Fréttablaðið - 13.11.2003, Blaðsíða 46
Hrósið 42 13. nóvember 2003 FIMMTUDAGUR
Kristín Snæfells, betur þekktsem Stína stuð, hefur sent frá
sér bók um ævi sína, sem hefur að
sönnu verið stormasöm og átakan-
leg. Kristín var kynferðislega mis-
notuð sem barn og var í mörg ár
föst í heljargreipum áfengisbölsins.
Hún hefur líka þjáðst af anórexíu
og búlemíu og upplifði líkamlegt of-
beldi sem barn og fullorðin. Það
vakti athygli meðan bók Kristínar
var í smíðum að hún auglýsti eftir
fólki sem gat sagt henni hvernig
hún var sem barn og unglingur.
„Það sem vakti fyrir mér var að
fá mynd af sjálfri mér á þessum
árum og vita hvort leikfélagarnir
hefðu tekið eftir því að ég væri eitt-
hvað öðruvísi. Börn sem hafa lent í
kynferðisofbeldi breyta svo oft um
karakter,“ segir Kristín. „En það
kom í ljós að þeim fannst ég bara
ósköp venjulegur krakki .Það var
líka svolítið skondið að sumir mis-
skildu þetta algjörlega og héldu að
mig vantaði að fá fyllt upp í „black-
out-eyðurnar“, og strákar voru að
hringja í mig hægri vinstri til að
játa á sig allskonar syndir,“ segir
hún og hlær.
Stína gefur bókina út sjálf og all-
ur ágóði af henni rennur til Dyngj-
unnar, sem er áfangaheimili fyrir
konur sem eru að jafna sig eftir
meðferð, Unglingadeildar SÁÁ og
Götusmiðjunnar. „Mér fannst það
verðugt verkefni að styrkja þessa
aðila og tilgangurinn með bókinni
er auðvitað fyrst og fremst að sýna
fólki að það er hægt að ná sér út úr
öllu. Ég er búin að vera edrú í 23 ár
og hef farið í gegnum miklar
hremmingar á þeim tíma, en það er
mikilvægt að fólk viti að hægt er að
sigrast á erfiðleikunum og láta
áfengið í friði.“ ■
Bókaútgáfa
KRISTÍN SNÆFELLS
■ hefur skrifað bók um ævi sína sem
fjallar meðal annars um áfengisvanda og
ofbeldi. Ágóði bókarinnar rennur til með-
ferðarstofnana.
Hrósið fær Ásta Ragnheiður Jó-
hannsdóttir fyrir að vekja athygli
á mismunandi starfslokasamn-
ingum ríkisins.
Að sigrast á Bakkusi og erfiðri lífsreynslu
Mikið er um að vera á Reyðar-firði þessa dagana en nýr
skemmtistaður opnar þar á
morgun. Hann hefur hlotið nafn-
ið Zalza og er til húsa þar sem fé-
lagsheimilið Félagslundur var
áður. Til að byrja með verður
opið um helgar en fljótlega er
ráðgert að hefja daglega veit-
ingasölu og verður Zalza þá op-
inn alla daga vikunnar.
Eigandi Zalza er Kristján J.
Kristjánsson og leigir hann hús-
næðið af Fjarðabyggð til þriggja
ára. „Ætlunin er að Zalza verði al-
hliða afþreyingar- og menningar-
miðstöð fyrir íbúa Miðaustur-
lands og gesti sem sækja okkur
heim. Fljótlega verður boðið upp
á hefðbundna skyndibita sem og
fínni veislumatseðil. Í framtíð-
inni á Zalza að verða lifandi og
frísklegur staður um nætur og
helgar en á daginn veitingastaður
og kjölfesta menningar- og af-
þreyingar,“ segir Kristján.
Fyrsti skemmtikrafturinn sem
stígur á stokk í Zalza og heldur
uppi stuðinu verður trúbadorinn
Arnar Guðmundsson frá Norð-
firði. ■
ZALSA NÝR SKEMMTISTAÐUR
Ætlunin er að Zalza verði alhliða
afþreyingar- og menningarmiðstöð
fyrir íbúa Miðausturlands og gesti
sem sækja þá heim.
