Fréttablaðið - 12.02.2004, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 12.02.2004, Blaðsíða 40
40 12. febrúar 2004 FIMMTUDAGUR AFMÆLISSÝNING Bosnískir skautadansarar á hátíðarsýningu í tilefni af því að tuttugu ár eru liðin frá því að vetrarólympíuleikarnir voru haldnir í Sarajevo. Skautadans hvað?hvar?hvenær? 9 1011 12 13 14 15 FEBRÚAR Fimmtudagur NBA-leikmaður kemur í stutta heimsókn: Jón Arnór á leiðinni til Íslands KÖRFUBOLTI Jón Arnór Stefánsson, leikmaður Dallas Mavericks í NBA-deildinni í körfubolta, kem- ur í stutta heimsókn til Íslands um næstu helgi þar sem hann mun meðal annars vera aðalgestur á nýju skemmtilegu körfuboltamóti fyrir yngstu kynslóðina sem kall- ast „Vesturstrandarúrslitin“. Þar munu strákar og stelpur í minni- bolta, 7. og 8. flokki, fá að keppa í körfubolta og hitta NBA-leikmann að auki. Jón Arnór mun skrifa eig- inhandaráritanir og spjalla við þátttakendur um lífið og tilveruna í NBA-deildinni. Þá mun Jón Arn- ór gefa einum heppnum þátttak- anda keppnistreyju sína hjá Dallas. Allir þátttakendur fá risa- plakat af Jóni í leik með Dallas. Keppt verður í ýmsum þrautum og eiga þátttakendur möguleika á því að vinna áritaðar keppnis- treyjur leikmanna Dallas Maver- icks á borð við Dirk Nowitzki, Steve Nash og Michael Finley. Mótið fer fram í íþróttahúsi Bessastaðahrepps laugardaginn 14. febrúar og sunnudaginn (15. febrúar í KR-heimilinu en þátt- tökugjald er 2.900 krónur og er innifalið í því risaplakat af Jóni Arnóri Stefánssyni. Hægt er að skrá sig á skrifstofu KKÍ í síma 514 4100 eða senda póst á petur@kki.is. ■ KÖRFUBOLTI Það hefur gengið illa hjá körfuknattleiksliði Grindavík- ur að finna rétta Bandaríkja- manninn eftir að liðið lét Dan Trammell taka pokann sinn á milli jóla og nýárs. Sú ákvörðun kom mörgum spánskt fyrir sjónir enda Grindvíkingar á þeim tíma með fullt hús stiga í Intersport-deild- inni. Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálf- ari liðsins, varði þá ákvöðrun fé- lagsins að senda Trammell heim með því að hann hefði einfaldlega ekki verið nógu góður til að gera liðið að Íslandsmeisturum en leit- in að manni fyrir Trammell hefur verið farsakennd í meira lagi. Fyrst var búið að ná samkomulagi við Derrick Stroud, öflugan leik- mann sem spilaði mjög vel í Finn- landi. Hann hætti hins vegar við að koma skömmu áður en hann átti að stíga um borð í flugvél til Íslands. Næstur kom Timothy Szatko en hann var ekki í neinu formi og entist aðeins einn leik. Það sama gerði Stan Blackmon en hann fékk tilboð frá áströlsku liði og flaug á brott án vitundar for- ráðamanna Grindvíkinga. Nú er fjórði Bandaríkjamaðurinn kom- inn til landsins og vonast Friðrik Ingi til að hann standi undir væntingum. Hann heitir Jacky Rodgers og er tveggja metra hár kraftframherji. „Hann á fínan feril að baki en hann kláraði há- skólann síðasta sumar. Hann lék með liði í Argentínu fram í janúar og þrátt fyrir að ég hafi ekki séð hann bind ég vonir við hann. Ég talaði við hann í dag og hann lítur út fyrir að vera léttur og kátur strákur með karakterinn í lagi. Ég hef trú á því að hann verði okkur mikill styrkur, svo framar- lega auðvitað sem hann svíkur okkur ekki,“ sagði Friðrik Ingi í samtali við Fréttablaðið í gær. Hann sagði að það væri óvíst hvort hann yrði löglegur fyrir leikinn gegn KR í kvöld þar sem leikheimildin væri ekki klár. Við erum að vinna í þessu en hvort það næst verður bara að koma í ljós.