Fréttablaðið - 18.12.2003, Page 12

Fréttablaðið - 18.12.2003, Page 12
12 18. desember 2003 FIMMTUDAGUR ■ Evrópa KASTAV HEILSAR SKJÖLDU Moshe Kastav, forseti Ísraels, sem þessa dagana er í opinberri heimsókn í Kína, notaði tækifærið til þess að heilsa upp á hana Skjöldu, en hún er meðal hundruða kúa á kínversk/ísraelsku kúabúi í nágrenni Peking. Forsetinn lét duga að klappa kusu. Fulltrúar olíufélaganna á sáttafundum með Samkeppnisstofnun: Ekki óskað eftir fresti OLÍUFÉLÖGIN Olíufélögin hafa ekki óskað formlega eftir lengri frest til að skila andmælum vegna sein- ni frumskýrslu Samkeppnisstofn- unar um meint samráð félaganna. Guðmundur Sigurðsson, for- stöðumaður samkeppnissviðs Samkeppnisstofnunar, segir að vegna þessa geti hann ekki svarað því hvort fresturinn verði lengd- ur, það fari allt eftir því hvaða for- sendur liggi að baki beiðninni ef hún berist. Eins og staðan sé í dag beri olíufélögunum að skila at- hugasemdum fyrir 15. febrúar. Heimildir Fréttablaðsins herma að undanfarna daga hafi fulltrúar olíufélaganna fundað með Samkeppnisstofnun um málið í þeim tilgangi að reyna að koma á sáttum. Helst hefur verið rætt um hugsanlegar sektir en samkvæmt samkeppnislögum geta þær numið frá 50.000 króna upp í 40 milljónir króna eða meira. Sektir mega þó ekki vera hærri en sem nemur 10% af veltu fyrirtækis. Olíu- félögin munu vilja semja um ákveðna tölu því ef sektin yrði til að mynda 10% af veltu þeirra gætu hún numið nokkrum millj- örðum króna. ■ Minntust flugs Wright-bræðra Þess var minnst í gær að hundrað ár eru liðin frá fyrsta mannaða flugi í heiminum. Til stóð að fljúga eftirlíkingu af fyrstu flugvélinni sem flogið var. Því varð að fresta þar sem veður var of vindasamt. FLUG Flugáhugamenn um víða ver- öld minntust þess í gær að hund- rað ár eru liðin frá fyrsta mann- aða flugi í heiminum, en þá flugu Wright-bræðurnir, Wilbur og Or- ville, flugvél sinni í fyrsta skipti í Djöfladrápshæðum nálægt Kitty Hawk í Norður-Karólínu í Banda- ríkjunum. Það var Orville sem var við stjórn í fyrsta fluginu og tókst honum að fljúga vélinni yfir þrjá- tíu metra á tólf sekúndum. Til stóð að fljúga eftirlíkingu af flugvélinni á sama stað í gær, en vegna óhagstæðs veður var fluginu frestað og þess beðið að veður gengi niður. Meðal þeirra sem biðu spenntir var George W. Bush Bandaríkjaforseti og geim- fararnir Neil Armstrong, Buzz Aldrin og John Glenn auk leikar- ans John Travolta. Á öðrum stöð- um í heiminum, allt frá Indlandi til Bretlands, var ýmislegt gert til að minnast tímamótanna. Allt frá upphafi hefur manninn dreymt um að fljúga. Það sýna til dæmis hellismyndir af fljúgandi verum og gríska goðsögnin um flug Íkarusar að ógleymdum teikningum Leonardos da Vinci af vængjuðum farartækjum á fimmtándu öld. Það var því langur tími sem leið þar til draumurinn rættist með áðurnefndu flugi Wright-bræðra þann 17. desem- ber árið 1903 og þó það væri stutt þá átti það eftir að breyta miklu. Þróunin í fluginu var ótrúlega hröð á upphafsárunum og þann 25. júlí árið 1909 varð Frakkinn Louis Bleriot fyrstur manna til að fljúga á flugvél yfir Ermasundið. Hann heillaðist af fluginu eftir að hafa séð Wright-bræður fljúga í Le Mans og hóf fljótlega eftir það smíði vélarinnar sem hann flaug yfir Ermasund. Vél hans átti eftir að verða fyrirmyndin að framtíð- arhönnun flugvéla. Tveimur áratugum síðar flaug Charles Lindbergh í einum áfanga yfir Atlantshafið, frá New York til Parísar, á flugvél sinni The Spirit of St Louis. Ferðin tók tæpar 34 klukkustundir og