Fréttablaðið - 13.11.2003, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 13.11.2003, Blaðsíða 14
14 13. nóvember 2003 FIMMTUDAGUR ■ Asía DEMANTUR Á UPPBOÐI Þessi 103,83 karata demantur verður boð- inn upp hjá Sotheby’s í Genf í Sviss 20. nóvember næstkomandi. Uppboðshaldar- ar búast við því að fá sem svarar á bilinu 600 til 760 milljónum íslenskra króna fyrir gersemina. Minka- og refaveiðar hafa kostað hálfan milljarð: Vill útrýma minknum STJÓRNVÖLD „Við viljum helst ná þeim árangri að útrýma minkn- um en ég geri mér grein fyrir að það er mjög erfitt,“ segir Siv Friðleifsdóttir umhverfisráð- herra sem hefur skipað nefnd til að skoða hvernig megi tak- marka útbreiðslu minks eða út- rýma honum. „Það er mjög mikill skaði af mink í náttúru og umhverfi Ís- lands,“ segir Siv. Síðustu sjö ár hefur hálfum milljarði króna verið varið í að halda mink og ref í skefjum. Nú á að skoða hvernig ná megi betri árangri og nýta fé betur. Kemur meðal annars til greina að skil- greina mink sem meindýr og flokka hann þannig með rottum. Siv segir að fljótlega verði skipuð svipuð nefnd fyrir ref- inn. „Ég bið nefndina að skoða ákvæði á Hornströndum þar sem hefur ekki mátt skjóta ref. Það er talsverð óánægja með það fyrir vestan.“ Eitt af því sem spilar inn í at- lögur gegn mink og ref er staða rjúpnastofnsins. „Það væri frá- bært ef skyttur geta litið til þess á næstu árum að skjóta frekar ref og mink meðan rjúpnaveiðar eru bannaðar og hjálpa okkur þannig.“ ■ MEÐLAGSGREIÐSLUR Sú ákvörðun Tryggingastofnunar ríkisins að greiða ekki meðlagsgreiðslur úr landi frá og með síðustu mánaða- mótum hefur komið illa við marga Íslendinga sem búsettur eru er- lendis. Þetta á sérstaklega við um þá Íslendinga sem ekki eru bú- settir á Norðurlöndunum en Tryggingastofnun hefur enga samninga gert um meðlags- greiðslur við aðrar þjóðir. „Ég er nýkomin úr dýru námi og er að koma undir mig fótunum hérna úti og þessar 15 þúsund krónur í meðlagsgreiðslur sem ég hef fengið hingað til þýða að ég hef náð að skrimta,“ segir Katrín Guðmundsdóttir sem búsett er í Hollandi. Hún fékk fyrst vit- neskju um breytta tilhögun á með- lagsgreiðslunum í byrjun nóvem- ber þegar ekki var greitt inn á reikning hennar eins og venja var. Katrín segir að vegna þessa sjái hún ekki fram á að fá greidd með- lög fyrr en í janúar á næsta ári. „Tryggingastofnun hafði ekki vitneskju um rétt heimilisfang mitt hér úti. Þess vegna fékk ég ekkert sent til mín varðandi þess- ar breytingar. Í öðru lagi er Tryggingastofnun ekki með neinn samning um meðlagsgreiðslur við aðrar þjóðir en Norðurlöndin.“ Katrín er afar ósátt við fram- komu TR í málinu. „Bréf sem mér barst loks vegna breytinganna, og mér ber að framvísa hér í Hollandi, var á íslensku. Nú þarf ég að finna löggildan túlk til að þýða bréfið áður en ég legg það fyrir stofnanir hér í landi. Þetta ferli tekur einn til tvo mánuði og á meðan verð ég af tekjum sem eru mér nauðsynlegar.“ Katrín fékk þau svör hjá starfsmanni TR, að eina leiðin til að fá meðlög greidd fyrr væri að hringja beint í barnsföður sinn og biðja hann um að millifæra greiðslu beint. „Það er alveg fá- ránlegt að fara fram á slíkt. Í mínu tilviki kemur það heldur ekki til greina og engin trygging er fyrir því að hann standi við orð sín. Þetta er mikil afturför hjá stofnuninni.