Fréttablaðið - 13.11.2003, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 13.11.2003, Blaðsíða 2
2 13. nóvember 2003 FIMMTUDAGUR „Nei þetta er það ekki, en þessar aðgerðir taka hins vegar ekki á vanda markaðarins.“ Ingvi Stefánsson er formaður Svínaræktarfélags Íslands. Hann segir að ríkið mismuni kjötframleið- endum með því að styrkja sauðfjárræktina sér- staklega um 140 milljónir króna Spurningdagsins Ingvi, er þetta tómt svínarí hjá sauðfjárbændum? NASIRIYAH, ÍRAK Að minnsta kosti 25 fórust þegar bílsprengja sprakk fyrir utan höfuðstöðvar ítölsku herlögreglunnar í borg- inni Nasiriyah í suðurhluta Íraks í gær. Að sögn ítalskra embættis- manna voru sautján hinna föllnu ítalskir her- og herlögreglumenn en aðrir íraskir borgarar, en auk þess hefðu að minnsta kosti hundrað manns slasast. Þetta er blóðugasta árásin sem bandamenn Bandaríkja- manna hafa orðið fyrir í Írak frá upphafi stríðsins og fyrsta sprengjuárásin sem andstæðing- ar hersetunnar gera í þessari til- tölulega rólegu borg á svæði shítamúslíma. Carlo Azeglio Ciampi, forseti Ítalíu, lýsti árásinni í gær sem grimmilegu hryðjuverki og Sil- vio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, harmaði árásina en sagði að hún hefði engin áhrif á fyrir- ætlanir Ítala um að sinna skyld- um sínum í Írak. Andrea Angeli, talsmaður ítal- ska hersins í Nasiriyah, sagði í símaviðtali við AP-fréttastofuna í gær að sprengjunni hefði verið komið fyrir í tankbíl sem ekið hefði verið í gegnum öryggishlið rétt áður en sprengjan sprakk. Hún sagði að sprengjan hefði verið svo öflug að rúður í bygg- ingum handan Efrat-árinnar hefðu brotnað. Nokkrar kröftug- ar sprengingar hefðu svo fylgt í kjölfarið inni í byggingunni þeg- ar eldur komst í skotfæra- geymslur. „Byggingin er í björtu báli og við getum ekki útilokað að fleiri ítalskir hermenn séu fastir í rústunum,“ sagði Angeli. Í gær bárust fréttir af því að bandarískir hermenn hefðu fyrir slysni skotið að bifreið eins með- lims íraska framkvæmdaráðsins og mun hann hafa sloppið ómeidd- ur. Áður höfðu bandarískir her- menn gert aðra slysaárás við eft- irlitsstöð í bænum Fallujah í fyrrakvöld, en þar hófu þeir skot- hríð á flutningabifreið hlaðna lif- andi kjúklingum með þeim afleið- ingum að fimm Írakar létu lífið. Í bænum Taji, norður af Bagdad, féll einn bandarískur hermaður þegar sprengja sprakk undir herbíl. Þar með eru 153 bandarískir hermenn fallnir í átökunum í Írak síðan Bush Bandaríkjaforseti lýsti því yfir í byrjun maí að meiriháttar aðgerð- um væri lokið. erlingur@frettabladid.is Ástralinn situr í gæsluvarðhaldi: Verður ekki ákærður fyrir mansal DÓMSMÁL Dómyfirheyrslur yfir kínversku stúlkunum tveimur sem komu í fylgd Ástralans á fölsuðum vegabréfum fóru fram í Héraðsdómi Reykjaness í gær. Ástralinn verður ekki ákærður fyrir mansal heldur fyrir ólögleg- an flutning fólks á milli landa. Til stóð að senda stúlkurnar heim til Kína að yfirheyrslum loknum. Stúlkurnar komu frá Changle- borg í Fuyianfylki í Kína. Þær segjast ekki hafa þekkst fyrir ferðina heldur hafi þær kynnst í Tælandi sem var fyrsti