Fréttablaðið - 13.11.2003, Blaðsíða 12
12 13. nóvember 2003 FIMMTUDAGUR
■ Evrópa
LÍKAN AF GEIMFLAUG
Yfir 200.000 gestir heimsóttu vísindasafnið
í Shanghai til að virða fyrir sér líkan af
Shenzhou 5 geimflauginni sem flutti fyrsta
geimfara Kínverja út fyrir gufuhvolf jarðar.
Jessica Lynch:
Ég er engin hetja
BANDARÍKIN Bandaríski hermaður-
inn Jessica Lynch, sem tekin var
til fanga í Íraksstríðinu segir að
bandarísku sérsveitarmennirnir
sem björguðu henni séu hinar
sönnu hetjur en ekki hún sjálf.
Þetta kom fram í sjónvarpsvið-
tali við Lynch á bandarísku ABC-
sjónvarpsstöðinni, því fyrsta sem
hún kemur fram í síðan hún var
flutt heim frá Írak, en í viðtalinu
gagnrýndi hún bandaríska varn-
armálaráðuneytið fyrir að nota
björgun sína til áróðurs.
„Þeir gerðu mig að táknmynd
fyrir þessu öllu, sem var rangt,“
sagði Lynch, sem í byrjun Íraks-
stríðsins var handtekin ásamt sex
öðrum bandarískum hermönnum
eftir fyrirsát nálægt borginni
Nasiriya.
Ellefu bandarískir hermenn
féllu í árásinni og þar á meðal
Lori Piestewa, 23 ára gömul vin-
kona Lynch.
Lynch, sem hlaut beinbrot og
önnur meiðsl í átökunum, sagðist
aðeins hafa verið einn af mörgum
hermönnum á röngum stað á
röngum tíma og aðrir eins og
Piestewa hefðu sýnt mun meira
hugrekki. „Ég einfaldlega lifði
þetta af,“ sagði Lynch. ■
Þakklætisvottur frá Bush:
Áritaður hafnabolti
BANGKOK, AP George W. Bush
Bandaríkjaforseti sendi varnar-
málaráðherra Taílands áritaðan
hafnarbolta úr kristal í þakk-
lætisskyni fyrir móttökurnar
sem hann fékk á leiðtogafund í
Bangkok í október. Með boltan-
um sendi forsetinn bréf þar
sem hann þakkaði taílenskum
hermönnum fyrir að taka þátt í
friðargæslustarfi í Austur-
Tímor og Afganistan.
Thammarak Isarangkura, sem
tók á móti Bush þegar hann
heimsótti höfuðstöðvar taí-
lenska hersins, hafði áður sent
Bush forláta rýting til minning-
ar um heimsóknina.
Bush var framkvæmdastjóri
hafnaboltaliðsins Texas
Rangers áður en hann varð rík-
isstjóri í Texas. ■
BRESK FARÞEGAÞOTA NAUÐLENTI
Farþegaþota British Airways af
gerðinni Boeing 747 nauðlenti í
Las Vegas í Bandaríkjunum eftir
að reyks varð vart í stjórnklef-
anum. Flugvélin, sem var með
fjölda farþega innanborðs var á
leið frá Los Angeles til Lundúna.
Engin slys urðu á fólki og ekki
er talið að eldur hafi kviknað í
vélinni. Yfirvöld í
Bandaríkunum munu rannsaka
hvað olli því að reykur kom upp
í stjórnklefa flugvélarinnar.
ÞRJÚ BÖRN FÓRUST Í ELDSVOÐA
Þrjár systur, á aldrinum sautján
mánaða til sex ára, fórust þegar
heimili þeirra brann til grunna í
bænum Goole í Englandi. Móðir
stúlknanna sat í örvilnun í garðin-
um þegar slökkviliðið bæjarins
kom á vettvang. Fjórir slökkviliðs-
menn héldu strax inn í húsið til að
reyna að bjarga börnunum en það
reyndist of seint.
BANDARÍKJAFORSETI
George W. Bush var ánægður með þær
móttökur sem hann fékk þegar hann
heimsótti höfuðstöðvar taílenska hersins í
Bangkok.
HÆLI „Loksins hafa öll gögn borist
sem okkur vantaði. Þannig að
málið hefur verið tekið til úr-
skurðar og má bú-
ast við að hann
liggi fyrir í næstu
viku,“ segir Georg
Lárusson, forstjóri
Útlendingastofn-
unar, um mál rúm-
lega tvítugs pars
sem beðið hefur
um hæli hér á
landi; hún er frá
Úsbekistan en
hann frá Afganistan.
