Fréttablaðið - 18.12.2003, Page 56
18. desember 2003 FIMMTUDAGUR
Hlí›asmára 15 • Sími 535 2100
17.830 kr. á mannVer› frá*
Sumarhúsaeigendur á Spáni!
Beint leiguflug til Alicante.
Ver›-
lækkun
á sumar
og sól
Sala hefst á Netinu í dag á ód‡ru sumarfargjöldunum til
Alicante. A›eins 200 sæti í bo›i.
Flugdagar eru: 2., 15. og 25. apríl, 19. maí og sí›an alla
mi›vikudaga í sumar. Flogi› er í beinu leiguflugi me›
Icelandair í morgunflugi.
Muni› a› hjá Plúsfer›um er unnt a› grei›a 7.500 kr.
me› Atlasávísunum og VR ávísunum a› eigin vild
og lækka fer›akostna›inn.
www.plusferdir.is
N E T
25.330 kr. - 7.500 kr. VR ávísun = 17.830 kr.
Gildir í ferðir frá 15. apríl til 15. október.
24.940 kr. á mann m.v. að 2 fullorðnir og 2 börn ferðist saman.
15.230 kr. á mann
*Verð miðast við að bókað sé á Netinu, sé bókað með öðrum
leiðum bætast við þjónustugjöld á hverja bókun.
22.730 kr. - 7.500 kr. VR ávísun = 15.230 kr.
25. apríl - 50 sæti í boði.
NetPlús er eingöngu bókanlegur á Netinu.
Al
ic
an
te
A-landslið kvenna:
Leikur gegn Hollandi
FÓTBOLTI Íslenska kvennalands-
liðið leikur vináttuleik gegn Hol-
lendingum 15. maí. Leikið verður
í Hollandi en leikurinn er liður í
undirbúningi Íslands fyrir leiki
gegn Ungverjum og Frökkum í
undankeppni Evrópumótsins.
Þjóðirnar hafa leikið fjóra
leiki, alla í undankeppni Evrópu-
móts, og hafa Íslendingar alltaf
sigrað. Haustið 1993 unnu Íslend-
ingar 2-1 á Laugardalsvelli með
mörkum Guðrúnar Sæmunds-
dóttur og Ástu B. Gunnlaugsdótt-
ur. Ári síðar vann Ísland 1-0 í
Rotterdam og skoraði Olga Fær-
seth sigurmarkið í sínum fyrsta
landsleik. Ásthildur Helgadóttir
og Margrét R. Ólafsdóttir skor-
uðu í 2-0 sigri á Laugardalsvelli
árið 1995 og vorið eftir unnu Ís-
lendingar 2-0 í Den Ham með
mörkum Katrínar Jónsdóttur og
Ásthildar Helgadóttur.
Hollendingar eru í 15. sæti á
styrkleikalista FIFA en Íslend-
ingar eru í því sutjánda. Hollend-
ingar hafa unnið Belga og Skota á
þessu ári, gert jafntefli við Ní-
geríumenn en tapað fyrir Dön-
um, Norðmönnum, Ítölum og
Spánverjum. ■
ÁSTHILDUR HELGADÓTTIR
Hefur leikið alla fjóra leiki Íslendinga gegn
Hollendingum og skorað í tveimur þeirra.
Evrópumeistaramótið í handbolta í Slóveníu hefst 22. janúar næstkomandi:
Fjórir nýliðar hjá
Guðmundi
HANDBOLTI Guðmundur Guð-
mundsson, landsliðsþjálfari í
handknattleik, valdi í gær
æfingahópinn fyrir Evrópumeist-
aramótið í Slóveníu sem hefst 22.
