Fréttablaðið - 13.11.2003, Blaðsíða 32
JEPPAFERÐ Í LANDMANNALAUG-
AR Útivist efnir til jeppaferðar
um helgina 14.-16. nóvember.
Ekið er í Landmannalaugar á
föstudegi. Á laugardeginum er
ekið yfir Tungnaá á Hófsvaði,
þaðan að Þórisvatni og farið
vatnahringinn. Gist í skála í
Veiðivötnum. Á sunnudegi er
ekið frá Sultartanga þvert yfir
Hrunamannaafrétt að Gullfossi
að austanverðu og þaðan heim.
Brottför kl. 19 frá skrifstofu Úti-
vistar.
VÍFILSFELL Á SUNNUDAG Útivist
efnir til göngu á Vífilsfell á
sunnudaginn, 16. nóvember. Ge
ngið er úr skarðinu framan við
Jósefsdal á norðaustur öxl
fjallsins sem er 655 m. Brottför
frá BSÍ kl. 10.30. Verð
1700/1900 kr.
■ Um landið
13. nóvember 2003 FIMMTUDAGUR
Madeira:
Vor árið um kring
Ívor verða farnar þrjár ferðir tilMadeira á vegum Terra Nova
Sol og Ferðaklúbbs Levada Joe.
Madeira er mjög eftirsótt af nátt-
úruunnendum, göngufólki og
þeim sem vilja njóta lífsins og
baða sig í sólinni á hvaða árstíma
sem er. Landslagið stórfenglegt
og veðráttan mild allt árið.
Flogið verður til London með
Icelandair og þaðan áfram til
Madeira með TAP. Gist er á fjög-
urra stjörnu hóteli og í boði eru
ýmsar skoðunarferðir og göngur.
Fararstjóri er Jón Örn Kristleifs-
son.
Allar ferðirnar verða tíu nátta,
15.-25. janúar, 19.-29. febrúar en
þá viku stendur Madeira-
karnevalið yfir og páskaferð 8.-
18. apríl. Verðið er frá 99.800 kr. á
mann í tvíbýli og er innifalið flug,
gisting, morgunverður, rútuferðir
til og frá flugvelli, íslensk farar-
stjórn og flugvallarskattar. ■
Austurströnd Bandaríkjanna:
Íslensk gisting í
bænum Columbia
Íbænum Columbia, sem er miðjavegu milli Baltimore og Was-
hington DC, starfrækja íslensk
hjón, kölluð Gúnni og Sóla, fallegt
gistiheimili. Þau bjóða upp á
margskonar þjónustu fyrir ferða-
menn, svo sem akstur og skoðunar-
ferðir auk gistingarinnar. „Við höf-
um rekið gistiheimilið síðan árið
1995,“ segir Sóla. „Við bjóðum fólki
að sækja það á flugvöllinn og keyra
það hingað heim, þar sem það fær
kvöldhressingu fyrir svefninn. Svo
getur fólk auðvitað gist eins lengi
og það vill. Það kemur líka fyrir að
fólk sem er á leið til Washington er
sótt á flugvöllinn og keyrt þangað,“
segir Sóla.
Hún segir ótalmargt spenn-
andi í boði fyrir ferðamenn á
þessu svæði. „Við höfum til
dæmis farið með hópa upp í
Pennsylvaníu og heimsótt
Amish-fólkið sem er með til sölu
mikið af fallegri handavinnu og
smíðahlutum. Þá er hægt að fara
í dagsferðir til Washington og
svo fer það bara eftir áhuga
fólks hvað það vill, skoða Hvíta
húsið eða söfnin til dæmis. Við
erum í 30 mínútna fjarlægð frá
Baltimore og þangað er
skemmtilegt að fara og heim-
sækja innri höfnina, en þar er til
dæmis eitt fallegasta sædýra-
safn á Austurströndinni, að
ógleymdu stórkostlegu tækni-
safni. Svo eru gömlu bæirnir í
Ellicott City og Savage áhuga-
verðir og spennandi. Í gisting-
unni er svo innifalin ferð í stóra
og glæsilega verslunarmiðstöð.“
Gistiheimilið Sólhlíð er rekið
árið um kring. Hægt er að hringja
í síma 00 1410 997 3559 eða fá upp-
lýsingar á solhlid@gisting.com. ■
MADEIRA
Þar er veðráttan mild árið um kring.
SÉÐ AF SVÖLUM GISTIHEIMILISINS
Sólhlíð er í bænum Columbia sem er mitt á milli Baltimore og Washington.
SÓLHLÍÐ Í COLUMBIA
Eigendurnir Gúnni og Sóla bjóða upp á fjölbreytta þjónustu við ferðamenn.
28
Abu kasthjól frá kr. 3.200,-
Abu Ambassadeur frá kr. 6.900,-
Abu fluguhjól frá kr. 4.500,-
Abu veiðistangir frá kr. 2.990,-
Fenwick flugustangir frá kr. 9.990,-
Red Wolf kasthjól frá kr. 1.500,-
Abu spúnar kr. 350,-
20 stk. Francesflugur í boxi á kr. 3.000,-
Einnig töskur, vöðlur, vesti o.m.fl.
í jólaveiðipakkann
Lokadagar lagersölunnar
Nýjar vörur - enn lægra verð
Nýtt kortatímabil - Opið alla helgina
Tækifæri sem býðst bara einu sinni og
Aldrei Aftur!
HEILDSÖLUVERÐ
á veiðivörum
Síðumúla 8 - sími 568 8410