Fréttablaðið - 18.12.2003, Page 6
6 18. desember 2003 FIMMTUDAGUR
■ Lögreglufréttir
■ Kárahnúkar
GENGI GJALDMIÐLA
Bandaríkjadalur 72.87 -0.19%
Sterlingspund 127.66 0.04%
Dönsk króna 12.08 -0.33%
Evra 89.88 -0.28%
Gengisvísitala krónu 124,56 -0,02%
KAUPHÖLL ÍSLANDS
Fjöldi viðskipta 255
Velta 6.301 milljónir
ICEX-15 2.067 -0,34%
Mestu viðskiptin
Fjárf.f. Straumur hf. 1.109.695.524
Grandi hf. 765.728.847
Bakkavör Group hf. 354.383.962
Mesta hækkun
Medcare Flaga hf. 1,61%
Jarðboranir hf. 1,55%
Kögun hf. 1,54%
Mesta lækkun
Grandi hf. -1,50%
Marel hf. -1,47%
Eimskipafélag Íslands hf. -1,35%
ERLENDAR VÍSITÖLUR
DJ* 10.110,2 -0,2%
Nasdaq* 1.914,2 -0,5%
FTSE 4.354,2 0,5%
DAX 3.847,6 -0,5%
NK50 1.282,7 -0,0%
S&P* 1.073,7 -0,1%
*Bandarískar vísitölur kl. 17.00
Veistusvarið?
1Hvað heitir bandaríski hjúkrunar-fræðingurinn sem hefur játað að hafa
drepið 30–40 sjúklinga?
2Hvað heitir báturinn sem sökk ámánudag við Hafnarberg?
3Hvaða kvikmynd var valin besta jóla-mynd allra tíma?
Svörin eru á bls. 58
LUNDÚNIR, AP Kviðdómur í Lundún-
um fann Ian Huntley sekan um að
hafa í ágúst á síðasta ári myrt
tvær tíu ára gamlar stúlkur, Holly
Wells og Jessicu Chapman, í bæn-
um Soham í Englandi. Huntley,
sem var húsvörður í skóla stúlkn-
anna, hlaut tvo lífstíðardóma.
Kærasta Huntleys, Maxine Carr,
var sýknuð af ákærum um aðild
að morðunum en dæmd í þriggja
og hálfs árs fangelsi fyrir að
reyna að hindra framgang réttvís-
innar með því að halda upplýsing-
um leyndum fyrir lögreglunni.
Huntley lýsti sig saklausan af
ákærum um morð en játaði að
hafa reynt að hindra framgang
réttvísinnar. Hann hélt því fram
að Wells hefði drukknað í baðkari
heima hjá honum og Chapman
hefði kafnað þegar hann var að
reyna að róa hana. Hann viður-
kenndi að hafa keyrt með líkin út
fyrir bæinn, kastað þeim í skurð
og brennt þau. Carr játaði að hafa
logið að lögreglunni til að vernda
kærasta sinn.
Huntley og Carr voru sakfelld
með ellefu atkvæðum gegn einu
eftir að dómari féllst á að sam-
þykkja úrskurð sem byggðist á
niðurstöðu tíu eða fleiri kviðdóm-
ara. Kviðdómurinn hafði í þrjá
daga reynt að komast að sam-
hljóða niðurstöðu. ■
Höfðar meiðyrðamál
gegn forsætisráðherra
Jón Ólafsson kaupsýslumaður hefur höfðað mál gegn Davíð Oddssyni vegna ummæla sem ráð-
herra lét falla í fjölmiðlum um Jón og meint skattsvik hans. Jón segir Davíð hafa vegið að mann-
orði sínu og sjálfsvirðingu með ummælunum og krefst þriggja milljóna króna í miskabætur.
MÁLSHÖFÐUN Jón Ólafsson kaup-
sýslumaður hefur höfðað mál
gegn Davíð Oddssyni forsætis-
ráðherra vegna ummæla sem
Davíð hefur látið falla í fjölmiðl-
um um sölu Jóns á eigum sínum
á Íslandi.
Forsætisráðherra var birt
stefna í gærmorgun en málið
verður þingfest fyrir Héraðs-
dómi Reykjavíkur 13. janúar.
Jón Ólafsson krefst þess að
ummæli forsætisráðherrans í
Ríkisútvarpinu 21. nóvember og
Morgunblaðinu daginn eftir
verði dæmd
dauð og ómerk.
