Fréttablaðið - 18.12.2003, Side 4

Fréttablaðið - 18.12.2003, Side 4
4 18. desember 2003 FIMMTUDAGUR Hvað finnst þér um jólafrí þingmanna? Spurning dagsins í dag: Óttastu að fyrirhugaður niðurskurður á Landspítalanum eigi eftir að bitna á þér eða þínum? Niðurstöður gærdagsins á www.frett.is 12% 79% Mátulegt 9%Of stutt Of langt Kjörkassinn Farðu inn á frett.is og segðu þína skoðun frétt.is ■ Lögreglufréttir Bakslag í viðræður um stjórnarskrá: Leystust upp í deilum KABÚL, AP Vonir manna um árangur af ráðstefnu um stjórnarskrá fyrir Afganistan biðu hnekki í gær þegar fulltrúar á henni deildu hart og skiptust á ásökunum. Deilurnar í gær komu á óvart eftir að fyrstu þrír dagar ráðstefn- unnar höfðu farið friðsamlega fram. Fundarhöldin hófust með harðorðri ræðu Malalai Joya, full- trúa Farah-héraðs í vesturhluta landsins, sem gagnrýndi mikil áhrif Burhanuddins Rabbani, fyrrum for- sætisráðherra, og Abduls Rasul Sayyaf, mjög íhaldssams múslima. Báðir eru í forystuhlutverkum á ráðstefnunni. Hún spurði hvers vegna þessir menn hefðu verið valdir til áhrifa. „Að mínu áliti ættu þeir frekar að vera dregnir fyrir dómstól.“ Joya þagnaði ekki fyrr en slökkt var á hljóðnema hennar. Harðlínumenn brugðust harka- lega við ummælum Joya, kölluðu hana kommúnista og kröfðust þess að henni væri vísað af ráðstefnunni. Deginum áður höfðu kvenfulltrúar á ráðstefnunni kvartað undan því að vera hunsaðir. Margir fulltrúar vilja taka upp valdamikið embætti forsætisráð- herra til að draga úr völdum forset- ans og hefur verið deilt um það fyr- irkomulag. ■ Yfirstjórn RÚV heldur fólki á verktakalaunum Fyrrverandi verktaki hjá Ríkisútvarpinu segir að stjórnendur stofnunarinnar virðist dansa í kringum skattalöggjöfina. Verktakar eru réttlausir í veikindum og hafa ekki orlofsrétt. Ólöglegt er að fólk í fullu starfi sé á verktakalaunum. FJÖLMIÐLAR Starfsmenn Skattstofu Reykjavíkur eru þessa dagana að rannsaka launagreiðslur til starfs- manna Ríkisútvarpsins með það fyrir augum að finna út hve marg- ir séu þar á verktakalaunum. Svo virðist sem æðstu stjórnendur RÚV hafi skipulega haldið starfs- fólki á verktakalaunum þótt slíkt sé ólöglegt þegar um fullt starf er að ræða. Á föstudag fengu verk- takar hjá RÚV bréf frá skattinum þar sem dæmi eru um að starfsmaður hafi verið krafinn um hundruð þús- unda í skattgreiðsl- ur þar sem sýnt þykir að þeir eigi með réttu að vera á hefðbundnum launakjörum og greiða skatt mán- aðarlega. Í sumum tilvikum hefur fólki verið haldið á verktakalaun- um um árabil. Algengt er hjá RÚV að starfs- fólk sé ekki fastráðið en sé þess í stað á verktakalaunum sem þýðir að réttindi þeirra eru mun minni en gengur og gerist þegar fólk er fastráðið og á launaskrá. Þannig er veikindaréttur enginn og fólk ávinnur sér ekki rétt til orlofs eða lífeyrisréttinda á sama hátt og al- mennir launamenn. Verktakar hjá RÚV hafa sumir óskað eftir því að fá fastráðningu en mætt þar tregðu yfirmanna. Þetta mál kom upp á yfirborðið þegar Hjálmar Hjálmarsson „ekkifréttamaður“ sem starfað hefur sem verktaki hjá Rás 2 sagði starfi sínu lausu á dögunum þar sem hann fékk ekki fastráðningu þrátt fyrir að eiga að baki langan starfsaldur hjá Ríkisútvarpinu. Þetta kom fram í viðtali við Hjálm- ar í helgarútgáfu Fréttablaðsins. Jóhann Hauksson, dagskrárstjóri Rásar 2, staðfesti í greininni að viðtekið sé að fjöldi starfsmanna RÚV hjá Útvarpinu og Sjónvarp- inu sé á verktakasamningum þrátt fyrir að vinna fulla vinnu. Þar vís- aði hann til þess að hann hefði yfir- menn. Ekki er annað að skilja en að Jóhann vísi til Dóru Ingvadóttur, f r a m k v æ m d a - stjóra Útvarps, og Markúsar Arnar Antonssonar út- varpsstjóra. „Ég er ekki sér- fróður um skatta- mál en sé ekki bet- ur en að Rás 2 sé að dansa í kring- um skattalöggjöf- ina til að ná niður kostnaði við rekst- urinn,“ segir Hjálmar sem hafði fyrir því munnlegt loforð að fá launasamning. Hann fékk einu sinni útborgað sem slík- ur en var síðan kippt út af launa- skrá og því borið við að yfirboðar- ar hans sættu sig ekki við þetta fyrirkomulag. Með því að hafa starfsfólk á verktakakjörum sparast nokkuð í mannahaldi