Georg segir þau hafa komið
hingað frá Afganistan í gegnum
París í mars. Hann segir málið
hafa dregist þar sem langan tíma
hafi tekið að afla upplýsinga frá
útlöndum um hugsanlega stöðu
þeirra og fjölskyldu í Danmörku.
Konan er ófrísk og á ekki nema
um mánuð eftir af meðgöngunni.
Georg segir málið hafa verið
meðhöndlað meira hér á landi en
oft áður. „Hér er ekki um neina
stefnubreytingu að ræða hvað
varðar slík mál.“ Hann segir að í
þessu tilvik beri einfaldlega að
vinna málið hér þar sem það falli
ekki undir Dublinarsamkomulag
um endursendingar né undir
fyrsta landsreglu því þau hafi
komið beint til Íslands. Stór hluti
mála sem komið hafa inn á borð
útlendingastofnunar hefur verið
sendur til meðferðar, til ríkja þar
sem fólkið dvaldi áður en það
kom til Íslands. „Málið er alfarið
Íslands að meðhöndla þar sem
þau komu beint til Íslands og ekki
er kostur á að senda þau annað en
aftur heim til sín.“
Georg segir að ekki sé erfið-
ara að fá hæli hér heldur en í
öðrum löndum. „Staðan er hins
vegar þannig að Ísland er eyja
og flestir sem hingað koma
hafa haft viðdvöl annars stað-
ar.“ Hann segir erfiðleikana
fyrst og fremst liggja í legu
landsins.
Mál Ástralans og kínversku
stúlknanna tveggja sem komu
til Íslands á fölsuðum vegabréf-
um hefur ekki komið inn á borð
hjá Útlendingastofnun.
hrs@frettabladid.is
GEORG LÁRUSSON
Georg segir erfiðleika við að fá hæli hér á landi stafa fyrst og fremst af legu landsins.
■
Málið er alfarið
Íslands að
meðhöndla
þar sem þau
komu beint til
Íslands og ekki
er kostur á að
senda þau ann-
að en aftur
heim til sín.
Ekki um stefnu-
breytingu að ræða
Forstjóri Útlendingastofnunar segir að vænta
megi úrskurðar í næstu viku í máli pars sem
hingað kom frá Afganistan í leit að hæli.
BANDARÍKIN Vísindamenn við
Temple-háskólann í Fíladelfíu
segjast hafa fundið rök fyrir því
að of mikil vinna geti skaðað
beinin í líkamanum.
Þeir segjast hafa komist að
þessari niðurstöðu eftir rann-
sóknir á rottum og að niðurstöð-
ur sýni að vissar síendurteknar
hreyfingar geti skaðað sinar, lið-
bönd og bein.
Sérfræðingar eru þó ósam-
mála um það hvort síendurtekn-
ar minniháttar hreyfingar eins
og við tölvulyklaborðið geti vald-
ið skaða en eru sammála um að
rannsóknir þeirra geti hjálpað til
við að greina vandann fyrr og
fyrirbyggja skaða. ■
TÖLVAN
Vísindamenn eru ósammála um skaðsemi
lyklaborðsins.
Ný vísindi:
Vinnan skaðar beinin
JESSICA Í VIÐTALI
Jessica Lynch segir að þeir sem björguðu
henni séu hinar sönnu hetjur.
Skipt um í brúnni:
Jón Helgi
tekur við
VERSLUN Breytingar hafa orðið á
stjórn Kaupáss sem rekur Nóatúns-
búðirnar og fleiri verslanir, eftir að
Jón Helgi Guðmundsson, eigandi
Byko, keypti fyrirtækið. Á hluthafa-
fundi var ákveðið að Ingimar Jóns-
son, forstjóri félagsins, léti af störf-
um og tekur Jón Helgi við sem
starfandi stjórnarformaður.
Orðrómur var um að Jón Helgi
myndi kaupa Kaupás. Það kom því
nokkuð á óvart þegar tilkynnt var
að Ingimar og hópur fjárfesta og
starfsmanna hefði keypt fyrirtæk-
ið. Landsbankinn átti forkaupsrétt
af bréfum í Kaupási sem hann nýtti
og seldi síðan Jóni Helga. ■
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
IL
H
EL
M