“ Heilbrigðis- og tryggingaráð- herra, Jón Kristjánsson, segir að viðræður séu á milli ráðuneytis- ins og TR vegna þeirra vandræða sem þetta hefur skapa íslenskum þegnum erlendis. „Þetta þarfnast betri skoðunar og mínir embætt- ismenn leita lausna enda er at- hugavert að fólk þurfi að leita réttar síns í málum sem þessum.“ albert@frettabladid.is HV ÍTA H ÚS IÐ / SÍ A 1. flokkur 1989: Nafnverð: 500.000 kr. 50.000 kr. 5.000 kr. Innlausnarverð: 1.836.494 kr. 183.649 kr. 18.365 kr. 1. flokkur 1990: Nafnverð: 500.000 kr. 50.000 kr. 5.000 kr. Innlausnarverð: 1.621.398 kr. 162.140 kr. 16.214 kr. 2. flokkur 1990: Nafnverð: 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 3.282.880 kr. 328.288 kr. 32.829 kr. 2. flokkur 1991: Nafnverð: 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 3.051.515 kr. 305.151 kr. 30.515 kr. 3. flokkur 1992: Nafnverð: 5.000.000 kr. 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 13.466.401 kr. 2.693.280 kr. 269.328 kr. 26.933 kr. 2. flokkur 1993: Nafnverð: 5.000.000 kr. 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 12.423.715 kr. 2.484.743 kr. 248.474 kr. 24.847 kr. 2. flokkur 1994: Nafnverð: 5.000.000 kr. 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 12.423.715 kr. 2.099.608 kr. 209.961 kr. 20.996 kr. 3. flokkur 1994: Nafnverð: 5.000.000 kr. 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 10.306.126 kr. 2.061.225 kr. 206.123 kr. 20.612 kr. Innlausnardagur 15. nóvember 2003 Innlausnarverð húsbréfa Innlausn húsbréfa fer fram hjá Íbúðalánasjóði, í bönkum, sparisjóðum og verðbréfafyrirtækjum og liggja þar einnig frammi upplýsingar um útdregin húsbréf. Húsbréf MALDÍVEYJAR, AP Maumoon Abdul Gayoom, forseti Maldíveyja í Ind- landshafi, hefur svarið embættis- eið sinn í sjötta sinn. Gayoom hef- ur gegnt forsetaembættinu á eyj- unni frá árinu 1978 eða í aldar- fjórðung. Enginn hefur gegnt æðsta embætti asískrar þjóðar lengur en Gayoom. Forseti eyjanna er valinn þan- nig að fimmtíu manna löggjafar- samkunda kemur sér saman um einn frambjóðanda sem eyja- skeggjar kjósa svo um með jái eða neii. Maumoon Abdul Gayoom hlaut yfir 90% greiddra atkvæða. Alls voru 150.000 á kjörskrá og var kosningaþátttaka 77%. Mann- réttindasamtök hafa ítrekað gert athugasemdir við kosningafyrir- komulagið en forsetinn segir að með þessu móti fáist lýðræðisleg niðurstaða og stöðugleiki í stjórn eyjanna sé tryggður. Maumoon Abdul Gayoom, sem nú er 65 ára, er prófessor í ís- lömskum fræðum. Hann er sagð- ur hafa stjórnað með járnaga allt frá því hann tók fyrst við embætti árið 1978. Maldíveyjar eru í Indlands- hafi, skammt suðvestur af Sri Lanka. Eyjarnar eru samtals 1.192 og búa rúmlega 278.000 manns á eyjunum, litlu færri en á Íslandi. ■ Vinstri grænir: Mótmæla múrnum ALÞINGI Steingrímur J. Sigfússon og Ögmundur Jónasson, þing- menn Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, vilja að Alþingi komi á framfæri við ísraelsk stjórnvöld og á alþjóðavettvangi, formlegum og hörðum mótmæl- um gegn byggingu aðskilnaðar- múrs á palestínsku landsvæði. Í