þóris-
vatns er flutningsgeta miðlunar-
virkis við Vatnsfell orðin takmörk-
uð auk þess sem frekari lækkun
hefði áhrif á rekstur Vatnsfells-
virkjunar. Þess vegna er ekki talið
æskilegt né hagkvæmt að lækka
lágmarksvatnsborð Þórisvatns
frekar.
Gunnar spyr ennfremur hvers
vegna lægðarskörðunum „vestan“
Þórisvatns hafi ekki verið lokað
með stíflugörðum svo að Þórisvatn
geti tekið við miklu meiri vatns-
forða til miðlunar en nú er. Iðnað-
arráðherra veitti Landsvirkjun á
árinu 1991 leyfi til að hækka Þóris-
vatnsmiðlun um allt að fjóra m.
Snemmsumars 2002 hóf Lands-
virkjun endurbætur á mannvirkj-
um við Þórisvatn til að hækka
vatnsborðið. Um er að ræða endur-
bætur á lokuvirki og yfirfalli við
Köldukvíslarstíflu, hækkun á stífl-
um og gerð nýs veituskurðar frá
Sauðafellslóni í Þórisvatn. Þessum
framkvæmdum lauk að mestu nú í
haust. Raunar var fyllt í eitt skarð
vestan við Þórisvatn, þ.e. við
Snoðnufit, rétt eins og Gunnar
bendir á að megi gera. Með fram-
kvæmdunum hefur hæsta yfirborð
Þórisvatns verið hækkað um tvo
m. Miðlunarrými óx við þetta um
nálægt 180 Gl og er orðið samtals
1512 Gl. Með þessu móti er full-
nægt miðlunarþörf virkjananna á
þessu svæði að minnsta kosti mið-
að við aðstæður í dag og hefur þá
einnig verið tekið tillit til aukning-
ar á innrennsli samfara fyrirhug-
aðri Norðlingaölduveitu.
Svar þetta er síðbúið, því að fyr-
irspurnin fór fram hjá undirrituð-
um þegar hún birtist í Fréttablað-
inu á sínum tíma. Er beðist velvirð-
ingar á því. ■
■
Litlar líkur eru
þó taldar á
náttúruhamför-
um við Kára-
hnjúka sem eru
austan eldvirka
beltisins og
fjarri upptökum
stórra jarð-
skjálfta.
Umræðan
BIRGIR DÝR-
FJÖRÐ
■
rafvirki skrifar um
hljóð sem berast úr
nýrri brú yfir Reykja-
nesbraut.
Umræðan
FRIÐRIK
SOPHUSSON
■
forstjóri Landsvirkjun-
ar, svarar fyrirspurn
Gunnars Guðmunds-
sonar um virkjunar-
mál
Vindharpa og asnastrik
■ Bréf til blaðsins
Jákvæðni í
garð geð-
sjúkra
Félagi í Klúbbnum Geysi skrifar:
Það þarf að breyta hugarfari ígarð geðsjúkra. Alltof mikil nei-
kvæðni er til þeirra sem glíma við
það sem hver og einn (heilbrigður)
gæti vaknað við einn morguninn.
Ég las t.d. í blaðagrein að geðsjúkir
væru ekkert hættulegri en hver
annar. Þess vegna á að virða sjúk-
dóm hvers og eins að verðleikum.
Jákvæðni er það sem þarf til að
gefa öllum rétt á einhverri vinnu.
Eins þarf að breyta lögum þannig
að hvert og eitt fyrirtæki væri
skylt að ráða einn einstakling í
vinnu hvort sem honum líkaði betur
eða verr. Fatlaðir eiga að fá tæki-
færi til að líða vel og njóta lífsins.
Fræðsla á geðsjúkdómum á vegum
hins opinbera og öllum sem starfa á
þessum vettvangi er það sem þarf
til að breyta viðhorfi í garð geð-
sjúkra. Heilbrigðisráðherra er að
vinna í þessum málum og þar er
maður sem ætlar að gera eitt og
annað fyrir geðsjúka. Neikvætt tal
um að geðsjúkir séu gangandi tíma-
sprengjur finnst mér ekki rétt.
Þetta gerir fólk hrætt við okkur. Ég
segi okkur vegna þess að ég er með
geðhvörf. Þekking mín á geðsjúku
fólki er mikil vegna þess að sjálfur
hef ég verið inn á geðdeild og séð
heilbrigt fólk veikjast af þessum
sjúkdómi. ■
SAMFOK (Samtök foreldra-félaga og foreldraráða í grunn-
skólum Reykjavíkur) hafa gagn-
rýnt harkalega stærðfræðikennslu
í grunnskólum, segja að árangur
hennar sé „skuggalegur“, að meiri-
hluti barna geti ekki leyst „einföld-
ustu dæmi“ eins og segir í frétt á
baksíðu Morgunblaðsins 9. nóvem-
ber síðastliðinn. „Menn kaupa ekki
endalaust myglað mjöl,“ segir einn
helsti talsmaður SAMFOKs í þess-
um málum, Haraldur Ólafsson veð-
urfræðingur.