janúar næstkomandi en Guð-
mundur valdi alls 28 menn í hóp-
inn. Guðmundur valdi fjóra ný-
liða í hópinn að þessu sinni, skytt-
una Vilhjálm Halldórsson úr
Stjörnunni, leikstjórnandann
Andra Stefan úr Haukum, línu-
manninn Fannar Þorbjörnsson úr
ÍR og hornamanninn Baldvin Þor-
steinsson úr Val. Víkingurinn
Bjarki Sigurðsson gaf ekki kost á
sér, í samráði við Guðmund, en
Bjarki hefur ekki náð sér eftir
meiðsli og treysti sér þar af
leiðandi ekki í verkefnið. Athygli
vekur að í 28 manna hóp Guð-
mundur eru fjórir leikmenn úr 18
ára landsliðinu sem varð Evrópu-
meistari í haust. Guðmundur
sagði það vera eðlilega þróun
enda væri nauðsynlegt fyrir
framtíðarleikmenn Íslands að
kynnast vinnubrögðum og anda
landsliðsins sem fyrst. Guðmund-
ur sagði að liðið myndi spila sjö
æfingaleiki áður en haldið væri
til Slóveníu auk pressuleiks sem
fram fer milli jóla og nýárs. „Við
leikum þrjá landsleiki gegn Sviss
10.–12. janúar og eftir það vel ég
endanlegan hóp. Síðan förum við
til Danmerkur og Svíþjóðar þar
sem við tökum þátt í mjög sterku
fjögurra þjóða móti ásamt Dön-
um, Svíum og Egyptum og spilum
síðan einn leik gegn B-liði Dana
áður en við höldum til Slóveníu
20. janúar,“ sagði Guðmundur. Ís-
lendingar eru í riðli með Tékkum,
Slóvenum og Portúgölum og sagði
Guðmundur að verkefnið væri
gífurlega erfitt. „Allar þessar
þrjár þjóðir eru mjög öflugar. Það
fara þrjú lið áfram í milliriðla og
við þurfum heldur betur að vera á
tánum ef við eigum að komast
þangað. Það sést þegar liðin tólf,
sem taka þátt í Evrópumeistara-
mótinu, eru skoðuð að þetta er
ótrúlega sterkt mót. Það er tólf
frábærar þjóðir að keppa þarna
og það verður ekki labbað í einn
einasta leik. Ef allt gengur upp þá
munum við spila átta leiki á ellefu
dögum og það segir sig sjálft að
það má lítið út af bregða þegar
slíkt álag er fyrir hendi,“ sagði
Guðmundur. ■
Markverðir
Guðmundur Hrafnkelsson Kronau
Birkir Ívar Guðmundsson Haukum
Björgvin Gústavsson HK
Reynir Reynisson Víkingi
Horna- og línumenn
Guðjón Valur Sigurðsson Essen
Logi Geirsson FH
Gylfi Gylfason Wilhelmshavener
Einar Örn Jónsson Wallau
Sigfús Sigurðsson Magdeburg
Róbert Sighvatsson Wetzlar
Róbert Gunnarsson Aarhus GF
Vignir Svavarsson Haukum
Bjarni Fritzson ÍR
Fannar Þorbjörnsson ÍR
Baldvin Þorsteinsson Val
Skyttur og leikstjórnendur
Dagur Sigurðsson Bregenz
Jaliesky Garcia Göppingen
Snorri Guðjónsson Grosswallstadt
Rúnar Sigtryggsson Wallau
Gunnar Berg Viktorsson Wetzlar
Heiðmar Felixson Bidasoa
Patrekur Jóhannesson Bidasoa
Ólafur Stefánsson Ciudad Real
Ragnar Óskarsson Dunkerque
Ásgeir Örn Hallgrímsson Haukum
Arnór Atlason KA
Vilhjálmur Halldórsson Stjörnunni
Andri Stefan Haukum
EM-LANDSLIÐSHÓPUR GUÐMUNDAR
GUÐMUNDUR GUÐMUNDSSON
Valdi 28 manna hóp fyrir Evrópumótið í Slóveníu sem fer fram í seinni hluta janúar.