Fréttablaðið


Fréttablaðið - 18.12.2003, Qupperneq 10

Fréttablaðið - 18.12.2003, Qupperneq 10
10 18. desember 2003 FIMMTUDAGUR Jón Bjarnason VG um söluna á Brimi: Ríkisstjórnin gæti hagsmuna byggða SJÁVARÚTVEGUR Jón Bjarnason, þingmaður Vinstri grænna, hefur áhyggjur af þróun mála í sjávar- útvegsgeiranum í tengslum við söluna á Brimi, sjávarútvegsstoð Eimskipafélagsins, en félagið hef- ur falið Landsbanka Íslands að kanna möguleika á sölunni. Magn- ús Gunnarsson, stjórnarformaður Eimskips, hefur sagt að það fari eftir áhuga kaupenda hvort félög innan Brims verði seld í heilu lagi eða í hlutum. Jón segir Brim hafa verið fórnarlamb í uppstokkun og einkavæðingu á Landsbankanum og á fjármálamarkaðnum. „Við vitum það að framtíð þeirra sjávarbyggða, sem eiga allt sitt undir fyrirtækjum Brims, veltur á þeirri framvindu sem verður vegna sölunnar og ég skora á hæstvirta ríkisstjórn að fylgjast vel með og standa vörð um hagsmuni byggðanna sem eru núna undir í baráttunni um Brim. Ríkisstjórnin verður að tryggja að ekkert gerist í jólaleyfinu sem getur stefnt atvinnulífinu í byggð, búsetu og fyrst og fremst sjávar- útveginum í hættu. Vissulega er ástæða til að hafa verulegar áhyggjur af þróun mála í sjávar- útveginum,“ sagði þingmaður Vinstri grænna. ■ Ríkisskattstjóri varar við fyrirtækjagræðgi Indriði H. Þorláksson ríkisskattstjóri varar við fyrirtækjagræðgi og telur fyrirtæki nota færustu sérfræðinga til þess að komast hjá eðlilegum skattgreiðslum. Framkvæmdastjóri Verslunarráðs telur ummælin bera með sér gamaldags embættismannahroka. SKATTAMÁL „Mitt í samþjöppun auðs og valda blómstrar það sem kallað hefur verið fyrirtækjagræðgi (cor- porate greed). Græðgi, sem ekki stafar af mannlegum breyskleika, en er kreddufest mammonsdýrkun þar sem gróðaboðorðið er öllu æðra,“ segir Indriði H. Þor- láksson ríkis- skattstjóri í leiðara frétta- bréfs embætt- isins. Hann seg- ir þessara við- horfa gæta í skattamálum. Brotin gerist æ ú t h u g s a ð r i , enda njóti gerendur bestu sérfræðinga og ráðgjafa, sem taki ríkulega þóknun fyrir. Indriði segir ráðgjafarfyrirtæki og fjármálastofnanir keppast um að falbjóða gjörninga sem séu ekki til neins annars en að komast hjá eðli- legum skattgreiðslum. Þór Sigfússon, framkvæmda- stjóri Verslunarráðs Íslands, segir íslenska embættiskerfið hafa að mörgu leyti batnað á undanförnum árum. Ástæðan sé án efa sú að síð- ustu ríkisstjórnir hafi sýnt skilning á mikilvægi frjálsra viðskipta og bætts rekstrarumhverfis fyrir- tækja. Í kjölfarið hafi embættis- mannakerfið batnað. Gamla kerfið, sem starfaði oft beinlínis gegn við- skiptalífinu, hafi vikið fyrir fag- legri og jákvæðari sjónarmiðum. „Með grein Indriða má þó segja að vísbendingar séu um að gamla kerfið sé að vakna til lífsins að nýju og hlakki til þess að taka upp gamla siði sem einkenndust af hroka gagnvart fyrirtækjastarfseminni.“ Þór segir að vissulega hafi við- skiptalífið gefið þessum draugum í kerfinu tækifæri til þess að lifna þar sem mörg áföll hafi dunið yfir sem skaðað hafi ímynd viðskipta- lífsins. „Það réttlætir þó engan veg- inn slík stóryrði ríkisskattstjóra gagnvart fyrirtækjum.