Skemmtanir
■ Nýr alhliða veitingastaður á Reyðar-
firði verður opnaður á morgun.
Fjör á Reyðarfirði
Já, ég er kominn með bílprófið,fyrir tæpum fjórum vikum, ná-
kvæmlega föstudaginn 17. októ-
ber,“ segir Mörður Árnason al-
þingismaður, en þá átti hann 13
daga í fimmtugt. Mörður segir að
það hafi lengi staðið til að afla sér
ökuréttinda. Hann hafi ekki tekið
prófið um leið og jafnaldrarnir,
ekki þótt liggja á því. „Framan af
var þetta ekki ofarlega á dagskrá
og á sínum tíma þótti bara nokkuð
smart að vera ekki með bílpróf.
Ég hef svo oftast búið í þokkalegu
göngufæri við skóla og vinnu, og
lærði í Ósló og París sem eru litl-
ar bílaborgir. Þegar ég kom heim
aftur þóttist ég svo annaðhvort
ekki hafa tíma til eða efni á að
fara í prófið,“ segir Mörður. Hann
viðurkennir að vissulega hafi það
heft hann að geta ekki keyrt.
Hann hafi sjaldnar heimsótt vini
og fjölskyldu utan miðbæjarins
og saknað þess að geta ekki hopp-
að upp í bíl og skroppið á skíði eða
út fyrir borgina. „Svo hefur farið
í taugarnar á mér að vera ekki lið-
tækur ökumaður í ferðum út um
landið, en ég hef sem sagt verið
bílprófslaus bíleigandi í nokkur
ár,“ segir hann hlæjandi. Í sumar
ákvað Mörður að láta til skarar
skríða. „Jú, ég þurfti að taka reið-
innar ósköp af tímum í tveimur
áföngum. Minn ágæti ökukennari,
Sveinn Ingimarsson, þurfti að
fara í heyskap á miðju sumri þeg-
ar ég var hálfnaður. Síðan var ég
búinn að glutra miklu niður þegar
hann kom aftur, en ég sé ekki eft-
ir því að hafa tekið marga tíma,“
segir Mörður og segist þeirrar
skoðunar að menn eigi að taka
sem flesta tíma. Skriflega prófið
stóðst hann með ágætum. Aðeins
tvær spurningar voru honum of-
viða, önnur þeirra var hálfgerð
gildra en hin flókin nákvæmnis-
spurning um ljósabúnað. „Verk-
lega prófið var miklu snúnara. Ég
var látinn aka um Grafarholtið,
nýtt hverfi sem ég þekki illa. Ég
komst klakklaust í gegnum það,
gleymdi reyndar nokkrum hægri-
götum en tók fyllsta tillit og gætti
ýtrustu varúðar og svo framvegis.
Ég var útskrifaður með þeim orð-
um að ég væri að vísu nokkuð
stirður en þó ekki hættulegur. –
En ég er nokkuð góður að bakka.
Ég lærði það nefnilega á Farmall-
traktornum í sveitinni!“ segir
Mörður Árnason sem fimmtugur
ekur þriggja ára gömlum Skoda
Felicia sem hann erfði eftir móð-
ur sína. Hann segir þó að reiðhjól-
ið sé ennþá helsta farartæki sitt,
og fer yfirleitt á hjólinu niður í
þing. ■
Fimmtugur í bílpróf
Ökupróf
MÖRÐUR ÁRNASON
■ Var útskrifaður með þeim orðum
að hann væri nokkuð stirður en ekki
hættulegur.
MÖRÐUR ÁRNASON
Hann tók bílpróf í sumar og
náði að fá skírteinið í hendur
fyrir fimmtugsafmælið.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
IL
H
EL
M
KRISTÍN SNÆFELLS
Hefur farið í gegnum ótrúlegar hremm-
ingar í lífi sínu, en sigrast á vandamál-
unum með jákvæðu hugarfari.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/R
Ó
B
ER
T