Fréttablaðið


Fréttablaðið - 18.12.2003, Qupperneq 46

Fréttablaðið - 18.12.2003, Qupperneq 46
18. desember 2003 FIMMTUDAGUR Hin umdeilda kvikmyndMartin Scorsese, The Last Temptation of Christ frá árinu 1988, er það sjónvarpsefni sem mest var kvartað yfir á síðasta áratug í Bretlandi. Samkvæmt tölum Breska sjónvarpsráðsins kvörtuðu rúmlega 1.500 manns yfir myndinni á þessu tímabili, en í henni sést Kristur njóta ásta með Maríu Magdalenu. Myndin var hátt fyrir ofan heimildar- mynd um barnaklám en 922 ein- staklingar sáu ástæðu til að hringja og kvarta yfir henni. Það sem vekur athygli varð- andi kvartanir er að langflestar þeirra voru hringdar inn áður en myndin var sýnd. Aðeins 10% kvartananna voru lagðar fram af fólki sem hafði þegar séð myndirnar. Martin Scorsese, sem jafnan hefur farið sínar eigin leiðir í kvikmyndagerð, er einnig þekktur fyrir myndir á borð við Taxi Driver, Raging Bull og Gangs of New York. ■ SÍÐASTA FREISTING KRISTS 1.500 sjónvarpsáhorfendur kvörtuðu yfir myndinni í Bretlandi. Mynd Scorsese umdeildust Kvikmynd Clints Eastwoods,Mystic River, hefur verið til- nefnd til átta Critics Choice-verð- launa í Bandaríkjunum. Er hún meðal annars tilnefnd í flokkun- um besta myndin, besti leikstjór- inn, besti leikari í aðalhlutverki (Sean Penn) og bestu leikarar í aukahlutverkum (Tim Robbins og Marcia Gay Harden). Myndin In America hlaut sjö tilnefningar, Big Fish og Lost in Translation hlutu fimm og Cold Mountain og Hringadróttinssaga hlutu fjórar hvor. Critics Choice-verðlaunin eru talin gefa góða vísbendingu um hvaða myndir verða í Óskarsverð- launaslagnum á næsta ári. ■ SEAN PENN Tilnefndur sem besti leikari í aðalhlutverki. Mystic með átta tilnefningar Alveg eins og eldri borgararkomast ekki í jólaskapið fyrr en Heims um ból ómar í útvarp- inu komast rokkþyrstir ekki í rétta skapið fyrr en rokkstöðin X-ið 97,7 heldur sína árlegu jólatónleika. X-Mas hefur verið stærsti rokkviðburður jólamánaðarins frá árinu 1998 og þar hafa allar helstu rokksveitir landsins komið fram, leikið sín eigin lög og eitt jólalag sem öllum ber skylda að gera. Jólahátíðin í ár byrjar í kvöld á NASA þar sem sveitirnar Botn- leðja, Ensími, Vínyll, Brain Police, Bang Gang, Dr. Gunni, Solid IV, Dogdaze, Tommy Gun Preachers, Dáðadrengir og Hölt Hóra leika. Sem fyrr rennur allur ágóði til Alnæmissamtakanna. „Við ákváðum að láta dag- skrána byrja á óþekktari sveitum sem skutu upp kollinum á X-inu á þessu ári og eru í spilun,“ segir Frosti Logason, útvarpsstjóri stöðvarinnar. „Þetta er ramm- íslenskt rokk og ról. Það eru svo fleiri sveitir sem hafa verið að koma sér á framfæri á X-inu sem hefði verið gaman að hafa með en það var ekki pláss fyrir alla. Til dæmis hefði ég viljað sjá Jan Mayen og fleiri spila meira fyrir X-ið. Þetta er ágætis þverskurð- ur af því sem er að gerast hjá rokksveitum bílskúranna í dag.“ Hefð hefur myndast fyrir því að leggja mikinn metnað í jóla- atriðið og bíða gestir oft spenntir eftir því hvaða jólalög verða fyr- ir barðinu á rokkurunum en þeim eru gefnar frjálsar hendur með valið. „Hljómsveitir hafa lagt metnað sinn í það að koma á óvart og það er eitt það skemmti- legasta við þetta. Þó svo að ein- hverjar tvær sveitir myndu taka saman lagið eru sveitirnar mjög ólíkar og útsetningarnar myndu því ekki vera þær sömu. Það yrði kannski bara skemmtilegra, að mínu mati,“ segir Frosti og lofar að minnsta kosti einni „jóla- bombu“ sem á eftir að koma skemmtilega á óvart. Miðaverð er minnst 700 krón- ur en gestum er frjálst að gefa meira til Alnæmissamtakanna. Húsið opnar kl. 20 og er 18 ára aldurstakmark. Forsala miða hefst kl. 13 á NASA. biggi@frettabladid.is UMSJÓNARMENN X-INS „Mér finnst það mjög viðeigandi að rokkarar styðji alnæmissamtökin,“ segir Frosti. „Þetta er allt gert í minningu Freddie Mercury, hann er örugglega ánægður með mig, hann veit hvað ég er mikill aðdáandi.“ Jólatónleikar X-MAS ■ Í kvöld komast rokkarar í jólaskap því X-ið 97,7 heldur árlega jólatónleika sína til styrktar Alnæmissamtökunum.. Lofa óvæntri jólabombu
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.