Fréttablaðið - 18.12.2003, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 18.12.2003, Blaðsíða 24
24 18. desember 2003 FIMMTUDAGUR Fjölskylduhjálp Íslands hefurhafið starfsemi sína og er nú opin öllum einstaklingum, óháð kyni, aldri og búsetu, og er opið alla fimmtudaga frá kl. 14 til 17. Fjöl- skylduhjálpin er til húsa að Eskihlíð 2-4 í fjósinu þar sem Hagkaup hóf rekst- ur við Miklatorg. Undirbúningur að stofnun Fjöl- skylduhjálpar Íslands hófst um mitt sumar sem leið. Þær konur sem stofnuðu og eða starfa fyrir Fjölskylduhjálp Íslands eru: Guðrún Magnúsdótt- ir, Anna Auðunsdóttir, Ragna Rós- antsdóttir, Unnur Jónasdóttir og Ásgerður Jóna Flosadóttir. Allar þessar konur störfuðu áður fyrir Mæðrastyrk Reykjavíkur. Nýlið- ar í hjálparstafi eru þær Ingi- björg Arilíusardóttir, Eyrún Ant- onsdóttir, Diana Björnsdóttir, Anna Björgvinsdóttir og María Jóhannesdóttir. Konur sem eru í sjálfboða- starfi hjá Fjölskylduhjálp Íslands búa yfir 60 ára reynslu við hjálp- arstarf á Íslandi. Á næstu mánuð- um mun fjöldi kvenna koma til starfa hjá Fjölskylduhjálpinni. Vikulegar úthlutanir Mannúð og kærleikur eru höfð að leiðarljósi í starfi Fjölskyldu- hjálparinnar. Í dag er Fjölskyldu- hjálpin fullbúið líknarfélag, þökk sé þeim fjölmörgu fyrirtækjum í landinu sem gerðu það kleift, og starfar Fjölskylduhjálpin í þágu þeirra sem minna mega sín óháð kyni, aldri eða búsetu. Fjölskyldu- hjálpin úthlutar vikulega matvæl- um, fatnaði á konur, karla og börn, leikföngum, búsáhöldum, húsbún- aði, barnavörum s.s. notuðum barnavögnum o.fl. Eftir því sem Fjölskylduhjálpin eflist fjárhags- lega með hjálp allra landsmanna, verður hægt að hjálpa þeim allra fátækustu við að leysa út nauð- synleg lyf. Síðan Fjölskylduhjálp- in hóf störf fyrir nokkrum vikum hefur verið hægt að hjálpa yfir 1.500 manns með matvæli og fleira en þó aðeins fyrir mikinn velvilja fyrirtækja og einstak- linga í landinu. Það er ósk okkar hjálparkvenna að þeir sem aflögufærir eru, jafnt einstaklingar og fyrirtæki, styðji við bak þeirra sem minna mega sín í landinu með því að leggja inn á reikning Fjölskylduhjálpar Ís- lands, kennitala 660903-2590, banki: 101 – 26 – 66090. Móttaka matvæla og annarra vara er alla miðvikudaga frá klukkan 13.00 til 17.00 í húsakynnum Fjölskyldu- hjálpar Íslands. Sími 551 3360 og 897 1016. ■ Ef litið er yfir mannkynssögunablasir sú staðreynd við að ef stjórnarherrar eru of lengi við völd glata þeir tilfinningunni fyr- ir kjörum almennings, spilling eykst og stjórnarathafnir fara að einkennast af eiginhagsmunum umfram hagsmuni hins almenna borgara. Samtök launamanna og atvinnurekendur höfðu á sínum tíma þá framsýni að byggja upp raunsætt lífeyris- kerfi með eðlilegri tryggingu. Aðrar þjóðir hafa á und- anförnum árum verið að fara inn á sömu brautir. Því miður hafa núver- andi stjórnvöld nokkrum sinnum á starfstíma sínum unnið skemmdarverk á þessu kerfi, með því að hygla ákveðnum hópum op- inberra starfsmanna, og í skjóli þess hafa verið byggðir upp gjör- samlega óraunsæir lífeyrissjóðir alþingismanna og enn fáránlegri lífeyrissjóðir ráðherra. Fyrir dyrum eru almennir kjarasamningar. Þær kröfugerðir sem búið var að leggja fram ein- kenndust af raunsæi og vilja til þess að halda áfram á þeirri braut sem