Fréttablaðið - 13.11.2003, Blaðsíða 27

Fréttablaðið - 13.11.2003, Blaðsíða 27
Bjartur hefur gefið út skáldsög-una Ljónadrengurinn eftir Zizou Corder í íslenskri þýðingu Guðrúnar Evu Mínervudóttur. Bókin er nýlega komin út í Bret- landi á frummálinu og hefur vakið slíka athygli að Steven Spielberg ætlar að kvikmynda söguna. Aðal- persóna Ljónadrengsins er piltur að nafni Charlie As- hanti sem hefur þá sérgáfu að geta skilið og talað kattamál. Dag einn hverfa for- eldrar hans, eitthvað hræðilegt hefur gerst. Charlie heldur af stað í leit að þeim og fer um borð í sirkusskip sem er á leið til Parísar. Kápu- mynd gerði Björg Bjarkardóttir. Bókaforlagið Bjartur hefurgefið út skáldsöguna Borgir og eyðimerkur: skáldsaga um Kristmann Guðmunds- son eftir Sig- urjón Magn- ússon. Krist- mann Guð- mundsson gat sér ung- ur skáld- frægð á Norðurlönd- um og naut mikillar al- þýðuhylli. Hann bjó í Noregi en þráin eftir Íslandi var sterk í brjósti hans. Borgir og eyðimerkurgerist um það bil aldarfjórðungi eftir heim- komu skáldsins til Íslands. Krist- mann ákveður að mæta ekki í réttarsal þar sem standa yfir réttarhöld vegna meiðyrðamáls hans gegn Thor Vilhjálmssyni. Þess í stað heldur hann til Hvera- gerðis, á gamlar heimaslóðir, og reynir að endurmeta eigið líf. 23FIMMTUDAGUR 13. nóvember 2003 ■ Nýjar bækur ■ Nýjar bækur Ég fékk nú ekki langan tímatil að hugsa mig um og ákvörðun um að taka þetta starf að mér var alls ekki erfið,“ seg- ir Kristinn Hrafnsson nýráðinn fréttastjóri á DV. Kristinn segir að það sé nú einu sinni þannig að frétta- mennskan sé baktería sem erfitt sé að losna við en hann var á sínum tíma fréttamaður á Stöð 2. „Fjölskyldumálin hafa verið í forgrunni síðustu ár. Ég er faðir þriggja barna, tveggja, þriggja og átta ára, og hef verið í fæðingarorlofi og flutti til Ed- inborgar í Skotlandi. Þar sinnti ég mínum börnum í boði þess framsýna ráðherra, Páls Pét- urssonar,“ segir Kristinn og hlær en hann flutti heim aftur á síðasta ári. Skömmu síðar stofnaði hann ásamt eiginkonu sinni, Ernu Kaaber, fyrrum fréttakonu á Stöð 2, fyrirtækið Orðspor. „Við höfum verið að vinna að heim- ildarmyndagerð, fjölmiðlaráð- gjöf og nú síðast bókaútgáfu.“ Kristinn segist vera mjög spenntur að byggja upp nýtt dagblað, það sé ekki á hverjum degi sem slík tækifæri bjóðist. „Tíminn er knappur og það er óskaplega gaman að vinna með góðu fólki. Það má segja að það sé valinn maður í hverju rúmi og kraftur í mönnum,“ segir hann. Erna, kona Kristins, gætir Orðspors þeirra á meðan, en um þessar mundir er að koma út bók eftir Ernu. „Ef það er hægt að lýsa bókinni í fáum orðum er hún um mat, menningu og sögu,“ segir hann og hefur ekki fleiri orð um það. Kristinn tekur fálega í að tala um áhugamál, finnst hann ekki hafa hugsað um annað en börn, bleiur og fjölskylduna undanfarin ár. „Nei, ég er lítill í íþróttamaður og hef litla ánægju af einhverju sprikli,“ segir hann og snýr sér að því að undirbúa fréttir sem birtast eiga í nýju og endurbættu DV á morgun. ■ KRISTINN HRAFNSSON Undanfarin ár hefur hann stússast í börnum í boði Páls Péturssonar félagsmálaráðherra. Tímamót KRISTINN HRAFNSSON ■ nýráðinn fréttastjóri á DV fékk ekki langan umhugsunarfrest til að ákveða að skella sér í slaginn.. Úr barnastússi í fréttastjórn - 2 5 Á R A O G T R AU S T S I N S V E R Ð Stangarhyl 3 · 110 Reykjavík · S: 591 9000 www.terranova.is · Akureyri sími: 466 1600 Fjölmenningin á Ísafirði: Kúskús og magadans Færri komust að en vildu á ar-abísku kvöldi í Edinborgarhús- inu á Ísafirði um síðustu helgi. Gestir kvöldsins voru mæðgurnar Amal Tamimi sem stundar nám í félagsfræði við Há- skóla Íslands og Vala Abilibdeh. Amal flutti erindi um Palestínu og síðan dönsuðu mæðgurnar maga- dans. Á borðum var palestínskur matur sem Amal töfraði fram og kúskús sem Hassan Boutar- hroucht frá Suðureyri eldaði kúskús, en heimalandi hans er Marokkó. Fjölmenningarsetrið, Rauða kross deildin á Ísafirði, Rætur og Menningarmiðstöðin Edinborg stóðu fyrir þessum viðburði og er það ekki í fyrsta sinn sem þessir aðilar vinna saman að því að kynna aðra menningarheima. Bryndís Friðgeirsdóttir svæðisfulltrúi Rauða krossins segir Vestfirð- inga hafa verið iðna við að skemmta sér fjöl- menningarlega undanfarin ár enda býr fólk frá yfir 40 þjóðlönd- um á Vestfjörðum. Að mati Bryn- dísar er það kærkomin viðbót við íslenska menningu að fá að laða fram þá reynslu sem fólk ber með sér frá öðrum heimsálfum. ■ VESTFIRSKIR KARLAR DANSA MAGADANS Meðal þess sem var á dagskrá á arabísku kvöldi á Ísafirði var magadans. FRÉTTAB LAÐ IÐ /ALD A LÓ A

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.