áfanga- staður þeirra. Önnur þeirra er 23 ára gömul, hefur lokið barnaskóla og var ekki í vinnu heima fyrir. Hin stúlkan er 24 ára, mennta- skólagengin og vann við sölustörf áður en hún hélt af stað. Hvorug stúlknanna gátu greint frá í hvaða löndum þær höfðu haft viðdvöl í Evrópu en töldu löndin vera þrjú. Þeim bar ekki saman um hvað skyldi gera þegar þær kæmu til Bandaríkjanna en þang- að var förinni heitið. Önnur þeirra ætlaði að vinna á veitingastað þar sem hún taldi mánaðarlaunin eiga að vera um eitt þúsund dollara á mánuði. Þá ætlaði hún að nota hluta launanna til að greiða niður ferðakostnaðinn sem hún var ekki viss um hver yrði. Sú eldri sagðist hafa farið í skemmtiferð til Tælands. Þar hefði hún tekið ákvörðum um að fara til Banda- ríkjanna þar sem hún hugðist skemmta sér. Ferðina taldi hún kosta um 4.000 dollara. ■ Sprengiefni olli slysi við Kárahnjúka: Þrír menn fluttir á sjúkrahús VINNUSLYS Þrír menn voru fluttir á sjúkrahús á Egilsstöðum eftir slys á vinnusvæði Fosskrafts í Fljóts- dal aðfararnótt þriðjudags. Þar er unnið að gangagerð vegna fram- kvæmda við Kárahnjúka. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins varð slysið við meðferð á sprengiefni en mennirnir þrír munu hafa sloppið vel frá atvik- inu. Forsvarsmenn verktaka við svæðið vildu ekki tjá sig um atvik- ið í gær. ■ Framleiðsla sauðfjárafurða: Meiri en neysla LANDBÚNAÐUR Þrátt fyrir að mark- mið samnings um framleiðslu sauðfjárafurða frá því árið 2000 hafi náðst og ríkið hafi keypt upp 45.000 ærgildi, er framleiðslan enn meiri en neyslan. Í svari landbún- aðarráðherra við fyrirspurn Önnu Kristínar Gunanrsdóttur, þing- manns Samfylkingarinnar, kemur fram að uppkaup framleiðsluréttar náðust um mitt síðasta ár. Þau hafa stuðlað að því að framleiðslan hef- ur færst nær innanlandsneyslu. Neysla sauðfjárafurða hefur hins vegar haldið áfram að minnka og framleiðslan er því enn umfram eftirspurn á innlendum markaði. Fram kemur í svarinu að lögbýlum með virkt greiðslumark fækkaði í fyrra um 86, úr 2.059 árið 2001 í 1.973 í fyrra. ■ Falskur vodki: Inniheldur tréspíra NEYTENDAMÁL Umhverfisstofnun hefur sent frá sér viðvörun um að í dreifingu sé falsað- ur vodki sem inni- heldur tréspíra. Falski vodkinn er dulbúinn sem Kirov vodki en neytendum er bent á að tappinn á falsaða vodkanum hafi engar merking- ar; en á tappa raun- verulegs Kirov vodka er arnar- merki og vöruheitið prentað þrisvar. Tréspíri er ákaf- lega eitraður og getur valdið blindu og jafnvel dauða. Þeim til- mælum er bent til þeirra sem keypt hafa Kirov vodka að hella innihaldinu og hafa samband við heilbrigðiseftirlit. ■ GÆSLUNA TIL SUÐURNESJA Þingmenn Suðurkjördæmis vilja að dóms- málaráðherra kanni kosti þess að flytja Landhelgisgæsluna til Suðurnesja. Gæsluna á Suðurnes: Mælt með flutningi ALÞINGI Flest rök mæla með flutn- ingi höfuðstöðva Landhelgisgæsl- unnar til Suðurnesja að mati nokkurra þingmanna Suðurkjör- dæmis. Þingsályktunartillaga sem Hjálmar Árnason Framsóknar- flokki og fleiri lögðu fram á Al- þingi í gær, felur í sér að dóms- málaráðherra láti kanna kosti