samtök launamanna hafa markað ásamt samtökum atvinnu- rekenda. Þetta átti að gera þrátt fyrir að stjórnarherrar settu allt á annan endann í vor með því að skenkja sér launahækkun langt umfram það sem almennir launa- menn áttu kost á. Frumvarp lagt fram í skjóli myrkurs Skyndilega í skjóli myrkurs nokkrum klukkutímum áður en þinglok voru fyrirhuguð er skellt fram á borðið frumvarpi þar sem hygla á æðstu stjórnendum með einstaklega glæsilegum starfs- lokakjörum. Forysta verkalýðs- hreyfingarinnar benti á að þetta gæti ekki leitt til annars en að launamenn myndu rísa upp og segja hingað og ekki lengra. Starfsmenn verkalýðshreyfingar- innar fóru ítarlega yfir frumvarp- ið með aðstoð færustu sérfræð- inga. Þeir bentu á að kostnaður vegna þessa frumvarps væri mik- ill og myndu myndarlegar upp- hæðir renna beint í vasa forsætis- ráðherra og innan skamms tíma myndi formaður hins stjórnar- flokksins eiga sams konar rétt. Athygli vakti einnig að á meðan eru skerðingarmörk bóta okkar venjulega fólksins svo lág að við verðum að una því að ef við sinnum einhverjum launuðum verkefnum glötum við bótarétt. Svo smekklegt sem það nú er þá er ákvæði að ef æðstu ráða- menn sinni ritstörfum glati þeir ekki réttindum. Athygli vakti að stjórnar- þingmenn sögðu að ekki væri um laun að ræða, bara einhver samræming á lífeyrisréttind- um. Síðan komu einhverjar dylgjur um launakjör starfs- manna stéttarfélaga. Þau eru öllum ljós og birt í fjölmiðlum á hverju ári. Lífeyrisréttindi eru launakjör, sama gildir um starfslokaréttindi. Þegar laun okkar eru reiknuð út er reiknað- ur út launakostnaður, uppsagn- arfrestur er metinn, lífeyris- réttindi eru metin. Það er stað- reynd að launakjör þingmanna og ráðherra voru allt of lág, það er búið að bæta þau um 100% síðustu ár. Þegar stjórnarþing- menn ræða sín launmál taka þeir ætíð strípuð grunnlaun og bera það svo saman við heildar- launapakka annarra. Gagnrýni okkar snerist ekki um laun þeirra. Hún snerist um að verið væri að bæta lífeyris- og starfs- lokaréttindi langt umfram það sem ásættanlegt væri, réttindi sem voru þegar mjög rífleg. Réttindi sem þegar voru langt umfram það sem aðrir hafa, græðgisvæðingin var við völd. Fólkið úti í bæ er almenn- ingur Nokkrir stjórnarandstöðu- þingmenn áttuðu sig á að ekki væri allt með felldu og báðu um skýringar. Þeim var tjáð að þetta kostaði ekkert, kannski 5 milljónir eins og forsætisráð- herra sagði. Stjórnarþingmenn ásamt forsætisráðherra hafa farið hamförum og ausið fúk- yrðum og svívirðingum yfir landslýð. Allt háttalag og mál- flutningur þeirra ber einkenni veruleikafirrts fólks, sem ekki er í neinum tengslum við hinn almenna borgara. Það ber greinileg merki þess að þarna fer fólk sem hefur verið allt of lengi við völd og er orðið spillt. Græðgi og gæska gagnvart eig- inhagsmunum er að ná völdum. Undanfarinn sólarhring hafa stjórnarþingmenn með forsæt- isráðherra í broddi fylkingar sakað stjórnarandstöðu um að hún geti ekki staðið undir ábyrgð og láti stjórnast af fólki úti í bæ! Hvað er þetta fólk úti í bæ sem stjórnarandstaðan er að hlusta á? Forsætisráðherra og stjórnarþingmenn telur það á svo lágu stigi að það sé ekki samboðið þeim að hlusta á það? Þetta fólk ert þú, lesandi góður, við almenningur þessa