þingsályktunartillögu þessa efnis segir að Íslend- ingar eigi að krefjast þess að framkvæmdir við múrinn verði tafarlaust stöðv- aðar og hafist handa um að fjarlægja hann. Þá vilja þing- mennirnir að Al- þingi árétti af- stöðu sína til deilumála Ísra- ela og Palestínumanna. Í greinargerð með tillögunni segir að því miður hafi lítið breyst síðan Alþingi ályktaði um málið árið 1989, öll sömu ágreiningsmál- in séu enn óleyst og staðan hafi þar að auki versnað. Flutnings- menn tillögunnar segja ábyrgð al- þjóðasamfélagsins á ástandinu mikla. Krafan um að lausn finnist sé að sama skapi hávær. ■ DÆMDUR TIL DAUÐA FYRIR GUÐ- LAST Dómstólar í Pakistan dæmdu fimmtugan karlmann til dauða fyrir guðlast. Niaz Ah- med var fundinn sekur um að hafa formælt Múhammeð spá- manni í viðurvist fjölda manna . Ahmed neitaði sök en tíu manns báru vitni gegn honum. Hann getur áfrýjað dómnum til Hæstaréttar. DÝRT SPAUG Fimmtán ára Singapúri var var dæmdur til að inna af hendi 240 klukkustundir í samfélagsþjónustu fyrir að senda skólastjóra tölvupóst þar sem hann þóttist vera mennta- málaráðherra Singapúr og krafð- ist þess að tveir nemendur yrðu reknir úr skólanum. Pilturinn kom upp um sig með því að senda póstinn óvart til ráðherr- ans líka. EINHLEYPAR KONUR FÁ EKKI GERVIFRJÓVGUN Heilbrigðisráð- herra Kína hefur bannað lækn- um að hjálpa einhleypum konum að eignast börn með gervifrjóvg- un. Ríkisstjórnin á eftir að sam- þykkja þessa reglugerð. Að sögn emættismanns hjá heilbrigðis- ráðuneytinu er markmiðið „að koma í veg fyrir að tæknin sé misnotuð af einhleypum konum og pörum sem eru óhæf til barn- eigna. EINVALDUR MALDÍVEYJA Maumoon Abdul Gayoom var um helgina endurkjörinn í sjötta sinn í embætti forseta Maldíveyja. Hann hefur gegnt forseta- embættinu í aldarfjórðung, lengur en nokkur annar leiðtogi Asíuríkis. Forseti Maldíveyja endurkjörinn í sjötta sinn: Aldarfjórðungur í embætti Uggandi um hag sinn Sú ákvörðun Tryggingastofnunar að hætta að greiða meðlag út fyrir land- steinana hefur valdið mörgum vandræðum. Breytingin er sögð mikil aft- urför því fólk þarf nú sjálft að ganga eftir því að meðlag verði greitt. TRYGGINGASTOFNUN Margar kvartanir hafa borist frá fólki sem er ósátt við skyndilegar breytingar á meðlagsgreiðslum úr landi. JÓN KRISTJÁNSSON Ráðherra hefur beðið embættismenn sína að leita lausna. Umhverfismál: Áherslan kortlögð UMHVERFISMÁL Hnattræn vandamál og uppgræðsla landsins eru þau tvö verkefni sem Íslendingum finnst mikilvægust í umhverfismálum. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu sem Gallup vann fyrir Landvernd síðsumars. Hnattræn vandamál eru m.a. gróðurhúsaáhrif, mengun hafsins og eyðing ósónlagsins og nefndu 50,8% þau sem mikilvægustu um- hverfismálin. 44,1% þátttakenda nefndu uppgræðslu landsins. Verndun náttúru Íslands og að dregið verði úr mengun eru þau verkefni önnur sem þykja mikilvæg samkvæmt könnuninni. ■ SIV FRIÐLEIFSDÓTTIR Útrýming minks væri æskileg segir um- hverfisráðherra og halda verður refnum í skefjum. MÚRINN UMDEILDI Þingmenn Vinstri grænna vilja að Al- þingi álykti gegn byggingu múrsins á Vesturbakkanum.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.