hreppti Lind- bergh bæði slyddu og þoku á leið- inni. Konur létu fljótlega að sér kveða í fluginu og árið 1930 flaug Amy Johnson einsömul frá Englandi til Ástralíu, fyrst kven- na. Flugvélin hét Gypsy Moth og tók ferðin nítján daga. Tveimur árum síðar varð Amelia Earhart fyrst kvenna til að fljúga ein yfir Atlandshafið. Báðar fórust þær í flugslysum, Earhart árið 1937 og Johnson 1941. Í lok fyrri heimsstyrjaldarinn- ar sagði Orville Wright: „Tilkoma flugvélarinnar hefur gert stríðið svo skelfilegt að ég efast um að nokkur þjóð vilji hefja annað.“ Áratug síðar háðu Bretar og Þjóð- verjar „orrustuna um Bretland“ en upp frá því hefur flugvélin spilað stórt hlutverk sem dráps- tæki í styrjöldum. Heimsbyggðin á Sir Frank Whittle mikið að þakka en hann fann upp hreyfilinn sem lagði grunninn að flugrekstri nútímans með stærri og hraðskreiðari flug- vélum og blómstrandi flugvéla- iðnaði með Boeing 707 í broddi fylkingar. Henni var fyrst flogið árið 1954 og þremur árum síðar var farið að nota hana við farþega- flug. Síðan hefur þróunin verið ótrúlega ör og manninum tekist það sem engum hefði órað fyrir í upphafi, að kljúfa sjálfan hljóð- múrinn og skjóta mönnuðum geim- förum út í geiminn. erlingur@frettabladid.is RÉÐUST Á KENNARANN Sex pólskir unglingar hafa verið dæmdir til 20 tíma samfélags- þjónustu hver fyrir að ráðast á kennara sinn. Málið hefur vakið miklar umræður um uppeldi barna, sérstaklega eftir að myndbandsupptökur af árás unglinganna voru sýndar í sjón- varpinu. EYÐILEGGI VOPN SÍN Clifford Bond, sendiherra Bandaríkjanna í Bosníu, hvatti Bosníu-Serba til að eyðileggja vopn sín frekar en að selja þau. Með því mætti koma í veg fyrir að vopnin end- uðu í höndum hryðjuverka- manna. Ummælin lét Bond falla eftir fund með Dragan Miker- evic, forsætisráðherra Bosníu- Serba. Sigurstjarnan, Bláu húsin Fákafeni, s. 588-4545 Opið til kl. 21.00 öll kvöld fram að jólum Ekta pelsar, mokkajakkar og rúskinnsúlpur á ótrúlegu verði Jólabomban Leikföng, púðar, rúmteppi, dúkar, styttur og ljós Hver einasti hlutur á 20-50% afslætti MILLJÓNIR FARÞEGA Á hverj- um degi stíga um 12 þúsund farþegar víðs vegar um heim um borð í loftfar sem er skráð á Íslandi, eða um 4,4 milljónir farþega á hverju ári. MIKIL AUKNING FLUGVÉLA Á tíu árum hefur þungum flugvél- um skráðum á Íslandi fjölgað úr 24 í 67. Fjöldi þeirra hefur því meira en tvöfaldast á þessum tíma. Um þessar mundir er verið að skrá fimm þungar flugvélar til viðbótar og því stutt í að þær verði 72 í íslenska flotanum. MIKIL FLUGUMFERÐ Fjöldi flugvéla yfir N-Atlantshafið hefur aukist mikið á undanförn- um árum og er nú um eitt þús- und á dag. Um 30% þeirrar um- ferðar fer um íslenska flug- stjórnarsvæðið. BÚIST VIÐ AUKNINGU Búist er við því að flugumferð í heimin- um muni tvöfaldast á næstu 15–20 árum sem þýðir að fjöldi flugvéla sem fara um íslenska flugstjórnarsvæðið gæti orðið um 160 þúsund árið 2020. EFTIRLÍKINGIN AF FLUGVÉL WRIGHT-BRÆÐRA Eftirlíkingin af Wright Flyer, flugvél Wright-bræða, bíður hér flugtaks í Djöfladrápshæðum. Til stóð að flugmaðurinn Kevin Kochersberger flygi flugvélinni í gær en fresta þurfti flugi vegna veðurs. OLÍUFÉLÖGIN Fulltrúar olíufélaganna funduðu með Samkeppnisstofnun um málið í því augnamiði að ná sáttum. Íslenskum flugvélum fjölgað úr 24 í 67 á áratug: 100 ár frá fyrsta fluginu FLUG Flugmálastjórn tók saman upplýsingar um flug með tengsl við Ísland í tilefni af því að hundrað ár eru liðin frá fyrsta fluginu.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.