Fréttablaðið - 18.12.2003, Side 36
ferðir o.fl.
Vikulegur blaðauki Fréttablaðsins um al l t sem viðkemur ferðalögum
Ritstjórn: sími 515 7500 – netfang: ferðir@frettabladid.is. Auglýsingar: sími 515 7500 – netfang: auglysingar@frettabladid.is.
AUKASÆTI TIL KANARÍ UM JÓLIN
Úrvali-Útsýn hefur tekist að fá
aukasæti og gistingu í ferðum
til Kanarí 19. og 20. desember
en uppselt hefur verið í þessar
ferðir síðan í ágúst. Verðdæmi
77.730 kr. á mann miðað við
tvo í íbúð á Teneguia í 10 næt-
ur og 82.430 kr. á mann mið-
að við tvo í íbúð á Camelias í
11 nætur. Innifalið er flug,
flugvallarskattar, gisting, akstur
og íslensk fararstjórn.
R E Y K J A V Í K & A K U R E Y R I
S k i p h o l t i 3 1 , R e y k j a v í k , s : 5 6 8 0 4 5 0 ı K a u p v a n g s s t r æ t i 1 , A k u r e y r i , s : 4 6 1 2 8 5 0
M y n d s m i ð j a n E g i l s s t ö ð u m ı F r a m k ö l l u n a r þ j ó n u s t a n B o r g a r n e s i ı F i l m v e r k S e l f o s s i
Fujifilm stafrænar myndavélar, framúrskarandi myndgæði – frábært verð
MYNDARLEGT TILBOÐ
4 kynslóð af Super CCD HR.
3.1 milljón virkir dílar sem gefa allt að
2816x2120 díla myndir 6.0 milljón díla!
Fjöldi myndatökumöguleika; s/h, króm,
runur osfrv.
Ljósnæmi ISO 200-800.
3x aðdráttarlinsa (38-114mm) auk
stafræns aðdráttar.
Með F hnapp sem auðveldar allar
myndgæða stillingar.
Tekur kvikmyndir 320x240 díla,10
rammar á sek, upp í 120 sek í einu.
Hægt að tala inn á myndir.
Lithium Ion hleðslurafhlaða og
hleðslutæki fylgir.
Notar nýju X-D minniskortin.
Léttmálmhús aðeins 165 g án rafhlöðu.
Verð kr. 49.900,-
F410
4 kynslóð af Super CCD HR.
3.1 milljón virkir dílar sem gefa allt að
2816x2120 díla myndir 6.0 milljón díla!
Ljósnæmi ISO 160/200/400/800 (800 í 1M).
3x aðdráttarlinsa (38-114mm).
Hægt að taka allt að 250 skot á
venjulegar AA Alkaline rafhlöður!
Tekur allt að 120 sek kvikmyndir 320x240
dílar (án hljóðs).
Með F hnapp sem auðveldar allar
myndgæða stillingar.
Notar nýju x-D minniskortin.
Hægt að fá vöggu.
Allt sem þarf til að byrja fylgir.
155 g án rafhlöðu.
Verð kr. 35.500,-
A310
Framköllun á 25 stafrænum
myndum fylgir hverri seldri
myndavél í desember!
GÓÐAR GJAFIR!
4 kynslóð af Super CCD HR.
3.1 milljón virkir dílar sem gefa allt að
2816x2120 díla myndir 6.0 milljón dílar
10x aðdráttarlinsa (37-370mm)! (Auk
2.2x stafræns aðdráttar).
Hægt að fá víðvinkil (29mm) og enn meiri
aðdrátt (555mm).
Hægt að taka allt að 14.6 mín kvikmynd
(30 rammar pr. sek) á 512MB kort
(320x240 dílar).
Með F hnapp sem auðveldar allar
myndgæða stillingar.
Tekur bæði á JPEG og CCD-RAW sniðum.
Ljósnæmi 160/200/800 (800 á 1M).
Hægt að stilla handvirkt eða sjálfvirkt.
