Fréttablaðið - 18.12.2003, Síða 26
26 18. desember 2003 FIMMTUDAGUR
■ Afmæli
■ Andlát
Orrustunni um Verdun, lengstuog einni blóðugustu orrustu
fyrri heimsstyrjaldarinnar, lauk
þennan dag árið 1916.
Þann 21. febrúar árið 1916
réðst þýskur her, undir stjórn Er-
ich von Falkenhayn herforingja, á
frönsku borgina Verdun, rétt aust-
ur af París. Fyrir utan borgina
voru virkin Hardaumont og Doua-
mont. Þau voru ekki mikil fyrir-
staða og var þýski herinn fljótur
að ná valdi á þeim.
Frakkar snerust til varnar
undir stjórn Henri Pétain hers-
höfðingja og úr varð ein blóðug-
asta orrusta sögunnar. Þúsundir
hermanna féllu á hverjum degi.
Þann 1. júlí 1916 snerust Bret-
ar til varnar við Somme-fljót og
sömu sögu var að segja af
Brusilov við austurvígstöðvarnar
í Rússlandi. Fyrir vikið léttist
pressan á franska hernum við
Verdun. Um miðjan desember
hafði franski herinn unnið aftur
svæði sem hann hafði tapað á
fyrstu dögum orrustunnar.
Þegar orrustunni um Verdun
síðan loks lauk þann 18. desember,
með frönskum sigri, höfðu her-
menn hleypt af um 23 milljónum
skota. Um 650 þúsund manns létu
lífið á þeim átta mánuðum sem
bardaginn stóð. ■
KEITH RICHARDS
Rokkarinn eilífi úr Rolling Stones er
sextugur í dag.
18. desember
■ Þetta gerðist
1787 New Jersey er þriðja ríkið til að
viðurkenna bandarísku stjórnar-
skrána.
1898 Nýtt hraðamet á bíl er sett, 63
kílómetrar á klukkustund.
1940 Adolf Hitler skrifar undir leyni-
lega skipun um að nasistar ráð-
ist inn í Sovétríkin. Aðgerðin
Barbarossa hófst í júní árið eftir.
1956 Japanir fá inngöngu í Samein-
uðu þjóðunum.
1965 Kenneth LeBel stekkur yfir
sautján tunnur á skautum.
1969 Breska ríkið afnemur dauðarefs-
ingar fyrir morð.
1970 Skilnaður verður löglegur á Ítalíu.
1997 Gamanleikarinn Chris Farley
finnst látinn í íbúð sinni. Hann
var 33 ára.
ORUSTAN UM VERDUN
Um 650 þúsund manns létu lífið í orust-
unni við Verdun.
Orrustunni um Verdun lýkur
■ Blóðugasta bardaga fyrri heimsstyrjald-
arinnar lauk þennan dag fyrir 87 árum.
18. desember
1916
Ástkær faðir okkar, afi og bróðir
Halldór Halldórsson (Dóri)
frá Svanahlíð Akranesi
verður jarðsunginn frá Akraneskirkju
föstudaginn 19. desember kl.14.00.
Sævar Már Halldórsson
Kolbrún Harpa Halldórsdóttir
Inga Dóra Halldórsdóttir
Heimir Berg Halldórsson
Andri Már Halldórsson
Davíð Þór Halldórsson og
systkini hins látna.
Lyfjaframleiðandinn Deltaveitti Íþróttasambandi fatl-
aðra fjárstyrk að upphæð 250 þús-
und krónur í stað þess að senda
viðskiptavinum fyrirtækisins
jólakort þetta árið. Delta vill með
þessu framlagi leggja sitt af
mörkum til að styrkja hið mikla
starf sem fram fer innan Íþrótta-
sambands fatlaðra. Aðildarfélög
Íþróttasambands fatlaðra eru nú
22 talsins víðs vegar um landið. ■
STYRKURINN VEITTUR
Harpa Leifsdóttir, sviðsstjóri markaðs-
sviðs Delta, afhendir formanni Íþrótta-
sambands fatlaðra, Sveini Áka Lúðvíks-
syni, styrkinn fyrir hönd Delta.
Styrkir Íþróttasamband fatlaðra
HEIMIR SINDRASON
Vill samning á milli tannlækna og Trygg-
ingastofnunar og að heilbrigðisyfirvöld líti
á tennur sem hluta af líkamanum.
??? Hver?
Fyrst og fremst tannlæknir en kosinn
formaður Tannlæknafélags Íslands
næstu 2 árin.
??? Hvar?
Á tannlæknastofu Valhöll, Háaleitisbraut 1.
??? Hvaðan?
Reykvíkingur, en ættaður að austan.
??? Hvað?
Íslenskar tannlækningar eru af hæsta
gæðaflokki, ég vil að stéttin fái að njóta
sannmælis, hún á það skilið.
??? Hvers vegna?
Í dag er meirihluti barna með lítið eða
ekkert skemmdar tennur og elsta kyn-
slóðin, öfugt við það sem áður var, að
mestu leyti tennt vegna frábærrar
frammistöðu íslenskra tannlækna.
??? Hvernig?
