Fréttablaðið - 12.02.2004, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 12.02.2004, Blaðsíða 2
2 12. febrúar 2004 FIMMTUDAGUR „Að minnsta kosti skortir ekki eindrægni og vilja til þess að berj- ast fyrir jöfnuði og jafnrétti – og er það ekki það sem menn kalla harðan sósíalisma?“ Ögmundur Jónasson er þingmaður Vinstri grænna. Hópur flokksmanna hefur haldið fundi þar sem forystan hefur verið gagnrýnd fyrir að vera ekki nægilega vinstrisinnuð. Spurningdagsins Ögmundur, eru menn ekki nógu harð- ir í sósíalismanum? Sparisjóðafrumvarpið var viðvörunarskot Forsætisráðherra og formaður bankaráðs Landsbankans töluðu undir rós um hræringar viðskiptalífsins. Þeir eru sammála um að bankar eigi ekki að eiga í fyrirtækjum til lengri tíma. VIÐSKIPTI Davíð Oddsson forsætis- ráðherra og Björgólfur Guðmunds- son, formaður bankaráðs Lands- bankans, ræddu báðir þróun við- skiptalífisins að undanförnu. Á h e r s l u m u n u r var talsverður á nálgun þeirra, en einnig mátti greina samhljóm. Davíð Oddsson sagði að stjórn- endur bankanna ættu að íhuga það vandlega hversu langt þeir ættu að ganga í eignar- haldi fyrirtækja. „En það er að mínu mati langt frá því að vera heppilegt að bankarnir séu í lykilhlutverki í rekstri fyrirtækj- anna. Það eykur hættuna á hags- munaárekstrum og rýrir traust landsmanna á þessum mikilvægu stofnunum,“ sagði Davíð. Björgólfur tók í sama streng og sagði það ekki markmið Landsbank- ans að eiga í fyrirtækjum til langs tíma. Hann sagði vöxt Landsbank- ans og umbreytingar í viðskiptalíf- inu ekki tilviljun heldur afrakstur þess að einstaklingar hefðu komið að bankanum. Hann þakkaði stjórn- völdum víðsýni sem lagt hefði grunn að breytingunum. „Í rekstri Landsbankans settum við okkur strax eindregin markmið um að efla bankann, hleypa ferskum vindum inn í íslenskt fjármálalíf og nýta þau margföldu tækifæri sem við blöstu í breyttu landslagi. Þetta hef- ur tekist,“ sagði Björgólfur. Hann sagði breytingarnar rétt að byrja. Hann lagði áherslu á traust og að sterk fyrirtæki styddu myndarlega við samfélagið og menninguna. Hvorugur nefndi hræringarnar milli Íslandsbanka og Landsbanka og hvorugur tjáði sig um það þegar eftir því var leitað. Davíð sagði að eflaust væri lagasetning á spari- sjóðina ekki hafin yfir gagnrýni. „Mér þykir líklegt að sameining nær alls þingheims um löggjöf vegna áforma SPRON og Kaup- þings snúi ekki bara að því máli, en sé jafnframt eins konar aðvörunar- skot frá Austurvelli til annarra á markaði.“ Björgólfur sagði að stöðugleiki fjármála- og lagaumhverfis væri mikilvæg forsenda fjárfestingar og ekki væri farsælt að skipta um regl- ur í miðjum leik. Bankar og fyrir- tæki yrðu að hafa styrk til þess að takast á við landvinnunga. „Ef þeim eru ekki sköpuð skilyrði til þess verður engin útrás. Íslendingar vinna þá með fjármagn sitt erlend- is, án viðkomu í íslensku efnahags- lífi.“ haflidi@frettabladid.is Unglingar af tveimur kynþáttum börðust með bareflum í Breiðholti: Þrír kærðir eftir hópslagsmál LÖGREGLUMÁL Þrjú ungmenni hafa verið kærð eftir hópslagsmál ung- linga, annars vegar íslenskra og hins vegar af asísku bergi brot- inna, síðastliðið laugardagskvöld. Þrír voru fluttir með sjúkrabíl á slysadeild um kvöldið. Ekki er ljóst hver upptök slagsmálanna voru. Það var um hálfellefuleytið á laugardagskvöldið sem lögregl- unni barst tilkynning, þar sem ung- lingur af asísku bergi brotinn óskaði eftir aðstoð