þar sem útgjöld eru einungis vegna þess tíma sem unn- ið er. Þá þarf ekki að greiða laun í veikindum þar sem launþeginn verður sjálfur að taka skellinn og vera launalaus. Á móti kemur að verktakar geta dregið ýmsan út- lagðan kostnað frá verktaka- greiðslum og þannig haldið niðri sköttum. Mál þetta kann að draga dilk á eftir sér því launagreiðanda er óheimilt að halda starfsmönnum í fullu starfi utan launaskrár með því að skrá þá sem verktaka. Því kann svo að fara að stofnunin verði að greiða að hluta það tjón sem rík- ið hefur orðið fyrir vegna verk- takanna. rt@frettabladid.is Vextir í Noregi: Sjöunda lækkunin ÓSLÓ, AP Seðlabanki Noregs lækk- aði vexti sínu um fjórðung úr prósenti í gær og nema þeir nú 2,25%. Þetta er sjöunda vaxta- lækkun bankans það sem af er árinu. Fyrir ári voru vextir í Nor- egi með því hæsta sem gerðist í iðnríkjum. Norski seðlabankinn, líkt og sá íslenski, beitir vöxtum sínum til að ná markmiði sínu um að verð- bólga sé undir 2,5%. Stjórnendur bankans sögðu við vaxtalækkunina í gær að meiri líkur væru á að verðbólga yrði undir 2,5% en yfir þrátt fyrir vaxtalækkunina. ■ Á LEIÐ TIL FUNDAR David Trimble, sem var í forsæti síðustu heimastjórnar Norður-Írlands, hélt á fundi forsætisráðherra Írlands og Bretlands í gær. Norður-Írland: Spilað úr kosningunum LONDON, AP Forsætisráðherrar Bretlands og Írlands funduðu með fulltrúum þriggja stærstu stjórn- málaflokka Norður-Írlands í gær til að ræða um hvort hægt væri að koma á nýju valdaskiptakerfi og mynda starfhæfa ríkisstjórn. Horfurnar eru ekki góðar þar sem flokkarnir á sitt hvorum enda pólitíska litrófsins, Sinn Fein og Sambandssinnar undir forystu Ians Paisley, eru tveir stærstu flokkar norður-írska þingsins. Sambandssinnar hafa neitað að vinna með Sinn Fein. Paisley heit- ir þó þátttöku í viðræðum í Belfast í næsta mánuði. ■ Linda Blöndal, dagskrárgerðarmaður Ríkisútvarpsins: Ég er gerviverktaki FJÖLMIÐLAR Linda Blöndal, dag- skrárgerðarmaður á Rás 2, er einn þeirra starfsmanna Ríkisútvarpsins sem fengu bréf frá Skattstjóranum í Reykjavík á föstudaginn síðastlið- inn. Linda segir að þar hafi henni verið tilkynnt um álagningu upp á rúmar 300 þúsund krónur. Ástæðan er sú að starfsmenn skattsins höfðu uppgötvað að Linda væri í föstu starfi á Ríkisútvarpinu en hafi rang- lega verið skráð sem verktaki. „Ég er gerviverktaki og get ekki þrætt fyrir það. Þetta er há upphæð sem ég verð að borga en ég hef þó frest þar til í febrúar,“ segir Linda. Hún segir að í bréfinu felist ákveðin tíðindi því nú virðist sem svo að hún fari inn á launaskrá. „Í bréfinu frá skattinum er úr- skurður um að ég eigi að vera laun- þegi en ég hef enn ekki fengið um það tilkynningu frá stofnuninni,“ segir Linda. Hún segir að eftir að skatturinn fór að rannsaka verktöku hjá Ríkis- útvarpinu hafi fólk spurst fyrir um það hvort stofnunin myndi svara fyrir alla. „Mér skilst að hver og einn starfsmaður eigi að svara fyrir sig en stofnunin muni eingöngu svara sem launagreiðandi,“ segir Linda. ■ LINDA BLÖNDAL Fékk bréf frá skattinum í seinustu viku um að hún væri ranglega skráð sem verktaki. RÍKISÚTVARPIÐ Ein ríkisstofnun rannsakar aðra nú þegar starfsmenn skattsins eru að leita uppi verktaka í fullu starfi. DÓRA INGVADÓTTIR Fer með fram- kvæmdastjórn á Útvarpinu og þar með starfs- mannamál. ■ Í sumum tilvik- um hefur fólki verið haldið á verktakalaun- um um árabil. HJÁLMAR HJÁLMARSSON Sætti sig ekki við að vera verktaki og fékk loforð um launasamning. Það stóð ekki. MARKÚS ÖRN ANTONSSON Ábyrgur fyrir því að starfsmönnum hefur verið neitað um launa- samninga. FRÁ RÁÐSTEFNUNNI Fulltrúi á stjórnarskrárráðstefnunni í Kabúl talar í farsíma. Fundurinn leystist upp í deilum um menn og málefni. ÞRJÁR MILLJÓNIR FYRIR MÁLÆÐI Yfir 600 ökumenn hafa verið kærðir fyrir að nota farsíma í akstri það sem af er árinu. 186 voru teknir í Reykjavík. Sekt fyr- ir brot af þessu tagi er 5000 krón- ur og heildarupphæðin því rúmar þrjár milljónir króna. Að sögn Harðar Jóhannessonar, yfir- lögregluþjóns í Reykjavík, hefur innheimta sektanna gengið vel.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.