Með aukinni samvinnu tannlækna og
heilbrigðisyfirvalda og aukinni þátttöku
hins opinbera í tannlækningum og
heilsugæslu tanna er hægt að lækka
kostnað íslenskra heimila við tannlækn-
ingar.
??? Hvenær?
Helst í gær.
Það vill svo skemmtilega til aðaðalframkvæmdastjóri hjá
Alþjóðagjaldeyrissjóðnum er að
bjóða í kvöldverð í kvöld og það
er á dagskránni að fara þangað,“
segir Vilhjálmur Egilsson hag-
fræðingur, sem er 51 árs í dag.
„Ég ætla nú ekki að segja þeim
frá því að ég eigi afmæli, en við
munum fá góðan mat og þetta
verður skemmtilegur kvöldverð-
ur í hópi samstarfsmanna.“
Vilhjálmur starfar nú sem
fulltrúi Norðurlanda og Eystr-
asaltslanda í framkvæmdastjórn
Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í Was-
hington „Það er búið að vera
mjög áhugavert að kynnast þess-
ari stofnun innan frá og taka
þátt í ákvarðanatöku sjóðsins.“
Hann segir að kjördæmi hans
hafi þá sérstöðu að vera þau lönd
sem reyni að halda sjóðnum við
sitt upphaflega hlutverk og líti á
málin óháð stórveldahagsmun-
um.
Bráðlega kemur hann aftur
heim, því hans bíður staða ráðu-
neytisstjóra í sjávarútvegsráðu-
neytinu. „Ég kem heim þann 10.
janúar,“ segir Vilhjálmur. „Síð-
asti vinnudagur minn er þann 9.
og svo reikna ég með að mæta
strax 12. janúar í nýtt starf mitt
í sjávarútvegsráðuneytinu.“ Það
er því ljóst að hann ætlar ekki að
taka sér langt hlé á milli starfa.
„Ég hlakka mikið til að verða
ráðuneytisstjóri. Þetta er vett-
vangur sem ég þekki vel úr öðr-
um áttum.“ Enda hefur hann set-
ið í sjávarútvegsnefnd Alþingis,
komið að endurskoðun að stjórn
fiskveiða og var stjórnarformað-
ur fiskvinnslufyrirtækis á Sauð-
árkróki í mörg ár.
Eftirminnilegasta afmæli Vil-
hjálms er þegar hann varð fer-
tugur. Þá var hann þingmaður
fyrir Sjálfstæðisflokkinn en
leyfði sér að fara út að borða
með konu sinni í tilefni dagsins.
„Það var við manninn mælt að
ég var nýlega farinn þegar einn
þingmaður stóð upp og byrjaði
að auglýsa eftir mér úr ræðustól
þar sem var verið að ræða efna-
hags- og viðskiptamál.“ ■
■ Persónan
■ Jarðarfarir
10.30 Deb Kumar Gurung verður jarð-
sunginn frá Fossvogskapellu.
13.30 Guðbjartur Ólafur Ólason frá
Bíldudal, Skipholti 6, Reykjavík,
verður jarðsunginn frá Fossvogs-
kirkju.
13.30 Rósa Guðnadóttir, frá Eyjum í
Kjós, verður jarðsungin frá Foss-
vogskapellu.
13.30 Þórunn Marta Tómasdóttir, frá
Barkarstöðum í Fljótshlíð, verður
jarðsungin frá Bústaðarkirkju.
15.00 Haukur Pétursson múrarameist-
ari, Aðallandi 1, Reykjavík, verður
jarðsunginn frá Grensáskirkju.
Benedikt Ólafsson, Hvassaleiti 58, lést
mánudaginn 15. desember.
Sigríður Pétursdóttir, frá Laugum í Súg-
andafirði, síðast búsett á Nönnugötu 8,
Reykjavík, lést sunnudaginn 14. desem-
ber.
Þórir Sigtryggsson, Hrafnistu, Hafnar-
firði, lést mánudaginn 15. desember.
Sigrún Arthursdóttir, Orrahólum 7,
Reykjavík, lést sunnudaginn 14. desem-
ber.
Stefán Hallgrímsson, Hrafnistu, Hafnar-
firði, lést mánudaginn 15. desember.
Friðbjörg Ebenesersdóttir, dvalarheim-
ilinu Grund, áður Rauðalæk 48, Reykja-
vík, lést föstudaginn 12. desember.
Sigríður Haraldsdóttir, hússtjórnar-
kennari, lést aðfaranótt þriðjudagsins
16. desember.
Þorsteinn Gunnarsson, leikari og arki-
tekt, 63 ára.
Ingi Sigurðsson, fv. bæjarstjóri í Vest-
manneyjum, 35 ára.
VILHJÁLMUR EGILSSON
Er boðið í mat til aðalframkvæmdastjóra Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í kvöld.
Heldur sig utan stórveldapots
Stefán Hallgrímsson
Hrafnistu, Hafnarfirði,
lést á hjúkrunardeild Hrafnistu mánudaginn
15. desember. Útförin fer fram frá Víðistaðakirkju
í Hafnarfirði, föstudaginn 19. desember kl. 15.00.
Aðstandendur