Út af fyrir sig er
það jákvætt þegar
foreldrar grunn-
skólabarna og sam-
tök þeirra láta frá
sér heyra og beina
athygli fólks að
þáttum í skólastarfi
sem þyrfti að skoða
og bæta. Hitt er
kannski ekki alveg
eins jákvætt þegar
það er gert með slíku offorsi sem
nú er raunin. Þá er hætt við því að
fólk fari í skotgrafarstellingar og
geti ekki talast við. Ekki svo að
skilja að það megi ekki gagnrýna
kennara. Vissulega eru þeir ekki
hafnir yfir gagnrýni fremur en
annað fólk. En það skiptir öllu máli
hvernig gagnrýnin er sett fram og
að reynt sé að horfa í heildarmynd-
ina - samhengi hlutanna. Víðsýni er
dyggð eða svo hef ég talið sjálfum
mér trú um hingað til.
Skortur á sérmenntuðum
kennurum
Samhengi, sagði hér. Hér er of-
urlítið dæmi. Ég er námsefnishöf-
undur. Um þessar mundir er ég að
setja saman eitt lítið efnafræði-
kver fyrir 8. bekk grunnskólans. Í
þessu kveri legg ég ríka áherslu á
einfaldar nemendatilraunir. Ég tel
nefnilega að það geti skipt sköpum
fyrir skilning nemenda á efna-
fræði að þeir geri slíkar tilraunir
eða athuganir. En ég hef áhyggjur.
Hvað verður um bókina mína? -
hugsa ég. Ég hef áhyggjur af því
að bókin mín verði ekki notuð eins
og ég vil - eins og hún er hugsuð.
Það eru nefnilega ekki margir
grunnskólakennarar sem kunna
efnafræði að ráði! Það er og hefur
verið lengi skortur á sérmenntuð-
um kennurum í grunnskólanum,
einkanlega fólki með góða stærð-
fræði- og náttúrufræðimenntun.
Þetta er hluti af heildarmyndinni,
hluti af þeirri afar erfiðu stöðu
sem grunnskólinn er í gagnvart
þessum greinum. Ef einhver vill
kalla þetta „myglað mjöl“ þá hann
um það. Fyrir mér snýst þetta um
fólk sem reynir að gera sitt besta
en hefur fá tromp á hendi.
Nýja stærðfræðin
Ég var að lesa grein í virtu
bandarísku tímariti, Educational
Researcher. Hana skrifar Alan H.
Schoenfeld, prófessor við Berkel-
ey-háskólann í Kaliforníu. Greinin
ber yfirskriftina „Making
Mathematics Work for All
Children: Issues of Standards,
Testing, and Equity“. Í þessari
grein leggur Schoenfeld á borðið
upplýsingar sem gefa vísbendingu
um að „nýja stærðfræðin“ sé að
festa sig í sessi og beri meiri ár-
angur en „gamla stærðfræðin“,
a.m.k. í sumum ríkjum Bandaríkj-
anna og þar sem hefur verið hlúð
að henni. Nýja stærðfræðin leggur
áherslu á hugtakaskilning og
þrautalausnir fremur en tæknilega
hluti eða aðgerðir sem flest okkar
þekkjum svo vel. Nú kemur fram
að nemendur sem fylgt hafa hinni
nýju námskrá virðast ná jafngóð-
um árangri í prófverkefnum sem
reyna á grunnfærni (leggja saman,
draga frá, margfalda og deila) en
mun betri árangri í verkefnum
sem reyna á hugtakaskilning og
þrautalausnir (problem solving).
Nýja stærðfræðin er að taka sín
fyrstu skref á Íslandi. Eins og
gengur rekur hún sig á mörg horn
- líkt og raunveruleg börn að taka
sín fyrstu spor. Þetta tekur auðvit-
að allt sinn tíma. Ný hugsun verð-
ur að fá tíma til að gerjast og sanna
tilverurétt sinn. Og mér finnst satt
að segja afar óheppilegt að setja á
hana stimpilinn „myglað mjöl“,
ekki síst í ljósi þess að hún virðist
eiga fullt erindi til barna, gefa
þeim möguleika á að læra stærð-
fræði til skilnings.
Hvað með samræmdu próf-
in?
Skrýtið annars að enginn hefur
sett spurningarmerki við sam-
ræmdu prófin sem slík! Hvers kon-
ar próf eru þetta? Eru þetta vönduð
mælitæki? Gefa þau góða mynd af
hæfileikum barnanna okkar? Og
hvað með áhrif þeirra á skólastarf?
Gæti hugsast að samræmdu prófin
séu farin að hafa of mikil, of stýr-
andi og jafnvel neikvæð áhrif á
skólastarf? Gæti verið að sumir
nemendur verði einfaldlega þreytt-
ir á þessu prófafargani, missi ein-
faldlega áhugann og löngunina til
að læra?
Varla koma nemendur sem þan-
nig er ástatt um vel út úr sam-
ræmdu prófunum - eða hvað? ■
Heimildir:
Allyson Macdonald. (1993) Náttúrufræði-
kennarar í grunnskólum: menntunar-
möguleikar. Stöðuskýrsla B. Reykjavík:
Rannsóknastofnun Kennaraháskóla Ís-
lands.
Schoenfeld, A. H. (2002) Making
mathematics work for all children: issues
of standards, testing, and equity. Ed-
ucational Researcher, vol. 31, no. 1, bls.
13 -25.
Umræðan
HAFÞÓR GUÐ-
JÓNSSON
■
lektor við HÍ og KHÍ,
skrifar um stærðfræði-
kennslu í grunnskól-
um
Stærðfræði og
„myglað mjöl“
■
Það eru nefni-
lega ekki marg-
ir grunnskóla-
kennarar sem
kunna efna-
fræði að ráði!
Það er og hefur
verið lengi
skortur á sér-
menntuðum
kennurum..