þess að flytja gæsluna til Suður- nesja og á úttektinni að vera lokið fyrir 15. febrúar á næsta ári. Flutningsmenn tillögunnar benda meðal annars á byggðarök og segja að með flutningi gæsl- unnar til Suðurnesja legði ríksi- valdið sitt af mörkum til að bregð- ast við samdrætti í atvinnulífi svæðisins. ■ edda.is Upp úr fertugu fara í hönd miklar breytingar í lífi fólks og ýmis tækifæri myndast í einkalífi og starfi. Í bókinni er fjallað um þetta umbreytingaskeið og skyggnst jöfnum höndum inn í veruleika og sálarlíf karla og kvenna á þessum árum. Spennandi æviskeið ... Komin í verslanir Fjöldamorðingjar: Ginntu konur í atvinnuleit PEKING, AP Kínversk yfirvöld hafa ákært 43 ára karlmann og tvítuga konu fyrir að hafa myrt tólf konur í Shenzhen-héraði í Kína. Ma Yong og Duan Zhiqun voru handtekinn í þorpinu Buji 23.októ- ber síðastliðinn. Þau eru talin hafa ginnt konurnar í net sitt með því að þykjast reka atvinnumiðlun. Á heimili þeirra fannst fatnaður, skilríki og blóð úr fórnarlömbun- um. Lík kvennanna fundust í ná- grenni Buji. Að sögn yfirvalda var markmiðið að komast yfir eigur fórnarlambanna. ■ VESTURBAKKINN Palestínska þingið staðfesti skipun nýrrar ríkis- stjórnar undir forystu forsætis- ráðherrans Ahmed Qureia á þing- fundi í Ramallah. Myndun ríkis- stjórnarinnar hafði ítrekað verið skotið á frest þar sem Qureia og Yasser Arafat, leiðtogi Palestínu- manna, gátu ekki komist að sam- komulagi um skipun öryggis- mála. Arafat hafði á endanum sitt fram. Qureia og Arafat sögðu að það væri kominn tími til að binda endi á átökin fyrir botni Miðjarðar- hafs og kölluðu eftir friðarvið- ræðum við Ísraela. Qureia sagði að það væri nauðsynlegt að hefja nú þegar viðræður á grundvelli hugmynda Bandaríkjastjórnar um tvö sjálfstæð ríki. Hann ítrek- aði sem fyrr að þjóðirnar yrðu að vinna saman til að koma á friði. Arafat lét þau orð falla að ísra- elska þjóðin ætti „rétt á því að lifa í friði“. Ísraelsk stjórnvöld brugð- ust varfærnislega við ummælum palestínska leiðtogans. „Þú getur ekki haldið á ólífugrein í annarri hendi og tifandi sprengju í hinni“ sagði Dore Gold, einn af ráðgjöf- um Ariel Sharon, forsætisráð- herra Ísraela. Bandarísk og ísra- elsk stjórnvöld saka Arafat um að halda hlífiskyldi yfir hryðju- verkamönnum. ■ BERA SAMAN BÆKUR SÍNAR Ahmed Qureia og Yasser Arafat stinga saman nefjum á þingfundinum í Ramallah. Palestínska þingið samþykkir nýja ríkisstjórn: Arafat og Qureia kalla eftir friðarviðræðum Blóðbað í sprengju- árás í Nasiriyah Að minnsta kosti 25 fórust í sprengjuárásinni og þar á meðal sautján ítalskir hermenn. Forsætisráðherra Ítalíu harmar árásina. Í bænum Taji skutu bandarískir hermenn fyrir slysni á bifreið hlaðna kjúklingum. SPRENGJURÚSTIRNAR Í NASIRIYAH Árásin á höfuðstöðvar ítölsku herlögreglunnar í Nasiriyah er sú blóðugasta sem banda- menn Bandaríkjamanna hafa orðið fyrir í Írak til þessa. VARIST EFTIR- LÍKINGAR Flaska af Kirov vodka Í HÉRAÐSDÓMI REYKJANESS Kínversku stúlkurnar voru yfirheyrðar í Héraðsdómi. FRÉTTAB LAÐ IÐ /RÓ B ERT

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.