lands, skattgreiðendur. Það er svo komið að stjórnarherrar okkar telja okkur svo mikinn lágaðal að við séum ekki þess virði að hlusta á okkur. En við lágaðall- inn eigum aftur á móti að greiða skattana þegjandi og hljóða- laust og við eigum að njóta mun verri kjara en þeir vilja skammta sér. Nú er svo komið að við blasa gífurleg átök á vinnumarkaði næstu mánuðina, okkur venju- lega fólkinu er algjörlega of- boðið. Við verðum að koma í veg fyrir að þetta fólk vinni meiri skemmdarverk á íslensku þjóð- félagi, við þurfum að senda það í endurhæfingarfrí. ■ ■ Nú er svo kom- ið að við blasa gífurleg átök á vinnumarkaði næstu mánuð- ina, okkur venjulega fólk- inu er algjör- lega ofboðið. Umræða GUÐMUNDUR GUNNARSSON ■ formaður Rafiðnaðar- sambands Íslands skrifar um eftirlauna- frumvarpið og kjara- baráttu. Takið ykkur frí Framganga Hjálmars Árnason-ar, alþingismanni Framsóknar- flokksins og kollega míns sem þingmaður Suðurkjördæmis, í hinu svokallað línuívilnunarmáli, hefur vakið athygli mína á undan- förnum mánuðum. Samkvæmt frétt í Fréttablaðinu 9. desember sl. er Hjálmar andvígur línuíviln- un. Hann telst þó einn af frum- kvöðlum línuívilnunar á Íslandi og barðist fyrir því að Framsókn- arflokkurinn gerði slíka ívilnun að einu helsta baráttu- máli sínu í fisk- veiði- og byggða- málum fyrir síð- ustu kosningar. Eldhuginn og hug- s j ó n a m a ð u r i n n Hjálmar Árnason talaði svo gegn línuívilnun opinberlega og á þing- flokksfundi Framsóknarflokksins nú í desember, en greiddi þó at- kvæði með línuívilnunarfrum- varpinu svokallaða við loka at- kvæðagreiðslu í þinginu á mánu- dag. Maður getur nú ruglast í rím- inu af því að reyna að fylgjast með minni flækjufót en þetta. Frumkvöðlar í Framsókn Það er enginn vafi á því að Hjálmar Árnason er einn af þeim sem eiga hvað stærstan hlut í þeim vafasama heiðri að Alþingi hefur nú samþykkt meingallað frumvarp sjávarútvegsráðherra um línuívilnun. Tillaga um að Framsóknarflokkurinn ætti að beita sér fyrir línuívilnun var bor- in fram og samþykkt samhljóða og án mótatkvæða á flokksþingi Framsóknarflokksins í febrúar á þessu ári. Flutningsmenn tillög- unnar sem báðir töluðu fyrir henni eru úr Suðurkjördæmi, en þar er andstaðan gegn línuívilnun hvað hatrömmust. Þessir frum- kvöðlar línuívilnunar í Framsókn- arflokknum voru þeir Hjálmar Árnason þingmaður kjördæmis- ins og Eysteinn Jónsson, aðstoðar- maður Guðna Ágústsonar land- búnaðarráðherra. Kristinn H. Gunnarsson, alþingismaður Framsóknarflokksins og varafor- maður sjávarútvegsnefndar þingsins, þar sem Hjálmar á ein- nig sæti, upplýsti um þetta í grein sem birtist í haust á vef Bæjarins besta á Ísafirði. Línuívilnunin, sem að stórum hluta á sem sagt rætur að rekja til framsóknar- manna í Suðurkjördæmi, rataði síðan í stjórnarsáttmála ríkis- stjórnarinnar eins og kunnugt er. Gleymd loforðasúpa Hjálmar Árnason var ötull tals- maður línuívilnunar í kosninga- baráttunni í vor. Dæmi um þetta er grein sem hann skrifaði og birt- ist á fréttavefnum horn.is á Hornafirði. Þar talar hann um að Framsókn vilji bæta núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi, meðal annars með ívilnun til línubáta. Þá segir Hjálmar einnig að Fram- sóknarflokkurinn vilji hækka veiðiskyldu í 85% og þeir veiði