Notar nýju X-D minniskortin.
Hægt að taka allt að 260 skot á settið
af AA alkaline rafhlöðum.
Fjöldi tökumöguleika.
Allt sem þarf til að byrja fylgir.
Verð kr. 59.900,-
S5000
Ætlar til Kanarí um áramótin:
Flýr lætin
hér heima
Jólin verða mikil fjölskyldu-hátíð en eftir þau ætlum við
hjónin að skreppa til Kanaríeyja
og dvelja þar í viku,“ segir Kol-
brún Ásgrímsdóttir kennari, sem
sér fram á að verja áramótunum á
Kanarí í annað sinn. „Við fórum
líka fyrir fjórum árum og það var
yndislegt,“ segir hún. Þegar nánar
er grennslast fyrir kemur í ljós að
hún er ekki bara að sækjast eftir
sólinni og ylnum heldur er hún
líka að flýja lætin hér heima.
„Mér finnst þessi séríslensku ára-
mót komin út í algera vitleysu,“
segir hún og hnykkir á því enn
frekar: „Fyrir utan hávaðann og
eyðsluna eru alltaf fleiri og færri
sem skaddast í þessum hamförum
og það er auðvitað alvarlegast.“
Kanaríeyjum lýsir hún sem
sælustað á þessum árstíma. „Það
er auðvitað frábært að komast að-
eins í sól meðan svartasta skamm-
degið er hér og dorma einhvers
staðar með góða bók. Hitinn er
ósköp notalegur um þetta leyti en
þó ekkert mjög mikill, oftast rétt
rúm 20 stig. Maður tekur peysu
með sér til að bregða sér í á kvöld-
in eða sveipar um sig hlýju sjali.
Fyrst og fremst er hvíld og til-
breyting fólgin í svona ferðalagi.“
Svo talinu sé aftur vikið að jól-
unum verður margt um manninn í
kringum Kolbrúnu bæði á að-
fangadagskvöld og jóladag. „Á að-
fangadagskvöld verða börnin hér,
tengdabörnin og ömmubarnið
mitt og á jóladag verður það stór-
fjölskyldan. Við systurnar erum
fjórar og skiptumst á um að halda
boð á jóladag. Þetta árið er röðin
komin að mér,“ segir hún og
kveðst hlakka til að hitta allt fólk-
ið sitt. „Þá hefur maður líka betri
samvisku yfir því að stinga af um
áramótin,“ segir hún glettin. ■
KOLBRÚN ÁSGRÍMSDÓTTIR
Hlakkar til að hitta stórfjölskylduna á jólunum.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/A
LD
A
LÓ
A
SUMARHÚSAEIGENDUR TIL
ALICANTE Heimsferðir og Félag
húseigenda á Spáni hafa nú und-
irritað samning um sæti til
Alicante sumarið 2004 fyrir aðila
að Félagi húseigenda á Spáni.
Beint flug alla miðvikudaga í
sumar frá kr. 16.970.
VIÐBÓTARSÆTI TIL KANARÍ Plús-
ferðum hefur tekist að bæta við
örfáum viðbótarsætum til Kanarí
um jólin. Brottför er 19. og 20.
desember. Gisting á Aloe og
Rouque Nublo, verð frá 54.040 kr
á mann í íbúð í 10 eða 11 nætur í
íbúð á Aloe miðað við tvo full-
orðna og tvö börn 2ja-11 ára.
Innifalið er flug, flugvallarskatt-
ar, gisting, akstur og íslensk far-
arstjórn. Ef tveir ferðast saman
69.430 kr.
TILBOÐ TIL KANARÍ Í JANÚAR
Plúsferðir bjóða ferðir til Kanarí
10. eða 17. janúar í 14 nætur.
Verð 49.990 kr. á mann í íbúð í 14
nætur í íbúð á Aloe. Sama verð
fyrir þrjá í íbúð. Innifalið er flug,
flugvallaskattar, gisting, akstur
og íslensk fararstjórn.
■ Úti í heimi