Í báðum tilfell-
um ræddi for-
sætisráðherra
um meint skatt-
svik Jóns Ólafs-
sonar og rann-
sókn yfirvalda
á þeim og að-
komu kaup-
þings Búnaðar-
banka að sölu
eigna Jóns. Þá
krefst Jón þess að forsætisráð-
herra verði dæmdur til greiðslu
sektar í ríkissjóð fyrir ummælin
og þær aðdróttanir um skattsvik
og þjófnað sem í þeim felast.
Miskabótakrafa Jóns hljóðar
upp á þrjár milljónir króna en
að auki krefst hann 350 þúsunda
króna úr hendi Davíðs til að
standa straum af birtingu dóms-
orðs í þremur dagblöðum.
Í stefnunni segir meðal ann-
ars að Jón Ólafsson hafi um
nokkurt skeið sætt skattrann-
sókn en deilt sé um hvort Jón
eigi að telja fram og greiða
skatta af tekjum og eignum sín-
um á Íslandi eða erlendis. Sú
deila hafi hvorki verið leidd til
lykta af skattayfirvöldum né
heldur dómstólum og ekki hafi
verið gefin út ákæra á hendur
Jóni, hvorki fyrir skattsvik né
þjófnað. Því síður hafi hann ver-
ið dæmdur fyrir slíka háttsemi.
Með ummælum sínum hafi for-
sætisráðherra vegið að mannorði
og sjálfsvirðingu Jóns.
Þá segir að í ljósi menntunar
forsætisráðherra og stöðu hans
og áhrifa í íslensku samfélagi
verði að gera ríkari kröfur til
hans um að hann gæti að sann-
leik orða sinna.
„Það er einfaldlega ekki hægt
að sitja þegjandi lengur undir
þessum málflutningi og það sýn-
ir einnig einkennilegan skilning
á viðskiptum að halda því fram
að sala á eignum dragi úr hugs-
anlegri greiðslugetu. Verði nið-
urstaða í deilum mínum við
skattayfirvöld sú að mér beri að
greiða aukna skatta á Íslandi
mun ég að sjálfsögðu hlíta þeim
úrskurði. Af minni hálfu hefur
enginn þjófnaður átt sér stað og
ég hef hvorki verið ákærður né
dæmdur fyrir skattalagabrot af
neinu tagi. Forsætisráðherra má
einfaldlega ekki komast upp
með orðbragð og framkomu af
þessu tagi,“ segir Jón Ólafsson.
Davíð Oddsson forsætisráð-
herra svaraði ekki skilaboðum
Fréttablaðsins.
the@frettabladid.is
ÓHAPP Í NÝBYGGINGU Litlu
munaði að illa færi þegar fjöldi
þaksperra sem verið var að reisa
í nýbyggingu runnu til og féllu á
gólfið. Einn maður varð fyrir
sperrunum og féll niður með
þeim. Hann hlaut minniháttar
áverka og fékk að fara heim að
lokinni læknisskoðun.
600 TONNA BOR Risabor kemur
til Reyðarfjarðar í dag. Borinn,
sem er 600 tonn og 120 metra
langur, er sá stærsti sem komið
hefur til landsins. Hann verður
notaður til heilbora 50 kílómetra
göng við Kárahnjúkavirkjun.
Borinn var síðast notaður til að
bora göng undir Queens-hverfi í
New York. Borinn veðrur fluttur
í áföngum upp á virkjunarsvæðið
í kvöld og nótt.
JÓN ÓLAFSSON
Ekki hægt að sitja undir þessu lengur.
DAVÍÐ ODDSSON
Svarar ekki.
„Og maður hefur þá tilfinningu að
þar með sé auðvelt að skjóta undan
fjármunum þannig að ríkisvaldið
eigi miklu erfiðara ef skattaálagn-
ing verður í samræmi við skatt-
rannsókn að ná til sín þeim fjár-
munum sem þarna eru á ferðinni.
Þetta hafði allt þann brag að þarna
væri verið að kaupa og selja þýfi í
mínum huga.“
Ummæli Davíðs Oddssonar forsætisráðherra:
RÚV 21. nóvember 2003
„Forsætis-
ráðherra má
einfaldlega
ekki komast
upp með orð-
bragð og
framkomu af
þessu tagi.
FÓRNARLÖMB HUNTLEYS
Ian Huntley var fundinn sekur um að hafa myrt Holly Wells og Jessicu Chapman.
Húsvörðurinn Huntley fundinn sekur um morð
á tveimur stúlkum:
Hlaut tvo
lífstíðardóma
Morgunblaðið 22. nóvember 2003
„Þann sama dag sem skattrann-
sóknarstjóri skilar af sér rann-
sókn sem snýst um grunsemdir
um að það blasi við að maður
nokkur sé mesti skattsvikari Ís-
landssögunnar stendur þessi
banki fyrir því að losa hans eignir
héðan.“