vegna þjófnað- ar. Lögreglan fór að versluninni 11-11 í Breiðholti. Tilkynningin reyndist ekki á rökum reist. Hins vegar höfðu verið mikil átök milli tveggja hópa unglinga. Þau upphófust þannig að tvö ungmenni af asískum uppruna áttu í orðaskiptum við ökumann og far- þega í bifreið. Þau orðaskipti leiddu síðan til átaka. Hópur ung- menna af asískum uppruna, sem voru saman komin að Völvufelli blandaðist í málið. Réðst hópurinn að bifreiðinni og þeim sem í henni voru. Einnig blönduðust inn í átök- in ungmenni sem voru á ferð i hverfinu. Ungmennin voru vopnuð hafnaboltakylfum, golfkylfum, skóflum og dúkahnífum. Lögreglan gerði bareflin upptæk. Tvö íslensk ungmenni slösuðust í átökunum. Annað var með áverka á baki, olnboga og vinstri hönd. Hitt var með áverka í andliti. Þá þurfti að flytja dreng, sem lá með öndunarerfiðleika í Unufelli eftir líkamsárás, á slysadeild. Hann hafði verið barinn með golfkylfu. Einn unglingur var fluttur á lög- reglustöð. Tveir piltar af asískum uppruna hafa verið kærðir, svo og einn íslenskur piltur. Lögreglan vinnur nú að rannsókn málsins. ■ Bankarán í SPRON: Enn undir grun LÖGREGLAN „Það er ekki búið að aflétta gruni af neinum,“ segir Hörður Jóhannesson, yfirlög- regluþjónn í Reykjavík, um rann- sókn vopnaða bankaránsins sem framið var í SPRON í Hátúni í byrjun janúar. Hörður segir að ástæða hafi verið til að gruna tvo menn um bankaránið og þeir hafi sætt gæsluvarðhaldi í viku. Játningar liggja ekki fyrir í málinu. Hörður segir að þó að sýnin sem send hafi verið til greiningar til Noregs hafi reynst neikvæð hafi grun ekki verið létt af mönnunum tveimur sem sátu í gæsluvarðhaldi. ■ GEORGE W. BUSH Enn er deilt um veru hans í þjóðvarðliðinu. Bush í þjóðvarðliðinu: Mætti og fékk greitt WASHINGTON, AP Hvíta húsið hefur birt skjöl um launagreiðslur til George W. Bush Bandaríkjafor- seta meðan hann var í þjóðvarð- liðinu til að færa sönnur á að hann hafi mætt til æfinga meðan hann var í þjóðvarðliðinu í Alabama. Áður hafði verið bent á að engin skjöl sýndu fram á að hann hefði mætt til æfinga og annarra verk- efna eftir að hann flutti frá Texas. Demókratar hafa sagt að skjölin veki upp fleiri spurningar en þær svara en Scott McClellan, blaðafull- trúi Hvíta hússins, sagði það til marks um pólitískt skítkast. „Bandaríska þjóðin á betra skilið.“ ■ Fréttablaðið: Jón Kaldal ráðinn FJÖLMIÐLAR Jón Kaldal, ritstjóri Iceland Review og Skýja, hefur verið ráðinn rit- stjórnarfulltrúi á Fréttablaðinu. Jón hefur verið ritstjóri Iceland Review og Atlantica frá 1997 og ritstýrt Skýjum frá stofnun blaðsins. „Ráðning Jóns tengist eflingu á út- gáfu Fréttablaðsins og fylgiblaða. Það eru næg verk- efni fram undan hjá okkur svo hæfileikar hans njóti sín,“ segir Gunnar Smári Egilsson, ritstjóri Fréttablaðsins. Jón mun hefja störf hjá Frétta- blaðinu um næstu mánaðamót. ■ Í AÐGERÐ Ríkey Ingimundardóttir þegar hún gekkst undir lýtaaðgerð í sjónvarpsþættinum Íslandi í dag. Mæðgur í sjónvarpi: Keppa um áhorf FEGRUNARAÐGERÐIR „Mér er farið að finnast að móðir mín fylgi í kjöl- farið á öllu því sem ég geri,“ seg- ir Ruth Reginalds, söngkona og fyrrum barnastjarna, um það að móðir hennar, Ríkey Ingimundar- dóttir, fylgdi í kjölfar hennar og fór í lýtaaðgerð í sjónvarpsþætt- inum Ísland í dag í gærkvöld. „Ég veit ekki alveg hvað hún er að reyna að sanna en það er náttúru- lega hennar ákvörðun hvort hún kemur fram í sjónvarpi eða ekki. Mín