“ Þór segir eðlilegt að hafa áhyggjur af því að ríkisskattstjóri sé að gefa tóninn fyrir starfsmenn sína um hvernig eigi að meðhöndla fyrirtækin í landinu hjá embætt- inu. Ríkisskattstjóri hefur nýverið fengið til sín skráningu nýrra fyr- irtækja, sem áður var í höndum Hagstofunnar. Þór segir Hagstof- una hafa sinnt þessu verkefni með miklum sóma og samkvæmt at- hugun Verslunarráðsins tók stofn- un fyrirtækja hérlendis minni tíma en í flestum nágrannalönd- um. „Það verður fróðlegt að sjá hvort sú þjónusta versnar í hönd- um Ríkisskattstjóra.“ haflidi@frettabladid.is „Með grein Indriða má þó segja að vísbendingar séu um að gamla kerfið sé að vakna til lífsins að nýju og hlakki til þess að taka upp gamla siði. ...núna á þremur stöðum Smáralind Sími 545 1550 Glæsibæ Sími 545 1500 Kringlunni Sími 575 5100 www.utilif.is ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S U TI 2 28 82 11 /2 00 3 Mikið úrval af úlpum Hugmynd að jólagjöf JÓN BJARNASON Þingmaður Vinstri grænna hefur verulegar áhyggjur af þróun mála í sjávarútvegsgeir- anum vegna sölunnar á Brim. Þingmenn ESB: Breyta launa- kerfi sínu BRUSSEL, AP „Við höfum tekið til í okkar málum,“ sagði Pat Cox, forseti þings Evrópusambands- ins, eftir að þingmenn sam- þykktu nýtt launakerfi. Mánað- arlaun þingmanna verða 764.000 krónur og þingmenn verða að framvísa nótum fyrir alla út- gjaldaliði sem þeir vilja fá end- urgreidda. Með þessu er brugðist við ásökunum á þingmenn Evrópu- sambandsins um spillingu. Laun þingmanna hafa verið mishá. Ítalir hafa fengið tæpa milljón á mánuði en breskir þing- menn tæpar 600.000 krónur. ■ STOKKHÓLMUR Sænska lögreglan hefur lokið grunnrannsókn á morði utanríkisráðherrans Önnu Lindh. Ríkissaksóknari er tilbú- inn að gefa út ákærur á hendur hinum 25 ára gamla Mijailo Mijailovic, sem setið hefur í gæsluvarðhaldi í hátt í þrjá mán- uði. Skýrsla upp á hátt í 1.000 blað- síður verður afhent Peter Althin, verjanda Mijailovic, í þessari viku. Althin fær þrjár vikur til að lesa skýrsluna áður en saksókn- arar gefa út ákærur á hendur Mijailovic. Ef engar athugasemd- ir verða gerðar við skýrsluna geta réttarhöld hafist upp úr miðjum janúar. Anna Lindh var stungin til bana í verslunarmiðstöð í Stokk- hólmi um miðjan september. Mijailovic neitar aðild að morð- inu. ■ ANNA LINDH Göran Persson, forsætisráðherra Svíþjóðar, var viðstaddur minningarathöfn um Önnu Lindh í ráðhúsinu í Stokkhólmi 19. september. Morðið á Önnu Lindh: Grunnrannsókn lokið INDRIÐI H. ÞORLÁKSSON Ríkisskattstjóri segir fyrirtæki leita leiða til skattaundanskota af kreddufastri mammonsdýrkun. Framkvæmdastjóri Verslunarráðs segir ummælin spretta úr jarðvegi gamla embættismannakerfisins. SJÁLFSTÆÐINU FAGNAÐ Keníabúar fagna því nú að 40 ár eru liðin síðan landið fékk sjálfstæði. Spillingarrannsókn: Leita að stolnu fé NAIROBI, AP Rannsóknarmenn sem kanna spillingu í tíð Daniel arap Moi, fyrrum forseta Kenía, telja að fjármunum að andvirði 70 til 250 milljarða króna hafi verið komið úr landi með ólöglegum hætti. Yfirmaður rannsóknarnefnd- arinnar, John Githongo, segist vongóður um að ná megi ein- hverju af fénu til baka. Keníabúar hafi lært af mistökum annarra þjóða, hverra leiðtogar hafi dreg- ið sér og stuðningsmönnum sínum fé, og einblíni ekki á leiðtogann sjálfan heldur samstarfsmenn hans og þá sem hann keypti til liðs við sig. ■ AFSTAÐA TIL EINKAREKSTRAR Í HEILBRIGÐISKERFINU Mjög hlynnt 11% Frekar hlynnt 24% Hvorki né 13% Frekar andvíg 24% Mjög andvíg 28% Heimild: Gallup Svonaerum við
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.