Fréttablaðið - 18.12.2003, Page 48
44 18. desember 2003 FIMMTUDAGUR
SÁLIN HANS JÓNS MÍNS
Reyndu ekki að mæla undir rós,
reyndu ekki að rengja
það sem Auður leggur til.
Sjá, og þú munt halda það út.
Og seinna færðu sannreynt
að það verður þér í vil.
„Enginn verður óbarinn biskup,“ seg-
ir hún, „enginn reisir fangelsismúr úr
æðardún.“
- Stefán Hilmarsson var auðmjúkur þegar hann sagði
þjóðinni að efast ekki um orð Auðar á plötunni Hvar er
draumurinn? Frá árinu 1989.
Popptextinn
Fréttiraf fólki
Pondus eftir Frode Øverli
Greyi strákurinn! Ég var
næstum DREGINN í gegn
með bæði lykla og klínk!
Nei, hvað er
þetta! Það pípir
ennþá!
Þú verður
víst að fara
úr öllu!
Það var
einkennilegt!
FRUMSÝNDAR UM HELGINA
Dómar í erlendum miðlum
Looney Tunes: Back in Action
Internet Movie Database 6.5 /10
Rottentomatoes.com 58% = Rotin
Entertainment Weekly C-
Los Angeles Times 31/2 stjarna (af fimm)
Læknar rokkarans Ozzy Os-bourne segja að hann verði allt
að sex mánuði að ná sér eftir al-
varlegt fjórhjólaslys. Á sama
tíma og Ozzy gat loksins andað
sjálfur án aðstoðar vélar náði ný
smáskífa hans og dóttur hans
efsta sæti breska vinsældar-
listans. Ozzy svaf víst mestan
hlutan vikunnar eftir slysið en er
víst hressari í dag. Hann hefur
m.a. þegar beðið tvær hjúkrunar-
konur um að giftast sér.
Jennifer Lopez nældi sér í held-ur harkalega flensu sem hefur
náð að breiða sig út yfir
Bandaríkin síðustu vikurnar.
Hún hefur verið rúmliggj-
andi í nokkra daga og Ben
Affleck segist ekki þora að
koma nálægt henni af ótta
við að smitast sjálfur. Hann
segir að Jennifer verði
aldrei veik og þess vegna
hljóti þetta að vera ansi
bítandi vírus.
Þá er ástar-ævintýri
Nicole Kidman
og rokkarans
Lenny Kravitz
úti. Það var
Lenny sem
klúðraði málun-
um með því að halda fram hjá
rauðhærðu gyðjunni með lista-
konu frá Brasilíu. Ljósmyndari
náði myndum af Lenny að gæla
við aðra konu sem auðvitað röt-
uðu svo beina leið í blöðin.
Lagavandræði Bobby Brownaukast bara og aukast. Nú
hefur barnsmóðir hans, úr
fyrra sambandi áður en hann
giftist Whitney Houston, kært
hann fyrir að borga ekki með-
lag með tveimur börnum þeir-
ra. Þetta er engin smá upphæð
sem Bobby skuldar, tæpar
þrjár milljónir íslenskra króna.
Kelis er á mikilli uppsveifluþessa dagana. Hefur átt góð
innslög á plötur N.E.R.D., Outkast
og The Neptunes á þessu og síð-
asta ári. Nú skilar hún þriðju
breiðskífu sinni í hús, eftir að
hafa krassað með aðra plötu sína í
Bandaríkjunum. Og þvílík endur-
koma! Kelis er greinilega með
hreðjar á við fíl.
Snillingarnir í The Neptunes
eru við stjórnvölinn, og bjarga
andliti eftir frekar undarlega
safnplötu þeirra frá því í haust.
Greinilegt er að metnaður þeirra
Neptunes-manna, Pharrell Willi-
ams og Chad Hugo, hefur allur
farið í það að leyfa stjörnu Kelis
að skína sem skærast.
Langt er síðan poppplata hefur
búið yfir jafn miklum kynþokka. Í
einu laginu, In Public, syngur
Kelis með eiginmanni sínum,
rapparanum Nas, um það hvernig
sé að njóta ásta með honum á
almannafæri. Virkilega örvandi
lag, og hlustandanum líður eins
og hann sé að hlera eitthvað sem
hann átti ekki að fá að heyra.
André 3000 úr Outkast semur
svo, og syngur með, Kelis í hinu
frábæra lagi Millionaire.
Þessi plata er annars stútfull
af slögurum og er án efa besta
R&B plata sem ég hef heyrt á ár-
inu.
Birgir Örn Steinarsson
Umfjölluntónlist
KELIS
Tasty
Kelis fær það
Jack White, meðlimur í rokk-dúettnum The White Stripes,
hefur gefið út yfirlýsingu vegna
handalögmála sem hann átti í við
Jason Stollsteimer úr hljómsveit-
inni Von Bondies.
Þar segir að White hafi verið
að verja sig eins og allir aðrir
hefðu gert undir sömu kringum-
stæðum. Áður hafði Stollsteimer
haldið því fram að árásin hafi ver-
ið algjörlega tilefnislaus. Atvikið
átti sér stað á bar í Detroit þar
sem verið var að halda útgáfuteiti
vegna nýjustu plötu sveitarinnar
Blanche.
Á tónlistarvefnum NME má sjá
mynd af Stollsteimer heldur
ófrýnilegum með allmyndarlegt
glóðarauga og ljóst að White spar-
aði ekki kraftana þegar hann
réðst til atlögu. Báðir þurftu þeir
að láta gera að sárum sínum á
sjúkrahúsi.
Lögreglan í Detroit hefur mál-
ið til rannsóknar og mun ákveða á
næstu dögum hvort gefnar verði
út kærur. ■
White var í vörn
JACK WHITE
Gaf Jason Stollsteimer myndarlegt glóðarauga.