Fréttablaðið


Fréttablaðið - 18.12.2003, Qupperneq 42

Fréttablaðið - 18.12.2003, Qupperneq 42
18. desember 2003 FIMMTUDAGUR VISA RA‹ ER SKYNSAMLEG LEI‹ TIL A‹ VERSLA ME‹ VISA RA‹GREI‹SLUM ER VARAN TRYGG‹ FRÁ VERSLUN TIL ÁFANGASTA‹AR N O N N I O G M A N N I I Y D D A / s ia .i s / N M 1 0 9 2 9 TRYGGT ÚR VERSLUN TIL ÁFANGAR- STA‹AR Ingi Viðar Árnason er kennari íHagaskóla og félagi í Kór Lang- holtskirkju. Jólasöngvar Lang- holtskirkju eru fastur liður í und- irbúningi margra fyrir jólin. „Ég veit að fyrir mjög marga áhorf- endur eru jólin nánast ekki komin fyrr en þeir eru búnir að fara á jólasöngvana. Eiginlega er það sama hjá okkur kórfélögum,“ seg- ir Ingi Viðar. Kórinn kemur einnig fram í mörgum messum og ýmislegt er gert til að dreifa álaginu. „Kórn- um er skipt í tvo meginhópa þannig að helmingurinn syngur á aðfangadag og gamlársdag en hinn helmingurinn á jóladag og nýársdag.“ Ingi Viðar talar um að messan á aðfangadag skipti marga kórfélaga einnig máli. „Messan á aðfangadag er sérstak- lega hátíðleg,“ segir hann og bæt- ir við að margir gamlir kórfélagar komi og upplifi hátíðlegheitin með kórnum á aðfangadag, þrátt fyrir að vera hættir að æfa með honum. „Ég hef nú oftast sungið á aðfangadag en hef ákveðið að breyta því núna og syngja á jóla- dag í staðinn,“ segir Ingi Viðar. Þrátt fyrir þetta mikla pró- gramm segir Ingi Viðar að kóræf- ingarnar hafi lítil áhrif á jólaundir- búninginn. „Ég er kennari og er í jólaprófum að vísu,“ segir hann en engum aukaæfingum er bætt við fyrir jólatónleikana og messuna. „Þetta er að stofninum til alltaf það sama,“ segir Ingi Viðar. ■ INGI VIÐAR ÁRNASON Félagi í Kór Langholtskirkju sem kemur oft opinberlega fram á jólunum. Annir hjá kórfélögum í Langholtskirkju: Fastir liðir á jólum FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A LD A LÓ A Foreldrar Verjum tíma með börnunum okkar Hver stund er dýrmæt Ég byrja á að sofa út,“ segirMaría Reyndal, leikstjóri þegar hún er spurð hvernig að- fangadagur líði hjá henni. Síðan kemur framhaldið: „Þá fer ég að pakka inn síðasta jólapakkanum. Það gæti verið að ég ætti eftir að sækja svo sem eina gjöf í búð og þá geri ég það. Dríf mig svo í að skrifa á kortin sem eiga að fylgja pökkunum. Oftast eru einhverjir gestir komnir til að sækja sína pakka meðan ég er enn að skrifa svo ég lendi í smá stressi. - Auð- vitað ætla ég að verða búin að öllu snemma núna en ég hef alltaf ætlað það og mistekist. - Bræður mínir og bróðursynir koma og ég blanda handa þeim malt og appelsín og gef þeim að smakka á sörunum mínum, sem eru einu kökurnar sem ég baka - en þær eru líka þær erfiðustu, taktu eftir! Einhverntíma á hlaupunum stekk ég í jólabaðið og klukkan fjögur kemur mamma til að hafa yfirumsjón með eldamennsk- unni. Við borðum grafinn lax í forrétt og hamborgarhrygg í að- alrétt. Ég stóla alveg á mömmu í sambandi við brúnuðu kartöfl- urnar. Við mamma förum í messu í Hallgrímskirkju klukkan sex en maðurinn minn og dóttir passa upp á matinn á meðan. Um hálf átta förum við að borða og síðan að taka upp gjafir og erum að því í rólegheitunum langt fram eftir kvöldi. En ég gleymdi að geta þess að ég fæ alltaf að opna einn lítinn pakka milli kl. þrjú og sex af því þá er ég orðin svo spennt! Ó, það er svo gaman á jólunum að ég get varla beðið.“ gun@fret- tabladid.is ■ MARÍA REYNDAL Fær alltaf að taka upp einn lítinn pakka milli þrjú og sex. Jólin hjá Maríu Reyndal: Ég get varla beðið
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.