“ ■ FERGUSON Hefur átt í deilum við stærstu hluta- fjáreigendur Manchester United. John Magnier og J.P. McManus: Tryggðu sér 28,89 prósent í United FÓTBOLTI Írarnir John Magnier og J.P. McManus, stærstu hluthafar í Manchester United, hafa aukið hlutafé sitt í félaginu í 28,89 pró- sent. Fyrir vikið hafa vangaveltur aukist um það hvort þeir félagar ætli að eignast meirihluta í þessu ríkasta og farsælasta félagi Eng- lands í dag. Stutt er síðan Magnier og McManus, sem hafa átt í deilu við knattspyrnustjórann Alex Ferguson, juku hlutafé sitt í 25,5 prósent. Írarnir eru nú nálægt 30 pró- senta þröskuldnum sem gefur þeim rétt til að bjóða í félagið. Eins og staðan er núna eiga þeir rétt á að krefjast sætis í stjórn félagsins og að koma á neyðarfundi. Magnier og McManus hafa sett spurningarmerki við nokkur félaga- skipti sem Ferguson stóð fyrir og hefur sonur hans Jason, sem er um- boðsmaður, blandast inn í það mál. Magnier hefur einnig átt í deilum við Ferguson, sem hefur höfðað mál á hendur honum vegna eignarhalds í veðhlaupahestinum Rock of Gibraltar. Aðdáendur United eru ósáttir við Magnier og McManus og vilja þá burt frá félaginu. „Við viljum að þeir selji hlutabréf sín í Manchester United og láti félagið aftur í hendur aðdáendanna,“ sagði Sean Murphy, sem mun standa fyrir friðsamleg- um mótmælum þann 18. mars næst- komandi. ■ JÓN ARNÓR STEFÁNSSON Íslenskir körfuboltakrakkar fá möguleika á að hitta íslenska leikmanninni í NBA- deildinni um næstu helgi. VESTURSTRANDARÚRSLITIN: Laugardagur, 14. febrúar (Íþróttahús Bessastaðahrepps) 14.00-15.30 Strákar og stelpur í 7. flokki 15.40-17.10 Strákar og stelpur í Minnibolta 17.20-18.50 Strákar í 8. flokki Sunnudagur, 15. febrúar (KR-heimilið) 09.00-10.30 Strákar og stelpur í 7. flokki 10.40-12.10 Strákar og stelpur í Minnibolta 12.20-13.50 Strákar í 8. flokki Nýr Kani til liðs við Grindavík Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari Grindvíkinga, vonast til að leitinni að öðrum Bandaríkjamanni sé þar með lokið. FRIÐRIK INGI RÚNARSSON Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari Grindvíkinga, vonast til að Jacky Rodgers sé maðurinn sem Grindavík hefur vantað síðan Dan Trammell var látinn taka pokann sinn um jólin. ■ ■ LEIKIR  18.30 KR og Víkingur leika í Egils- höll í undanúrslitum Reykjavíkurmóts karla í fótbolta.  19.15 Hamar og Snæfell leika í Hveragerði í Intersport-deildinni í körfu- bolta.  19.15 KR mætir Grindavík í DHL- Höllinni í Intersport-deildinni í körfu- bolta.  19.15 ÍR keppir við Njarðvík í íþróttahúsi Seljaskóla í Intersport-deild- inni í körfubolta.  19.15 Breiðablik og Haukar keppa í Smáranum í Intersport-deildinni í körfubolta.  20.15 ÍS leikur við Njarðvík í íþróttahúsi Kennaraháskólans í 1. deild kvenna í körfubolta.  21.00 Fylkir og Valur leika í Egils- höll í undanúrslitum Reykjavíkurmóts karla í fótbolta. ■ ■ SJÓNVARP  16.45 Handboltakvöld á RÚV.  18.00 Olíssport á Sýn.  18.30 Supercross (Edison International Field) á Sýn.  19.30 Heimsbikarinn á skíðum á Sýn. Nýjustu fréttir af framgöngu skíða- manna á heimsbikarmótum.  20.00 Sterkasti maður heims á Sýn. Kraftajötnar reyna með sér.  20.30 US Champions Tour 2004 á Sýn.  21.00 European PGA Tour 2003 (Heineken Classic) á Sýn. Þáttur sem fjallar um evrópsku mótaröðina í golfi.  22.00 Olíssport á Sýn.  22.30 Boltinn með Guðna Bergs á Sýn. Enski boltinn frá ýmsum hliðum.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.