ósk er sú að móðir mín fari að slappa svolítið af,“ segir Ruth og segist ákveðin í að láta uppákomu móður sinnar fram hjá sér fara. Ríkey segist aftur á móti hafa farið í sína aðgerð til þess að veita Ruth stuðning. Sjá nánar á bls. 46 Select í Breiðholti: Skotið á rúðu með loftriffli SKEMMDIR „Við höfum ekki hug- mynd um hvað hefur gerst,“ Mar- grét Guðmundsdóttir, fram- kvæmdastjóri markaðssviðs smá- sölu, en tvö göt er á rúðu á Select stöðinni í Breiðholti sem líklega eru eftir loftriffil. M a r g r é t segir stöðina vera opna all- an sólarhring- inn en þau kannist ekki við neina ó þ æ g i l e g a u p p l i f u n þessu sam- ferða. „Við lít- um á þetta eins og hverja aðra rúðu sem við skiptum um.“ Lögreglan hefur ekki verið kvödd á staðinn vegna hugsanlegra skotfara á rúðunni á Select stöðinni. Rúðan sem er í vaktherbergi bens- ínafgreiðslumanna er úr tvöföldu gleri og eru skemmdirnar aðeins á ytra byrgði hennar. Mjög líklega eru skotförin eftir loftriffil og þarf riffillinn annað hvort að vera mjög kraftmikill eða að skotið sé af stuttu færi. Ef förin væru eftir annars konar skotvopn hefði skotið átt að fara alveg í gegnum rúðuna. ■ ÖRYGGISMÁL Lögreglan í Reykja- vík, Reykjanesbæ, á Selfossi og Akureyri hefur ekki orðið vör við skerðingu í þjónustu Tetra-kerfis- ins eftir að Tetra Ísland slökkti á helmingi senda sinna í gær. Lög- reglan í Reykjanesbæ hyggst gera könnun á því hvort kerfið sé ónothæft á einhverju svæði innan umdæmisins. Tetra-kerfið var tekið í notkun árið 2000 og hafa neyðarþjónustur lagt í umtalsverðar fjárfestingar til þess að innleiða kerfið. Rekstur Tetra Íslands, sem sér um kerfið, er í miklu uppnámi og óskaði stjórn félagsins eftir heim- ild til að leita nauðasamninga á fundi í gær. Jón Pálsson, framkvæmda- stjóri Tetra Íslands, segir að þrátt fyrir að slökkt hafi verið á send- um telji félagið sig uppfylla samn- ing við dómsmálaráðuneyti og Reykjavíkurborg um það svæði sem dekkað er í kerfinu. „Við erum með samninga við Reykja- víkurborg og dómsmálaráðuneyt- ið sem kveða á um ákveðna dekk- un en ekki fjölda senda,“ segir Jón. Tetra Ísland skuldar um 750 milljónir króna og samkvæmt fréttatilkynningu frá félaginu hefur náðst samkomulag við flesta lánadrottna um niðurfell- ingu á skuldum Þó hefur ekki náðst samkomulag við Símann, sem er eigandi stærstu krafanna á hendur félaginu. ■ JÓN KALDAL Nýr liðsmaður á Fréttablaðinu. NEYÐARLÍNAN Lögreglan í Reykjavík segist ekki hafa orðið vör við skerðingu í þjónustu Tetra-kerfisins. Tetra Ísland: Leitar eftir nauðasamningum GLAÐLEG TENGSL VIÐSKIPTA OG STJÓRNMÁLA Davíð Oddsson, forsætisráðherra og Björgólfur Guðmundsson fóru fínt í mismunandi skoðanir sínar á hræringum viðskiptalífsins. Þeir eru sammála um að ekki sé æskilegt að bankar eigi í fyrirtækjum til lengri tíma. Davíð ráðleggur bönkunum að fara varlega með- an Björgólfur varar við að breyta leikreglum í miðjum leik. Þeir áttu ekki neinum vand- ræðum með að skemmta hvor öðrum milli ræðna á viðskiptaþingi Verslunarráðs Íslands. „Mér þykir líklegt að sameining nær alls þingheims um löggjöf vegna áforma SPRON og Kaupþings snúi ekki bara að því máli, en sé jafnframt eins konar aðvör- unarskot frá Austurvelli. EFRA BREIÐHOLT Vettvangur átaka milli unglinga. TVÖ SKOTFÖR VORU Á RÚÐUNNI Engin varð var við þegar skotið var á rúðuna en líklega var skotið af loftriffli.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.