Fréttablaðið - 13.11.2003, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 13.11.2003, Blaðsíða 48
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 515 75 00, fax: 515 75 16 Ritstjórn: 515 75 05, fax: 515 75 06, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsinga- og markaðsdeild: 515 75 15 - fax 515 75 16, auglysingar@frettabladid.is Dreifing: 515 75 00, dreifing@frettabladid.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 515 7500 Bakþankar ÞRÁINS BERTELSSONAR Það var ást við fyrstu sýn. Húnkom til mín út úr frosthörkunni og tók á móti mér ægifögur, tignar- leg, þroskuð, veraldarvön, kankvís og dulúðug. Fyrsta kvöldinu okkar og fyrstu nóttinni gleymi ég aldrei. Þetta var ást við fyrstu sýn. Hún heitir Prag. PRAG, borgin við Moldá, hefur heill- að margan ferðalanginn frá því fyrir daga Karls keisara hins fjórða sem lagði upp í lífið sem óbreyttur smá- kóngur í Bæheimi en endaði sem keis- ari yfir Hinu heilaga rómverska keis- aradæmi sem reyndar var hvorki heil- agt né rómverskt, en það er önnur saga. Hjarta borgarinnar slær enn á þeirri glæsilegu brú sem Karl keisari lét byggja yfir Moldá, þar heldur brú- arhljómsveitin tónleika fyrir sam- skotafé á hverjum degi, þar stendur apalaus lírukassaleikari, þar er brúðu- leikhús, þar eru myndlistarsýningar. RÉTT VIÐ Karlsbrúna er veitinga- staður í ævafornu húsi sem að hluta til er frá 12. öld, en á þeirri öld fæddist til dæmis Snorri Sturluson uppi á Íslandi, og trúlega eru ekki aðrir íslenskir veitingastaðir í eldri húsakynnum, og örugglega er enginn á fegurri stað. Veitingastaðurinn heitir Reykjavík og er ábyggilega eitthvert besta sendiráð sem Íslend- ingar eiga í veröldinni. Þar ræður ríkjum yfirmatssveinninn, eigandinn og framkvæmdamaðurinn Þórir Gunnarsson sem er heiðurskonsúll Íslands í Tékklandi, fyrsti útlending- urinn sem opnaði veitingastað í Prag skömmu eftir flauelsbyltinguna, það var fyrir 13 árum. ÞAÐ ER MENNING sem er aðals- merki Pragborgar. Hér lifir og iðar menning á hverju horni, byggingar- list, tónlist, leikhús, myndlist, ópera, brúðuleikhús, konsertar, og það er uppselt á alla þessa menningarvið- burði. Það eru Pragbúar sjálfir sem stunda menninguna af lífi og sál. Hér er menningin evrópsk og stendur á gömlum merg. Það kostar sama og ekki neitt að fara í leikhús eða á tón- leika, svo að unga fólkið fyllir leik- húsin og tónleikasalina. Hér hefur fólk tíma til að lifa og njóta lífsins. Hér þarf ekki skyndibitastaði eins og McShit og fleiri þvílíka sem eru bún- ir til handa fólki sem er búið að æsa sig svo mikið upp í neyslukapphlaup- inu að það hefur ekki lengur tíma til að borða venjulegan mat. Kannski fer einnig þannig fyrir Prag um síð- ir, en þó stendur menningin svo föst- um fótum að hér verður varist lengi. Langt frá McShit www. .is Taktu þátt í spjallinu á ... Ertu að kaupa, byggja eða breyta? Þú getur á auðveldan hátt samið um fasteigna- eða framkvæmdalán hjá Frjálsa fjárfestingarbankanum. Um er að ræða hagstætt lán, sem veitt er til allt að 30 ára gegn veði í fasteign. Frjálsa fjárfestingarbankans Fasteignalán Frjálsi fjárfestingarbankinn, Ármúla 13a, sími 540 5000, www.frjalsi.is Allt að 80%veðsetningarhlutfall af verðmæti fasteignar A B X 9 0 3 0 3 7 5

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.