Fréttablaðið - 18.12.2003, Side 64

Fréttablaðið - 18.12.2003, Side 64
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 515 75 00, fax: 515 75 16 Ritstjórn: 515 75 05, fax: 515 75 06, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsinga- og markaðsdeild: 515 75 15 - fax 515 75 16, auglysingar@frettabladid.is Dreifing: 515 75 00, dreifing@frettabladid.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 515 7500 Bakþankar ÞRÁINS BERTELSSONAR Jólajólajóla www.gunnimagg . i s Trúlofunar- og giftingarhringir 20% afsláttur í takmarkaðan tíma Þá er alþingismennirnir búnir aðgefa sjálfum sér jólagjafirnar og farnir heim til sín í notalegt frí til að hvíla sig á línuívilnunar-, eftirlauna- og öryrkjaþrasi þar til í janúarlok og alvörujólasveinar farnir að tínast til byggða. Reyndar minnir veðurfarið frekar á september eða október en jólamánuðinn, og það bogar af manni svitinn við að þramma niður Lauga- veginn í vetrarfrakkanum. SJÁLFUR tek ég virkan þátt í undir- búningi jólanna með því að smakka á smákökum og skenkja jólaöli í glös fyrir fólk sem hamast við að byggja piparkökuhús eða árita jólakort; að öðru leyti reika ég um áhyggjulaus og nýt aðventunnar, kátur og glaður, eins og sá maður getur einn verið sem er búinn að ákveða hvað hann ætlar að gefa konunni sinni í jóla- gjöf. UM SÍÐUSTU helgi varð ég þeirr- ar gæfu aðnjótandi að koma bæði í Smáralind og Kringluna og satt að segja varð ég alveg steinhissa á því hvað Íslendingar eru orðnir margir. Þegar ég var að alast upp á öldinni sem leið var í hæsta lagi hægt að ná saman tvö til þrjú þúsund manns á fyrsta maí og sautjánda júní. Sam- tals voru Íslendingar þá ekki nema fáeinar hræður. En á síðustu árum hefur orðið gífurleg mannfjölgun. Smáralindin var smekkfull af fólki og krökkt af mannskap í Kringlunni, auk þeirra verslandi þúsunda sem löbbuðu Laugaveginn. Ef við gáum ekki að okkur verðum við orðin að stórþjóð fyrr en varir með öllu því veseni sem því fylgir. FYRIR MÍNA PARTA hef ég þeim mun meiri ánægju af jólunum sem ég fæ að upplifa þau oftar. Í gamla daga var þetta dáldið stressaður tími í lífi mínu þar til ég náði þeim and- lega þroska að skilja að það sem ég kemst ekki til að gera fyrir jólin mun ég einfaldlega gera eftir jól - ef ég sleppi því þá ekki. Og sem verald- arvanur maður langar mig að koma á framfæri því góða húsráði, að allar jólauppskriftir verða helmingi auð- veldari og helmingi betri ef maður bætir við þær skammti af hæfilegu kæruleysi. ■

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.