sem fái úthlutað kvóta (sem sagt banna langleiðina framsal á kvóta). Flokkurinn vill skoða kosti og galla færeyska fiskveiðistjórn- unarkerfisins, banna flottroll á loðnuveiðum og endurskoða fisk- veiðiráðgjöfina með aðild fleiri en Hafrannsóknastofnunar að haf- rannsóknum. Framsóknarflokk- urinn vildi einnig fyrir kosningar setja reglur um lágmarksfjölda sóknardaga fyrir handfærabáta í svokölluðu dagakerfi. Eftir kosningarnar í vor hefur hvorki heyrst hósti né stuna í Framsóknarflokknum varðandi efndir á flestum þes- sara loforða. Þau virðast gleymd. Tillaga Frjálslynda flokksins um svokallað gólf í fjölda daga hjá færabátum var kolfelld við afgreiðslu línuíviln- unarfrumvarpsins í þinginu á mánudag, meðal annars með ein- róma stuðningi þingmanna Framsóknar. Ef ekki væri fyrir einbeittan atbeina Kristins H. Gunnarssonar væri línuívilnun ekki einu sinni komin á dagskrá hjá stjórnarflokkunum. Ekki er að sjá að línuívilnunarfrumkvöð- ullinn Hjálmar Árnason hafi gert neitt til að aðstoða flokksfé- laga sinn í því að koma þessu máli áfram. Hann hefur í staðinn lýst andstöðu við eigin hugar- fóstur í fjölmiðlum. Eftirtektar- vert er að ekki í eitt einasta skip- ti tók Hjálmar Árnason til máls í umræðum um línuívilnun á Al- þingi nú í haust. Eins og aðrir í Framsóknarflokknum lét hann félaga sinn Kristinn H. Gunnars- son taka slaginn í þessu um- deilda máli og passaði sig bara á því að ýta á já-takkann við loka- afgreiðslu málsins á mánudag. Á máli Framsóknarmanna heita svona vinnubrögð víst „að spila í sama liðinu“. Sóðaskapur í pólitík Í grein sem birtist í Fréttablað- inu á þriðjudag fer Hjálmar mik- inn í vandlætingu sinni á því að einstakir þingmenn stjórnarand- stöðunnar hafi til að bera þann manndóm að berjast gegn því að eftirlaunafrumvarpið svokallaða væri kýlt með offorsi gegnum þingið á síðustu tímum þess fyrir jólafrí. Þingmaður Suðurkjör- dæmis skrifar meðal annars: „Hringlandaháttur og bræðravíg eru verstu óvinir allrar festu og markvissrar uppbyggingar í stjórnmálum. Þjóðin hafnar slík- um vinnubrögðum. Þau eru ógæfa stjórnarandstöðunnar“. Já, þeir sletta skyrinu sem eiga það. ■ ■ Eftirtektarvert er að ekki í eitt einasta skipti tók Hjálmar Árnason til máls í umræðum um línuívilnun á Al- þingi nú í haust. ■ Mannúð og kærleikur eru höfð að leiðar- ljósi í starfi Fjölskylduhjálp- arinnar. Andsvar MAGNÚS ÞÓR HAFSTEINSSON ■ alþingismaður skrifar um línuívilnun. Andsvar ÁSGERÐUR JÓNA FLOSADÓTTIR ■ formaður Fjölskyldu- hjálparinnar skrifar um Fjölskylduhjálp Íslands. Þeir sletta skyrinu sem eiga það Fjölskylduhjálp Íslands Bætiflákar Á þingi er mikið af góðu fólki „Ég tel að innan þingsins sé margt af hæfu og góðu fólki en ég veit líka um fjölmarga aðra sem eru í ágætum störfum og ættu erindi á þing en vilja ekki taka á sig það álag sem því fylgir og lækka jafn- framt í launum. En ég vek athygli á því að frumvarpið felur reyndar ekki í sér hækkun á launum þing- manna.“ ––––––––––––––––––––––––––––– Hjálmar Árnason sagði í umræðum um lífeyris- frumvarp þingmanna og ráðherra að nauðsyn væri að tryggja stjórnmálamönnum góð kjör, svo að til starfa veljist þokkalegt fólk. Hjálmar var því spurður um mönnun á Alþingi nú.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.